Morgunblaðið - 28.12.1982, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 28.12.1982, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1982 17 Enn um Gilitrutt — eftir Gunnar Stefánsson Ekki óraði mig fyrir að ég þyrfti í annað sinn að biðja Morgunblað- ið fyrir línur vegna ummæla Sig- urðar Hauks Guðjónssonar um út- gáfu Iðunnar á Gilitrutt. Sigurður Haukur hélt því fram í ritdómi að forlagið hefði misfarið með texta sögunnar. Þetta leiðrétti ég í stuttri athugasemd og benti á að textinn væri tekinn úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar, en sá texti hefur að sjálfsögðu ævinlega verið notaður við endurprentun sögunn- ar, enda hinn upphaflegi texti sög- unnar eins og við þekkjum hana. Datt mér ekki í hug annað en með athugasemd minni væri þessum misskilningi eytt. En það er eitthvað annað. Sig- urður Haukur sendir mér kveðju í Morgunblaðinu 21. des. Mælir hann þar af nokkrum þjósti, bregður mér um vísvitandi skiln- Hæstiréttur: Kaupmenn greiði ekki aðstöðugjald af mjólk HÆSTIRÉTTUR hefur úrskurðað, að matvöruverslanir þurfi ekki að greiða aðstöðugjald af mjólk og mjólkurafurðum og þar með staðfest dóm undirréttar. Gjaldheimtan krafðist þess, að matvöruverzlanir greiddu aðstöðugjald af sölu mjólk- urvöru eftir að einkaleyfi Mjólkur- samsölunnar á smásölu mjólkurvöru var afnumið með lögum nr. 68/1976. Gjaldheimtan höfðaði mál gegn verzluninni Árbæjarkjöri sem prófmál. Þess má geta að Mjólkursamsal- an í Reykjavík var ekki talin að- stöðugjaldsskyld vegna sölu mjólkurafurða og féll m.a. hæsta- réttardómur um það á sínum tíma. Hæstiréttur byggir niður- stöðu sína m.a. á því, að löggjafinn hafi ekki ætlast til, að verð á mjólk og mjólkurafurðum hækk- aði með breyttum söluháttum. 'K- ÍSLENZKAR .BÆKUR __________________________ ** Sív»«t’»r i'ífti afceoDtDts SlíUDtyueose SorNónþfft iHonunga ®aqor. Síre HISTORI& REGUM SEPTENTRIONAUUM, SNORRONÍ STURLON/'DS, Kau femls íjwnquí, (Mtno (crmo*c maquo Contcripce, Qm* E* MWcr^cu Gxk-iui cskk. Vetúonc gtmtoa, noaíiftt brartatbm. toákt i'oMco vfí k<nam. (pm-im mtmk, niujinvit jOHANNj PERLNGSWÖLD. __________STQCKHOLMIR_________ Bókaskrá Bókaskemm- unnar komin út ÚT KR KOMIN bókaskrá Boka skemmunnar við Langholtsveg, þar sem kynntar eru íslenskar og er- lendar bækur sem til sölu eru hjá versluninni. Mikið er af ritum um íslensk og norræn fræði í skránni, og er í mörgum tilvikum um fágætar bækur að ræða. Þá er í skránni að finna mörg rit um lögfræðileg efni, þar eru á skrá verk Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, einnig ferðabækur og íslandslýs- ingar og margt fleira. Bókaskemman á Langholtsvegi í Reykjavík er opin frá klukkan 16 til 18 virka daga. ingsleysi og nefnir hina hógvær- lega orðuðu athugasemd mína að lokum „órökstuddar dylgjur". Mér verður á að spyrja eins og skáld- inu: Hvaða læti eru þetta? — Því miður reynist svo að í sinni nýju grein opinberar ritdómarinn furðumikla vanþekkingu á ís- lensku máli, og er leitt til þess að vita um opinberan matsmann barnabóka á vegum stærsta blaðs þjóðarinnar. Tvær setningar tók Sigurður Haukur úr texta sögunnar til marks um bjagað málfar hennar og í seinni athugasemdinni skýrir hann hvað það var sem honum þótti málleysa. Sú fyrri er svo: „Þar var sauðganga góð, sem hann var, og átti bóndi margt fé.