Morgunblaðið - 02.11.1982, Side 30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982
34
SIEMENS
Veljid Siemens
— vegna gædanna
Öll matreiftsla er auðveldari,
med Siemens eldavélinni:
MEISTERKOCH
SMITH &
NORLAND HF.,
Nóatúni 4, sími 28300.
Þessir 2 glæsilegu
gæðingar eru til sölu
BMW 520 árg. 1980
Beinskiptur, vökvastýri, rafmagnslæsingar, tvívirk
sóllúga, stereo-útvarp, litaö gler, metalic lakk,
sportfelgur. Ný innfluttur.
BMW 728 árg. 1978
Glæsilegur bíll.
Áskorun
eftir Magnús
Óskarsson
Ónáðað hefur siitna samvizku
mína að hafa ekki sagt aukatekið
orð í þakklætisskyni fyrir þá
heilsubót sem eina alvörudvöl mín
á heilbrigðisstofnun hefur veitt
mér. Er þar átt við 4ra vikna vist
á Heilsuhæli Náttúrulækningafé-
lags íslands í Hveragerði sl. vetur.
Ekki veit ég betur en til þess
mikla starfs, sem þar hefur verið
unnið, hafi verið stofnað af áhuga-
mönnum, m.a.s. einum manni um-
fram alla aðra. Má vel skipa Jón-
asi Kristjánssyni, lækni, á bekk
með skapandi athafnamönnum
svo sem Haraldi Böðvarssyni, Ein-
ari Guðfinnssyni, Óskari Hall-
dórssyni og Kristjáni á B.S.A.
Svo langt sem þjóðfélag „vel-
ferðarinnar" hefur gengið í þá átt
að drepa framtak einstakra
manna í dróma, er þó enn ekki
slokknaður eldur allra þeirra, sem
ótrauðir gera sjálfir það sem þeir
trúa á.
Komin eru á fleygiferð samtök
slíkra manna fyrir norðan, sem að
fyrirmynd og innan vébanda NLFI
eru að reisa nýtt heilsuhæli á úr-
valsstað í Eyjafirði. Er svo að sjá
sem það starf allt sé af fyrir-
hyggju unnið og raunsæi. Þessi
samtök þurfa á stuðnindi að halda
STRAX.
Enginn hefur beðið mig orð til
hneigja um þetta málefni, en allt
um það hrökk samvizka mín upp
með andfælum og spurði hvasst:
Hver þarf næst á heilsuhvíld að
halda? Hvað hefur þú gert fyrir
þína heimabyggð? Má ekki finna
nokkrar krónur til að gefa heima-
mönnum beint í æð, um leið og
greitt er niður ærkjöt ofan í Ar-
aba?
Ég hef enga köllun fengið til að
koma grasi eða jurtasafa ofan í
alla menn. (Fæðið í Hveragerði
var reyndar afbragðsgott.) En ég
kem ekki í svipinn auga á styttri
leið til að gera gagn en að flýta
fyrir því að heilsuhælið norð-
lenzka taki til starfa. Þörfin er
ótvíræð. Biðlistinn langi í Hvera-
gerði segir sína sögu. Hann þarf
að stytta sem fyrst.
Ég beini því til allra góðra
manna, ekki sízt norðanmanna
hér sunnan heiða, að liðsinna
áhuga- og athafnamönnunum
fyrir norðan. Við skulum fram-
kvæma án hiks það sem yfirvegun
og geta segja okkur að gera í þessu
Magnús Óskarsson
efni. Senda t.d. NLFÍ nokkrar
krónur til heilsuhælisins í Eyja-
firði. Ég kann ekki nægileg skil á
söfnunarkerfi norðanmanna, en ef
einhver vill treysta mér, skal ég
með öryggi koma hlut hans í rétt-
ar hendur.
Ekki megum við heldur hlífa
stjórnmálamönnum, sem elnar nú
atkvæðasóttin vegna yfirvofandi
kosninga. En fyrst og síðast er þó
að gera sjálfur það sem samvizkan
býður.
Ríkisstjórnin beitir sér fyrir
námskeiði um áfengisvandamál
Opið kl. 9—18 í dag.
Úrvalið
aldrei betra
RÍKISSTJÓRNIN hefur
ákveðið að beita sér fyrir
námskeiði fyrir forsvars-
menn og starfsmannastjóra
opinberra stofnana og stærri
einkafyrirtækja um áfengis-
vandamál eins og þau snúa
að atvinnulífi og vinnustöð-
um, segir í frétt frá forsætis-
ÆFINGASIOÐIN
ENGIHJALLA 8 * «46900
Burt með slenið!
Þreytuna og aukakílóin!
Taktu af skarið og gerðu líkamsrækt
að þinni tómstundaiðju núna strax!
15 daga æfinganámskeið fyrir byrjendur eru að hefjast.
