Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982 Thorlacius — þótti í uppvexti „hlýðinn og efnilegur" piltur. Arið 1792 keypti Björn Thor- lacius jörðina Laxamýri og flutti þangað heimili sitt úr höndlun- arstaðnum, bjó um sig ríkmann- lega og með miklum fólksafla. Hann reisti á Laxamýri timbur- stofu alþiljaða hið innra, en undir torfþaki, með sex glergluggum og einum bíleggskakalofni. Hún var hólfuð sundur í þrjár vistarverur: grænmálaða stássstofu, daglega stofu og sængurkammer, en áfast húsinu var svo kjökkenið. í stofun- um gat að finna, svo eitthvað sé talið, stóran hægindastól með blárri rósaflossetu og sex stóla minni með sams konar áklæði, eikardragkistu, stórt skrívepúlt blátt, ýmsan dýrindis borðbúnað, tvo ljósastjaka úr silfri, þrjá silf- urbikara stóra og silfurkönnur tvær, aðra stóra en aðra litla, og var einn bikarinn og minni kann- an forgyllt innan. Máski héngu líka til skrauts í stofunum tvö fyrirmannleg vopn sem Thorlacius átti: byssa kölluð „stássleg" af þeim sem sáu og pístóla; en auk þeirra skotvopna var að sjálfsögðu til á búinu veiðihólkur „með hulstri, pung og horni". Bókaskáp- ur kaupmanns gekk siður í augu: biblía sást þar engin, en Grallar- inn og postilla meistara Jóns, nokkuð af Hrappseyjarprenti, rit Lærdómslistafélags, hrafl danskra bóka og hitt og þetta sundurleitt. Styttra varð í stórbúskap Bjarnar Thorlaciuss á Laxamýri en til var horft. Fáum dögum eftir nýtt ár 1794 lá hann örendur, maður fimmtugur og ári betur, banamein hans var hastarleg taksótt, lungnabólga. Ekkjan stóð fyrir búrekstrinum áfram, þó ekki lengur en fram undir októberlok, hvarf þá til maka síns yfir landa- mærin, dáin úr „magnleysi". Skúli sonur þeirra var sigldur fyrir skömmu þegar föðurgarður hans breyttist í sorgarhús tvisvar á einu ári, „sendur í læri við gull- smiðs profession í Kaupmanna- höfn". Sem næst tveim vikum eftir fráfall Bjarna Thorlaciuss hóf sýslumaðurinn í Þingeyjarþingi að registrera dánarbú hans, fyrst á Laxamýri, síðan á Húsavík, í end- aðan aprílmánuð. I jörðum hafði Björn átt: Laxamýri og hjáleiguna Mýrarsel; Stórutungu í Bárðardal og hjáleiguna Svartárkot; í Tjör- neshreppi Saltvík og hjáleiguna Kaldbak: í Kelduneshreppi Vík- ingavatn og hjáleigurnar Sultir og Kílakot, ennfremur í sama hreppi Grásíðu og Ólafsgerði.* Hann átti hjá landsetum sínum 22 leigukú- gildi og hálfu betur. *ÓlafsRerði er ekki nefnt í heildarskrá skipta- Hftrninjrs yfir jarðeignir, en hlýtur að hafa fallið þar niður af misgá, því jörðin gekk til arfs. Þar hefur Bjðrn átt 3 kúgildi. Töluverður búfénaður kom til skipta eftir Björn kaupmann, væn hrúga af peningum í járnbundnu skríni (ríxort, krónur, spesíur o.fl.), en úti í Húsavíkurkaupstað stæðilegur bær, kallaður Krist- jánsbær, vatnsmylla timbursmíð- uð til kornmölunar, í góðu standi, og fjórir bátar: sexmannafar, fjögramannafar, skipsbátur og stór áttæringur, svo einhvers staðar sé gripið niður í góssinu. Allan þennan Laxamýrararf bar undir fjórar persónur: ekkju Bjarnar Thorlaciuss, dætur tvær og Skúla. Dæturnar hétu Anna Karen og Þóra. Anna Karen var gift norskum starfsmanni Húsa- víkurverzlunar, Nikulási Buch, „brennisteinsverks forstöðumanni og assistent" eins og það hét víst formlega, lærimeistara í skíða- íþróttum þar nyrðra með tilstyrk danskra stjórnvalda. Þóra giftist um mitt ár 1796 Birni Halldórs- syhi sem þá var djákn á Grenjað- arstað, en hélt seinna Eyjadalsá og svo Garð í Kelduhverfi; sonar- son þeirra var séra Björn Hall- dórsson sálmaskáld í Laufási. Arfshlutur Skúla varð samkvæmt