Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982 95 Echo and the Bunnymen til íslands í janúar: Einn eftirtektarverðasti flokkur Breta síðari ára Þótt ekki hafi þaö fariö hátt gisti breska sveitin Echo And The Bunnymen ísland um nokk- urra daga skeið í síöustu viku. Voru sveinarnir fjórir frá Liver- pool (þiö vitiö, Bítlaborginni frægu) staddir hérlendis í þeim erindagjöröum einum, aö taka myndir utan á næsta plötualbúm sitt. Segi svo enginn, aö island sé ekki smám saman aö komast á kortiö hjá poppurum heimsins. öllu verra var hins vegar, aö viötal, sem Járnsíöan ætlaöi aö eiga viö þá fjórmenninga, fórst fyrir af óviðráðanlegum orsökum. Haföi veriö frá öllum hnútum gengiö er babb kom í bátinn. Því veröur spjalliö aö bíöa enn um stund, en ekki mjög lengi því sveitin ku væntanleg hingaö á klakann á ný í janúar og ætlar þá aö halda tónleika. Þótt Echo And The Bunnymen sé ekki ýkja þekkt sveit hér á landi er ekki sömu sögu aö segja austan hafs og vestan. Sveitin er nánast í guöatölu hjá Bretum, sem líta á hana sem eitthvaö meiriháttar og þaö sama viröist óöum á leið meö aö gerast í Bandaríkjunum. Echo And The Bunnymen er fjögurra ára gömul hljómsveit, stofnuð í Liverpool 1978 af þeim lan McCulloch, Julian Cope (nú í The Teardrop Explodes) og Pet- er Wylie (nú í Wah!) og Steve Spence, sem nú hefur lagt hljóö- færaleik á hilluna vegna náms. Þessi liösskipan hélst þó ekki lengi. Þegar sveitln kom fyrst fram opinberlega þann 15. nóv- ember þetta sama ár höföu allir nema McCulloch helst úr lestinni. Will Seargeant haföi bæst ( hóp- inn og Less Pattison gekk (svelt- ina fjórum dögum áöur en hún kom fyrst fram. Fjóröi meölimur- inn var trommuheili, sem hlaut nafniö Echo. Þessi liösskipan hélst óbreytt aö mestu næsta áriö og kom sveitin þá fram fjölmörgum slnn- um á hinum ýmsu stööum viö blandnar undirtektir. Hljómsveit- in gaf út litla plötu á vegum Zoo- fyrirtækisins. Þriöja lag sveitar- innar frá þessu tímabili kom út á safnplötu meö efnilegum sveitum frá Liverpool. Trommuheilinn Echo var á hinn bóginn lagöur til hliöar í október 1979 og tók Pete de Freitas viö trumbuslætti. Eftir nokkra tónleika til viöbótar gekk hópurinn svo á mála hjá Korova-hljómplötuútgáfunni. Fyrsta plata Echo á vegum Korova var tveggja laga og kom út í apríl 1980. Á henni mátti greina augljósar tónlistarbreyt- ingar. Þremur mánuöum síöar leit fyrsta breiöskífan, .Croco- diles", dagsins Ijós og hún komst í „topp-20" í Bretlandi. Þá fékk sveitin lofsamlega dóma gagn- rýnenda í NME, Sounds og Mel- ody Maker. Heljarmikil tónleikaferö var næsta skrefiö, í október 1980, og í kjölfar hennar var tveggja laga platan „The Puppet" gefin út. ( janúar 1981 geröu Echo And The Bunnymen 30 mínútna kvik- mynd, „They Shine So Hard". Aö töku hennar lokinni var hafist handa viö vinnslu annarrar plöt- unnar, sem út kom f maí og bar nafniö „Heaven Up There". Sú er staöa sveitarinnar í dag. Sem fyrr segir er hún væntanleg hingaö til lands ( janúar, en Járnsíöan hefur ekki fengiö staö- fest hvenær tónleikar hennar veröa. Echo and Hw Bunnymn „Alltaf verið hrifinn af orðinu jarðlingar" — segir Jón Ragnarsson um plötu hans og bróður hans, Ágústs „Ég hef alltaf verið hrifinn af þessu oröi „earthlings" (á íslensku