Morgunblaðið - 02.11.1982, Side 47

Morgunblaðið - 02.11.1982, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982 25 Ðastru vom Meister Hamburger SV Frábært hjá Haukum Unnu lið ÍS örugglega Á sunnudagskvöld masttust einu taplausu liðin í 1. deild karla í körfubolta, Haukar og ÍS, í hörkuleik. Haukar sigruöu 91—78. Leikurinn byrjaöi meö miklum látum og ætluðu bæði liðin greinilega aö selja sig dýrt. Fyrri hálfleikur var jafn framan af og skiptust liöin á um aö hafa for- ystu, en um miöbik hálfleiksins tóku Haukarnir mikinn fjörkipp og náðu 10 stiga forystu, 30—20. En ÍS-menn voru ekki á því aö gefast upp og náöu aö minnka muninn niður í 2 stig og staöan í hálfleik var 41—39. Haukarnir hófu síöan síöari hálf- leikinn af miklum krafti og komust í 56—47. Eftir þaö höföu þeir tögl- in og hagldirnar í leiknum til leiks- loka og unnu sanngjarnan sigur, 91—78. Hauka-strákarnir sönnuöu þaö í þessum leik, aö þeir eru ekki bara efnilegir lengur (meöalaldur 19 ára) heldur eru þeir orðnir góöir og er greinilegt, aö Einar Bollason hefur gert góöa hluti meö liðiö. i iiöi Hauka voru þeir bestir Pálmar, mjög lipur og útsjónar- samur leikmaður, og Hálfdán sem var geysilega sterkur í vörninni. Einnig voru þeir Eyþór og Webster seigir. i liöi ÍS bar Gísli Gíslason af, greinilegt aö hann er aö komast í sitt gamla landsliösform. Fyrir Hauka skoruöu stigin Pálmar Sigurösson 30, Hálfdán Markússon 26, Dacarsta Webster 12, Eyþór Árnason 8, Ólafur Rafnsson 7, Kári Eiríksson 4 og Jón Halldór Garöarsson 4 stig. Stigin fyrir ÍS geröu Pat Bock 23, Gísli Gíslason 22, Guömundur Jóhannsson 12, Eiríkur Jóhann- esson 9, Árni Guömundsson 8, Karl Ólafsson 2 og Árni Freyr 2 stig. Ágætir dómarar leiksins voru: Gunnar B. Guðmundsson og Kristján Rafnsson. — IHÞ • Horst Hrubesch fyrirliöi Hamburger SV. fagnar marki, en hann skor- aöi eitt um helgina fyrir lið sitt, sem nú er í efsta sæti {deildinni. ÞAÐ ÞYKIR mér alltaf meiri háttar afrek að sígra landslíð Englands í knattspyrnu á Wembley-leikvanginum í Lundúnum. Um daginn léku þar V-Þjóðverjar gegn heimamönnum og gengu Þjóöverjarnir með sigur af hólmi 2—1. Voru þeir mjög ánægóir meö sigurinn og var mikið fjallaö um hann í þýskum dagblöðum og sjónvarpinu. Þaö var enginn annar en sjálfur Rummenigge, markakóngurinn mikli, sem tryggói þjóðverjunum sigurinn. Hann skoraði bæöi mörkin og á myndunum hér aö ofan og til hliðar má sjá hvernig þau voru skoruð. 1—0 Fyrsta markið. Rummenigge sagöi: — Ég sá Klaus Allofs koma og hrópaöi, geföu boltann strax. En Klaus gaf boltann ekki til mín heldur lék honum fyrst laglega til Littbarski, sem si'öan gaf snjalla sendingu inn fyrir vörn Englend- inga. Ég haföi hlaupiö áfram og fékk boltann frir fyrir framan Shilt- on. Átti ég aö skjóta strax, nei sú hugsun kom strax upp í huga mér hversu oft ég hafði hitt beint á markvörðinn, í slíkri stööu. Ég ákvaö því aö leika áfram meö bolt- ann tvö skref og lyfta honum síöan yfir Shilton meö utanveröri ristinni í horniö fjær. Þaö varö mark, og Littbarski og Allofs sem höföu átt sinn þátt í markinu komu hlaup- andi og fögnuðu mér. 2—0 — Littbarski lék boltanum upp vinstri kantinn, fyrir aftan mig og fann ég andardrátt Butchers hins sterka enska varnarmanns. Til að hlaupa hann af mér hljóp ég aö vinstri stönginni og þá kom send- ingin frá Littbarski. Góö fyrirgjöf. Boltinn var lágur en fastur. Mjög nákvæm sending. Ég var feti á undan Butcher í boltann, náöi góöu skoti í horniö fjær. Ég sá hvar Shilton fleygöi sér á eftir bolt- anum, en vissi aö boltinn var á leiöinni í