Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982 57 gosbeltið er framhald af eldvirkn- inni, sem á sér stað á hryggnum neðansjávar. — Það, sem vakti fyrir mér, eft- ir að ég fór að skoða þetta svæði, var að kortleggja það eins ná- kvæmlega og ég framast gat, því slíkt kort ætti að geta orðið og hlyti að verða mjög nauðsynlegur grundvöllur undir hvers konar jarðfræðilegar, jarðeðlisfræði- legar og jarðefnafræðilegar rann- sóknir í framtíðinni. Ég held að það sé mjög æskilegt, einmitt vegna þeirrar sérstöðu sem Reykjanesskaginn hefur. Ekki má taka af höfuðstólnum — Kannski ekki síður af því að hér er svo þéttbýlt á Reykjanes- skaganum? — Já, við höfum hér röð af há- hitasvæðum eftir endilöngum Reykjanesskaganum, utan frá sjó og austur undir Þingvallavatn. Þar sem slík háhitasvæði eru svo að segja við bæjardyrnar á mesta þéttbýlissvæði landsins, virðist full ástæða til að huga að því að nýta þau. Þá .fyrst og fremst til raforkuframleiðslu. Og fara svo- lítið rólega af stað meðan verið er að fá reynslu af svona virkjunum, bætir Jón við. Hingað til hefur Svartsengi sýnst merkilegt og sér- stætt fyrirtæki. Hins vegar er eitt, sem mér sýnist ekki hafa verið hugað nægilega vel að. Það er sú staðreynd að ekki er ráðlegt að taka meira af svæði en sem renn- ur inn í það. Því þá er farið að taka af höfuðstólnum. Og það hef- ur aldrei verið talið heppilegt. Spurningin er hve stórt aðrennsl- issvæði hvers svæðis fyrir sig er. Og það vitum við ekki. Það er svo margt í þessu efni, sem ekki er enn vitað. Þarna er dæmigert verkefni, sem verður að þreifa sig áfram með. — Þú varar semsagt við því að fara of geyst? — I hitaveitum er e.t.v. of mik- ið bruðlað með vatnið. Vatn með allháu hitastigi er látið renna út í sjó og það er vitanlega sóun á verðmætum. Ef milljón tenings- metrar af kannski 30—40 stiga heitu vatni eru látnir renna út í sjó á ári hverju, þá er það sorgleg sóun. Með því að setja afgangs- vatnið aftur niður í jörðina, væri kannski hægt að lengja nýtingar- tíma jarðhitasvæðisins verulega. — Var það ekki þetta, sem þeir byrjuðu á í El Salvador undir stjórn Sveins Einarssonar? — Jú, Sveinn Einarsson átti þessa hugmynd í El Salvador. Og það hefur gefið svo góða raun, að ef lokað er fyrir niðurrennslið, þá lækkar þrýstingurinn í vinnslu- holunum. Það er mjög sláandi. En þarna háttar svo til að jarðhita- svæðið er inni á kaffiræktarsvæði og mátti því ekki setja út í ár af- rennslisvatnið, sem bæði er salt og inniheldur að auki bór, sem er eit- ur fyrir gróðurinn. Auk þess er áin landamerkjaá milli El Salvador og Guatemala. Hvernig hægt yrði að losa sig við afrennslisvatnið var því hreinlega spurning um það hvort hægt yrði að nýta jarðhita- svæðið eða ekki. Og þá var að ráði Sveins Einarssonar horfið að því að setja vatnið niður í jörðina aft- ur. Ég veit ekki betur en að það hafi verið reynt þarna í El Salva- dor í fyrsta skipti. En nú skilst mér að Bandaríkjamenn noti þessa aðferð í Kaliforníu, þar sem hver jarðgufustöðin hefur risið af annarri. Þar er affallsvatnið látið renna aftur niður í jörðina. — Hvað er það sem þú ert að vinna að núna? — Ég er aðallega að skjótast í að reyna að finna aldurinn á mis- munandi jarðlögum. Það er ekki svo auðvelt. Hvað snertir aldur hraunanna almennt, þá er vitað að sprungugosin eru yngri en dyngju- gosin". En þegar um ártól er að ræða, þá stendur maður heldur illa að vígi. Eitt af því sem komið