Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 34
82 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982 „Campomanes selur fólk að því viðstóddu" — segir Ineke Bakker, ritari FIDE í viðtali INEKE Bakker, rilari alþjóða- skáksambandsins í 12 ár, ákvað að hætta störfum á skrifstofum FIDE ásamt öðrum starfsmönnum eftir að Florencio Campomanes frá Fil- ippscyjum hafði fcllt Friðrik Ólafs- son í kosningum til forseta FIDE. Hollenska dagblaðið „de Volks- krant" átti fyrir skömmu viðtal við Bakker, sem í 12 ár gengdi stöðu ritara FIDE og fyrirsögnin var — „Campomanes sclur fólk að þvi viðstöddu". En grípum niður í viðtalið: „Það er snemma morguns á fimmtudegi. Símhringing bergmálar af hvítum veggjum skrifstofu FIDE. Ineke Bakker mun hverfa innan tíðar af skrifstofum þessum — ásamt erfðagrip frá dr. Max Euwe, fyrrum forseta FIDE — geysi- stóru skákborði undir gler- hjálmi. Síminn hringir — það er Lim frá Singapore, hinn nýi rit- ari FIDE — eftirmaður Bakker. Hann segist ætla að bíða eftir að hinum nýja forseta FIDE, Campomanes, þóknist að hringja. Ineke Bakker brosir góðlát- lega. Hún þekkir Campomanes vel — hún þekkir ímynd þessa „glaðklakkalega fasmikla manns". Á þinginu í Luzern fengu menn strax fyrsta smjör- þefinn af vinnubrögðum hans. Samstjórnarmenn hans biðu í sex klukkustundir eftir honum — án árangurs. Við það tækifæri mælti Bakker — „ég kæri mig ekki um að vera bendluð við mafíu-aðferðir" og tilkynnti að hún myndi hætta að starfa í þágu FIDE. Nú erum við stödd á skrifstof- um FIDE í Amsterdam, Hol- landi — gefum Bakker orðið. „Það var greinilegt að enginn vildi trúa því að við þrímenning- arnir á skrifstofum FIDE ætluð- um í raun og veru að segja upp störfum okkar. Að þeirri niður- stöðu höfðum við komist, sjálf- stætt og sitt í hverju lagi, ef Campomanes yrði kosinn. Við erum að hugsa um að setja á stofn skrifstofu í Amsterdam til að skipuleggja ráðstefnur á grundvelli reynslu okkar en tvær slíkar eru þegar fyrir hendi. Við höfum aldrei verið vel launuð en auðvitað er það ákaflega sorg- legt að þetta skuli enda svona. Campomanes hefur gegnt fjöl- mörgum embættum innan FIDE — þróun skáklistar í Asíu er jafnvel honum að mestu að þakka. En hann gefur loforð sem hann ekki efnir og samninga sem hann ekki stendur við. I ná- vist Campomanes hefur maður það á tilfinningunni að hann selji fólk að því viðstöddu. Ég legg meira upp úr ráðvendni minni en daglegn brauði." Campomanes lýsti því yfir að hann myndi ekki bjóða sig fram gegn Friðriki — á sama tíma var hann byrjaður að vinna að framboði sínu „Á FIDE-þingi í Atlanta á síð- astliðnu ári lýsti Campomanes því yfir, að hann hygðist ekki bjóða sig fram á meðan Friðrik Ólafsson gæfi kost á sér. Þessa yfirlýsingu gaf hann út á sama tíma og hann var byrjaður að vinna að framboði sínu — og þegar byrjaður að lofa mönnum vegtyllum gegn stuðningi við sig. Mér finnst ekki hægt að gefa lof- orð til þess eins að svíkja þau — það er ekki í samræmi við mín lífsviðhorf. Campomanes lofaði fulltrúum SPORT INEKE BAKKER VERLAAT WERELDSCttAAKBOND VANWEGE NfEUWE VOORZITTER 'Campomanes verkoopt je waar je bij zit' Ineke Bakker — „Kæri mig ekki um að vera bendluð við mafiu aðferðir." Afríku setu í margvíslegum nefndum