Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982 í sumar leið komu hingað út- varpsmenn frá Noregi og höfðu með sér bók. Afhenti Magne Misje, stjórnandi vesturstöðvar, NRK undirrituðum bókina með kveðju höfundar. Bók þessi er rit- uð á ensku og nefnist Stave Churches and Viking ships (Dreyer, Oslo, 1980). Hefur bókin valdið all- miklum heilabrotum í Noregi. Er hún eftir Else Christie Kielland, sem er menningarsagnfræðingur og raunar þekktur listamaður að auki. Eru listir Forn-Grrkkja og Forn-Egypta sérfræði Kielland. Hefur þessi fræðakona árum sam- an setið á launum frá norska rík- inu við að rannsaka form og hlut- föll í forn-norsku handverki og myndlist. Að auki hafa bankar og fyrirtæki styrkt rannsóknirnar. Er bókin um stafkirkjurnar og víkingaskipin sú þriðja í ritröð, er Kielland skilar á 60 ára starfs- ferli. Sú fyrsta, Geometry in Egypti- an Art var gefin út árið 1955 (Tir- anti, London), en sú önnur, Geo- metry in Greek Art Based on Egypti- an Methods er enn óútgefin, þótt lokið hafi verið 1971. Er útgáfa þeirrar bókar boðuð innan skamms. En inn á milli skýtur mála um það, að helztu hugmynd- ir íslenzka goðaveldisins eru ná- tengdar speki Forn-Grikkja og Forn-Egypta. Greint hafði verið frá þessum niðurstöðum í norska útvarpinu 1980. Hinn 11,—19. júní það ár var undirrituðum boðið að flytja er- indi og reifa forna hugmynda- fræði að Körmt á Rogalandi, kon- ungssetri þeirra Ólafs Tryggva- sonar og ðlafs helga. Voru þar staddir áhugamenn um sagnfræði og fornleifafræði frá Vestur- Noregi. Eyjan Körmt nefnist nú Karmoy, og setur þeirra konung- anna Avaldsnes (áður ögvalds- nes). Þarna starfaði Þormóður Torfason (Torfæus) (1636—1719), og þar var sá mikli fræðasjór ís- lenzkrar menningarsögu grafinn. Var það einkenniíeg tilfinning að standa yfir moldum Torfæusar í kór kirkju þeirrar er Hákon gamli lét reisa nokkrum árum áður en íslendingar gengu honum á hönd. En svo tvinnuðust örlög vor forð- um. Erindið, sem sagnfræðingarn- ir áttu við kirkjuna að þessu sinni var þó eldra Hákoni: Hvernig stóð á staðsetningu konungssetursins þarna á eynni — lá hugsanlega til Hurum-kirkja í Valdres, byggð um 1200 e.Kr. og víkingaskip eftir Einar Pálsson Kielland breiðspjóti að Norðurlandabúum: Ekkert sem vér áður hugðum rétt um ÓHÁÐA list og verkkunnáttu norrænna manna á víkingaöld stenzt rann sókn. Allt á sér hliðstæður sunnar í álfu: „the Egyptian-Greek met- hods were fundamental to the construction of the Norwegian stave churches and the Viking ships." (s. 3) Ekki er að furða þótt Norðmenn setji hljóða. Hví hafa norskir útvarpsmenn slíka bók með sér upp hingað? Vegna þess, að bókin þykir frétt. Ef nafni rannsóknarefnisins er breytt örlítið — ef í stað „bygg- ingaraðferða" kemur „mælingar og hugmyndafræði" — er niður- staða Kielland um kunnáttu Norð- urlandabúa í stærðfræði og geó- metríu sú sama og niðurstaða rit- safnsins Rætur íslenzkrar menning- ar. Þetta var Norðmönnunum kunnugt. Ekkert fer lengur milli grundvallar að Körmt svipuð hugsun og í staðsetningu kon- ungssetra að Uppsölum í Svíþjóð og Jalangri í Danmörku? Svo háttar til, að Norðmaður að nafni H.R. Skre hafði fyrir um hálfri öld talið sig finna „línur", sem af einhverjum orsökum runnu gegnum konungssetrið að Körmt. En bronzaldarhaugar liggja við setrið, svo að staðurinn virðist hafa verið ginnheilagur í 3—4000 ár. Var tilgáta Skre löngu gleymd, enda hafði hún birzt í