Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982 87 VEGI Hefur rótað^fyrir Sinfóníu- hljómsveit íslands í 22 ár Halda menn aö það séu bara rótarar í poppbransanum? Þá skjátlast þeim einfaldlega. Maður er nefndur Gunnar Þjóðólfsson, og hann hefur í 22 ár rótað græjum fyrir stærsta band landsins, Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Hann er nú reyndar titlaður umsjónarmaöur en ekki rótari, en sjálfur segist hann kunna betur við að kalla sig rótara. „Orðið „rótari" lýsir starfinu mjög vel. Maður er að róta hljóðfærum til og frá: upp á svið og út af sviði, upp í bíl, út úr bíl. Þetta er ekkert annað en rakið rót.“ Ertu orðin rótgróinn í starf- inu, nú ertu búinn að starfa við þetta í 22 ár? „Já, það kemur varla mikið rót á mann héðan af. Enda kann ég prýðilega við starfið. Hljóðfæra- leikarar eru mikið sómafólk upp til hópa og það er gaman að vinna í félagi við þá.“ Leikurðu sjálfur á hljóðfæri? „Nei, það geri ég ekki. Það var fyrir tóma tilviljun að ég byrjaði á þessu starfi á sínum tíma. Ég var húsvörður í Háskólabíói þeg- ar hljómsveitin var að koma sér fyrir í húsinu. Og það gekk allt á afturfótunum fyrstu dagana og þá þurfti ég auðvitað að blanda mér í málin. Þessi afskiptasemi mín þróaðist svo út í það að ég tók að mér umsjón með hljóð- færunum, að stilla þeim upp og taka saman o.s.frv. Það má segja að ég hafi orðið innlyksa hér i Gunnar Þjóðólfsson á útopnu við að taka saman eftir tónleika. Háskólabíói." Hvernig er venjulegur starfs- dagur hjá þér? Geturðu lýst dæmigerðum degi í lífi rótara sinfóníuhljómsveitar? Fyrsta verkið er að stilla upp hljóðfærunum og nótnastöndur- um fyrir æfingu dagsins. Það gerum við Jón Sigurðsson, fyrr- verandi hornleikari með hljóm- sveitinni. Hann hefur verið í þessu með mér undanfarin ár og meira eftir að hann hætti að spila með hljómsveitinni í vor fyrir aldurs sakir. Síðan laga ég kaffi ofan í mannskapinn, enda er ég röskur í eldhúsinu. Seinna um daginn tökum við svo saman. En þetta eru nú bara föstu lið- irnir. Sinfóníuhljómsveitin, eða hljóðfæraleikarar úr henni, halda talsvert af tónleikum úti um land og eins víða á höfuð- borgarsvæðinu, og þá flutninga sjáum við um. Þessa dagana eru t.d. hljómsveitarmeðlimir mikið að spila á spítölum höfuðborgar- innar. Svo sé ég um hljóðfæra- flutninga í Þjóðleikhúsið og ís- lensku óperuna, enda er þetta meira og minna sama fólkið sem spilar á þessum stöðum og í Há- skólabíói. Nú, og svo hafa málið þróast þannig að ef einhver þarf að flytja hljóðfæri, þá er maður kallaður til. Svo það er nóg að gera í þessu starfi." Er þetta ekki hörku púl? „Það getur verið það. Við þurf- um að vísu ekki að flytja þunga magnara og önnur rafmagns- tæki, eins og rótarar poppara. En þau eru býsna þung sum hljóðfærin sem notuð eru í sin- fóníuhljómsveit. Það eru t.d. kontrabassarnir, pákurnar og harpan, svo ekki sé talað um píanó og flygla, sem við þurfum oft að flytja. En við Jón erum svo sterkir að við kippum okkur ekkert upp við að þurfa að taka á annað slagið." Morgunblaðiö/KOE Ræninginn handarlausi LAS VEGAS er draumahorg fjárhættuspilarans. þar geta menn freistað gæf- unnar á allan mögulegan máta. Ein leiðin er sú að troöa peningi í þar til gerða vél og heilsa henni síðan með handabandi. Hún tekur kveðjunni með því að hringsnúa í sér innvolsinu nokkra stund. Oftast lætur hún það duga, en einstaka sinnum gengur hún lengra og ælir klinki í skál sem fest er utan á hana — oft með miklum harmkvælum. Þessi vél er einhenti ræninginn, sem milljónir manna standa við daglega, bæði í Vegas og víðar. Á íslandi hefur einhenti ræning- inn ekki rutt sér svo mjög til rúms, en það ber þeim mun meira á frænda hans einum, handarlausum algerlega. Það eru spilakassar Rauða kross Islands, sem nú er að finna nánast í hverri sjoppu. Sennilega hafa flestir íslend- ingar einhvern tíma lætt krónu í slíkan kassa. Margir einungis til að styrkja gott málefni, sumir til að skemmta sér um leið og þeir styrkja Rauða krossinn, einhverjir kannski í gróðavon, og svo enn aðr- ir af eintómri spilafíkn. Herramennirnir tveir á með- fylgjandi mynd voru að spila á kassa í Umferðarmiðstöðinni, þeg- ar blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins svifu á þá og heimtuðu mynd og skýr svör. Þeir tóku vel í það. Það er Daniel Kristinsson sem er að tína upp aukavinning, glaðbeittur á svip, en Vilmundur Þórarinsson er að setja krónupening í raufina. Þeir hafa báðir mikið dálæti á spilakössun- um, og Vilmundur sagðist oft eyða klukkutíma á dag við kassann. Daniel sagðist láta tuttugu mínút- ur duga. En hvað finnst þeim svona skemmtilegt við þetta? „Það er spennan. Biðin á meðan hjólið snýst. Og hringlið í krónun- um lætur vel í eyrum þegar þær detta, tvær og tvær í einu í skál- ina,“ var samdóma álit þeirra. Er hægt að græða? „Nei, ekki þegar á heildina er lit- ið. Og oftast tapar maður, kannski einum of oft. En málefnið er gott svo tapið verður ekki sárt.