Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982 WEkki fer ég að láta mig vanta í vinnu, þótt ég verði niræðuríí Rabbaö við Hannes Jónsson fyrrum bónda í Flóanum og nú starfsmann hjá Víði Hann kemur á móti mér, lágvaxinn mað- ur og hæglátur í fasi, en kvikur í hreyfingum, það er skrítið að ímynda sér að Hannes Jónsson hafi verið að leggja af stað á tíræðisaldurinn. Enn vinn- ur hann fullan vinnudag, í Tré- smiðjunni Víði, var nýkominn heim og blés ekki úr nös. Hannes bjó í áratugi austur í Flóa, stund- aði sjómennsku á yngri árum, en fluttist til Reykjavíkur þegar hann var 72ja ára, þá orðinn þreyttur á baslinu og heldur klénn til heilsunnár. En ekki er að orð- lengja það, að eftir nokkurn tíma fór hann allur að hressast, sótti um vinnu í Víði og hefur verið þar síðan. — Ég er fæddur í Meðalholti í Flóa, er víst af Bergsættinni kom- inn, segir hann — þann 24. nóv- ember 1892. Þar var ég heimilis- fastur í sjötíu og fjögur ár, eða þar til við fluttum búferlum til Reykjavíkur. Áður voru þrír bæir á Meðalholtsjörðinni og bjuggu þar um 20—30 manns. Nú eru þar eftir tveir menn. Meðalholt var kirkjujörð og ekki að tala um að fá hana keypta. Ekki fyrr en eftir að við vorum farin. Þá lá hún á lausu. Nei, ég var ekki með stóran bú- stofn, 10 kýr þegar mest var og þetta 70-80 kindur. Alltaf átti ég hesta. Ég tók við jörðinni af for- eldrum mínum, sem þar höfðu bú- ið. Konuna Guðrúnu Andrésdóttur fékk ég frá Vestri-Hellum í Gaul- verjabæjarhreppi. — Það þótti sjálfsagt að ungir menn sæktu sjóinn, færu á vertíð- ir, að minnsta kosti meðan þeir höfðu ekki fest ráð sitt. Svo var það í minni sveit og víðar. Og faðir minn stundaði sjó frá Loftsstöð- um og Baugsstöðum, var með átta manna bát. Þarna framundan var mikill fiskur, aðallega ýsa, en um aldamótin komu svo ensku togar- arnir og sópuðu öllu upp. Þá var það búið. Faðir minn átti þó skektu áfram. En það var ekkert fiskerí lengur miðað við það sem var. Ég var sautján ára þegar ég fór á skútu frá Reykjavík. Þetta var 1910, skútan hét Akkorn og út- gerðarfélagið Sjávarborg. Ég var ekki lengi á Akkorn, frá 11. maí og fram yfir Jónsmessu. Næstu ver- tíð á eftir var ég kokkur á annarri skútu, Hafsteini. Ekki líkaði mér kokkamennskan, en ekki hægt að segja að eldamennskan væri margbrotin eða byði upp á fjöl- breytni, það var hafragrautur, soðning og stundum kjöt. Okkur var öllum vigtaður skrínukostur, brauð, sykur, kaffi, margarín og svolítifr kjöt. Á skútunni var 20—30 manna áhöfn. Kallarnir töluðu stundum um kokkinn, sem hafði verið næstu vertíð á undan, kölluðu hann Dodda og ekki var talað beint fallega um hann, enda lenska að bölva kokksa fyrir allt. Það var ekki fyrr en mörgum ár- um seinna, að ég vissi að Doddi kokkur var reyndar Þórbergur Þórðarson, hann hafði verið for- veri minn í starfi. Ég fékk þarna 55 krónur, en aðrir fengu helming- inn af því sem þeir drógu. Nú hafði ég fengið nóg af skútulífinu réð mig þrjár vertíðir á 4ra tonna bát sem var gerður út frá Þor- lákshöfn og seinna var ég fjórar vertíðir í Selvogi, þá var gott fisk- erí og ekki langt að sækja. Að lok- um fór ég svo á togara þrjár ver- tíðir. Baldur frá Reykjavík. Það var mikil og góð breyting frá þrælapískeríinu á skútunum. Að VM störfin Heima í Dripuhlío (Lj4.ni. KAX.) Hannes með fósturdóttur sinni Ásduii og sonardóttur, Ásdísi Ólafsdóttur. (Ljó«m. kax.) (Ljonri. EBB.) vísu mikil vinna en langtum betra kaup og betra og fjölbreyttara mataræði. Menn sóttu í að komast á togarana eins og allir vita, þetta var hátíð á móts við það sem margir þekktu. Vökulögin voru komin, svo að þetta var hreint ekki slæmt. En ég furða mig á hvað varð þó bið á þeim. Það er undarlegt, að skipstjórarnir skyldu ekki sjá það sjálfir, að það var ekkert vit í því, hvernig menn- irnir voru látnir vinna. Og menn afkasta varla miklu eftir vökur svo skiptir sólarhringum. Eftir þetta hætti ég sjómennskunni, enda farinn að búa og fór ekki ýkja langt frá Meðalholti næstu áratugina, að minnsta kosti ekki til langdvalar. — Um svipað leyti og ég hóf búskap var að verða breyting á túnaræktun. Það er um árið 1924 og ekki leið á löngu unz ég fór að nota tætara til að slétta með, þá var ekki lengur skorið ofan af þúf- unum og það var mikil bót. Trakt- orstætarar voru þetta víst og þættu líklega frumstæðir nú, en komu að góðu gagni. Basl var þetta og streð, eða fólki þætti það núna. Þá var þetta bara venjulegt Málari Míðunnai* Ioi»nr bók iiiii málamnn Þórarin B.Þorláksson / bókinni er fjöidi heilsíðu lit- mynda afverkum Þórarins sem Valtýr Pétursson hefur valið, en hann ritar jafnframt grein um listamanninn. Einnig skrifar Guðrún Þórarinsdóttir grein um föður sinn. Fógur bók eins og fyrri lista- verkabækur Helgafells. IfrigoM Þórarinn B. Þorláksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.