Morgunblaðið - 02.11.1982, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982
5
Martin
Berkowski
Nýr hljóm-
sveitarstjóri
Óperunnar
HLJÓMSVEITARSTJÓRI ís-
lenzku óperunnar, sem stjórnar
hefur tónlistinni í Töfraflaut-
unni, Gilbert Levin, er nú aó
hætta eins og raunar hafði verið
ákveðið strax í upphafi og tekur
Mark Tardue við af honum og
mun annast stjórn hljómsveitar-
innar fram að jólum.
Þá mun Eiríkur Hreinn
Helgason nú byrja að syngja
Papageno, en sökum veikinda
hefur Steinþór Þráinsson
sungið hann á fyrstu þremur
sýningunum. Munu þeir síðan
skipast á um að syngja hlut-
verk Papageno.
Þá skal þess getið, að í
„Hvað er að gerast um helg-
ina“, sem birt var í Mbl. á
föstudag féll niður nafn Júlí-
usar Vífils Ingvarssonar, sem
syngur hlutverk Mónostatos-
ar. Þá var þar einnig sagt að
Dóra Einarsdóttir hefði saum-
að búninga, en hún sá um alla
útfærslu á þeim.
WMKKSWlA------
“SJÓMVHRR leikliot-
DEILP, 6ÓÐHN DH&J
Berkowski á Háskólatónleikum:
Leikur verk eftir Beethoven og Liszt
Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM i Norræna
húsinu í bádeginu á morgun, mióviku-
dng, leikur Martin Uerkow.ski píanó-
verk eftir Ludwig van Beethoven og
Franz Liszt.
Martin Berkowski fæddist í Wash-
ington DC árið 1943 og vakti
snemma athygli fyrir píanóleik sinn
og fyrir kunnáttu í rafeindafræði, að
því er fram kemur í fréttatilkynn-
ingu frá Tónleikanefnd Háskólans.
Berkowski hlaut Fullbright-styrk til
framhaldsnáms í pianóleik í Vinar-
borg. Hann hlaut verðlaun National
Music League Young Artist Audi-
tions í New York en þeim verðlaun-
um fylgdi fimm ára samningur um
tónleikahald víðsvegar um Banda-
ríkin. Þá hefur hann hlotið verðlaun
í Vasella International Piano Com-
petition. Berkowski hefur haldið
tónleika víða um heim, leikið inn á
hljómplötur og komið fram í útvarpi
og sjónvarpi.
Háskólatónleikarnir hefjast kl.
12.30 og standa í 30 til 40 mínútur.
PHILIPS
litsiónvörp
Þeir hjá Philips eru í fararbroddi í framleiðslu lit-
sjónvarpstækja. Við hjá Heimilistækjum
reynum svo að bjóða sem flestar
gerðir þessarar frábæru framleiðslu til þess að allir
fái eitthvað við sitt hæfi:
Steríó tæki
10“ CX 1130 26“ CS 3390 16“ CT 3418
staðgreiðsluverð kr 27.710,00 staðgreiðsluverð kr 33.955,00 staðgreiðsluverð kr 26.775,00
14“ CT 3005
staðgreiðsluverð
kr 13.666.00
16“ CT 3015
staðgreiðsluverð
kr 14.843,00
16“ fjarstýrt,
staðgreiðsluverð
kr 16.853,00
heimilistæki hf.
HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚNI 8 - 15655
20“ C1 3010
staðgreiðsluverð kr 17.255,00
20“ 3430 fjarstýrt,
staðgreiðsluverð kr 20.700,00
22“ CS 1001
staðgreiðsluverð kr 22.378,00
22“ fjarstýrt,
staðgreiðsluverð kr 24.918,00
26“ CS 1006
staðgreiðsluverð kr 22.910,00
26“ 3270 fjarstýrt,
staðgreiðsluverð kr 25.704,00
26“ CP 2102 „de luxe“
staðgreiðsluverð kr 30.178,00
VIÐ ERUM SVEIGJANLEGIR í SAMNINGUM