Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982 BRÁÐRÆOI HRYÐJUVERK Stærsta stífla veraldar — sem enginn þarfnast Efnahagskreppan í heiminum hefur haft margvíslegar af- leiöingar, m.a. þær, að víða standa nú ónotuð orkuver, og áætlanir um önnur hafa verið lagðar til hliðar. Orkuspár síð- ustu ára hafa einfaldlega ekki rætzt og þörfin hefur dregizt sman. Hin miklu orkuver, sem standa ónotuð og hálfköruð minna helzt á nátttröll, sem hafa dagað uppi. Það stærsta þeirra var reisOí sameiningu að frumkvæði tveggja þjóðhöfð- ingja í Suður-Afríku, þeirra Al- fredo Stoessner hershöfðingja, forseta Paraguay, og Joao Figuc- iredo hershöfðingja, forseta Brazilíu. Það er raforkuverið It- apu í Paranafljóti, sem er á landamærum ríkjanna tveggja. Þetta átti að verða mesta raf- orkuver í heimi. I stíflugarðinn fóru 12 milljónir rúmmetra af steinsteypu, enda er hann á hæð við 62ja hæða hús. I stíflulóninu eru 29 milljarðar rúmmetra af vatni. Áætlanir gera ráð fyrir, að all- ar túrbínur raforkuversins verði komnar í gagnið árið 1988, og þá muni framleiðslugeta þess verða 12,6 milljónir kílóvatta af raf- magni. Það er sex sinnum meiri framieiðslugeta en í raforkuver- inu Aswan í Egyptalandi. Allt að 40.000 menn unnu við gerð stíflugarðsins í átta ár. Kostnað- ur við verkið hefur tvöfaldast. Hann var áætlaður sjö milljarð- ar dollara en er nú orðinn 14 milljarðar. En þar að auki hafa verið færðar miklar fórnir fyrir mahnvirki þetta í þjóðfélagslegu og vistfræðilegu tilliti. Hundruð bænda hafa verið flæmdir af jörðum sínum, því að mikið af ræktuðu landi þurfti að fara undir vatn. Indíánaþjóðflokkur, Avagurani, var neyddur til að halda brott af þessu svæði og setjast að á hrjóstrugra landi. því á dögunum, þegar flóðgáttir stíflugarðsins voru opnaðar í til- raunaskyni og vatnsflóðið svipti með sér helmingi húsanna í arg- entínska landamærabænum Puerto Iguazu, sem stendur við fljótið, 12 mílum neðan við stífl- una. Argentínumenn hafa í hyggju að reisa sitt eigið raforkuver neðar í fljótinu, en hvort úr því verður fer algerlega eftir því, hvort Brasilíumenn standi við loforð sitt um að halda vatns- magni fljótsins hæfilegu. Það væri því ekkert skrýtið þótt einhver hershöfðingjanna í Argentínu hefði slæmar draum- farir og hrykki upp við það, að einhver doktor Strangelove í Brasilíu hefði opnað allar flóð- gáttir í Itapu. Við það myndi straumurinn hrifsa á brott iðju- verin við ána og færa Buenos Aires á bólakaf. — JAN ROCHA 14 milljarðar fyrir óþarfa orku Þúsundum villtra dýra varð að bjarga frá drukknun í uppistöðu- lóninu. Fossarnir við Sete Quardas, sem voru mikið augna- yndi, eru nú horfnir. Brasilíumenn hafa ekki farið varhluta af þeim efnahags- samdrætti, sem sett hefur mark sitt um mestan hluta heims und- anfarin ár. Afleiðingarnar eru m.a. þær, að engin þörf er fyrir aukna raforku í landinu. Orkan er þegar of mikil. Þegar áætlanir um Itapu voru gerðar, var talið að orkuþörf myndi aukast um 11% á ári. Þess í stað hefur aukningin verið innan við 4%. En Paranafljót rennur ekki aðeins um Brasilíu og Paraguay. Það rennur áfram suður á bóg- inn og er ein stærsta á í Argent- ínu. Framkvæmdirnar við stífl- una valda því, að Brasilíumenn hafa það alveg í hendi sér, hvert vatnsmagn fljótsins er. Argent- ínumenn fundu smjörþefinn af Múgmorðingjar krafðir sagna Arturo Frondizi, fyrrverandi forseti Argentínu, fullyrti fyrir skemmstu, að argentínski herinn hefði myrt „þúsundir ungl- inga“ og að stundum hefðu líkam- ar þeirra verið sprengdir upp með dínamíti til að fela öll ummerki um manndrápin. „Það verður að grafast fyrir um það, sem raunverulega gerðist í „stríðinu gegn undirróðursöflun- um“ — sannleikurinn verður að koma í ljós,“ sagði Frondizi. „Ef glæpir hafa verið framdir getum við aðeins beðið guð einan um fyrirgefningu." Arturo Frondizi, sem var forseti frá 1958 til 1962, þegar herinn hrifsaði völdin í sínar hendur, lét þessi orð falla í ræðu, sem hann flutti í Kaþólska háskólanum í La Plata. Hann sagði einnig, að eng- inn vafi léki á, að fjöldi fólks, sem herinn hefði numið á brott, væri nú látinn. Það var einkum á árun- um 1975—79 sem flestir hurfu en þá gekk herstjórnin hart fram í að uppræta sérhvern vott um vinstri- mennsku í landinu. í ræðu sinni sagði Frondizi frá fjöldamorðum á árinu 1976, sem fram fóru eftir að lögregluforingi nokkur hafði slasast í sprengingu. „Hryðjuverkamenn komu fyrir sprengju, sem reif annan hand- legginn af háttsettum lögreglufor- ingja og umsvifalaust var skipað svo fyrir, að 40 