Morgunblaðið - 30.09.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1982
37
stækkaði og óx þegar móðurhlut-
verkið bættist við.
Jón var óvenjulega vel gerður
maður og þroskaður í allri emb-
ættisfærslu enda voru honum
snemma falin vandasamari sjálf-
stæð verkefni og aðeins þrítugur
að aldri settur og síðan skipaður
sýslumaður Snæfells- og Hnappa-
dalssýslu. Því embætti gegndi
hann í sjö ár en var þá skipaður
sýslumaður Mýra- og Borgarfjarð-
arsýslu og gegndi því embætti þar
til hann andaðist 22. júlí 1961 að-
eins 61 árs að aldri.
Rósa, fædd 26. ágúst 1891
Dáin 11. september 1982
Guðjón, fæddur 17. nóvember 1890
Dáinn 8. september 1982
A fögrum haustdegi, 18. sept-
ember sl., var gerð frá Undir-
fellskirkju í Vatnsdal útför Guð-
jóns Hallgrímssonar, fyrrum
bónda á Marðarnúpi, og konu
hans, Ingibjargar Rósu ívarsdótt-
ur. Höfðu þau látizt í hárri elli, og
urðu aðeins þrír dagar milli dán-
ardægra þeirra eftir sextíu og sex
ára sambúð. Vil ég nú, þótt seint
sé, minnast þessara heiðurshjóna
með nokkrum orðum, og þakka
þeim þannig margar ánægju-
stundir á liðnum árum, þegar ég
hef verið á ferð í dalnum góða.
Rósa og Guðjón voru um margt
ólík. Hún var kona kyrrlát, bók-
hneigð og ljóðelsk, sem lauk miklu
lífsstafi húsmóður á stóru og
barnmörgu heimili, svo að lítið
bar á. Guðjón var á hinn bóginn
fjörmaður mikill og þótti ekki
verra fremur en mörgum sveit-
ungum hans, að eftir honum og
verkum hans væri tekið. Átti ég
með honum margar skemmtilegar
stundir, enda var hann manna
ræðnastur og kunni frá mörgu að
segja frá langri og viðburðaríkri
ævi.
Bæði voru þau hjónin Húnvetn-
ingar að ætt og uppruna. Rósa var
fædd að Enniskoti í Víðidal, dóttir
ívars Jóhannssonar og Ingibjarg-
ar Kristmundsdóttur, en Guðjón
var fæddur á Snæringsstöðum í
Svínadal, sonur Hallgríms Hall-
grímssonar og Sigurlaugar Guð-
Á Akureyrarárunum fæddust
þeim Karítas og Jóni 3 börn.
Benta, gift Valgarð Briem hrl.,
fædd 1925, Guðný, gift William
Schrader forstjóra, fædd 1927, og
Steingrímur Jónsson flugvirki,
kvæntur Molly Clark Jónsson,
fæddur 1929.
Það var því ekki lítið átak fyrir
unga stúlku með 3 ung börn að
taka sig upp og heimili sitt frá
Akureyri og flytja til Stykkis-
hólms og taka þar við stöðu sýslu-
mannsfrúar í stóru embætti.
I hönd fóru erfiðar tímar.
Heimskreppa í algleymingi og
auðvitað fóru Snæfellingar ekki
varhluta af henni frekar en aðrir
svo mjög sem þeir voru háðir sölu
sjávarafurða og landbúnaðar-.
Sýslumaðurinn var ekki einung-
is yfirvald. Hann var forsjá fjölda
manna og til hans leitaði fólkið
með vandræði sín og oft úrræða-
leysi þegar þrengdi að og björgina
þraut.
Karítas þekkti það frá Vestur-
bænum, hvernig var að hafa lítið
úr að spila og skildi því vel
áhyggjur fólksins á Snæfellsnesi.
Minntist hún oft á það síðar hve
margir hafi þá búið við kröpp
kjör.
I Stykkishólmi bættist í barna-
hópinn árið 1933 Kristín Sólveig,
gift Ólafi Erni Arnarsyni yfir-
lækni, og var það því fríður hópur
laugsdóttur, konu hans, en flutti
tólf ára með foreldrum sínum að
Hvammi í Vatnsdal og ólst þar
upp.
Vorið 1916 giftust þau Rósa og
Guðjón og hófu búskap í Hvammi
á móti Hallgrími, föður Guðjóns.
Þar bjuggu þau síðan næstu
fimmtán árin, en árið 1930 festi
Guðjón kaup á Marðarnúpi, og
hófu þau þar búskap árið eftir. Á
kreppuárunum, sem nú fóru í
hönd, reyndi mjög á dugnað og
áræðni bónda og þrautseigju hús-
móðurinnar, er allt þurfti að gera
í senn, greiða þungar skuldir
vegna jarðarkaupanna, byggja
upp og húsa jörðina og koma stór-
um barnahópi á legg. Fórst þeim
allt þetta með ágætum, og varð
Guðjón hinn gildasti bóndi og
heimili og búskapur þeirra á
Marðarnúpi með myndarbrag, unz
þau brugðu búi fjórum áratugum
síðar, árið 1970. Var sambúð
þeirra hin bezta og þau samhent
um alla hluti, þótt skaplyndið
væri ólíkt.