“ Islensk kvikmyndagerð á undir högg að sækja Þarna eru þeir Marteinn Sigurgeirsson, formaður stjórnar SÁK (til vinstri), og Sveinn Andrés Sveinsson, „gamall refur úr stjórninni", að búa sig undir að sýna kvikmynd tekna á 8 mm filmu. Kvikmyndagerð á íslandi hefur átt erfítt uppdráttar eins og menn vita. Og ástæöan hefur lengi legið á glámbekk: blankheit. Það er dýrt fyrirta ki að gera kvikmynd og erfitt að láta slíkt standa undir sér í fámenninu hér. Þó hefur eitthvað rofað til síðustu árin. fslensk kvik- myndafyrirtæki eru orðin að veru- leika, og íslenskar kvikmyndir ekki lengur sjaldgæfari en geirfuglinn. Þetta er þó enginn gróðavegur og fátækir áhugamenn stunda iðju sína oft af miklum vanefnum. Árið 1978 voru stofnuð samtök áhugamanna um kvikmyndagerð, eða SÁK, eins og samtökin eru skammstöfuð, og voru stofnendur vel á annað hundrað manns. Meg- inmarkmið þessara samtaka er að efla kvikmyndagerð á íslandi með ýmsum ráðum. Marteinn Sigur- geirsson heitir núverandi formað- ur stjórnar SÁK. Við tókum Martein tali og báðum hann fyrst að gera nokkra grein fyrir megin- inntakinu í starfsemi SÁK. „Það eru vissir fastir punktar í starfseminni. Fyrst er kannski að nefna að í febrúar ár hvert halda samtökin í kvikmyndahátíð þar sem öllum kvikmyndaáhuga- mönnum er gefinn kostur á að koma myndum sínum á framfæri. Eru bestu myndirnar síðan send- ar á kvikmyndahátíðir erlendis. Auk þess sýnum við auðvitað er- lendar verðlaunamyndir hér á landi. Þá gefa samtökin út SÁK-blað- ið, sem kemur út á tveggja mán- aða fresti. Er í þvi riti fjallað um starfsemi samtakanna og birtar greinar um eitt og annað er varð- ar kvikmyndagerð. Það er mikið um námskeið og kynningarfundi í starfi samtak- anna, og hafa margir þekktir kikmyndagerðarmenn leiðbeint á námskeiðum. Loks er að geta þess að samtök- in beita sér mjög fyrir ýmsum hagsmunamálum kvikmynda- áhugamanna, eins og t.d. tolla- málum. En hinir háu tollar og álögur sejn lagðar eru á tæki og hráefni til kvikmyndagerðar gera áhugamönnum hérlendis mjög erfitt um vik. Og það er einmitt eitt af meginverkefnum SÁK í vetur að reyna að ráða bót á þessu." Hvernig er annars vetrarstarf- seminni háttað hjá ykkur núna? „Fyrsta námskeiðið sem við vorum með í haust var svolítið frábrugðið því sem við höfum áð- ur verið með. Það var farið í und- irstöðu myndbandsgerðar, ísfilm heimsótt og fylgst með vinnu- brögðum atvinnumanna. Þetta var í október. Síðan vorum við með hefðbundið námskeið í nóv- ember, þar sem tekin voru fyrir helstu undirstöðuatriði kvik- myndagerðar, auk þess sem skoð- aðar voru kvikmyndir eftir áhugamenn. Og í janúar, sunnudaginn 16. nánar tiltekið, verða sýndar í Norræna húsinu erlendar verð- launamyndir. Við vonumst til að aðsókn verði góð, eins og var í fyrravetur á sams konar sýningu. Dagana 19.—20. febrúar verður svo kvikmyndahátíð samtakanna. Síðan erum við með kynningar í skólum, en þar er einmitt mikill áhugi fyrir kvikmyndagerð.“ Hafiði samband við kvik- myndaáhugafólk í öðrum lönd- um? „Já. Það er kvikmyndahátíð á vegum áhugamanna um kvik- myndir á Norðurlöndum einu sinni á ári, og heitir hún Nordisk Smalfilm. Þá eru sýndar bestu myndirnar frá hverju landi og bestu myndunum veitt verðlaun. Það er reyndar komið að okkur íslendingum að halda hátíðina núna, en hún mun fara fram á Laugarvatni dagana 21,—24. júlí. Við búumst við mikilli þátttöku og munum reyna að undirbúa okkur sem best undir þessa há- tíð.“ Hvernig er íslensk kvikmynda- gerð í samanburði við kvikmynda- gerð á hinum Norðurlöndunum? „íslenskar kvikmyndir hafa hlotið verðlaun á þessari hátíð. En við stöndum mikið verr að vígi en frændur okkar á hinum Norð- urlöndunum, þar sem fram- leiðslukostnaður er talsvert meiri hér. Bæði þess vegna og eins vegna fámennisins eigum við ekki nærri því eins mikið af frambæri- legum kvikmyndum. íslensk kvik- myndagerð á undir högg að sækja. Svo virðist sem áhuginn sé einna mestur í Svíþjóð og Finnl- andi enda eru yfirleitt sænskar og finnskar myndir í verðlaunasæt- um á kvikmyndahátíðum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.