Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 18
Jg MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1982 Hlýt að • um áhy lýsa; ggiur yfír séi n af ai *stök ukn- J um vígt ooJ lúnað ii 1 ha finu Ræða Olafs Jóhannessonar utanríkisráð- herra á allsherjarþingi SÞ 28. sept. Ólafur Jóhannesson flytur ræðu sína. Simamynd/ ap Herra forseti. Leyfið mér að taka undir orð starfsbræðra minna og óska yður til hamingju með kjör yðár í for- sæti á 37. allsherjarþingi Samein- 'uðu þjóðanna. Ég er þess fullviss að reynsla yðar og þekking kemur yður að góðu haldi við leit að lausn á þeim mörgu viðfangsefnum sem liggja fyrir þessu þingi. Hinn nýi framkvæmdastjóri samtakanna og starfslið hans hafa haldið áfram fórnfúsu og markvissu starfi að þeim verkefn- um, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa falið þeim. Leyfið mér, hr. forseti, að færa þeim þakklæti fyrir störf þeirra og votta fram- kvæmdastjóranum fullan stuðn- ing minn við tilraunir hans til að leysa mörg og flókin vandamál, sem nú krefjast skynsamlegrar og friðsamlegrar lausnar. Samtök okkar hafa á starfsævi sinni staðið andspænis alvarleg- um deilum, sem ógnað hafa friði á stórum svæðum eða jafnvel heimsbyggð allri. Oft hefur tekist að finna friðsamlega lausn, sem þakka má góðum vilja deiluaðila og samtakamætti hinna Samein- uðu þjóða. Önnur deilumál hafa, enn sem komið er, reynst samtök- um okkar ofviða. Er við komum til þessa allsherj- arþings er ástand alþjóðamála að ýmsu leyti dekkra en það hefur nokkru sinni verið frá lokum síð- ari heimsstyrjaldar og stofnun þessara samtaka. Vígbúnaðurinn er tröllslegri, vopnin djöfullegri, hungrið sárara, allsleysið út- breiddara og böl atvinnuleysis víð- tækara en þekkst hefur á starfs- tíma þessara samtaka. Vissulega hefur ýmislegt áunnist og við skulum ekki gleyma því. En hitt stingur í augu, þar sem illa hefur til tekist eða alls enginn árangur hefur náðst. Það eru einkum nokk- ur þeirra atriða, sem ég hef hugs- að mér að gera hér að umræðu- efni. Þegar ég ávarpaði allsherjar- þingið í september á sl. ári dvaldi ég nokkuð við ýmis ákvæði stofnskrár og mannréttindayfir- lýsingar Sameinuðu þjóðanna og bar saman orð og efndir. Á því ári sem síðan er liðið hefur víða hald- ið áfram að síga á ógæfuhlið í þessum efnum. Einna alvarleg- ustu atburðirnir hafa átt sér stað í Austurlöndum nær og Póllandi, þótt sitt með hvorum hætti sé, en því miður mætti bæta við ýmsum fleiri dæmum. I ársskýrslu sinni til samtak- anna vekur framkvæmdastjórinn máls á miklu áhyggjuefni, sem er vaxandi virðingarleysi fyrir álykt- unum öryggisráðsins. Ég tek heils hugar undir varnaðarorð hans um að við séum komin hættulega nærri hengiflugi stjórnleysis í al- þjóðasamskiptum. Skipulag sam- taka okkar og þá sér í íagi neitun- arvaldið hefur í senn verið styrkur þeirra og veikleiki. Breytingar á þessari grundvallartilhögun gætu valdið hruni samtakanna og því tel ég slíkt ekki vera til umræðu. Á hinn bóginn er öllum ljóst að máttur Sameinuðu þjóðanna til að stuðla að friðsamlegri lausn deilu- mála er lítill sem enginn þegar eitthvert þeirra ríkja, sem neitun- arvald hafa, telur beinum eða óbeinum hagsmunum sínum stefnt í hættu með aðgerðum af hálfu samtakanna og slík staða