Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982 63 Skósveinar klerkanna beita nú mörgum sömu pyntingaraöferöunum og leyni- þjónusta keisarans — ÓGNARÖLD Á þrjátíu feta dýpi. — FOGGUR Til fróð- leiks fyrir framtíðar- fólkið Nefnd vísindamanna og listfræðinga undir forsæti Swann lávarðar, fyrrum yfir- manns BBC, breska ríkisút- varpsins, kom sér nú á dögun- um saman um lista yfir 783 hluti, sem henni fundust þess verðir að vera geymdir í „tíma- hylki" næstu tvö árþúsundin. Þessir hlutir eiga að vera til upplýsingar fyrir þá kynslóð manna, sem hugsanlega kann að vera uppi á því herrans ári 3982, þ.e.a.s. ef einhverjir munu lifa af „kjarnorkuragna- rökin" og hrun mannlegrar menningar. Þarna gætir ýmissa grasa. Flibbahnappur og falskar tennur, Biblían og heildarút- gáfa á verkum Jane Austin, sjónvarpsþátturinn HJá, herra ráðherra" og eintak af „Út- varpstíðindunum", tímaritin Mayfair, Playgirl og Forum og uppsláttarrit Janet Rogers yfir kynæsandi nærfatnað. Öllu þessu og meira til var komið fyrir í gasfylltum stálsí- valningi á stærð við meðal- öskutunnu, steypt utan um hann og hann síðan grafinn á 30 feta dýpi við Howard-kast- ala þar sem núverandi forseti BBC býr. Þegar menn finna sívalning- inn árið 3982 (hvernig sem þeir fara nú að því) munu bíða þeirra skilaboð á örfilmum: „Ég veit ekkert um ykkur en öfunda ykkur samt," eru upp- hafsorðin og þau eru komin frá Paul Sieghart, lögfræðingi, með almenn mannréttindi sem sérgrein. „Ef þessi orð ná eyr- um ykkar hlýtur það að vera vegna þess, að vandamálin, sem við horfumst rrú í augu við, framhald menningarinnar og sjálfs mannkynsins, hafa verið yfirstigin ... Sjálfum finnst okkur mikið til um visku mannanna en í raun réttri er- um við bara fáráð fífl." Meirihluti nefndarinnar var á því að mannleg menning yrði fyrir verulegu bakslagi af völd- um kjarnorkustyrjaldar ein- hvern tíma á þessum 2000 ár- um en aðrir töldu það hins veg- ar mundu verða í þeirri mynd, að Bretland yrði innlimað í Sovétríkin. .FIKNIEFNI, Þar hengja þeir eitur- lyfjasmyglarana Fjörutíu og átta útlendingar eiga nú yfir höfði sér lífláts- dóm í Malaysíu, þar sm sú stefna hefur verið tekin, að láta menn, sem gerast sekir um eiturlyfjasmygl, engu fyrr týna en lífinu. Þetta á ekki einungis við um útlendinga í landinu, heldur hafa átta innfæddir verið líflátnir fyrr á þessu ári og fjöl- margir aðrir verið dæmdir til dauða. Fyrr í vetur hertist snaran að hálsi 51 árs gamallar konu, Lim Boey Nooi, sem átti börn og barnabörn. Hún hafði verið dæmd fyrir sölu á 974 grömmum af heróíni, og allt kom fyrir ekki, þótt leitað væri eftir mildun dómsins hjá forseta sýknu- dómstólsins. Mahathir Muhammed, forseti Malaysíu, ætlar ekki að láta hér við sitja, heldur hefur hann hót- að því, að láta dauðasök fram- vegis liggja við allri fíkniefna- sólu. Hann sagði orðrétt fyrir skómmu: — Svo kann að fara að eiturlyfjasalar, innlendir sem erlendir, þurfi að horfast í augu við hin þyngstu ákvæði í lögum landsins. í ágúst sl. var líflátsdómi yfir franskri konu breytt í lífstíðar- fangelsi. Hún heitir Beatrice Saubin og hafði verið dæmd sek fyrir sölu á 534 grðmmum af heróíni. Starfsmaður