hefur fram, er að ekki verður séð að nein breyting á eldvirkninni hafi orðið á þessum skaga frá því elstu jarðlögin þar mynduðust og fram á þennan dag, því bergfræði- lega.virðast eldri jarðlög, sem eru móbergs- og hraunlög frá ísöld og fyrir ísöld, svipuð yngstu jarð- myndununum. Eldvirknin virðist hafa verið svipuð allan þennan tíma. — Getum við átt von á eldgos- um? Og hvar þá helst? — Já, eldgos geta orðið nánast hvar sem vera skal og hvenær sem er á virka gosbeltinu. — Höfuðborgarsvæðið er utan við það, ekki rétt? — Jú, höfuðborgarsvæðið er utan við það. Mælingabelti þvert á gosbeltið Jón Jónsson hefur semsagt kortlagt sprungur og eldstöðvar á Reykjanesskaga. Orkustofnun gaf út stóra ritgerð eftir hann, sem út kom 1978, undir heitinu Jarð- fræðikort af Reykjanesskaga. En Náttúruverndarráð hefur gefið út rit um eldstöðvarnar, sem Jón vann einkum með tilliti til jarð- efnatöku og þeirra eldstöðva sem ástæða væri til að varðveita. Hann er sérstaklega spurður um sprungurnar á jarðfræðikort- inu. Hann kvaðst upphaflega hafa byrjað á að kortleggja þær fyrir Vatnsveitu Reykjavíkur, til að reyna að grafast fyrir um hvernig grunnvatnsrennslið væri á þessu svæði. Athugaði þá svæðið sunnan frá Hafnarfirði og norður í Mos- fellsdal. — Síðan hefi ég reynt að skrá allar þær sprungur, sem ég hefi getað séð, og er viss um að eru fyrir hendi á skaganum. Ugglaust vantar þar sprungur. Og ekki er hægt að fullyrða að sprungur séu ekki til þótt þær finnist ekki á korti. En þær, sem þar eru merk- tar, eru fyrir hendi. I sambandi við sprungu- myndanir hefði ég viljað leggja upp nokkur mælingabelti þvert yf- ir gosbeltið, til dæmis frá Gufun- esi og austur að ölfusá, og fá það mælt mjög nákvæmlega með þrí- hyrningamælingum, þannig að maður geti fengið allar hreyfingar sem eiga sér stað á þessu belti. Til eru mælingar, þar sem mælt er á línu annað hvort aðeins lóðréttu hreyfingarnar eða aðeins gliðnun- in. En með þessu móti ætti að verða hægt að fá allar hreyfingar, bæði lóðréttar og láréttar, og það er vitanlega það sem við viljum vita. — Þarna eru semsagt hreyf- ingar? Hvar helst? — Að öllum líkindum á öllum sprungunum, en mismunandi mik- ið. Sums staðar getur maður beinlínis séð með einföldum jarðfræðiathugunum að hreyf- ingar hafa verið verulegar á sprungum og þarf ekki mælingar til. í elstu hraununum eru stórar gapandi gjár, kannski nokkurra metra víðar. Ofan á slíkum hraun- um eru svo yngri hraun, sem eru lítið brotin. Og þau hverfa svo aft- ur undir yngstu hraunin, þar sem engar sprungur sjást. Ljóst er að þarna hafa verið hreyfingar og eru hreyfingar. Þær eru bara svo hægfara að í yngstu hraununum koma þær lítið eða ekki fram. Tíminn er einfaldlega ekki nógu langur. Á okkar venjulega mæli- kvarða eru slíkar hreyfingar ákaf- lega hægar. — Er þetta nokkuð mikið verk? — Já, talsvert. Ég hefði viljað leggja þrjár svona línur þvert yfir gosbeltið. Sú sem ég tel þó mest áríðandi er lína frá Gufunesi aust- ur að Olfusá, vegna þess að sú lína liggur þá þvert yfir gosbeltið og á milli tiltölulega fastra punkta, þar sem fast berg er við Gufunes og við Ölfusá. — Verður ekki hraðari hreyfing við jarðskjálfta? — Vafalaust koma sprungur einkum í jarðskjálftum. En maður veit lítið hvað gæti gerst við þær aðstæður. Gæti orðið misgengi upp á marga metra í jarðskjálfta eða gliðnun um nokkra sm. Svo gætu líka myndast nýjar sprung- ur. Um þetta er lítið