Rósa og Guðjón eignuðust sjö
börn, allt hið mesta dugnaðarfólk,
en þau eru: Steingrímur, af-
greiðslumaður í Reykjavík, fædd-
ur 15. apríl 1917, kvæntur Jónu
Guðmundsdóttur; Hallgrímur,
fæddur 15. janúar 1919, hrepp-
stjóri í Hvammi í Vatnsdal,
kvæntur Sigurlaugu Fjólu
Kristmundsdóttur; Sigurlaug,
fædd 15. apríl 1920, gift séra
Skarphéðni Péturssyni, sem nú er
látinn, Jón Auðunn, fæddur 17.
desember 1921, bóndi á Marðar-
núpi eftir föður sinn, en nú bú-
settur í Reykjavík, kvæntur Þor-
sem fluttist til Borgarness sumar-
ið 1937. Þar átti Karítas sennilega
sín bestu ár. Hagur landsmanna
batnaði til stórra muna, umsvif í
sýslunni jukust, vegir lagðir, brú-
aðar ár og rafmagni veitt heim á
flesta bæi.
Jón sýslumaður naut mikils
álits sem embættismaður og bæði
nutu þau hjón virðingar og vin-
sælda sýslunga sinna.
Það var því mikið áfall þegar
Jón veiktist í blóma lífsins og and-
aðist sumarið 1961.
Útför hans frá Borgarnesi verð-
ur mörgum minnisstæð svo vel
sem þá kom fram hugur sýslubúa
til þessa ágæta yfirvalds síns.
Karítas fluttist til Reykjavíkur
og bjó ein, enda öll börnin flogin
úr hreiðrinu, þar til hún flutti í
hús með Kristínu Sólveigu að Sól-
e.vjargötu 5, en þar bjó hún síð-
ustu árin. Var þó langdvölum á
sjúkrahúsum sökum vanheilsu á
því tímabili.
Hún andaðist 22. þessa mánað-
ar.
Aldamótaúynslóðinni fækkar en
seint fáum við þakkað henni störf-
in öll, sem búið hafa okkur og
næstu kynslóðum svo gott líf í
þessu landi sem raun ber vitni.
Hafi Karítas þökk fyrir það for-
dæmi sem hún var okkur og þá
mynd sem hún skilur eftir í huga
okkar.
Valgarö Briem
björgu Þórarinsdóttur; Ingibjörg,
fædd 25. maí 1923, gift Þórði Guð-
mundssyni, útgerðarmanni í
Gerðum, en þau eru bæði látin.
Þórhildur, fædd 1. desember 1925,
gift Jóni ísberg, sýslumanni á
Blönduósi; Eggert, fæddur 15. des-
ember 1928, en hann lézt aðeins
hálfþrítugur að aldri.
Rósa og Guðjón voru vel undir
lífsbaráttuna búin. Rósa stundaði
um tíma nám hjá Guðrúnu
Björnsdóttur á Siglufirði og í
Kvennaskólanum á Blönduósi.
Guðjón átti ekki langt að sækja
fyrirmyndir um búskaparhætti
þar sem var faðir hans, Hallgrím-
ur í Hvammi hinn eldri, sem var
búhöldur hinn mesti á sinni tíð, en
einnig var Guðjón við nám við
bændaskólann á Hólum og sótti
þangað reynslu og þekkingu. Allt
kom þetta sér vel í búskap þeirra á
Marðarnúpi, og voru þau í forystu-
sveit sinnar kynslóðar í Vatnsdal,
en hún er kunn víða um land fyrir
skörungsskap.
Á Guðjón hlóðust, svo sem
vænta mátti, margvísleg trúnað-
arstörf fyrir sveit sína og hérað,
enda var hann málafylgjumaður
mikill og útsjónarsamur. Sat hann
lengi í hreppsnefnd og var oddviti
um árabil. Málefni landbúnaðar-
ins lét hann og mjög til sín taka,
var lengi í stjórn Sölufélags
Austur-Húnvetninga og formaður
Búnaðarfélags Áshrepps og heið-
ursfélagi þessara félaga beggja.
Einnig sat hann fjölmarga fundi
Stéttarsambands bænda og gegndi
fjölda annarra félagsstarfa, sem
hér yrði of langt upp að telja.
Nú þegar þau Rósa og Guðjón
eru horfin af þessari jörð finnst
mér slitinn enn einn sá strengur,
sem tengdi mig við fortíð þessa
lands og lífsbaráttu horfinna
kynslóða. Því er gott að eiga minn-
inguna um ótal heimsóknir að
Marðarnúpi, oft með föður mín-
um, þar sem ætíð var tekið á móti
okkur af opnum örmum húsmóð-
urinnar og gáskafullri gestrisni
húsbóndans.
Um þau hjón eiga vel við eftir-
farandi erindi úr kvæði Davíðs
Stefánssonar, er hann orti eftir
heimsókn í Vatnsdalinn árið 1962,
en þá kom hann m.a að Marðar-
núpi:
I vitund þeirrn, st-m \atnsdal liygtya.
er veroldin miltil «t> stór.
