Morgunblaðið - 28.12.1982, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1982
19
Um orðabæk-
ur og askraka
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Gardar heitir árbók íslendinga-
félagsins í Lundi og Málmey. Ég
hef áður getið hennar hér í blað-
inu. Síðastliðið haust kom út 13.
árgangur. Efnið er allt helgað ís-
lenskum fræðum að vanda. Að
vanda, segi ég, og það stendur líka
heima með einni undantekningu:
færeysk fræði hafa stundum verið
með í ritinu, og þykir mér það vel
hæfa. Við erum svo nátengdir
Færeyingum að við lítum ekki á
þá eins og útlendinga.
Gösta Holm heitir einn þeirra
miklu málfræðinga, Svíanna.
Hann varð sextugur fyrir nokkr-
um árum. Þá gáfu landar hans út
afmælisrit, eitt hið mesta sem ég
hef séð slíkrar gerðar. Meðal höf-
unda í ritinu voru íslenskir mál-
vísindamenn, og ein ritgerðin að
minnsta kosti var rituð á ís-
lensku. Þessi árbók hefst á fáein-
Lars Svensson
um minningarorðum sem Gösta
Holm ritar um Kristján Eldjárn.
En þar að auki ritar Gösta Holm
hér langan og ítarlegan þátt til að
kynna nýja sænsk-íslenska orða-
bók. Auk þess að kynna orðabók-
ina lýsir hann prýðilega vanda
þeim sem orðabókarhöfundar eiga
einatt við að glíma. Tungumálin
eru nefnilega ekki svo úr garði
gerð að eitt orð samsvari ævin-
lega öðru í erlendu tungumáli. Því
orðin hafa ekki einungis merking,
heldur einnig blæbrigði. Lítill
blæmunur gerir þýðingar stund-
um erfiðar og árangurinn vafa-
saman. Þó verður að þýða allt —
einhvern veginn! Sá munur, sem
er á tungumálum, stafar ekki að-
eins af breytingum sem verða á
beyginga- og hljóðkerfi heldur
einnig af mismunandi lífsháttum
í hverju landi. Dæmi má taka af
hermálum. Svíar hafa öldum
saman verið herveldi, og stundum
verulega öflugir sem slíkir. Mál-
far, sem lýtur að hermennsku, er
þeim því kunnuglegt. En fyrir
okkar eyrum hljómar það alltaf
nokkuð framandlega.
Og fleiri orðabækur eru hér á
dagskrá. Jón Aðalsteinn Jónsson
gerir í stuttu en gagnorðu máli
grein fyrir starfi því sem hér er
unnið við Orðabók Háskólans sem
svo er jafnan kölluð. Hann upp-
lýsir að snemma á fimmta ára-
tugnum hafi Háskólinn ákveðið
að setja saman íslenska orðabók,
og þá að sjálfsögðu með ríkis-
stuðningi. Seint á sama áratug
var svo hafist handa við orðabók-
ina. Höfundur gerir grein fyrir
verkinu, orðasöfnun og fleira, en
segir að nokkur tími muni líða áð-
ur en fyrsta bindi ritsins muni sjá
dagsins ljós.
Kristinn Jóhannesson ritar
þátt sem hann nefnir »Röt-
mánadskungen«, en þar mun átt
við Jörund hundadagakonung.
Jörundur sá, öðru nafni Jörgen
Jörgensen, hefur hlotið svo mikla
frægð í íslendingasögunni að
hann má vel við una ef hann er —
þaðan sem hann horfir nú — í
aðstöðu til að fylgjast með málum
hérna megin grafar.
Ritgerð er hér eftir Evert Sal-
berger er nefnist Askraka. Það er
orð í Egils sögu sem höfundur er
að velta fyrir sér en þar stendur á
einum stað: «... bjórskinn öll og
safala og askraka ... « Höfundur
leiðir að því rök að skepna sú, sem
verið er að tala um, sé íkorni. Sé
orðið í Eglu samsett af orðunum
askur og rakki (askur er tré sem
oft kemur fyrir í fornum líking-
um). Askraki stendur því fyrir
askrakki — það er rakki sem leit-
ar upp í tré. Ekki þykir mér skýr-
ing þessi ótrúlegri en hver önnur.
Minna má á orðið melrakki sem
hver maður kannast við.
Að lokum er svo stuttur þáttur
eftir Staffan Hellberg þar sem
hann rökræðir hvers vegna orðið
víking hefur í norrænu hlotið
merkinguna rán, eða herferð.
Nokkrar bókaumsagnir eru í
þessari árbók eins og venjulega,
einnig höfundatal. Ritstjóri er
Lars Svensson en hann er dócent í
norrænum málum við Lundar-
háskóla og hefur mikið og lengi
komið við sögu þessa rits.
Ekki ætla ég að tíunda það hér
hvað við eigum þeim að þakka
sem settu saman og létu eftir sig
íslenskar fornbókmenntir, —
nema eitt! Þeirra mikla framlag
stendur nú að verulegu leyti undir
menningartengslum okkar við
Svía og aðra frændur á Norður-
löndum. Það er ekki vegna áhuga
á íslandi nútímans að nokkur
hundruð Svía eru vel læsir á ís-
lensku, heldur öðru fremur vegna
fornbókmenntanna. En vitanlega
gagnast sá áhugi einnig íslensk-
um nútímabókmenntum. Sá sem
verður vel læs á Njálu getur eins
farið að glugga í íslenska nútíma-
höfunda. Og þannig hafa íslensk-
ar bókmenntir einmitt fengið
marga kynningu annars staðar á
Norðurlöndum — sem nokkurs
konar framhald íslenskra forn-
bókmennta sem þar eru í háveg-
um hafðar.
Gákm daginn!
Reykjavík:
Snorrabraut 60
Volvosalurinn, Suðurlandsbraut
Fordhúsið, Skeifunni
Alaska, Breiðholti
Seglagerðin Ægir, Grandagarði
Kópavogur:
Sparisjóður, Kópavogs
Toyota, Nýbýlavegi 8
Skátaheimilinu, Borgarholtsbraut 7
Garðabær:
Garðaskóli
Akureyri:
Alþýðuhúsið
Söluskúr við Hrísalund
Söluskúr við Hagkaup
Bílskúr við Sunnuhlíð
ísafjörður:
Skátaheimilinu, (safirði
Aðaldalur:
Hveragerði:
í hjálparsveitahúsnæðinu
Hveragerði
Njarðvík:
við Samkaup
Kaupfélagshúsið, Njarðvík
Fljótsdalshérað:
Verslun Kjartans Ingvarssonar
Hjálparsveit skáta, Aðaldal
Vestmannaeyjar:
Blönduós:
Björgunarstöð v/Efstubraut
Drífandahúsið
Hótel Lundinn
Flugeldar - blys - gos - sólir - stjörnuljós
SKIPARAKETTUR - SKIPABLYS - TIVOLÍBOMBUR
OG INNIBOMBUR MEÐ LEIKFÖNGUM OG SPÁDÓMUM
FLUGELDAMARKAÐIR
HJÁLPARSVEITA SKÁTA
LITMYNDIR SAMDÆGURS!
Filman inn fyrir kl. 11 — Myndirnar tilbúnar kl. 17.
Nýjung: „Superstærð“ 10x15 cm
IUÓSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F.I
LAUGAVEG1178
REYKJAVIK
SIMI85811
GetBBpmssonl