Fjölbreyttar æfingar undir stjórn þjálfara - og um leið getur
þú kynnst notkun og möguleikum nýjustu líkamsræktartækja
Fyrstu námskeiðin byrja mánudaginn 1. nóv. kl. 9 og 10, 14, 15 og 16
ALMENNIR TÍMAR ALLA VIRKA DAGA KL. 8 - 22 Á KVÖLDIN
NÝTTU ÞÉR NÝJUSTU TÆKNI í LÍKAMSRÆKT SEM
HEFUR FARIÐ SIGURFÖR UM ALLAN HEIM!
INNRITUN
ER
HAFIN
I SlMA 46900
Nuddtímar allan daginn - Einnig kvöld-
tíma^-^ímapantani^^ím^^90€^^
ráðuneytinu, sem Morgun-
blaðinu hefur borizt.
Áfengisvarnaráð og Samtök
áhugamanna um áfengisvandamál
munu sjá um framkvæmd nám-
skeiðsins í samráði við ýmsa
opinbera aðila.
Námskeiðið verður haldið í Vík-
ingasal Hótels Loftleiða dagana 2.
og 3. nóvember, þ.e. í dag og á
morgun. Námskeiðið mun standa
frá kl. 9—5 báða dagana. Leið-
beinendur og fyrirlesarar munu
koma frá Hazelden-stofnuninni í
Bandaríkjunum, sem hefur um
margra ára skeið þróað sérhæfða
ráðgjöf í áfengismálum til at-
vinnufyrirtækja vestanhafs með
miklum árangri. Fer sá hluti nám-
skeiðsins fram á ensku.
Að auki munu fulltrúar frá
meðferðarstofnunum ríkisins og
SÁÁ gefa yfirlit um þá möguleika,
sem fyrir hendi eru hérlendis til
aðstoðar og meðferðar vegna
áfengisvandamála.
Þá munu fulltrúar frá Flugleið-
um og ef til vill fleiri íslenskum
fyrirtækjum skýra frá reynslu af
stefnu sinni í áfengismálum
starfsfólks.
Fyrirlesarar og leiðbeinendur á
námskeiðinu verða Paula King og
Gary Hestness frá Hazelden-
stofnuninni, Jóhannes Bergsveins-
son, yfirlæknir meðferðarstofn-
ana ríkisins fyrir drykkjusjúka,
Þórarinn Tyrfingsson læknir,
Stefán Jóhannsson, erindreki
áfengisvarnarráðs, og Jóhann Örn
Héðinsson, ráðgjafi SÁÁ.
Erlendis hafa fyrirtæki af dæm-
igerðri íslenskri stærðargráðu
mótað sér stefnu í þessum málum
með aðfenginni sérfræðiaðstoð.
Ríkisstjórnin vill með þessu
námskeiði kynna opinberum
stofnunum sem og einkafyrirtækj-
um og félagasamtökum leiðir í
þessum efnum. Þátttaka takmark-
ast við um 100 einstaklinga.
Áfengisvarnarráð og SÁÁ veita
nánari upplýsingar, en nokkur
sæti eru laus á námskeiðinu.
Mótmæla fjársvelti
Námsgagnastofnunar
„FYRIR nokkrum árum tók Náms-
gagnastofnun við hlutverki Ríkisút-
gáfu námsbóka og Fræðslumynda-
safns ríkisins. Skólamenn hafa
bundið miklar vonir við þessa nýju
stofnun enda gefa lög um hana góð
fyrirheit. Jafnljóst er að til þess að
hægt sé að framkvæma það sem í
lögunum stendur þarf fé og það
talsvert. Erfitt mun líklegast reynast
að meta til fjár arðsemi slíkrar fjár-
festingar en þó má öllum vera Ijóst
að góðir skólar þurfa góðan útbúnað
og sá útbúnaður kostar peninga. Á
þeim hefur hins vegar staðið til
þessa.
Þessvegna mótmælir Kennarafé-
lag Reykjavikur, Kennarafélag KSK
og Kennarafélag Reykjaness harð-
lega því fjársvelti sem Námsgagna-
stofnun býr við ár eftir ár. Það veld-
ur því að á hverju hausti mega nem-
endur og kennarar þola það, löngu
eftir að skólar hefjast, að þurfa að
biða eftir nauðsynlegum gögnum. Þá
veldur fjárskortur og því að útgáfa
nýs efnis dregst, jafnvel ár eftir ár.
Því skora ofangreind félög á fjár-
veitinganefnd Alþingis og fjármála-
ráðherra að endurskoða fjárveitingu
til Námsgagnastofnunar og sjá til
þess að hún verði verulega hækkuð.
Þá aðeins geta skólarnir sinnt hlut-
verki sínu eins og til er ætlast."
Metsölublad á hverjum degi!