Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 36
84 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982 Iterur íjólaserfrir Þessar vinsælu jóla- seríuperur eigum við nú fyrirliggjandi í ýmsum litum. RAFTÆKJADEHD HEKIAHF Laugavegi17Q-172 Sími 2124Q Norður ísvalann Siguröur Pálsson ræöir við fimm aðflutta íslendinga. Þeir eru: Baltasar B. Samper listmálari Ester Gunnarsson hjúkrunarfræðingur og húsmóðir Carl Billich píanóleikari Rut Magnúsdóttir organisti og húsmóðir Einar Farestveit forstjóri Höfundur segir m.a. í formála: „Þau opnuðu mér dyr, rifjuðu upp fyrir mig bernsku og æsku, áhrifavalda í lífi sínu, aðdragandann að komu sinni til íslands, ástæður fyrir því að þau settust hér að fyrir fullt og allt og kynni sín af landi og lýð.- „Þetta var nú fyllirí" ÚT ER komin skáldsagan „Þetta var ¦ú í fylleríi" eftir Ómar Þ. Hall dórsson. A bókarkápu segir: Ungt fólk úr Reykjavík hyggst eyða jóladögunum í gömlu sumar- húsi í sveit sunnanlands. Svo náið sambýli leiðir brátt í ljós breitt bil milli lífsstíls og skoðana fólksins og elur á tortryggni og óöryggi. Mitt í samdrykkjunni gerast at- burðir sem neyða viðstadda til að kasta hversdagsgrímunni. En þrátt fyrir góðan vilja sýnist bilið milli manneskjanna lítið styttast þegar á reynir. A draumkenndan hátt fléttast inn í frásögnina saga manns sem hefur villst af leið í lífinu. Hann hyggst snúa til betri vegar en kemst að því að sú leið er fæstum greið. Enda þótt vilji og þraut- seigja dugi öðru betur gegn nátt- úruöflunum reynast þeir eigin- leikar haldlitlir í baráttu við skilningsleysi mannfélagsins. Þetta var nú í fylleríi er þriðja bók höfundar, sem er 28 ára Sunnlendingur. Áður hafa komið út eftir hann ljóðabókin Horfin ský (1970) og skáldsagan Hvers- dagsleikur (1973). Þetta var nú í fylleríi er 150 blaðsíður. Bókin er sett og prentuð í Helluprenti. Arnarfell annaðist bókband. Hinir og þessir gefa bókina út. Ljóðabækur frá Rauða húsinu RAUÐA húsið á Akureyri hefur haf- ið bókaútgáfu og eru tvær fyrstu bækurnar Ijóðabækur; Stofuljóð eft- ir Jón Laxdal Halldórsson og Kvæði eftir Guðbrand Siglaugsson. I Stofuljóðum eru um 70 kvæði. Þetta er fjórða bók höfundar og önnur ljóðabók hans. I Kvæðum Guðbrands Siglaugs- sonar eru þrír kaflar; Bakþanka- kvæði, sem eru sex talsins, Gler- ljóð, sem eru níu og í síðasta kafl- anum, sem heitir önnur kvæði, eru 22 ljóð. Kvæði er þriðja ljóða- bók Guðbrands. I fréttatilkynningu Rauða húss- ins um útgáfuna segir, að næstu bækur komu út í febrúar nk. Stofnað félag um söng og skemmtun Framhaldsstofnfundur áhuga- mannafélags um söng og skemmt- un verður haldinn sunnudags- kvöldið 5. desember kl. 20.30 í kaffiteríu Hótel Heklu, Rauðar- árstíg 18. Allir eru velkomnir að vera með í endanlegri stofnun fé- Iagsins, og að vera þátttakendur í sönghóp þess. Ekki er nauðsynlegt að fólk kunni neitt fyrir sér í söng til þess að vera með. Takmarkið er að fólk komi saman til þess að syngja og skemmta sér á óþving- aðan hátt. (Fréttatilkynning.) Þorskveiðibann 20. til 31. des. RÁÐUNEYTIÐ vekur athygli út- gerðaraðila á því, að þann 20. des- ember nk. tekur gildi þorskveiði- bann á öllum fiskiskipum öðrum en þeim, sem falla undir „skrapdaga- kerfið". Þorskveiðibannið stendur til miðnættis þann 31. desember nk. Á banntíma er óheimilt að leggja eða hafa þorskfisknet í sjó. Fiskiskip, sem þorskveiðar stunda, skulu því hætta veiðum í síðasta lagi id. 24.00 aðfaranótt 20. desember nk. Fréttatilkynning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.