netið. Eftir leikinn sögöu félagar mínir: Þetta mark minnti á mörk Gerd Miiller. Þaö geröi mig stoltan. Því aö Gerd Miiller var einn besti framherji sem komiö Staðan í 1. deild í körfu hefur fram í knattspyrnunni. Hann var ávallt á réttum staö og kunni aö skora mörk. Atvinnuknattspyrnumenn hafa alltof há laun - segir danski leikmaðurinn Bastrup í V-Þýskalandi eins og víöar hef- ur aösókn að leikjum minnkaö verulega. Og menn spyrja af hverju? Er ekki sami glæsileikinn yfir knattspyrnunni og áöur. Bastr- up sem á síöasta ári var valinn besti leikmaöur HSV var beöin aö segja sitt álit. Hann sagöi viö Bild: — Bilið á milli áhorfenda og knattspyrnu- mannanna er alltaf aö aukast. Stjörnudýrkun er ekki sú sama í dag og hún var áöur. Þá tel ég aö leikmenn hafi alltof há laun fyrir vinnu sína. Þaö er algengt aö leikmenn sitji og spili póker fyrir þúsundir marka á keppnisferöum sínum. Ég get vel skiliö aö áhorf- endur sem vita hvaö knattspyrnu- menn hafa í laun veröi fyrir von- brigöum aö koma á völlinn og sjá ekki betri knattspyrnu frá þessum tekjuháu leikmönnum. — Viö atvinnuknattspyrnu- menn teljum okkur vera yfir aöra DANINN Lars Bastrup er einn allra besti erlendi leikmaöurinn í „Bundesligunni" í Þýskalandi. Hann er einn af aóalmarkaskorur- um vestur-þýsku meistaranna Hamburger SV. í blaöaviötali viö þýska stórblaöiö Bild um daginn sagöi Bstrup aö hann teldi at- vinnuknattspyrnumenn vera alltof hátt launaöa. hafna. Þetta sjá aödáendur okkar og líkar illa. Viö erum ekkert annaö en venjulegir starfsmenn félag- anna. Ég væri tilbúinn aö minnka laun mín ef þaö kæmi félaginu til góöa. Viö höfum jú alltof há laun,“ segir Daninn. Ætli hann sé ekki sá eini sem vill minnka laun sín. Hamborg og Dortmund eru í efstu sætunum Knattspyrnuþjálfarar íþróttafélagiö Magni Grenivík óskar aö ráöa þjálfara næsta sumar fyrir 3. deildarliö m.fl. ásamt 3. og 4. fl. karla. Nánari uppl. í síma 96-33156. íþróttafélagiö Magni Grenivík. Hamborg SV er nú í efsta sæti ( Bundesligunni. Liðið hefur hlotiö 17 stig eins og Borussia Dort- mund. Um síöustu helgi vann Hamborg Gladbach á heimavelli sínum, 4—3. Dortmund sigraði Leverkusen, 2—1 á útivelli. Liö Atla Eövaldssonar, DUsseldorf, sigraöi NUrnberg á heimavelli sínum, 3—1. Góður sigur fyrir nýja þjalfarann, Kremer, sem stjórnaði liöinu í fyrsta skípti. NUrnberg komst í 1—0, en Atli Eóvaldsson jafnaöi metin. Wens- el og Bickenfeld bættu síöan tveimur mörkum viö. Bayern vann stóran sigur á Stuttgart, 4—0. Ásgeir Sigurvinsson lék ekki með Stuttgart-liöinu. En úr- slit í V-Þýzkalandi uröu þessi: Leverkusen—Dortmund 1—2 Karlsruhe—Schalke 2—2 DUsseldorf—NUrnberg 3—1 Hamburger SV—„Gladbach“ 4—3 Bayern—Stuttgart 4—0 Bochum—Hertha 4—0 Frankfurt—Köln 3—0 Bielefeld—Kaiserslautern 2—2 Braunsvhw.—Bremen 3—1 STAÐAN SUÓan í deildinni er þe.sNÍ: llamburger II 6 5 0 28—10 17 Dortmund II 7 3 1 21 — 11 17 Munchen 11 7 2 1 24—12 16 Stuttgart 11 6 3 2 27—16 15 Köln II 6 3 2 23—13 15 Bielefeld II 6 2 3 21-15 14 Kremen 11 5 2 4 17—13 12 Niirnberg II 5 2 4 17—23 12 Bruswick 10 3 5 2 12—13 11 Kaiserslautem 10 3 3 4 10-17 9 Mönrhenclabarh 11 4 1 6 22—21 9 Borhum 11 3 3 5 10—13 9 Karisruhe 11 3 3 5 13—24 9 Berlin 11 2 4 5 16-21 8 DiitMeldorr 11 2 3 6 15—30 7 Krankfurt 11 2 2 7 13-16 6 Srhalke 11 1 4 6 12—21 6 Leverkiwen 11 1 2 8 6-25 4 STAÐAN í 1. Haukar deild: 4 4,0 366-273 8 Þór 5 3,2 375-350 6 fs 3 2,1 271-238 4 UMFS 2 0,2 135-214 0 UMFG 4 0,4 238-310 0 Körfuknatlielkur ------------------ Mörk Rummenigge gegn Englandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.