menn skyldu sóttir í fangelsin." Hermennirnir fluttu þá á stað í grennd við Pilar (eitt úthverfa Buenos Aires), drápu þá með hríðskotabyssum og sprengdu síðan líkin upp þar til hvorki fannst af þeim tangur né tetur. „Herforingi nokkur gaf um það fyrirmæli, að ekkert skyldi vera eftir af líkunum. Þannig var þetta gert — og þúsundir unglinga voru í þessum hópi. Sumir þeirra voru vissulega í hryðjuverkasamtökum en aðrir ekki,“ sagði Frondizi. Mannréttindasamtök í Argent- ínu hafa á skrá hjá sér nöfn nærri 7.000 manna, sem voru numdir á brott frá heimili sínu eða vinnu- stað af útsendurum öryggislög- reglunnar þegar ofsóknirnar voru í algleymingi um miðjan síðasta áratug. Þessi samtök telja, að allt að 20.000 manns hafi horfið en taka þó fram, að margir þori alls ekki að segja frá hvarfi ástvina sinna. Frondizi segir, að enginn hinna horfnu sé lengur á lífi. Um það þurfi ekki að efast. Arturo Frondizi, sem nú er 74 ára gamall, er leiðtogi stjórnmála- flokks, sem kallar sig Framfara- Mæður týndra efna til göngu í Buen- os Aires. Þær bera Ijósmyndir ást- vinanna sem urðu fórnarlömb hinna sjálfskipuðu böðla. hreyfinguna. Hann kvaðst hafa skorað á kirkjuna og herstjórnina að lýsa því yfir, að einhver sér- stakur dagur yrði helgaður „iðrun og yfirbót" til að „auðvelda sættir með argentínsku þjóðinni". „Mér finnst að herinn eigi að segja frá því hvers vegna fólkið var drepið og hvernig það var drepið,“ sagði hann. KJARKUR Winnie Mandela: þeim hvítu gengur lítið að temja hana. Mandela, eiginkona blökku- mannaleiðtogans Nelson Mandela, sem situr í fangelsi, hætti nýlega lífi sínu í mót- mælaskyni við aðskilnaðar- stefnu stjórnvalda í Suður- Afríku. Þessi umdeilda stefna nær til ailra þátta mannlegs lífs í Suður-Afríku og frá henni er ekki hvikað, þótt um líf eða dauða sé að tefla. Winnie Mand- ela harðneitaðrað láta leggja sig inn á sjúkrahús, sem ætlað var blökkumönnum einvörðungu. Samt var hún viðþolslaus af kvölum og læknar höfðu sagt, að óvíst væri hvort hún lifði, ef ekki yrði gerð á henni aðgerð innan klukkustundar. Þessi einbeitta kona þjáðist af alvarlegri meinsemd í fæti, sem hafði eitrað út frá sér. Læknar óttuðust, að hún myndi valda því að hjartað stöðvaðist, yrði ekk- ert að gert tafarlaust. Hins veg- ar vildu þeir ekki láta leggja hana inn á sjúkrahús fyrir hvíta, þótt hún hefði fengið að gangast þar undir rannsókn. Þeir stóðu á Ein en óbuguð því fastar en fótunum, að að- gerðin yrði að fara fram á sjúkrahúsi fyrir blökkumenn. Winnie hafnaði þessu og bað um að henni yrði ekið heim til sín, en hún býr í litlum bæ og stjórn- völd hafa takmarkað mjög ferðafrelsi hennar. Ijögfræðingar hennar reyndu að ná einhvers konar samkomu- lagi við ráðherra laga og reglna, Louis le Grange, og loks varð það að ráði, að yfirvöld afléttu ferða- banninu á henni, þannig að unnt var að fara með hana flugleiðis til Jóhannesarborgar. Þar komst hún inn á einkasjúkrahús, sem fulltrúar allra kynþátta hafa að- gang að. Læknar þar fram- kvæmdu aðgerðina og Winnie Mandela er nú á góðum batavegi. „Ég væri búin að vera, hefði ég farið á þennan annars flokks spítala þeirra," sagði hún reiði- lega, er rætt var við hana á sjúkrahúsinu skömmu eftir að- gerðina. „Ég sagði þeim, að frek- ar myndi ég fara heim og gera sjálf á mér aðferð," bætti hún við. Frú Winnie Mandela hefur ein síns liðs háð harða baráttu gegn aðskilnaðarlögum og stefnunni, sem byggir á þeim, í þau sex ár, sem hún hefur dvalizt í Brand- fort í Óraníu-héraði. Það var ríkisstjórn landsins, sem kvað á um, að þar skyldi hún dveljast með takmörkuðu ferðafrelsi, en í þessu héraði mega sjónarmið íhaldsaflanna í Suður-Afríku sín meira en víða annars staðar. Winnie Mandela hefur beitt því eina vopni, sem hún hefur yfir að ráða. Hún storkar yfirvöldum og gengur eins langt og hún megnar gegn aðskilnaðarstefn- unni. Ögrandi á svip hefur hún notað alla þá aðstöðu, sem bær- inn býður eingöngu hvítu fólki upp á. Hún harðneitar t.d. að ganga út og inn um búðardyr, sem merktar eru blökkumönn- um. íhaldssamir bæjarbúar og bændur í grenndinni eru því vanir, að blökkumenn lúti boðum þeirra og bönnum, og því áttu þeir upphaflega mjög erfitt með að þola frú Mandela ósvífnina, þeir fóru þess jafnvel á leit við lögreglumálaráðherra, að hann léti flytja hana til einhvers ann- ars bæjar. Hann hafnaði þessum tilmælum, og þá tóku bæjarbúar það til bragðs að leiða sem mest hjá sér hina storkandi fram- komu blökkukonunnar. - ALLISTER SPARKS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.