til þess að fá atkvæði þeirra í Luzern — hann lofaði upp í ermina en á stað og stund reyndust þetta klókindi. And- stætt öllum staðreyndum ásak- aði hann okkur í FIDE um að gera ekki neitt fyrir Afríku. Þeg- ar hlutirnir eru sagðir nógu oft, fer fólk að trúa þeim. Hjá einum fulltrúa í Luzern fékk ég staðfest að mútur voru boðnar — ég get ekki sannað mútur svart á hvítu, en fulltrúi sagði að honum hefðu verið boðnir 2.000 svissneskir frankar ef hann kysi Campomanes og 4.000 í viðbót ef Campomanes hlyti kosningu. Rétt fyrir kosn- inguna var boðinu snúið við — þá voru 4.000 boðnir strax og 2.000 eftirá. Campomanes hélt því á lofti að starfsfólk FIDE myndi ekki segja upp störfum, ef hann hlyti kosningu. Þetta var eitt helsta skilyrði fyrir stuðningi Rússa — að skrifstofa FIDE yrði áfram í Amsterdam og með núverandi starfsliði. Jafnframt fylgdi það skilyrði fyrir stuðningi Rússa, að Campomanes styddi jámanninn Krogius í framkvæmdaráðið." Æði margir urðu skömm- ustulegir eftir kosninguna „Við vorum ákveðin í að hætta næði Campomanes kosningu — gátum við hótað brotthlaupi fyrir kosninguna. Gat Friðrik notað það í málflutningi sínum í Luzern. Nei — við notuðum ekki sömu aðferðir. Við leggjum okkur ekki svo lágt í Evrópu. En við sögðum þeim sem spurðu, hverjar afleiðingarnar yrðu. Að lokinni atkvæðagreiðslunni — eftir að Friðrik hafði verið felld- ur, urðu æði margir skömmustu- legir. Þeir voru margir sem ekki leið beinlínis vel. Það er venja að frambjóðend- ur til forsetakosninga séu ekki viðstaddir atkvæðagreiðslu. I Luzern voru bæði kjörklefar og atkvæðakassar. Campomanes gaf fyrst mönnum í salnum til kynna hvað þeim bæri að gera og síðan sáum við hann líka hverfa inn í kjörklefa með einum full- trúanum. Og þeir eru til sem grípa tækifærið til þess að kom- ast í embætti, helst í miðnefnd- ina, sem satt að segja gerir ekki mikið og kemur saman einu sinni á ári en mönnum þykir gott að geta veifað þessari veg- tyllu. Ég vil ekki vinna í samtökum, sem menn nota í eigin þágu. Campomanes er sjálfur ekki auðugur maður, en hann hefur lag á að safna ríku fólki í kring- um sig. Innan tíðar fer hann í kurteisisheimsókn til Marcosar, forseta Filippseyja — hann þarfnast nokkurra ára í FIDE til þess að verða útnefndur sendi- herra Filippseyja og þá verður hann kominn á græna grein. Ég óttast að FIDE verði fórn- arlamb stjórnmála. Ekki síst vegna þess að Campomanes er undir pólitískum áhrifum. Þetta ber að harma, því FIDE hefur tekist að sneiða hjá pólitík. Það er þegjandi samkomulag um, að hvorki Bandaríkjamaður né Rússi bjóði sig fram til embættis forseta, því enginn vill endan- lega sundrung. Og ennþá er óljóst hvað verður um skrifstofu FIDE í Amster- dam — með forseta frá Filipps- eyjum og ritara frá Singapore verður við ramman reip að draga og þetta mun há starfsemi FIDE og verða Campomanes til trafala." TQT TnVTQTTA'R "RÆTKTTTÍ lir>liril\l oxYtUt JÍÆiXYU JlL "P'DT lJ11VTn/l'D H /SPTi I ID Hafharstræti ifcBfc1 ?K fb. ís^rx í* KftgftL kVAREFAKTA, Vottorð frá^rdönsku neytendastofnuninni um rúmmál, kælisviö frystigetu, gangtíma á klst, einangrun og orkunotkun við raun- veruleg skilyrði. /ponix HATÚNI 6A • SÍMI 24420

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.