vitað. - E.Pá. (Sártland Ástin blómitrar á öllum aldumkeiðum ÞÆR ERU SPENNANDI í ÁR, SKEMMTISÖCURNAR FRÁ SKUCCSJÁ! Barbara Cartland Ástin blómstrar á öllum aldursskeiðum Eftir lát konu sinnar segir Malcolm Worthing- ton skilið við starf sitt í utanrikisþjónustunni og fer til Miðjaroarhafsins í þeim tilgangi að gleyma fortíðinni og hefja nýtt líf. Þar verða tvær konur á vegi hans og þær eru ólikar eins og dagurinn og nóttin. Elísabet er fínleg, lifsglöð og óeigin- gjörn og kennir honum að elska á ný. Marcia er há og grönn, fögur og fönguleg, en Malcolm metur hana einskis. En þegar Marcia er að því komin að hverfa að fullu úr lífi hans, ske óvæntir atburðir, sem Malcolm hafði ekki séð fyrir... Theresa Charles við systurnar Althea er fögur, aivörugefin og mjög gáfuð og stjórnar yngri systur sinni, full afbrýðisemi og öfundar. Rósamunda er lífsglöð og skemmtileg, aðlaðandi og kærulaus, en full af mannlegri hlýju. Adrían er aðstoðarprestur föður þeirra og þær eru báðar ástfangnar af honum. Hann kvæn- ist Altheu. Cecil er frændi Adríans, glæsilegur og sjálfsöruggur. Hann kvænist Rósamundu. Þessar systur voru mjög ólíkar, en áttu þó svo margt sameiginlegt í fari sínu, að mennirnir, sem urðu á vegi þeirra hrifust af þeim báðum. c systurnar Sigge Stark Skógarvörðurinn Anna frá Hlíð var sautján ára og mjög þögul og fáskiptin. Hún tjáði engum hug sinn, heldur hélt sig út af fyrir sig, rölti ein um skoginn með hundinum sínum, sem i raun var hennar eini fólagi. En eínn indælan sumardag, þegar sólin hellti geislum sínum yfir skóginn, f jöllin og mýr- arnar, hitti hún skógarvörðinn nýja. Þessi sumar- dagur festist henni í minni sem einn mestí hamingjudagurinn í lífi hennar, enda þótt hann bæri í senn með sér sorg, biturleika og tár... SIGGE STARK SKOGAR VÖRDURINN ELSE-MARIE NOHR nVER ER ÉG? Else-Marie Nohr Hver er ég? Eva Birk er að undirbúa brúðkaup sitt og Henriks Borg, þegar hún fær þær óvæntu upp- lýsingar, að af vígslunni geti ekki orðið, þar sem hún sé þegar gift öðrum manni. Eva verður að sjálfsögðu skelfingu lostin. Hún hafði orðið fyrir bifreiðarslysi og þjáðst af minnisleysi um tíma, en þegar hún tekur að kanna málið, kemst hún að því að hún er þegar gift, og það manni sem henni er ákaflega ógeðfelldur, — og að með þessum manni á hún þriggja ára gamla dóttur... Erik Nerlöe Hvítklædda brúðurin Karlotta var á leið til kirkjunnar þar sem Jesper og veizlugestirnir biðu hennar. Hún var klædd í brúðarkjólinn hvita, með fagran brúðarvönd í fanginu og fyrir brúðarvagninn voru spenntir tveir fagrir gæðingar. En hún komst aldrei alla leið til kirkjunnar, — og enginn vissi um mennina tvo, sem í brúðarvagninum sátu og óku á brott með Karlottu, tvo illskeytta menn, sem til alls voru vísir. Og þar með fékk Benedikta Liljen- krona möguleika til að vinna ástir Jespers á ný... ,ErikNerk>e HVTTKLÆDDA BRUÐURIN Francis Durbridge Með kveðju f rá Gregory Fáir útvarpsþættir hafa vakið jafnmikla spennu meðal íslenzkra útvarpshlustenda sem Gregory-þættirnir sællar minningar. Með kveðju frá Gregory er sagan sem þessir æsilegu þættir voru byggðir á, — og sagan er ekki síður spennandi. Hver var hann þessi leyndardómsfulli glæpamaður, sem skildi eftir orðsendinguna „Með kveðju frá Gregory," ritaða með rauðu bleki, sem minnti óhugnanlega á blóð, og festi á fórnarlömb sín? — Það kostar vökunótt að byrja lestur þessarar bókar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.