Morgunblaðið - 02.11.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.11.1982, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982 18 Dagatal fylgiblaóanna AT.TiTAF Á ÞRIÐJUDÖGUM IHÍOPV ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM ALltaf á föstudögum ALLTAFA LAUGARDÖGUM ALLTAF A SUNNUDÖGUM stóA OG EFNISMEIRA BLAÐ! Fimm sinnum í viku fylgir auka fróóleikur og skemmtun Mogganum þínum! fltofgtisifrfofeifr AF ERLENDUM VETTVANGI eftir MAGNÚS SIGURÐSSON Willy Brandt krýp- ur við stríðsminnis- merkið i Varsjá. Þessi mynd var tekin í opinberri heimsókn Brandts til Póllands í des- ember 1970 og varð fleyg um víða ver- öld. Hér brann eitt sinn heitast það víti, sem Þjóðverjar skópu. Hér var hálfri milljón manna útrýmt, er Þjóðverjar brenndu (>yðinga- hverfið í Varsjá til ösku 1944. Brandt lagði mikla áherzlu á að skapa mynd af sér sem stjórn- málamanni, scm allt vildi gera til þess að græða þau sár, sem Þjóðverjar höfðu valdið í síð- ari heimsstyrjöld- inni. AUSTURSTEFNAN — Arfur jafnaðarmanna í Vestur-Þýzkalandi Ekki eru allir á einu máli um þann árangur á vettvangi utanríkismála, sem náðst hefur á 13 ára stjórnarferli jafnaðarmanna í Vestur-Þýzka- landi, nú þegar þeir hafa látið af völdum þar i landi. En þeir hafa verið nógu lengi við völd til þess, að ný kynslóð hefur náð að vaxa upp, sem ekki man þau viðhorf né þær aðstæður, sem ríktu áður en jafnaðarmenn komust til valda i Vestur-lýzkalandi. Eftir almennar þingkosn- ingar þar haustið 1969 mynduðu jafnaðarmenn og frjálsir demókratar sam- steypustjórn. Kanslari varð Willy Brandt úr röðum jafnað- armanna, en utanríkisráðherra Walter Scheel úr hópi frjálsra demókrata. Fram að þessum tíma hafði vestur-þýzka stjórnin fylgt svokallaðri Hallstein- kenningu í utanríkismálum, sem fól það í sér, að stjórnin í Bonn hafnaði öllum stjórnmálatengsl- um við þau ríki, sem viður- kenndu austur-þýzku stjórnina og ekkert stjórnmálasamband var milli Vestur- og Austur- Þýzkalands. Ekkert minna en endursameining Þýzkalands var hornsteinn vestur-þýzkrar utan- ríkisstefnu, hversu fjarlægt sem það markmið í raun og veru var frá veruleikanum. Enda þótt stjórnmálasamband væri milli stjórnvalda í Bonn og Moskvu, var mjög takmarkað samband milli stjórnvalda í Bonn annars vegar og stjórn- valda hvort heldur í Varsjá eða Prag hins vegar. Viðkvæðið í Austur-Evrópu var það, að stjórnvöldin í Vestur-Þýzkalandi fylgdu eftir heimsvaldakenndri hefndarstefnu, sem miðaðist að því að hrifsa allt það aftur, sem Þýzkaland hefði misst með hruni Þriðja ríkisins. Þessi afstaða var auðvitað enn fjarri veruleikan- um. Afleiðingin varð hins vegar sú, að Þýzkalandsmáiin höfðu staðnað á öngstigi, sem þau virt- ust ekki getað ratað úr. Með þessu skapaðist hættuástand, einkum á mörkum Vestur- og Austur-Þýzkalands, sem á stundum lá við, að yrði að ófrið- arbáli. Sem kanslari tók Willy Brandt strax upp þá stefnu að vinna sem mest að friði og sáttum við ríki Austur-Evrópu. Einhliða fórnir af hálfu Vestur-Þýzkalands voru alls ekki of dýru verði keyptar, ef þær gætu orðið til þess að draga úr þeirri spennu, sem fyrir hendi var milli Vestur-Þýzka- lands og þeirra ríkja Austur- Evrópu, sem hvað mest höfðu mátt þola af eyðileggingu af hálfu þriðja ríkisins. Þessi stefna varð Brandt persónulega til mikils álitsauka, sem náði há- marki 1971, er hann hlaut friðar- verðlaun Nóbels. Þá varð Willy Brandt til þess sem kanslari að viðurkenna Austur-Þýzkaland sem sjálf- stætt ríki. Með því varð Þýzka aiþýðulýðveldið viðurkennt af vestur-þýzku stjórninni, en fram að þessu hafði hún litið á Austur-Þýzkaland í orði sem á borði sem sovézkt hernámssvæði í Þýzkalandi. Austur-stefna Brandts átti eftir að verða ráðandi um langt árabil og hún hafði greinilega mikil áhrif á kjósendur í Vest- ur-Þýzkalandi og þá ekki síður mikil áhrif á fólk annars staðar svo sem í Austur-Þýzkalandi og Póllandi. Brandt fylgdi stefnu sinni eftir, m.a. með opinberri heimsókn til Austur-Þýzkalands í marz 1970 og til Póllands í des- ember sama ár. Betri samskipti milli austurs og vesturs fylgdu í kjölfarið, sem Brandt lýsti sjálf- ur yfir, að væri áþreifanlegur árangur austurstefnu sinnar. Svo virtist einkum sumarið 1975 sem stefna Brandts væri tekin að bera árangur í reynd, er leiðtogar 35 ríkja, þeirra á meðal allra stórveldanna, komu saman í Helsingfors til þess að undir- rita samkomulag um evrópska öryggismálaráðstefnu. Þetta er í eina skiptið eftir síðari heims- styrjöld, sem austur og vestur hafa komið sér saman um sam- eiginlegar yfirlýsingar um ör- yggismál, enda þótt þær væru ekki skuldbindandi að þjóðarétti og þetta var því aðeins mögulegt, að Vestur-Þýzkaland hafði áður náð að komast að samkomulagi við ríki Austur-Evrópu um mörg af þeim óleystu vandamálum, sem heimsstyrjöldin síðari hafði skilið eftir. Þetta var vissulega nokkur árangur. Neikvæð afstaða Austur-Evrópuríkjanna gagn- vart áframhaldandi viðleitni í þessa átt hefur hins vegar komið í veg fyrir frekari árangur. Austurþýzku stjórninni hefur ekki þótt það eftirsóknarvert að draga verulega úr spennunni gagnvart Vestur-Þýzkalandi. Stéttaróvinirnir í vestri eru jafnmiklir stéttaróvinir og áður. Og þegar við lá, að Pólland tæki upp stefnu í átt til lýðræðis á árunum 1980—1981 með mann- réttindum fyrir þegna sína og frjálsum verkalýðsfélögum, brugðust stjórnvöld þar í landi hart við með afleiðingum, sem öllum eru kunnar. Öllum þeim, sem fylgzt hafa með, má þó ljóst vera, að svona hlaut þetta að enda. Breytingar í Austur-Evrópu verða vart fyrir áhrif að vestan, hversu mikilvæg og jákvæð, sem þau kunna að vera. Raunverulegar breytingar í Austur-Evrópu verða ekki nema fyrir innri þróun, líkt og í Tékkóslóvakíu 1968 og í Póllandi 1980, og duga skammt, eins og reynslan sýnir okkur. Þá fyrst er breytinga að vænta, að hugar- farsbreyting verði í Sovétríkjun- um sjálfum og hún er ekki fyrir- sjáanleg að sinni. (Ileimild: Der Spiegcl o.fl.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.