sem vinnur að 100 grömm af heróíni duga sem dauðasök. því að uppræta fíkniefnabölið í Malaysíu sagði fyrir skömmu: — Við Asíubúar höfðu þurft að sitja undir þeim sakargiftum af hálfu Vesturlanda, að við gerum ekki nægilegar ráðstafanir til að hefta fíkniefnasölu. En þegar við tökum á okkur rögg og líflátum útlendinga, rísa fjölmörg öfl í þessum löndum öndverð gegn okkur og lýsa yfir því, að dauða- dómur sé of þungur. En nú get- um við sýnt hverjum sem vera skal, að við látum ekki sitja við orðin tóm. Eins og nú standa sakir getur hver sá sem næst með 100 grömm af heróíni eða morfíni og 200 grömm af kannabisefnum átt á hættu að vera stimplaður eiturlyfjasali, og bíður hans þá annaðhvort dauðdómur eða lífstíðarfangelsi. Af opinberri hálfu herma fréttir, að nú sé í bígerð að herða enn viðurlög gegn fíkniefnabrotum; og þurfi þá enn minna magn fíkniefna að finnast í fórum manna til að þeir verði ákærðir fyrir ólöglega sölu og endi feril sinn annað- hvort í gálganum eða í lítt vist- legum fangelsum í Malaysíu. — ERROLDESILVA ¦ÓGNARÖLDi Myndatexti: Eitt af fórnarlömb- um klerkanna: stundum gæta böðl- arnir þess að dauðastríðið verði langt. Skelfilegar lýsingar, sem bor- ist hafa út um lífið í stærsta fangelsi í íran, benda til, að þar séu pyntingar og aftökur dag- legt brauð og að jafnan séu glæpirnir framdir undir yfir- skini guðhræðslunnar. í bréfi, sem stúlku nokkurri meðal fanganna hefur tekist að smygla út úr Evin-fangelsinu í Teheran, segir hún, að „engir fangar eru yfirheyrðir án þess að þeir séu jafnframt beittir alls kyns pyntingum". Sjálf var stúlkan pyntuð eftir að hún hafði verið handtekin fyrir að vera félagi í vinstrisinnuðum samtökum, sem berjast gegn Khomeini-stjórninni, en fékk þó að halda lífi af því að sakargift- irnar voru svo lítilfjörlegar. Að sögn stúlkunnar eru um 10.000 fangar í Evin-fangelsi einu og þar eru 24 herbergi þar sem yfirheyrslur fara fram. Herbergi nr. 4 og 7 eru alræmd- ust og segir hún, að undantekn- ing sé, að fangi komi þaðan út án verulegra líkamsáverka. Stúlka ein var höfð hlekkjuð í herbergi á bak við aðalskrif- stofu fangelsisins og þar var hún barin nokkrum sinnum á dag. Þegar bréfritarinn sá hana, var allur líkami hennar eitt flakandi sár og hún var búin að missa helming fyrri líkams- þyngdar. Fremja voðaverkin í nafni guðdómsins Þegar „trúarlegum refsing- um" er beitt er fórnarlambið bundið niður á borð og síðan lamið á iljarnar með köplum eða gúmmíslöngum með keðjum innan í. Sjaldan eru vandar- höggin höfð færri en 400 og gild- ir þá einu hve ómerkileg ákæran er. Ein pyntingaraðferðin er sú að binda hendur fórnarlambsins á bak aftur og láta manninn síð- an hanga á fjötrinum í krók í loftinu. Við þessar aðstæður getur fólk næstum ekki andað og vitað er um stúlku, sem kafn- aði af þessum sökum. Vitað er um nafn stúlkunnar, sem bréfið skrifaði, en af eðli- legum ástæðum er því haldið leyndu. í því segir hún m.a., að misþyrmingarnar hafi aukist um allan helming eftir að klerk- unum tókst að hrekja Bani- Sadr, fyrrum forseta, frá völd- um og kemur það heim og sam- an við niðurstöður alþjóðasam- takanna Amnesty International. I ársskýrslu samtakanna, sem