Morgunblaðið - 02.11.1982, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 02.11.1982, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982 Reykjavík: Hjólbaröahúsiö, Skeifunni 11, sími 31550 Hjólbarðaþjónustan Hreyfilshúsinu, Fellsmúla 24, sími 81093 Nýbarði sf., Borgartúni 24, sími 16240 Mosfellssveit: o0ltudehkki*Sf‘’- ectni Bjarkarholti, simi 66401 Nýbaröi, Garðabær Lyngasi 2, simi 50606 KÓDavoaur- Hjólbaröaviögerö Kópavogs H a ‘ Skemmuvegi 6, sími 75135 sólud sngódekk Þessi snjódekk eru sóluð eftir ströngum bandarískum staðli. Þau hafa dúndurgóða spyrnu, endast von úr viti og eru öll með hvítumhring. Þú ættir að hafa samband við næsta útsölustaðog tryggja þér gang því verðið er ótrúlega lágt. Melko Akkja Hinir sívinsælu kuldajakkar: -með vindþéttu vatnshrindandi ytrabyrði. —fóðraðir með einangrandi vatti. —dregnir saman í mittið með snúru. -með stóra rúmgóða vasa. -með hettu, innrennda í kragann. -með inná-vasa með rennilás. Nú er Melka-vetur í HERRAHÚSINU. BANKASTRÆTI 7 AÐALSTRÆTI4 Félag áhugamanna um réttarsögu stofnað FÉLAG áhugamanna um réttar- sögu var stofnað hinn 7. október síðastliðinn, en hlutverk félagsins er að efla réttarsögu, íslenzka og almenna, sem fræðigrein. í frétta- tilkynningu, sem Morgunblaðinu hefur borizt er skýrt frá því, hvernig félagar innan félagsins hyggjast ná þessum markmiðum. Þar segir m.a.: Tilgangi sínum hyggst félagið m.a. ná með því: 1) Að örva og styrkja rannsókn- ir í réttarsögu, t.d. með því að knýja á um fjárveitingar í því augnamiði, með því að auðvelda útgáfu íslenskra fræðirita í réttarsögu og með því að stuðla að auknum bókakaupum íslenskra rann- sóknabókasafna um réttar- söguleg málefni. 2) Að efla réttarsögukennslu við Háskóla íslands eða utan hans. 3) Að kynna fræðigreinina og niðurstöður nýrra rannsókna fyrir félagsmönnum og öðr- um, m.a. með erindaflutningi og fræðslufundum. 4) Að annast eða hlutast til um útgáfustarfsemi á þessu sviði, eftir því sem föng eru á, fyrst og fremst í samvinnu við rannsóknastofnanir eða bókaútgefendur. 5) Að efla kynni og samstarf við erlenda réttarsögufræðinga, tengsl við erlendar rann- sóknastofnanir á þessu sviði og stuðla að þátttöku íslend- inga á ráðstefnum réttar- sögufræðinga. Fyrstu stjórn félagsins skipa: Dr. Páll Sigurðsson, dósent (formaður), Davíð Þór Björg- vinsson, sagnfræðingur, Gunnar F. Guðmundsson, sagnfræðing- ur, dr. Ingi Sigurðsson, lektor, og Steingrímur Gautur Krist- jánsson, borgardómari. I vara- stjórn eru séra Bjarni Sigurðs- son, lektor, og dr. Björn Sigfús- son, fyrrverandi háskólabóka- vörður. Drætti frestað í happdrætti SATT ÁKVEÐIÐ hefur verið að fresta drætti í byggingarhappdrætti SATT (Samband alþýðutónskálda og tónlistarmanna) til 23. des. nk., en dráttur átti að fara fram 13. okt. sl. Sala miða hefur gengið ágæt- lega og eru nú seldir um 20.000 miðar, en betur má ef duga skal, því heildarupplag miða er 50.000. Vinningar eru 27 að verðmæti kr. 375.000. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! Jólafrímerki gefin út í annað sinn HINN 16. nóveniber næstkomandi gefur Póst- og simamálastofnunin út jólafrímerki og verdur þaö í annað skipti, sem sérstök jólafrímerki eru gefln út hérlendis. Efnt var til sam- keppni um gerö frimerkjanna aö þessu sinni og hlaut Tryggvi T. Tryggvason fyrstu verölaun, en alls bárust 76 tillögur. Myndefni jólafrímerkja 1982 eru jólalög, táknuð með nótum og óhlutlægri myndskreytingu. í báð- um merkjunum eru notuð stef úr lagi Sigvalda Kaldalóns, „Nóttin var sú ágæt ein“. Á öðru frímerk- inu (300) er byrjunin á laginu, en á hinu (350) er síðari hluti viðlags. Myndskreytingin á merkjunum táknar frið jólanna annars vegar og klukknahljóm hins vegar, segir í frétt frá Pósti og síma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.