logum helmingi gildari en hvorrar systurinnar, og fékk hann í jörð- um Grásíðu og ólafsgerði með landskuld og 5 kúgildum og hjá- leigurnar Kaldbak, Sultir og Kíla- kot með landskuld og 6Vi kúgildi, í tilbót búpening, gripi af góðmálmi og margt annað fémætt úr inn- búinu. Skiptaforvaltarinn lauk starfa sínum 20. september 1794. Ef til vill var haustskipið þá siglt, þann- ig að gullsmíðanemanum í Kaup- mannahöfn barst ekki þegar frétt um arftökuna. Það gilti einu, sag- an var ekki öll. Á miðri jólaföstu þetta ár tók sýslumaður „undir skiptaréttar aðgjörðir tilfallið sterbú sál. ekkjunnar Christianu Thorlacius" og lauk þeim útreikn- ingum i maímánuði næsteftir. Kom þá í eigu Skúla Laxamýrar- jörð hálf, en hina hálflenduna erfðu systur hans, hvor sinn fjórðapart.* í sömu eignarhlut- föllum skiptist á milli þeirra nýja timburstofan. Og enn rakaðist að Skúla mikið lausafé. Mýrarsel, Stóratunga og Svartárkot gengu á hinn bóginn til hálfbróður þeirra systkina, sammæðra. Hann hét Kristján Scheel og var utanlands, enginn vissi hvar á hnettinum. Síðast spurðu menn til hans í Kaupmannahöfn nokkru fyrr, þá kvaðst hann „sér uppihaldandi sem matrós á engelsku skipi". Arf- ur Kristjáns Scheel á eftir að koma til tals seinna í frásögunni. Hinar umfangsmiklu registra- sjónir og reikningskúnstir vegna dánarbúsins á Laxamýri voru samt ekki þar með á enda kljáðar. Fram kom skuld Hansteens Húsa- víkurkaupmanns við dánarbúið, á 6. hundrað ríkisdalir, svo sýslu- maður þurfti enn að ríða til Laxa- mýrar hinn 12. ágúst 1795 „til að gjöra endilega skiptaslutningu á sterbúi sál. kpm. Björns Thorlaci- us", og var þeirri skiptingu hagað svo sem ekkjan væri enn ofanjarð- ar og henni ætluð arfshlutdeild í skuldinni „til reglulegrar sund- urdeilingar á hennar eftirlátnum eignum milli hennar barna". Þeg- ar svo loks var upp staðið frá hinni „endilegu skiptaslutningu" *Það álit þingeyskra fræðimanna er rangt að Skúli hafí erft alla Laxamýri, sbr. Horfnir úr héraði (bls. 9) eftir Konráft Vilhjálmsson, skiptafrjörningar varðveittir í Þjóðskjalasafni taka af tvimæli um það. sýndu reikningsdálkar að Skúla Thorlaciusi hafði tæmzt föðurarf- ur og móðurarfur sem nam sam- tals — metinn til peninga — um 1.500 ríkisdölum í kúrantmynt. Þessi úrelta fjárhæð verður nokk- urn veginn skiljanleg ef haft er bak við eyrað, að Björn Thorlacius keypti árið 1792 Laxamýri og Mýr- arsel, Stórutungu og Svartárkot, alls 66 jarðarhundruð að fornu mati, á 600 ríkisdali krónumyntar; 102 skildingar voru í hverjum ríkisdal þeirrar myntar, en 96 í kúrantdal. Dvöl Skúla Thorlaciuss „í læri við gullsmiðs profession" ytra var tíðindalítil. Ætla mætti eftir bragðinu af orðum Gísla Kon- ráðssonar eitt sinn þegar hann nefnir Skúla: „sigldur og nam gullsmíð að kallað var", að farizt hafi undan fyrir honum að ljúka námi, en það var ekki; sumarið 1793 hóf hann iðnnám sitt og varð í aprílmánuði 1799 sveinn í gullsmíðum. Skúli kom út um 1800, en hefur siglt aftur, því seinna vitnaðist að hann lánaði manni f Höfn peninga árið 1802. Um svipað leyti er hans viðgetið í Húnavatnssýslu. Hann hefur sennilega verið í kaupferð- um á annarra vegum, en eins og brátt mun sagt lagði hann fé sitt í verzlun. Skúli kaupmannsson var nú í röð fjáðustu ungra herra- manna hér um slóðir og stefndi á annað en að setjast í arf sinn heima í Þingeyjarsýslu. Nær þess- um tíma lagðist á þokki í milli hans og Marsibilar Semingsdótt- ur. Það er ágizkun, en ekki ófyrir- synju, að Skúli hafi áður vitað hver hún var, hann unglingsstrák- ur í hefðarfamilíu, hún