Jafnt mun bóndi aó búi hyggja
ug barni, sem heiman fór.
Gestum veitir hann góóan beina
og gengur þeim undir hond.
Kn vist mun þaó eóli VatnsdalNNveina
aó verja sin heimaldnd.
Ilm Vatnsdal liggur vegur til bjargar,
ef villist hin unga þjóó.
Ilann fóstraói konur miklar og margar,
sem muna sagnir og ijóó.
Kr brunnu jöklar og bjdrgin sprungu
og brugóust vor heiónu goó,
þá voru þa*r tettjoró og islenzkri tungu
hin andlega máttarstoó.
Jóhannes Nordal
Hjónaminning:
Rósa ívarsdóttir og
Guðjótt Hallgrímsson
Þorgeir Þórðar-
son — Minning
Mánudagsmorguninn 20. sept-
ember var yndislega bjartur og
fallegur — haustlitirnir skörtuðu
sínu fegursta og skólastarfið var
að hefjast af fullum krafti. Á slík-
um stundum fyílist hugurinn af
atorku og vilja til að láta gott af
sér leiða og takast á við störf
dagsins.
Um hádegisbilið, þegar ég
mætti til vinnu í skólanum, var
mér tjáð mikil sorgarfregn. Einn
af nemendum mínum, Þorgeir
Þórðarson, hafði þá um morgun-
inn lent í umferðarslysi skammt
frá heimili sínu og lá á milli heims
og helju á sjúkrahúsi. Bekkjar-
systkini hans voru að vonum mjög
slegin, og spurn og kvíði var í aug-
um þeirra. Þegar fregnin um lát
hans barst okkur nokkru síðar,
hélt sorgin innreið sína í huga
okkar og magnleysi gagntók iík-
amann. Þorgeir hafði verið bekkj-
arfélagi þeirra flestra síðastliðin
fjögur ár og ég hafði verið aðal-
kennari bekkjarins undanfarin
þrjú ár.
Þorgeir var sonur hjónanna
Þórðar Þorgeirssonar, matsveins
og Ingu Árnadóttur, hárgreiðslu-
konu, til heimilis að Staðarseli 3.
Hann ólst upp við gott atlæti og
ástúð foreldra sinna, sem fylgdust
vel með námi hans og framgangi i
skólanum. Þorgeir var afskaplega
Ijúfur og samviskusamur nem-
andi. Hann var fríður sýnum og
stóru dökku augun hans sindruðu
af glettni og stráksskap.
I skíðaferðalagi með skólanum
sl. vetur sýndi hann mikinn dugn-
að og dreif sig hverja ferðina á
eftir annarri, þrátt fyrir harð-
fenni og kulda.
Þorgeir átti auðvelt með að ná
tökum á stærðfræðinni og í ýms-
um öðrum greinum stóð hann sig
vel. Hann var vaxandi nemandi
með góða eftirtekt og greind.
Það er erfitt að sætta sig við
orðinn hlut. Hugurinn beindist
óneitanlega að öllum þeim hætt-
um, sem leynast hér og þar í um-
ferðinni.
Ég flyt foreldrum hans og
systkinum, þeim Árna og Ingu
Jytte, innilegar samúðarkveðjur
frá skólastjóra, kennurum og öðru
starfsfólki Olduselsskóla. Einnig
flyt ég kveðjur frá bekkjarsystkin-
um hans, sem sakna hans sárt.
Megi Guð geyma Þojgeir.
Marsibil Ólafsdóttir.
t Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarö-
arför HALLGRÍMS ÞÓRHALLSSONAR,
Vogum, Mývatnssveit.
Anna Skarphéöinsdóttir, Leifur Hallgrímsson, Ólöf Hallgrímsdóttir, Dagný Hallgrímsdóttir, Þuríöur Hallgrímsdóttir, Einar Þórhallsson.
t
Innilegar þakkir færum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og
vinarhug við andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu,
ÞÓRHILDAR ÞORSTEINSDÓTTUR,
Brekku, Noröurárdal.
Erna ÞórOardóttir,
Ólafur Þóröarson,
Þorsteinn Þóróarson,
Guörún Þóröardóttir,
og
Andrés Sverrisson,
/Esa Jóhannesdóttir,
Anna Siguröardóttir,
Pótur Jónsson,
barnabörn.
t
Alúöar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför
KRISTÍNAR INGUNNAR PÉTURSDÓTTUR
frá Stóra-Vatnsskaröi.
Guö blessi ykkur öll.
Guörún Þorvaldsdóttir,
Benedikt Benediktsson, Marta Magnúsdóttir,
Guörún Árnadóttir, Magnús Bjarnfreösson,
Þorvaldur Árnason, Ingibjörg Halldórsdóttir,
og börnin.
Lokað
í dag frá kl. 2.30—4 vegna jaröarfarar
ÞORGEIRS ÞÓRÐARSONAR.
Gullhöllin,
Laugavegi 72.