kemur æ oftar upp. Þessu til við- bótar færist það og í aukana að önnur ríki telji sig hafa nægan styrk til þess að ganga gegn ein- róma samþykktum öryggisráðsins í skjóli þess að samstaða samtak- anna sé ekki nógu sterk til þess að orðum fylgi athafnir. Þessa öfug- þróun verður að stöðva. Slíkt verð- ur ekki gert með einhverjum breytingum á sáttmála Samein- uðu þjóðanna heldur þarf þar til að koma aukinn skilningur þjóð- anna á þeirri hættu, sem heims- friðnum er stefnt í, verði áfram haldið á sömu braut. Á nýafstöðnum fundi utanrík- isráðherra Norðurlanda var ítrek- aður eindreginn stuðningur þess- ara ríkja við Sameinuðu þjóðirnar og aðgerðir sem miða að því að leysa milliríkjadeilur á friðsam- legan hátt samkvæmt grundvall- arreglum stofnskrárinnar um virðingu fyrir fullveldi og stjórn- málalegu sjálfstæði allra ríkja. í því sambandi var skorað á öll ríki að virða viðurkenndar alþjóða- reglur um samskipti ríkja og því lýst yfir að Norðurlönd myndu áfram vinna að því að styrkja Sameinuðu þjóðirnar sem al- heimssamtök til tryggingar friði. Jafnframt voru ráðherrarnir sam- mála um nauðsyn þess að kanna, og ræða við önnur ríki, hvernig auka mætti möguleika samtak- anna til að gegna hlutverki sínu þegar átök eða deilur blossa upp. Ég vek athygli á þessari samþykkt utanríkisráðherra Norðurlanda og ítreka hér þá áskorun sem þar kemur fram. Ástandið í Austurlöndum nær hefur verið á dagskrá hjá þessum samtökum allt frá stofnun þeirra og enn er langt frá því að sjá megi fram á friðsamlega lausn á þeim deilum sem stöðugt eitra and- rúmsloftið og valda íbúum þessa heimshluta þjáningum og dauða. Þessi harmleikur hefur nú náð há- marki með fjöldamorðunum í fióttamannabúðunum í Beirút fyrr í þessum mánuði. Það er krafa allra þeirra sem vjrða vilja stofnskrá þessara samtaka að hlutlaus rannsókn verði látin fara fram á þessu ódæðisverki hið allra fyrsta. Innrás Israelsmanna í Líbanon er enn einn þáttur í langri sögu hefnda og gagnhefnda í Austur- löndum nær, en jafnframt er hún sorglegt dæmi um þá lítilsvirðingu fyrir samþykktum öryggisráðsins sem ég hef gert hér að umtalsefni. Ég hlýt að lýsa yfir fullum stuðn- ingi mínum við þær ályktanir samtaka okkar sem fordæma inn- rás og hernám Israelsmanna á Líbanon og neitun þeirra á að fara eftir samþykktum öryggisráðsins. Þessi framkoma eykur enn á vandann við að ná fram réttlátri og varanlegri lausn á deilumálum í þessum heimshluta. Slík lausn hlýtur að byggja á ályktunum ör- yggisráðsins nr. 242 og 338 og tryggja öryggi allra ríkja á þessu. svæði, þ.á m. Israels, og réttlæti fyrir allar þjóðir, þ.á m. Palest- ínumenn. í því sambandi vil ég einnig sérstaklega undirstrika nauðsyn þess að lögmæt þjóðar- réttindi Palestínumanna verði að veruleika með því að þeir fái rétt til ákvörðunar um eigin mál og þar á meðal rétt til að taka þátt í samningum um eigin framtíð. Ég vil fagna því að nú hafa komið fram tillögur um lausn á stærstu vandamálum Austurlanda nær, bæði frá forseta Bandaríkj- anna og ráðstefnu Arabaleiðtoga. Of snemmt er að spá um, hvort þessar tillögur geti orðið grund- völlur að samningaviðræðum allra aðila, en ég leyfi mér að lýsa þeirri von minni að svo verði, enda felast í báðum tillögunum ýmis atriði sem verð