Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982 74 Séra Ólafur Jóhannsson Að mæta Drottni í miðri viku Alltof oft förum við „stress- uð“ að sofa og vöknum e.t.v. í sama ástandi morguninn eftir. Við erum áhyggjufull af mörgu, sem hvílir á okkur. Og alltof oft gleymum við því, að Drottinn okkar, Jesús Kristur, hét öllum lærisveinum sínum nálægð og umhyggju. Sunnudagurinn er Drottinsdagur, og á honum rækjum við samfélagið við Drottinn. Auk þess eigum við væntanlega okkar hljóðu stundir með Drottni í einrúmi. En hvernig væri að eiga kyrrð- arstund í húsi Drottins eitt kvöld í miðri viku? Það íannst prestum og organista Hallgrímskirkju til- valið. Þess vegna hófust þar í ágúst sl. kvöldbænir kl. 22.00 á miðvikudagskvöldum. Þar gefst mönnum kostur á að koma fram fyrir Drottinn rétt fyrir svefninn, e.t.v. eftir annasaman dag, og leggja allt í hönd ná- lægs og almáttugs Guðs. Tím- inn er hentugur að því leyti, að menn geta komið í kirkjuna eft- ir fund eða annan mannfagnað fyrr um kvöldið. Stundin í kirkjunni tekur ekki nema rúman hálftíma. Dagskráin er tvíþætt. Á fyrri hluta stundarinnar flytja lista- menn tónlist, upplestur eða þ.u.l. Til dæmis má nefna, að miðvikudaginn 8. desember syngur Mótettukór Hallgríms- kirkju, 15. desember les Stein- unn Jóhannesdóttir leikkkona ljóð og 22. desember syngur kór Menntaskólans við Hamrahlíð. Öll þessi dagskráratriði ættu að búa okkur undir komu jól- anna nú á aðventunni. Öll kvöldin er seinni hlutinn klassísk tíðagjörð. Þá er víxl- sungið og lesið ákveðið form, sem tíðkast hefur innan krist- innar kirkju frá því í öndverðu Manuela Wiesler er einn upphafs- manna kvöldbæna í Hallgríms- kirkju. og á sennilega að einhverju leyti fyrirmynd í helgisiðum Gyðinga fyrir Krists burð. Þetta kvöldbænaform var einn- ig tíðkað á íslandi á fyrstu öld- um kristni þar, og nú er verið að endurvekja þátttöku okkar Islendinga í því. Forsöngvari og söfnuður syngjast á, og söfnuði er skipt í tvo hópa sem syngjast á. Vissulega má segja, að þessi tegund tónlistar höfði meira til sumra en annarra, eins og er um alla tónlist. En hér er um að ræða einfaldan og afar auð- lærðan söng, sem um leið er mjög grípandi og tjáir mikið. Þess vegna taka bæði ungir og aldnir, tónelskir og tónfælnir, þátt í kvöldbænunum í Hall- grímskirkju. Hingað til hefur ákveðinn kjarni mætt vel á þessar stund- ir, þótt aðsóknin sé nokkru minni nú í kuldum skammdeg- isins en hún var fyrr í haust. En þarna er sem sagt um að ræða tilbeiðslustund í húsi Hörður Áskelsson organisti Hall- grimskirkju. Drottins í miðri viku með klassískri bænagjörð kristinna manna og nautn þess listaverks sem flutt er í hvert skipti. Þetta er e.t.v. eitthvað fyrir þig? Biblíulestur vikuna 5.—11. des. Sunnudagur 5. des.: Matt. 25:1-13 Mánudagur 6. des.: 97. Davíðssálmur Þriðjudagur 7. des.: Efesusbr. 1:1—14 Miðvikudagur 8. des.: Efesusbr. 1:15—22 Fimmtudagur 9. des.: Efesusbr. 2:1—10 Föstudagur 10. des.: Efesusbr. 2:11—22 Laugardagur 11. des.: Efesusbr. 3:1—13 t Logandi lampi Matt. 25. 