Morgunblaðið - 28.12.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1982
13
Sýslumannafélagið
kýs 3 heiðursfélaga
ÞANN 24. nóvember sl. hélt
Sýslumannafélag íslands aðal-
fund sinn í Reykjavík og segir í
frétt frá félaginu, að fundinn hafi
sótt allir félagsmenn utan einn
sem dvaldi erlendis.
A fundinum voru kjörnir í
fyrsta sinn heiðursfélagar. Hér
er um að ræða þrjá sýslumenn,
sem látið hafa af störfum eftir
40—45 ára feril á þeim vett-
vangi. Þeir eru: Páll Hallgríms-
son sýslumaður á Selfossi, Björn
Fr. Björnsson sýslumaður á
Hvolsvelli og Jóhann Salberg
Guðmundsson sýslumaður á
Sauðárkróki.
Stjórn félagsins var öll endur-
kjörin, en hana skipa: Friðjón
Guðröðarson sýslumaður á
Höfn, formaður, Böðvar Braga-
son sýslumaður á Hvolsvelli,
Pétur Þorsteinsson sýslumaður í
Búðardal, Kristján Torfason
bæjarfógeti í Vestamannaeyjum
og Jón Eysteinsson bæjarfógeti
í Keflavík.
Frá aðalfundi Sýslumannafélags íslands 1982. Formaðurinn, Friðjón Guðröðarson, er fyrir miðju í fremstu röð.
Vegna sérstakra samninga við MAZDA verksmiðjurnar
getum við nú boðið takmarkað magn af MAZDA bílum
á hreint ótrúlegu verði:
t
MAZDA 929 SuperDeLuxe
verð áður kr.-208rS0CT VERÐ NÚ kr. 177.700
MAZDA 323 1300 DeLuxe 3 dyra
verð áður kr.J^eötT VERÐ NÚ kr. 151.200
Notið þetta einstaka tækifæri og tryggið ykkur bíl strax
meðan þetta lága verð helst, því aðeins er um takmarkaðan
fjölda af bílum að ræða.
(Gengisskr. 21.12. 1982)
BÍLABORG HF
Smiöshöföa 23 sími 812 99