“ Hvað skyldi nú vera athugavert við þetta? Jú, ritdómari spyr hvort ég haldi að bóndi hafi verið svo grasi- gróinn að búsmala hafi verið á hann beitt! Bágt er að sjá reyndan ritdómara beita svo auvirðilegum útúrsnúningi sem ekki er einu sinni hægt að brosa að. Það er raunar unnt að snúa út úr ýmsu ef menn vilja. Hitt er verra að rit- dómari áttar sig ekki á mismun nafnorðanna fé og barn. Að tala um margt fé finnst honum jafn- gilda því að sagt sé: átti margt börn. Fé er safnheiti, eintöluorð með fleirtölumerkingu, líkt og orðið fólk. Samkvæmt kenningu ritdómara má þá ekki tala um margt fólk, heldur yrði að segja margt fólks. (sbr. margt barna, sem hann telur hliðstætt). Þetta sér hver maður að er fjarri lagi. Síðari tilvitnunin er: „að hún slapp frá óvætti þessum." Um það segir ritdómari: „Óvættur er kvenkyns og fornafnið því rangt." Ekki hefði nú þurft að leita lengra en í orðabók Menningarsjóðs til að sjá að þetta orð er til bæði í karl- kyni og kvenkyni. „Vakti fornan vætt í hverjum runni", kvað Kon- ráð um Jónas. En kannski full- nægir málfar Konráðs ekki nú- tímakröfum fremur en málfar Jóns Árnasonar og samverka- manns hans í upphafi, Magnúsar Grímssonar, en frá honum er sag- an komin. Það er hvimleitt að þurfa að standa í deilum við ritdómara um svona efni. Það er skoðun fyrir sig að íslenskar þjóðsögur beri að endursegja fyrir börn eða breyta þeim í átt til hversdagslegs nútímamáls. Þeirri skoðun er ég andvígur. Nær væri að láta útgáf- um handa börnum fylgja orðskýr- ingar eftir því sem þurfa þykir, en um Gilitrutt er þess að vísu ekki þörf. Það skal viðurkennt að for- lagið hefði átt að láta þess getið í útgáfunni á Gilitrutt hvaðan texti sögunnar er. Hins vegar merkja orð mín um að hér sé fylgt „frum- gerð sögunnar" auðvitað ekki að ég telji Jón Árnason hafa samið hana, en öðruvísi telur Sigurður Haukur sig ekki geta skilið þau. En þessi orð eru til komin vegna þess að ritdómari sagði að Gili- trutt „hefði oft verið sögð á ís- lensku, og það af íþrótt". Þau um- mæli hlutu að merkja að ritdóm- ari þekkti margar gerðir (endur- sagnir) sögunnar. Það geri ég ekki, enda tel ég rétt að halda sig við frumgerðina, hvað sem öðru líður. Islenskar þjóðsögur eru meðal dýrustu menningarverðmæta þjóðarinnar. Þær hafa islensk börn drukkið í sig kynslóð eftir kynslóð og lært af þeim móðurmál sitt, auk annars. Auðvitað er sumt í þessum sögum eins og öðrum gömlum bókmenntum, með öðru orðalagi og málblæ en nú myndi haft um hönd í dagsins önn. En það er einmitt auðlegð og fjöl- breytni tungunnar eins og hún birtist í sögunum sem íslensk börn hafa gott af að kynnast. Það gerir ekkert til þótt þau rekist þar á málfar og orðmyndir sem eru eitthvað frábrugðin því sem gerist á sérhönnuðum lesbókum skól- anna. Hins vegar er ýmislegt ann- að lesmál sem börnum stendur til boða með þess konar málfari og framsetningu að full ástæða er fyrir gagnrýnendur að beina að því spjótum sínum. Ég vona að Sigurður Haukur láti ekki sitt eft- >r liggja í þeim efnum, þótt svona slysalega hafi tekist til í málvönd- un hans að þessu sinni. 22. desember 1982. Veistu hvaða vinninq er hæqt að fá á eitt einasta númer ? HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLAINDS HEFUR VINNINGINhl

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.