Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982 Miklar umræður urðu um sprungusvæðið á Reykjanesskaga fyrr á þessu ári eða réttara sagt um anga af því, sprungurnar sem teygja sig inn á Rauðavatnssvæðið. Síðan hefur ýmislegt skondið verið um þetta sagt. T.d. að séu sprungur varhuga- verðar undir nýbyggingar við Rauðavatn, þá hljóti öll hús í Reykjavík að vera meira og minna á sprungum, eða að ekki geti verið um neinar slíkar sprungur að ræða á Rauðavatns- svæðinu, því enginn hafi dottið ofan í þær á síðdegisgöngu sinni. En einhver slík ummæli urðu kveikjan að því að blaða- maður Mbl. ákvað að leita eftir viðtali við Jón Jónsson jarðfræðing, þegar frá liði og deilur um þetta ákveðna svæði lægði. En Jón hefur í áratugi unnið að rannsóknum á eld- virkni og jarðlögum á skaganum og gert jarðfræðikort af honum. Ekki viðtal um sprungurnar sérstaklega, heldur al- mennt um jarðfræðirannsóknir hans á Reykjanesskaga, þar sem meirihluti íslenzku þjóðarinnar býr. Jón Jónsson jarðfræðingur. Um 200 virkar eldstöðvar á Reykjanesi frá ísöld Viðtal við Jón Jónsson jarðfræðing sem hefur kortlagt eldstöðvar, jarðhitasvæði og sprungur á Reykjanesskaga — Kveikjan að þessum rann- sóknum var vitanlega jarðhitinn, sagði Jón í upphafi samtalsins, er hann var spurður að því hvað hefði leitt hann á þessa braut. — Þegar dr. Gunnar Böðvarsson var forstöðumaður Jarðhitadeildar Orkustofnunar, sendi hann mig til Krýsuvíkur vegna rannsókna á jarðhitanum þar. Út frá Krýsuvík beindist athyglin út á Reykjanesið sjálft. Jarðhiti á Reykjanestánni varð þvínæ9t til athugunar. Þá voru menn farnir að velta fyrir sér hitaveitu þaðan til Keflavíkur og flugvallarins. Að þessu unnu þeir dr. Gunnar Böðvarson og Sveinn S. Einarsson verkfræðingur. En þegar þeir fóru utan til starfa, misstum við af tveimur okkar bestu jarðhitamönnum. Þeir hafa að vísu unnið ágæt störf erlendis á vegum Sameinuðu þjóðanna, en æskilegra hefði verið að þeir hefðu getað haldið áfram hér. Mitt fyrsta verkefni var semsagt að kortleggja jarðhitann á báðum ELDSTÖÐVAR Á REYKJANESSKAGA TILLÖGUR UM FRIÐUN þessum stöðum. Og út frá því fór ég að velta vöngum yfir jarðhitan- um almennt á Reykjanesskaga. — Þar er jarðhiti víða, ekki rétt? — Jú, ef við byrjum vestan frá, þá er jarðhiti austan við Reykja- nesvita og í Eldvörpum, sem er gígaröð yfir háskagann norðvest- ur af Grindavík, þar sem nú er fyrirhuguð borun á vegum hita- veitu Suðurnesja. Næst kom svo til athugunar Svartsengi. Þar bar nú ekki mikið á jarðhitanum áður en farið var að bora. Hitablettur var á einum stað, sem sýndi að þarna var háhiti fyrir hendi. En þegar betur var að gáð við hag- stæð veðurskilyrði kom í ljós að þarna komu gufur víðsvegar upp úr hrauninu, sem runnið hafði yfir háhitasvæði. Það hraun reyndist um 2400 ára gamalt. í hrauninu mældist 70—80 stiga hiti. Jarð- hitaummyndun var allmikil, bæði í Svartsengisfellinu og Þorbjarn- arfelli. í sóknarlýsingu Grindavfk- SKÝRINGAR I