ársriti forn- leifafræðinga (Haugesunds Mus- eum) árið 1935, og því fáum aðgengileg. En þegar Skre tók að gruna tilvist „línanna" þekktist ekkert svipað fyrirbæri á Norður- löndum. Var tilgátan því lögð í salt. En þegar fram höfðu komið tilgátur ritsafnsins RÍM um kon- ungssetur sem Miðju Hjóls — þar sem línur runnu gegnum Miðjuna — þótti vissum menntamönnum rétt að taka hugboð Skre til at- hugunar að nýju. Sjálfur hafði ég aldrei heyrt Skre getið fyrr en ár- ið 1980 — er boðið barst — og hafði því enga hugmynd um vangaveltur hans, þá er ég vann að rannsóknum á mörkun Alþing- is árin 1960-70. Á fyrrgreindri ráðstefnu var frá því skýrt, að samkvæmt frum- rannsóknum RÍM hefðu land- námsmenn Rangárhverfis kunnað nokkur stærðfræðihugtök, sem jafnan voru kennd við gríska hugsuðinn Pýþagóras að fornu. Stóð svo á, þegar erindin voru flutt að Körmt, að nýlokið var samanburði þeim á mörkun ís- ienzka goðaveldisins og borgríkis- ins Flórenz á Ítalíu sem lýst er í bókinni The Dome of Heaven („Hvolfþak himins"). En, eins og sagt hefur verið frá í útvarpser- indum, reyndust megin tilgátur ritsafnsins RÍM um innbyrðis af- stöðu helztu hugmynda ÞÆR SÖMU í Flórenz og í áætlaðri mörkun Alþingis. Þær rannsóknir eru á tilgátustigi bæði hér og þar — en niðurstöðunum ber saman. Samkvæmt RÍM var hið svo- nefnda „Gullinsnið" ríkjandi í hugarheimi íslenzkra landnáms- manna. Sjálfur hafði ég aldrei fundið Gullinsnið sem geó- metrískt form í fornleifum, aðeins reiknað út tilvist formsins af landfræðilegum líkum. En svo sterkar voru líkurnar — mörgum árum fyrir athuganirnar í Flórenz — að 13. tilgáta Steinkross (1976) var alveg afdráttarlaus: ' „Landnámsmenn þekktu stærð- fræðihugtök þau sem nefnd eru Pýþagórasarregla og PÍ, einnig gullinsniðið PHI. Þessi hugtök voru bundin heiðinni þrenningu og konungdæmi." Ofangreind kenning þótti djörf árið 1976, og skildist mér helzt á fornleifafræðingum, að hún gæti ekki staðizt, af þeirri einföldu ástæðu, að Gullinsniðið hefði aldr- ei fundizt í norrænum fornleifum frá heiðni. Er svo að heyra eftirá, sem ýmsir hafi þar fullyrt meira en þeir vissu. Spurningin var því: Hafði verið leitað af fullri alvöru? Því miður eru flestir fornleifa- fræðingar undir sömu sök seldir og félagar þeirra í móðurmáls- kennslu, bókmenntarýni og sagn- fræði — þeir eru illa að sér í fræð- um forma og hlutfalla. Gjáin milli raunvísinda og bollalegginga norrænumanna hefur reynzt flest- um þeirra óyfirstíganleg torfæra. Hvað er Gullinsnið? Guðmundur Finnbogason lýsti GuIIinsniði ágæta vel á sinni tíð í grein er nefndist „Satt, fagurt og gott“ (Huganir, Rvk 1943, s. 290—306). Um dálæti kynslóðanna á formi þessu kemst hann meðal annars svo að orði: „Fegurðin var fólgin í hlutföllum partanna inn- byrðis og parts og heildar." Guð- mundur skildi m.ö.o. að fegurð bjó í hlutföllum. Og hann bætir því við, að vér „tökum eina lögun fram yfir aðra, af því að oss þykir hún fegri". Þar er þá komin skýring á því hví menn hafa virt þetta sér- staka form öðrum fremur kynslóð eftir kynslóð. Nú skýra stærð- fræðingar þetta að vísu á annan hátt, en það er sönnur saga. Guð- mundur Finnbogason var sú und- antekning er sannaði, að hugvís- indamaður GAT SKILIÐ form og hlutföll, enda þótt upp væri alinn Skipið, sem varðveitzt hefur og kennt er við Gokstad. Frægt víkingadjásn í Þjóðminjasafninu í Osló (nr. 19858).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.