Morgunblaðið - 02.11.1982, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982
29
Sovéskt listafólk
hingað á vegum MIR
HÓPIIR listafólks, tónlistarmanna og
dansara frá Tadsjikistan, einu af
Mið-Asíulýðveldum Sovétríkjanna, er
væntanlegur hingað til lands 4. nóv.
nk. til tæplega hálfsmánaðar dvalar
og þátttöku í árlegum Sovéskum dög-
um MÍK, Menningartengsla íslands
og Ráðstjórnarríkjanna, scgir í frétta-
tilkynningu frá MÍR.
í hópnum eru m.a. nokkrir af
fremstu listamönnum Rúbob-sveit-
ar Ríkisfílharmoníunnar í Tadsjik-
istan, en hún er í flokki frægustu
Stórstúka íslands:
Nauðsyn að
mörkuð sé
áfengis-
málastefna
MOKGUNBLAÐINU hefur borizt eft-
irfarandi fréttatilkynning frá Stór-
stúku íslands:
„Á miðju ári 1981 boðaði forsæt-
isráðherra, Gunnar Thoroddsen,
nokkra aðila til viðræðu um áfeng-
ismálastefnu. Tveir fundir voru
haldnir, en ekki fleiri.
Stórstúka íslands fagnaði þessu
framtaki forsætisráðherra og óskar
eindregið eftir því að viðræður verði
aftur upp teknar og ákveðin áfeng-
ismálastefna af hálfu hins opinbera
mörkuð.
Stórstúka íslands er elsta og öfl-
ugasta bindindisfélag í landinu.
Hún gefur út barnablaðið Æskuna,
útbreiddasta barnablað á Norður-
löndum. Þá rekur Stórstúkan 31
barnastúku með 3 þúsund meðlim-
um og á sl. sumri gaf Unglingaregla
IOGT út fræðsluverkefni um áfengi
og önnur fíkniefni fyrir nemendur í
10 ára bekkjum grunnskólans.
1981 gekkst Stórstúkan fyrir víð-
tæku samstarfi félaga og stofnana
gegn áfengi og öðrum eiturlyfjum.
Samstarf þetta hefur verið nefnt:
Átak gen áfengi.
í umræðum um áfengismála-
stefnu leggur Stórstúka íslands
einkum áherslu á eftirtalin atriði:
a) Hömlur á sölu áfengis í samræmi
við ályktun Heilbrigðisstofnunar
Sameinuðu þjóðanna.
b) Opinberir aöilar hætti vínveit-
ingum á sínum vegum.
c) Stöðvuð verði sala á áfengum
bjór og öl- og hraðvíngerðarefn-
um hér á landi.
d) Eftirlit með sölu og dreifingu
eiturlyfja verði stórlega hert og í
því sambandi verði sett á lagg-
irnar sameiginleg nefnd frá
dóms-, heilbrigðis- og mennta-
málaráðuneyti til samræmingar
á opinberum aðgerðum."
Námskeið fyrir
yfirmenn í
slökkviliðinu
DAGANA 1.—6. nóvember verður
haldið í Keykjavík námskeið á vegum
brunamálastjórnar fyrir yfirmenn I
slökkviliðinu um land allt. Er þetta
seinna námskeiðið af tveimur sem
brunamálastjórn gengst fyrir nú á
stuttum tíma um brunavarnir. Hið
fyrra var 11.—16. október og sóttu það
25 manns. /
Þórir Hilmarsson brunamála-
stjóri sagði, að aðsóknin hefði verið
það mikil á þetta námskeið að
ákveðið hefði verið að tvískipta því.
Þarna væri um að ræða bæði fyrir-
lestra og fræðilega umfjöllun auk
verklegra æfinga í reykköfun,
slökkvun elds með handslökkvitæki
o.fl.
„Það er mikill menntunaráhugi í
slökkviliðsmönnum hér á landi, og
komast færri að á þessu námskeiði
en vilja. En við verðum með fleiri
námskeið í vetur, bæði í reykköfun
og um eldvarnaeftirlit og annað,“
sagði Þórir.
þjóðlaga- og dansflokka sem nú
starfa í Sovétríkjunum, að mestu
skipuð stúlkum sem leika á rúbob,
þjóðlegt tadsjiskt strengjahljóð-
færi, dansa og syngja. Einnig eru
með í förinni nokkrir einsöngvarar
og einleikarar í fremstu röð, m.a.
óperusöngkonan Ojat Sabzalíéva,
dansarinn Savrígúl Kúrbanova,
söngkonan Mússan Ibragimova og
Vilmat-Zade konsertmeistari,
kunnur píanóleikari og organisti.
Þá verður með í förinni Masnún
Baratov, listrænn stjórnandi Rú-
bob-sveitarinnar, svo og Sergo N.
Sharipov, varaformaður Vináttufé-
lagsins í Tadsjikistan, T. Vakhidov
tadsjiskur þingmaður og K.M. Toj-
rov, fulltrúi í Æðstaráði Sovétríkj-
anna.
Tónleikar og danssýningar
Listafólkið frá Tadsjikistan mun
koma fram á tónleikum og danssýn-
Stúlkur úr Rúbob-sveit Rikisfílharmoníunnar í Tadsjikistan.
ingum og við ýmis önnur tækifæri
hér í Reykjavík og á nokkrum stöð-
um á Suður- og Suðvesturlandi, svo
og í Vestmannaeyjum.
Að kvöldi fimmtudagsins 4. nóv-
ember verða Tadsjikarnir t.d. við
opnun sýningar í Ásmundarsal við
Freyjugötu á listmunum og nytja-
hlutum frá heimalandi þeirra, en
laugardaginn 6. nóvember kl. 2 síð-
degis kemur listafólkið fram á tón-
leikum og danssýningu í Austur-
bæjarbíói. A undan tónleikunum og
danssýningunni verða flutt stutt
ávörp, Sovéskir dagar MÍR settir
formlega og minnst 65 ára afmælis
Októberbyltingarinnar og 60 ára af-
mælis SSSR, Sambands sósíalískra
Sovétríkja. Síðar þann sama dag,
laugardag, verður listafólkið frá
Tadsjikistan í Eden í Hveragerði,
þar sem opnuð verður í listaskálan-
um sýning á nokkrum listaverkum
tadsjiskra myndlistarmanna. Tón-
leikar og danssýning verður í Hlé-
garði í Mosfellssveit sunnudaginn 7.
nóvember kl. 16 og í Vestmannaeyj-
um verður hópurinn 8. og 9. nóv-
ember. Síðar kemur listafólkið
fram á skemmtunum á nokkrum
stöðum á Suður- og Suðvesturlandi,
m.a. í Gunnarshólma í Landeyjum
föstudag 12. nóvember.
Sófasett í úrvali.
" Léöur og tauáklæði
V*-1-' S,.V'
PREMHJ
LINEAD’ORO
Dcsion & f
Gullverölaun
fyrir hönnun
og stíl
ímar 3i010
svegi 111
V