Friðrírsirtfl áfðarnii FfiOtysing JRSkiks) I Nálti'jruvaKti \ Fiftvangw ursóknar eru sagnir um að íaug hafi verið þarna hjá, en hún er nú horfin. Næsta svæði fyrir austan Grindavík er þá Trölladyngju- svæðið, sem við köllum raunar Krýsuvíkursvæðið. Sláum saman í eitt Krýsuvík og Trölladyngju. Það er að sjálfsögðu háhitasvæði, eins og öll hin. — Og eru þessi svæði þá sam- hangandi eða samtengd? — Maður fór að sjálfsögðu að velta því fyrir sér hvort ekki væri Iíklegt að hiti væri meira eða minna samhangandi frá Reykja- nestá og austur eftir öllum skag- anum, allt austur undir Hengil. Og eftir allar þessar margra ára vangaveltur er ég enn þeirrar skoðunar að svo sé. Um 2000 virkar eldstöðvar — Út frá þessu fannst mér nauðsynlegt að kortleggja allt þetta svæði eins nákvæmlega og unnt væri og gera jarðfræðikort af skaganum í heild, hélt Jón áfram. Fyrst og fremst kortlagði ég svæð- ið eftir loftmyndum. Unnið var kort í mælikvarða 1:25000. Þá kom í ljós, eftir að búið var að setja á kort allar þessar eldstöðvar, sem virkar hafa verið frá því isöld lauk fyrir um það bil 10—12.000 árum, að á þessu svæði eru um 200 eld- stöðvar. Og að bæst hafa sem næst 42 teningskílómetrar af hraunum ofan á skagann. Og það held ég að sé frekar of lágt áætlað en of hátt. Sem næst 200 eldstöðvar hafa sem sagt verið virkar á svæðinu á þess- um tíma. Sumar hafa gosið oftar en einu sinni. Mesta hraunmagnið hefur komið frá dyngjunum, en stærsta dyngjan er Heiðin há. Frá henni hafa runnið um það bil 6'/2 teningskílómetri af hrauni. Nálg- ast það að vera um helmingur á við Skaftáreldahraun. — Hafa þessi eldgos komið þétt? -\j :^ % r-rr—jr ^¦¦rrl -\í \ .'-^iuaviic • . ¦h '"' r ,, vv - J jr:, H ¦'&:* s"~\ y ;^>?íi r HAFNARFJðRtlUR'V ' .">'•, .—*' • ¦ IWjHWW r-¦=»-;. ¦%/ .... ' ._ JJiiaMJwu/íit ' a xf / ' • ¦ \ ,' \ ' -^ SUfJAll A nvbGA -.'.HVASSAHRAUNSKAUAR-". y .¦.^3fLM < rfejtbwn j r Hfp»,»,, ..nOHGiiIaiíCIGiif 'ÍSW - 4s. ÁM' kEI.OBORGift VlOr"' |lmMK /5^U|BMNCK*.FI' . i Sita^-Skótitfit"' Á / ¦ fciÆ BJMOR«*p§E>?AN ^k MHTIJV itrt'. ^/f •*e •ii ¦ w PIMWAt>Ar!.SFtÆ0''.r* j('^ W &> éF (' ¦*, ir-STAMPA8 YNGFll • SyTfell v #H«EÍÍ)UR Mfc'náfl^ R»v*j»n»a!* é- "Wy£/ "S¦ "*— ¦«¦ u ;""¦¦—J v ) ¦ ?•...,«",... ^ÍJORLAKSHOF'N Kort af Reykjanesskaga úr fjölriti Náttúruverndarráðs: Eldstöðvar á Reykjanesskaga, sem Jón Jónsson vann. Þarna má sji eldstöðvar og tillögur um friðun. Á kortinu eru Bláfjallafólkvangur og Reykjanesfólkvangur skyggðir. — Það kom í ljós að aldursmun- ur er á þessum gosstöðvum. Fyrst hafa dyngjurnar verið virkar um langan tíma, en síðan taka við sprungugosin. Þarna virðist hafa orðið einhver tímabundin breyting á gosunum. Oll síðustu gosin, sem við vitum um, hafa verið sprungu- gos. í raun er um að ræða þrjá flokka eldgosa. Litlar dyngjur, sem hafa dálítið sérstaka berg- fræðilega samsetningu, en þær eru elstar, myndast fyrst eftir ís- öld. Næst koma svo stóru dyngj- urnar og síðast sprungugosin. Á þessu svæði