1—13 2. sunnudagur í aðventu Aðventan er sérstakur tími, undirbúningstími jólanna. Konungur þinn kemur til þín, segir í aðventuboðskapnum. Við gleðjumst og fögnum, hlökkum til. Við eigum að gæta hógværðar, konungurinn kom á asna en ekki stórum og glæsilegum fáki, hann hreykti sér ekki hátt. Þetta minnir kirkjan okkur á. Látum það leiða okkur og blessa í aðventuundirbúningnum. Konungur okkar kemur. Til okkar. Guðspjallið í dag talar um brúðgumann, sem sé að koma. Gætum að okkur, segir kirkja okkar við okkur núna á aðventunni. Á aðventunni tölum við um aldirnar fyrir fæðingu Jesú, boðskapinn um að hann myndi koma. Við tölum í dag um að hann muni koma síðar, koma í skýjum himinsins og krefja okkur um trúnaðinn við sig. Þetta er hörð ræða, segja margir í okkar samtíð. Þetta er gamaldagsræða, sem á ekki við nútímann. En það er ekki satt. Tökum ekki okkar hugsanir fram yfir orð Drott- ins. Hann, konungurinn, brúðguminn, kemur aftur. Vakið því, þér vitið ekki daginn né stundina. Það er tilgangslaust fyrir okkur, held ég, að velta því fyrir okkur í smáatriðum hvað einstök atriði í sögunni þýða. Hvað þýða kaupmennirnir, lamparnir eða olían? Og þó, kannski getum við hvert fyrir sig fundið í því dýpt í trú okkar að hugleiða það og gera okkar eigin hugmyndir. En aðalatriðið er þetta. Jesús kemur aftur. Og þá hittir þú hann. Hafðu þess vegna lampa þinn logandi. Það þýðir, gættu að þinni daglegu trú, láttu hana ekki slokkna, nærðu hana, haltu henni heitri og lifandi. Aðventan gefur okkur svo mörg tækifæri til þess. Ég óska þér mikillar gleði og friðar í hjarta á aðventunni. Hver á að boða hverjum trú? Við rekum kristniboð meðal heiðinna þjóða. Kristið fólk í heiðnum þjóðfélögum talar svo um að því bæri að reka kristni- boð meðal „kristnu" þjóðanna, sem hafa tapað hinum brenn- andi loga trúarinnar. Þetta er merkt og mikið umhugsunarefni og við biðjum Katrínu Guð- laugsdóttur, sem í 10 ár var kristniboði í Eþíópíu, um örstutt viðtal. — Vitanlega er nauðsynlegt að boða kristna trú meðal heið- inna þjóða. Jafnvel þótt okkur væri það ekki augljóst sjálfum höfum við orð Jesú fyrir því og þeim treystum við. Vanþekking og hjátrú er geysilega mögnuð í heiðnu þjóðfélagi. Fólkið í Katrín Guðlaugsdóttir Því að bam er oss fœtt, sonur er oss gefinn; á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla; nafn hans skal kallað: undraráðgjafi, guðhetja, eilífðarfaðir, friðar- höfðingi. Jesaja 9:6 Eþíópíu býr við átrúnað, sem er ægilegt böl. Það óttast illa anda og lifir í sífelldum ótta við Sat- an. Það veldur ómælanlegu böli í lífi þess. Þegar sjúkdóma ber að höndum meðhöndla seiðmenn- irnir þá með kukli. Fólkið heldur þá áfram að vera veikt og deyr oft af þeim veikindum. Seið- mennirnir banna fólki að leita með veikindi sín til kristni- boðsstöðvanna. Til að brjóta þetta vald þarf afl, sem er sterkara en heiðindómurinn. Enginn á þann mátt nema Jesús. — Já, ég á auðveldara með að hefja samræður um kristna trú við mann í Afríku en hér heima. í Eþíópíu vita margir hvers vegna við erum þar og vilja fá að tala um trúna við okkur. Vald hins illa birtist öðru vísi þar en hér og ytri breytingar á þeim, sem eignast trú, eru augljósari. Hér heima kunna flestir eitthvað í kristnum fræðum og allir njóta hér ávaxta kristin- dómsins. En það kemur mér á óvart hvað margir hér vilja ræða um kristindóm. Eg brydda ekki upp á þeim samræðum á sama hátt og í Afríku, samtalið verður að koma í eðlilegu samhengi. En það er ótrúlegasta fólk, sem vill ræða um trú sína og mér finnst fólk áhugasamara hér um kristna trú en fyrir svona 20 ár- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.