Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 44
92 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982 uri» þ«'nct. \J\ltu hana erwþd ?" ást er... ... að klóra henni á bakinu. TM Rn. U.S. Plt W» -t» rtgMs rtatrwd • 1»1 Los Angatas Ttnm Syndfcato Já, maðurinn minn er í tóm- stundaherberginu sínu! Og hvað um hornsófann, sem þú erfðir eftir hana ömmusyst- ur þína, hvar á hann að vera? Ttt. gETRI ADTZKO- " &ARHHELT LO<!" HkógaskóiL „Er ekki öll aðstaða fyrir hendi í héraðsskóhinum sem þarf til rekstur.s elliheimibs; gott pláss, hentag herbergjaskipan, gundlaugar og hvers kyns aðstaða önnur? Nýtt hlutverk fyrir héraðsskólana? 2734—1527 skrifar: „Velvakandi. Undanfarið hefur verið mikil umræða um elli- og hjúkrunarmál á Suðurlandi, sem eru þar í megn- asta ólestri, vægast sagt. Spyrja má, hvort þarna sé ekki fundið nýtt hlutverk fyrir héraðsskólana, sem standa nánast tómir og ákaf- lega illa nýttir, og sumir nýttir held ég bara til að nýta starf sfólk- ið. Er þarna ekki verðugt verkefni fyrir þessar stofnanir með nýjum grunnskólalögum? Áður var það þannig, að krakk- arnir fóru eftir fullnaðarpróf í 1., 2. og 3. bekk í gagnfræðaskóla. Nú er það búið. Er ekki öll aðstaða fyrir hendi í héraðsskólunum, sem þarf til reksturs elliheimilis; gott pláss, hentug herbergi, sundlaug- ar og hvers kyns aðstaða önnur? í þessu sambandi koma mér t.d. í hug Skógaskóli, sem er eign Rang- árvalla- og Vestur-Skaftafells- sýslu, og Húsmæðraskólinn á Laugarvatni. Mér er kunnugt um, að Skógaskóli er mjög illa nýttur, og þætti mér þess vegna fróðlegt ef Sunnlendingar létu í sér heyra um þessa hugmynd." EIIi- og hjúkrunarmál óvíða verr á vegi stödd en á Suöurlandi V.A. skrifar: „Velvakandi. Talsverð umræða hefur farið fram nú á ári aldraðra um skort á húsnæði og aðstöðu fyrir elli- og hjúkrunarheimili. Á þetta ekki síst við úti á landi og er skemmst að minnast sjónvarpsfréttar um þessi mál á Suðurlandi, en óvíða munu þau verr á vegi stodd en þar. Fólk af Suðurlandi er sent á sjúkrahús Vestmannaeyja. Þetta fólk, aldrað og sjúkt, er rifið úr umhverfi sínu og sent út í Eyjar, þar sem það á engan nákominn ættingja. Það fær ekki heimsóknir Ekki ætlað að vera skemmtiefni Eyja Þorleifsdóttir skrifar: „Kæri Velvakandi. Mig langar að svara í fáum orðum V.J. sem fjallaði um af- mælis- og minningargreinar í þætti þínum 11. þ.m., undir yfir- skriftinni „Hálfgerð plága". Mér er efst í huga að nefna minningargreinarnar, af því að þar fannst mér V.J. taka á við- kvæmu máli. Af hverju er vesal- ings maðurinn að leggja það á sig að lesa þessar greinar, fyrst þær fara svo mjög fyrir brjóstið á honum? Mér finnst það aumk- unarvert að geta ekki skilið að það er e.t.v. einhver huggun fyrir ættingja að skrifa um sína nánustu. Og þá er oft minnst á ýmis atvik í lífi beggja. Hverjir skrifa um ættingja sína kemur þessu fólki, V.J. og Leifi Sveinssyni ekkert við. Minningargreinum er ekki ætl- að að vera skemmtiefni fyrir al- menning. Hvernig viðkomandi greinarhöfundur orðar sín eftir- mæli á ekki að þurfa að verða hneýkslunarefni eins né neins. Það þarf ekki annað en að sleppa því að lesa þessa „tilfinn- ingavellu", eins og V.J. orðar það." þeirra, sem það vill sjá og þarf mest á að halda undir svona kringumstæðum. Ætla mætti þó aö hálfur bati þessa fólks væri hóflegar heimsóknir og góður hug- ur ástvina. En neyðin í vistunar- málum þess er það mikil, að engin önnur leið virðist fær til og skiln- ingur þeirra sem með þessi mál fara á Suðurlandi er ekki meiri. Nú virðist vera kominn upp annar vandi á Suðurlandi og víðar, en það eru héraðsskólarnir, sem virðist vera að daga uppi eins og nátttröll. Skólamenn vilja halda fast við það að nýta þetta skóla- húsnæði undir einhverskonar skólarekstur og er ekkert við því að segja. Það er hver sjálfum sér næstur. Eg vil benda á lausn beggja þessara vandamála, en hún er að taka skólahúsnæði héraðsskól- anna, a.m.k. þeirra sem er að daga uppi í skólakerfinu, og nota fyrir elli- og hjúkrunarheimili, annað hvort að hluta til, þar sem það hentar, eða alveg. Þessari hugmynd er hér með komið á framfæri, ef einhver sá ráðamaður er til, sem vill kynna sér þessi mál og vekja umræður um þau á réttum stöðum." „Hvernig væri nú að IJikjargatan yrði gerð að bílastæði fyrir MR?" Bráðsnjöll hugmynd? Ólafur Jósefsson skrifar: „Velvakandi. Alveg eru verslingar nú merki- legur þjóðflokkur. Nú heimta þeir einkabílastæði allt í kringum skól- ann. Ég vil taka undir hugmyndir Magnúsar H. Skarphéðinssonar frá 1. des. Er ekki nógu gott fyrir þá að taka strætó, hjóla eða ein- faldlega labba? Nei, líklega ekki. Þessir „fá- tæku" verslingar leggja sig ekki svo lágt að fara í skólann öðruvísi en á bíl og verða að fá betri að- stöðu en aðrir. Líklega þætti þeim sjálfsagt að MR-ingar, sem hafa örfá bilastæði til afnota (milli 10 og 20 fyrir rúmlega 800 manna skóla), heimtuðu einnig bílastæði. Hvernig væri nú að Lækjargatan yrði gerð að bílastæði fyrir MR? Það eina sem þyrfti að gera vaeri að opna Austurstræti aftur fyrir bílaumferð og þar með væru öll vandamál leyst. Ekki satt? Nú ef einhver stæði yrðu afgangs gætu almennir borgarar ef til vill fengið afnot af þeim, en að sjálfsögðu þyrftu þeir að borga í stöðumæla. Er þetta ekki bráðsnjöll hug- mynd, sem hrinda ætti í fram- kvæmd sem fyrst? A.m.k. er hún ekki síðri en tillaga verslinganna."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.