eru nánari athugunar. Hr. forseti. Ég vil aðeins nefna örfá önnur mál, sem eru hvað hróplegust dæmi um virðingarleysið fyrir því jafnrétti, fullveldi og stjórnmála- legu sjálfstæði allra þjóða, sem ber að virða skv. stofnskrá hinna Sameinuðu þjóða, en lítils er virt í raun, ef stærri ríki telja það betur henta eigin hagsmunum. Ástandið í Afganistan hefur ekki batnað frá því að við komum hér saman fyrir ári. Hernámið hefur nú staðið nærfellt þrjú ár. Áfram er haldið með takmörkuð- um árangri að reyna að kúga þjóð- ina til hlýðni og uppgjafar og ítrekaðar ályktanir Sameinuðu þjóðanna að engu hafðar. Sömu sögu má reyndar segja af því stríðshrjáða landi Kampútseu. Fyrir röskum tveimur árum bárust nýir frelsisstraumar um pólskt þjóðlíf. Fólkið vildi fá meira að segja um eigin málefni og samningar tókust við stjórn- völd um að örlítið skyldi létt á okinu og stofnun frjálsra verka- lýðssamtaka leyfð. Sú frjálsræðis- þróun, sem þarna hófst, átti þó skamma lífdaga fyrir höndum. henni lauk með setningu herlaga 13. desember 1981. Upptalningu af þessu tagi mætti hafa langa. Þau eru mörg ríkin sem búa við einræðisstjórnir og kúgun og grundvallarreglur stofnskrár samtaka okkar eru í engu virtar. Meðan svona atburðir endur- taka sig með stuttu millibili er æði erfitt að draga úr þeirri spennu sem nú ríkir í alþjóðasamskiptum og taka til við raunhæfar aðgerðir til að efla og varðveita frið og ör- yggi í samræmi við grundvallar- markmið samtaka okkar. En slíkra aðgerða er svo sannarlega þörf. Vígbúnaðurinn er tröllslegri og vopnin ógnvænlegri en heimurinn hefur áður þekkt — og áfram er haldið hinu tryllta vígbúnaðar- kapphlaupi. Sjálfsagt má til eilífð- ar deila um hver aðili sé sterkari öðrum og úr því fæst líklega aldrei skorið, nema það gerist, sem eng- inn vill, að stórveldin láti á það reyna. En hætt er við að fáir verði til frásagnar og að sigurvegarar verði litlu öfundsverðari af sínu hlutskipti en hinir sigruðu af sínu. Gereyðingarvopnin geta hvenær sem er leitt ragnarök yfir mann- kyn. Ábyrgð kjarnorkuvopnaveld- anna er þung. Þau hafa örlög heimsbyggðar í hendi sér. Mannkynið á í reynd ekki á milli neinna leiða að velja. Sú eina, sem ekki liggur fyrr eða síðar til tor- tímingar hlýtur að felast í raun- sæjum og heiðarlegum samning- um um samdrátt í vígbúnaði sem fyrsta skref á þeirri löngu leið að algerri afvopnun sem á og verður að vera óskadraumur þeirra er trúa á háleit markmið stofnskrár hinna Sameinuðu þjóða. Krafan um raunhæfar aðgerðir í afvopnunarmálum er eindregn- ari nú en verið hefur um langt skeið. í ljósi þess er sorglegt að þurfa að viðurkenna að árangur af sérstaka aukaallsherjarþinginu um afvopnun, sem hér var haldið á liðnu sumri, varð nánast enginn. Við verðum því fyrst um sinn að láta okkur nægja og treysta því að áþreifanlegur árangur verði af viðræðum Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna um samdrátt í birgðum þeirra af nokkrum helstu tegund- um kjarnavopna, MBFR-viðræð- unum í Vínarborg og starfi af- vopnunarnefndarinnar í Genf, og svo að sjálfsögðu af starfi Madr- id-fundarins um öryggi og sam- vinnu í Evrópu ef hann leiðir til samkomulags um ráðstefnu um traustvekjandi aðgerðir og af- vopnun í Evrópu. F'ramkvæmd af- vopnunar