jaröarbúar, eöa jarölingar eins og þeir bræöur kusu aö nefna þaö) og þaö er sennilega meginskýringin á því aö platan fékk þetta nafn, „Ljós-lifandi jarölingar, „earth- lings"," sagöi Jón Ragnarsson er Járnsíöan ræddi viö hann í vikunni. Þaö er Bílaleigan Vík, sem gefur plötu þeirra bræöra Jóns og Ág- ústs út, og er þaö vafalítiö f fyrsta sinn, sem bílaleiga gefur út hljóm- plötu hérlendis. „Ástæöa þess, aö Bílaleigan Vík (Jósteinn Einarsson)gaf þessa plötu út er sú, aö Jósteinn heyröi fyrir tilviljun segulbandsupptöku af lögum, sem viö Ágúst tókum upp f Hljóðrita í byrjun síöasta árs. Hann varö mjög hrifinn af þessu og lét í þaö skfna, aö hann vildi aöstoöa Bræöurnir Ágúst (t.v.) og Jón. Tskiö skal frsm tM aó forösst misskiln- ing, aö myndin sr gömul. „Algengt að 3—4 fyrirtæki flytji inn sömu plötuna“ Fulltrúi Stuö-búöarinnar haföi samband viö Járnsföuna í vik- unni og vildi leiörétta misskiln- ing, sem hann sagöi hafa komiö fram á sföunni. Ekki væri rétt, aö ein plata, sem verslunin heföi veriö meö á sínum snærum fyrr á árinu, heföi veriö í efsta sæti óháöa vinsældalistans f tvær vik- ur út á tæplega 10 seld eintök. Fulltrúinn sagöist vita viö hvaö vaari átt og hér væri veriö aö vitna í 10 eintök af plötu meö Eyeless in Gaza, sem keypt voru af Steinum. Hann vildi hlns vegar taka þaö fram, aö iöulega flyttu fleiri en einn aöili inn sömu plöt- una. Dæmi væru um aö 34 inn- flytjendur flyttu sömu plötuna inn. Þá vildi fulltrúi verslunarinnar leggja á þaö áherslu, aö plötu- sala væri ööru vísi aö vissu ieyti f Stuö-búöinni. Sagöi hann al- gengt, aö plötur sem væru vin- sælar f öörum búöum hreyföust vart hjá þeim og svo öfugt. I lokin tók hann fram, aö Stuö-búöin legöi sig í Ifma viö af afla platna, sem aörir innflytjend- ur sýndu ekki áhuga. Mætti þar nefna eitt og annaö, sem flokk- aöist undir pönk, bárujárnsrokk og framsækna tónlist af einu og ööru tagi, t.d. þýskar og franskar útgáfur af vinsælum piötum. Þá vildi viömælandi Járnsfö- unnar geta þess í lokin, aö þar sem Stuö-búöin væri ekki um- boðsaöili skipti þaö verslunina f sjálfu sér ekki neinu máli hvaöa plötur væru vinsælar hverju sinni og hvort ein plata seldist annarri betur. Jórnsföan þakkar Stuö-búö- inni fyrir aö hafa samband og koma sfnu sjónarmiöi á framfæri og leiörétta misskilninginn. viö útgáfu plötu meö þessu efni. Síöan geröist Iftiö f málinu þar til f haust, aö hann gaf okkur „grænt Ijós" og viö settum allt á fullt, tók- um upp fleiri lög, og lukum viö gerö plötunnar," sagöi Jón. Hann og Ágúst eiga allt efni plötunnar f sameiningu og skiptist þaö svo aö segja hnífjafnt á milli þeirra. Textarnir eru ýmist á ís- lensku eöa ensku og sagöi Jón þaö stafa af því aö þeir semdu texta á því málinu, sem þeim fynd- ist heppilegra hverju sinni. Ágúst er nú meölimur í hljóm- sveltinni Start, en Jón hefur veriö í hvfld undanfarin tvö ár. Þeir bræö- ur léku síöast saman í hljómsveit- inni Freeport, en þar á undan í Deildarbungubræörum. Jón lék á árum áöur meö Pops og Sálinni, en tók sér algera hvfld frá spila- mennsku á árunum 19691978. Fimmta plata Pursanna er í deiglunni Margir hafa velt þvf fyrir sér í haust af hverju ekkert hafi heyrst til Þursaflokksins. Járnsföan leitaöi svara hjá Tómasi