hafa orðið a.m.k. 12 eldgos eftir landnám, þótt við höf- um ekki sagnir af nema örfáum þeirra. Ekki er nákvæmlega vitað hvenær síðasta gosið varð, en ekki ólíklegt að það hafi verið um 1340, þótt ekki hafi það verið sannað. — Hvaða hraun er það? — Það hefur komið úr Brenni- steinsfjöllum og runnið niður í Selvog. Ögmundarhraun, sem tal- ið hefur verið frá því um 1340, er örugglega miklu eldra. Það sýnist vera frá fyrri hluta 11. aldar. Ald- ursákvarðanir, sem ég hefi, benda til þess að ögmundarhraun, Kap- elluhraun og lítið hraun fyrir ofan Kaldárbotna, sem ég hefi kallað Gvendarselshraun, hafi runnið í einni goshrinu. Fleiri gos gætu hafa orðið á sama tíma, en um það veit ég ekki annað en að þau hafa runnið eftir um 900, því öskulag, landnámslagið svokallaða, er und- ir þessum hraunum. Mér hefur ekki tekist að finna undir nema nokkrum gróðurleifar sem hægt er að aldursákvarða. En undir nokkuð mörgum hraunanna, svo sem Kapelluhrauni, ögmundar- hrauni, Grindavíkurhraunum og Eldvarpahrauninu, hafa fundist gróðurleifar. Einnig undir Leit- arhrauninu, sem rann út í Elliða- vog. Hafa gróðurleifar fundist bæði austan og vestan megin á skaganum. Og kemur býsna vel heim að þau séu um 4600 ára göm- ul. — Þið hafið þá orðið nokkuð góða mynd af þessu? — Já, við vitum nú að veruleg eldvirkni hefur verið hér skömmu eftir landnám og eins virðist hafa verið talsverð eldvirkni skömmu fyrir landnám. Það má marka af því hve lítill jarðvegur hefur verið kominn á hraunin þegar land- námslagið féll. Um nokkur hraun er hægt að vita, að þau hafa runn- ið frá því um 900 og fram að 1500. Undir þeim er landnámslagið og ofan á þeim svart öskulag frá Kötlu, sem Sigurður Þórarinsson telur hafa verið frá 1495 eða svo. Sprungurnar á ská yfir hitalínuna — Ertu enn að vinna að þessum rannsóknum? — Ég er alltaf að skjótast í þær og bæta við. Alltaf finnst eitthvert smáræði, sem ástæða er til að leið- rétta, en heildarmyndin er ótrufl- uð. Það er svo um jarðfræðikortin að þau verða aldrei fullkomin fremur en önnur mannanna verk. Lengi hægt að bæta við þekkingu. — Eru eldstöðvarnar tengdar um sprungur? — Ég held að þær séu tengdar um beina línu, sem liggur sem næst austur-vestur stefnu. En sprungumar liggja raunverulega á ská yfir þessa hitalínu. Sam- bandið milli eldvirkni og sprungu- myndana í efstu lögunum er afar ljós. En óvissara er hvernig þetta er svo tengt í djúpinu. Jarð- skjálftavirknin virðist vera tengd um línu, sem liggur nánast í aust- ur og vestur. Trúlegt að hún eigi rætur að rekja til sprungu, sem er þá í dýpri jarðlögum. Samkvæmt kenningum er hér um að ræða hliðrun á þessum hluta af Mið- Atlantshafshryggnum, sem liggur, sem kunnugt er, þvert yfir landið. Og Reykjanesskaginn er einmitt svo sérstæður og stórmerkilegur vegna þess að þetta er eini hlutinn af Mið-Atlantshafshryggnum, sem hægt er að ganga um í ró og næði og virða fyrir sér. Og virka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.