verður að byggjast á gagnkvæmnisgrundvelli. Annað væri hvorki raunsætt né réttlæt- anlegt. Það þarf að stefna að jafn- vægi — ekki ógnarjafnvægi held- ur jafnvægi, sem byggist á sam- drætti vígbúnaðar en ekki aukn- ingu. Sem fulltrúi eyþjóðar er byggir lífsafkomu sína á lifandi auðlind- um hafsins hlýt ég að lýsa yfir sérstökum áhyggjum af auknum vígbúnaði í hafinu og þá ekki síst auknum flota kafbáta, búnum kjarnavopnum. Það þarf ekki styrjöld, heldur aðeins slys við óhagstæðar aðstæður, til að eyði- leggja efnahagsgrundvöll slíkra þjóða. Því undirstrika ég það sér- staklega, að réttu viðbrögðin við andstöðu fólks á meginlöndum Evrópu og Ameríku gegn enn meiri fjölgun kjarnavopnaflauga í löndum þeirra eru ekki að flytja þessi vopn í hafið heldur að semja um raunverulega fækkun. Aðeins með því móti verður dregið úr þeirri ógn sem af þessum vopnum stafar. Ég hef gert hafið hér að um- ræðuefni. Það hefur verið eitt hinna stóru verkefna Sameinuðu þjóðanna að vera vettvangur fyrir gerð sáttmála allra ríkja um rétt- arreglur á því svæði sem nær yfir hvorki meira né minna en tvo þriðju hluta jarðar. Eftir langt og erfitt starf liggur nú fyrir texti sem flestar þjóðir heims hafa lýst yfir, að þær geti sætt sig við. Slík- ur texti getur aldrei uppfyllt alla óskadrauma en ég leyfi mér að fullyrða að hann sé eina raunhæfa málamiðlunin, sem tekur eðlilegt tillit til óska og þarfa þeirra meira en 150 þjóða sem átt hafa hlut að máli. Ég vil því skora á þær þjóðir, sem enn eru ekki reiðubúnar að samþykkja þennan samning, að endurskoða afstöðu sína. Með að- ild allra þjóða að hinum nýja haf- réttarsáttmála getum við afstýrt því að upp komi harðar deilur milli einstakra ríkja um ýms haf- réttarleg atriði og þannig stigið mikilvægt skref í átt að þeim heimi, sem við stefnum að í stofnskrá samtaka okkar. Hr. forseti. Ég hef hér að framan einkum fjallað um ríki, samskipti þeirra við önnur ríki og það virðingar- leysi sem alltof oft lýsir sér í þeim samskiptum. Að sönnu er það venjulegast einstaklingurinn, maðurinn, sem verður fórnar- lambið í slíkum tilvikum, en yfir- skynið er trygging hagsmuna eins ríkis gagnvart öðru. Hins vegar er það svo á ábyrgð hvers ríkis, og raunar skuldbinding sem öll ríki þessara samtaka hafa tekið á sig, að tryggja virðinguna fyrir mann- inum og réttindum hans. Þessi skuldbinding er því miður ekki virt af fjölmörgum þeirra ríkis- stjórna, sem hér koma fram fyrir hönd þess fólks sem lönd þeirra byggir, og raunar miklu fleiri rík- isstjórnum en þeim sem þó fylgja að öðru leyti skuldbindingum sín- um um samskipti milli ríkja. Hr. forseti. Er ég ræði um grundvallar- mannréttindi hlýt ég að flokka undir þau rétt hvers mannsbarns til réttlátrar hlutdeildar í auðlegð heimsins. Önnur mannréttindi eru lítils virði þeim, sem ekki horfir fram á annað en hungurdauðann. Það verður því að vera eitt af meg- inmarkmiðum samtaka okkar að stuðla að því að hvert það barn sem fæðist í þennan heim fái næg- an mat, heilbrigðisþjónustu og menntun við sitt hæfi. Þverrandi sultur, minnkandi hernaðarút- gjöld og vaxandi virðing fyir al- þjóðlegum skuldbindingum mættu gjarna verða einkunnarorð þessa allsherjarþings.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.