Tómassyni, bassaleikara sveitarinnar. Hann tjáöi Járnsíöunni, aö skýr- inguna væri fyrst og fremst aö finna í þeirri staöreynd, aö Þurs- arnir heföu veriö svo uppteknir viö gerö myndarinnar „Meö allt á hreinu", aö ekki heföi unnist tími til aö sinna tónleikahaldi. Sagöi Tóm- as þaö hafa veriö stefnu meðlima sveitarinnar að taka upp þráöinn aö nýju aö lokinni kvikmyndun í sumar, en eitt og annaö heföi komiö upp, sem gert heföi slíkt ókleift. Tómas bætti því hins vegar við undir lokin, aö Þursarnir ætluöu sér aö vakna af dvalanum strax eftir áramótin og taka ósleitilega til viö tónleikahald. Þá væri fimmta piatan ennfremur í bfgerö og drög aö henni yröu lögö uppúr áramót- um. Tómas klykkti út meö því aö tilkynna, aö Þursaflokkurinn ætti fimm ára afmæli næsta vor og þá yröi mikið um dýröir. DR0N og Centaur sigruðu Fjöriö eykst sífellt á músík- tilraunum SATT og gæöi hljómsveitanna einnig. Alls munu um 280 manns hafa greitt sig inn ( Tónabæ á fimmtudaginn til þess aö hlýöa á sex galvaskar sveitir. Ekki bar á ööru en allir skemmtu sér vel því fjöriö var mikiö kvöldiö á enda og tón- listin góö. Þaö var hljómsveitin DRON (Danshljómsveit Reykjavíkur og nágrennis), sem bar sigur úr býtum aö þessu sinni. Hlaut hún 2340 stig. Bárujárnsband- iö Centaur kom næst, meö 2215 stig, þá Singultus meö 1961, Trúöurinn meö 1671, Medium meö 1580 og Útrás meö 1539. Úrslitin f atkvæöagreiösl- unni voru nokkuð sanngjörn aö þessu sinni aö mati um- sjónarmanns Járnsíöunnar. Þó hefðu jafnvel bæöi Medium og Singultus átt skiliö aö komast áfram og báðar eru betri en Sokkabandið og Meinvillingarnír, sem tryggt hafa sér sæti í úrslitunum. Bassaleik- arinn úr sinfóníunni? Ekkert hefur heyrst af hög- um hljómsveitar þeirra Eiríks Haukssonar, Kristjáns Edel- stein og Sigurgeirs Sig- mundssonar um nokkra hrfö. Járnsíöan hefur itrekaö reynt aö hafa uppi á þeim kumpán- um, en ekki tekist. Eins og menn eflaust muna, stóö til aö Rúnar Erlingsson léki á bassa f þessari sveit, en hann söölaöi hins vegar um og gekk til liös viö Egó eftir aö hafa aöstoöaö hana viö upp- tökur á nýju plötunni, „i mynd.“ Járnsfðan hefur nú fengiö óstaófestar fregnir af því, aö bassaleikari úr sinfóníunni, Richard Korn, muni leika meö sveitinni loks þegar hún gæg- ist út úr skelinni. Fimmti með- limurinn er Oddur nokkur, sem áður barði húöir i Tappa Tíkarrassi. Vill fá dóm um Nebraska Haft var samband vió Járn- síöuna i vikunni og þeirri fyrir- spurn komiö á framfæri hverníg á því stæöi, að ekkert hefói enn verið fjallaö f blöö- um um nýjustu plötu Bruce Springsteen, „Nebraska ’. í rauninni er engin ein skýr- ing á þessu umfjöllunarleysi önnur en sú, aö platan hefur enn ekki borist til blaóanna til umfjöllunar. Mun skýringin helst vera sú, að hún hefur selst upp jafnóöum og hún hefur borist tíl landsins og því ekki unnist timi til aö senda hana til blaóanna. Þessu mun þó væntanlega veröa kippt f liöinn strax meö næstu send- ingu. Sá er hringdi lét þess getiö, aö hann vikfi gjarna sjá dóma Kffl plötuna áöur en hann keyptí hana. Ljóst viróist þvf, aö einhverjir viröast taka miö af ptötudómum Maöanna þrátt fyrtr ummæN um aö þekr sée uppfulfir af rangfæralum æilisirsffll af I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.