kom út í síðasta mánuði, segir, að vitað sé með vissu um 2444 aftökur frá því að Bani-Sadr hrökklaðist frá. Á síðasta ári bárust AI líka í hendur mörg hundruð ábendinga og upplýs- inga um pyntingar, einkum þó í Evin-fangelsinu. Skósveinar klerkanna beita nú mörgum sömu pyntingarað- ferðunum og SAVAK, leyni- þjónusta keisarans, beitti áður. Ein þeirra er „Appolo-vélin" en þá er rafstraumi hleypt á við- kvæma líkamshluta og yfir höfðinu hafður stálhjálmur, sem magnar upp skelfingaróp mannsins, sem verið er að pynta. Úr flestum trjám á fangels- issvæðinu hanga hengingarólar og þegar hengja skal einhvern fangann safnast verðirnir og kvalararnir jafnan í kringum hann til að fagna dauða hans. Stundum fara aftökurnar þann- ig fram, að verðirnir skjóta fyrst í fætur fangans og færa sig síðan upp eftir líkamanum. Þeir gæta þess þó alltaf að líkna honum ekki með því að skjóta hann í hjartað. — IAN MATHER ATOFYilÐ Orkuverið gæti banað hundrað þúsund manns Stjórnvöld í Bandaríkjunum stóðu nú nýlega fyrir mjög víðtækum rannsóknum á því hvað gæti gerst ef eitthvað bæri út af með kjarnorkuverin þar í landi. Stórbíaðið The Washing- ton Post hefur komist yfir niðurstöður þessara rannsókna en þar segir, að í mesta hugsan- lega slysi gætu allt að 100.000 manns farist og tjónið að öðru leyti numið meira en 300 millj- örðum dollara á vissum svæð- um. Rannsóknin var unnin á veg- um Eftirlitsnefndar með kjarn- orkuverum og eru niðurstöðurn- ar vægast sagt skelfilegar og miklu hrikalegri en áður hafði verið talið, en fyrra mat nefnd- arinnar var það, að um 3300 manns gætu farist og tjónið numíð 14 milljörðum dollara. í Bandaríkjunum eru nú kjarnorkuver, ýmist starfrækt eða í smíðum, á 80 stöðum, og til að segja fyrir um afleiðingarnar af slysi í einhverju þeirra var notuð mjög fullkomin tölva, sem kölluð er Crac2. Var hún mötuð á miklum upplýsingum um hin ólíklegustu atriði, sem þó geta haft mikil áhrif á afleiðingar kjarnorkuslyss. Má þar t.d. nefna veðurfarið, mannfjölda og efnahagslífið á viðkomandi stað. Verstu afleiðingar kjarnorku- slyss eru í skýrslunni flokkaðar undir „slysahóp I" en þá er átt við, að sjálfur kjarninn verði Hrikalegar niðurstöður. fyrir skemmdum, að úranelds- neytið bráðni, öll öryggiskerfi versins bregðist og mikil geisla- virkni berist út í andrúmsloftið. Líkurnar á að svona illa geti farið eru raunar ekki miklar, eða að það geti komið fyrir einu sinni á 100.000 árum í starf- rækslu hvers kjarnaofns. Með fjölda kjarnorkuvera í Banda- ríkjunum í huga eru möguleik- arnir á svona stórslysi um 2% fram til aldamóta. Margt gæti orðið til að draga úr afleiðingum stórslyss af þessu tagi, t.d. hagstæð veður- skilyrði og skjótur brottflutn- ingur fólks. Sums staðar myndu jafnvel mjög fáir látast strax og aðeins nokkur hundruð manns deyja síðar úr krabbameini af vöjdum geislunarinnar. I skýrslunni segir, að til að afleiðingarnar af slysi í „slysa- hópi" verði jafn alvarlegar og svörtustu spár gefa til kynna, þyrfti geislavirkninni beinlínis að rigna yfir fjölbýlt svæði. Lík- urnar á slíku eru þó taldar „mjög óverulegar". - MILTON BENJAMIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.