vinnukona á vist í Aðaldal. Marsibil þénust- aði á Sílalæk 1790—92, eins og fyrr sagði, og þaðan er skammt til Húsavíkur; að líkindum hélt hún sig þar nærsveitis missirin sem í hönd fóru, áður en hún réðst að Miðvík, en þá var Skúli kominn að Laxamýri. Hver veit nema hann hafi rennt til hennar augum í þá daga, og ekkert síður þótt með þeim væri nokkur aldursmunur. Eftir barnsburðinn á Hallandi 1796 hverfur Marsibil um hríð sjónum þeirra sem leita fólks í kirkjubókum, en Hjálmar sonur hennar fæddist upp á Neðri- Dálksstöðum við góðan aðbúnað. Marsibil stígur fram á sviðið að nýju 1801, ógift í vinnukonustandi á Hiimrum í Hrafnagilssókn og vistar sig þaðan að Hvammi innan sömu sóknar. Þá eiga heima stutt undan, í Akureyrarkaupstað, systkin hennar, Guðbjörg fyrr- nefnd og Semingur sem seinna bjó í Húnavatnsþingi. Árið 1802 kveður Marsibil Sem- ingsdóttir Norðurland eystra og heldur rakleitt vestur að Vindhæli á Skagaströnd, merkilegum bóndagarði í þann tíð. Fólk þaðan var búfast á Akureyri kringum aldamótin, eins og nánar mun verða sagt, og líkast til er þar upp- hafs að leita fyrir vistarráðum Marsibilar. Vestra komst hún brátt í kunnleika við Skúla Thor- lacius. Þau stigu í eina rekkju, en hjónavígsludagur þeirra finnst ekki skráður, þar sem kirkjubæk- ur á Skagaströnd eru glompóttar frá þeim árum. Enginn maður sem stakk niður penna um Marsibil Semingsdóttur lýsti því hversu hún var að ásýnd, og þar eiga þau Skúli óskilið mál, honum er hvergi lýst heldur. Hitt er óbein lýsing Marsibilar, að sigldur kaupmannsson og ríkur skyldi vilja hana, af lágum stigum og tvífalleraða, eins og steigurlæt- ið var þá meðal standspersóna út í almúgann. Þessi vinnukona var óskapvör og fákæn í sálmum og bænum, en hefur bætt það upp, haft eitthvað til að bera sem pilt- um hugnast ævinlega. Systurdótt- ir hennar, Guðný á Uppsölum sem átti Hjálmar skáld, var sögð „lítil vexti" en „fögur álitum". Sé að marka svo stór orð: fögur álitum, hefur Guðný erft kvenfegurð sína úr móðurætt alltaðeinu sem úr föðurætt, og því nær lýsing henn- ar að nokkru til Marsibilar Sem- ingsdóttur. Vorið 1803 . vék Marsibil frá Vindhæli fram að Hjaltabakka, þá prestssetri, og var þar samfellt þrjú næstkomandi ár. Hinn 30. nóvember 1804 eignuðust þau Skúli dóttur á Hjaltabakka og skírðu hana Kristjönu Lovísu. Sóknarmannatöl prestakallsins vantar frá þessum tíma, en Marsi- bil og Skúli hafa sennilega verið húsmennskufólk, þótt sýsluyfir- valdið skrái ekki Skúla nafn í manntalsbækur meðal þeirra sem gjalda tíund. aö Hótel Sögu sunnudaginn 12. desember kl. 8.30. Klausturhólar Jólasveinar í stor vandræóum Nú er algjört neyöarástand á fjöllum, vegna gífurlegrar snjókomu. Jólasveinamir eru í stórvandræöum af því að allir hreindýrasleöarnir eru fastir í snjónum meö allar jólagjafirnar handa börnunum og þaö eru bara 20 dagar til jóla, en jólasveinarnir hafa tekiö eftir því aö SUBARU-bílar komast alltaf áfram í snjónum, af því að þeir hafa drif á öílum hjólum og líka hátt og lágt drif. Þessvegna sendu jólasveinarnir þrjá jólasveina til byggöa, þá Stúf, Askasleiki og Skyrgám, til aö ná í SUBARU-bíla til aö bjarga ástandinu á fjöllunum.svo að engin börn fari í jólaköttinn. Þeir Stúfur, Askasleikir og Skyrgámur skoðuðu SUBARU-bílana rækilega og þeir voru svo ánægðir að þeir ákváöu aö fresta svolítiö för sinni til baka með SUBARU-bílana, til aö geta skemmt börnum og fullorönum á STÓREFLIS SUBARU-JÓLAHÁTÍÐ í DAG SUNNUDAG KL. 3 INGVAR HELGASON SÝNINGARSALI RINN /RAUDAGERÐJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.