Morgunblaðið - 28.12.1982, Qupperneq 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1982
j,£.g Vcit cÁ þú Ótt cxPmatL'i bróÁum, en
h\jqÍ> get 'eg keypt har\ola komu
servy cx dílt ?"
ást er ...
TM R«q U.S Pat. Off.—all riQhts reserved
•1982 Los Angetes Times Syndicate
... að gera það sem
hækkar blóðþrýsting
hans.
Dokaöu aðeins við, forstjórinn er
á fundi!
HÖGNI HREKKVÍSI
1982
McNaught Synd . Inc.
„...06 HÉR. ER HEKBERGIP L rr.ALVEÓ E/NS 0 ' þ1''
SKILDIR Ví A.í/
Margt sem mig furð-
ar á í skrifum fólks
G.G. skrifar:
„Mig hefur lengi langað til að
pára þér línu, en tíminn verið lít-
ill. Það er svo margt sem mig
furðar á í skrifum fólks, en þá
fyrst finnst mér nú kasta tólfun-
um, þegar það getur verið að láta
minningargreinaskrif um fólk sem
það þekkir ekki neitt fara í taug-
arnar á sér. Það er sagt að við
getum bara slökkt á útvarpi eða
sjónvarpi, ef okkur líkar ekki efn-
ið. Og þá hlýtur að vera ennþá
minni vandi að sleppa því bara að
lesa minningargreinar.
Annars er það nú alveg forkast-
anlegt annað veifið, hvað Sjón-
varpið leyfir sér að bjóða landslýð
uppá í því sem á að heita skemmt-
efni, og því miður eru íslensku
þættirnir engir eftirbátar hinna
útlendu í sóðaskap og óþverra. Það
er dálítið hart að borga fullt gjald
fyrir sjónvarp og verða svo helst
að hafa það lokað mikinn hluta
útsendingartímans.
Annars ætla ég ekki að vera svo
neikvæð að telja allt ómögulegt.
Margir þættir eru ágætir. Sér-
staklega vil ég skora á sjónvarpið
að fá ungmennin, Önnu, Garðar og
Ágústu, til að syngja aftur. Það
var frábært efni.
Nýlega las ég grein eftir ein-
hvern sem var mikið að fjargviðr-
ast út í þá sem ganga í hús og selja
fyrir jólin, kort og annað slíkt.
Taldi hann það jafnvel brot á frið-
helgi heimilanna og að gömlu fólki
væri gerður hinn mesti grikkur
með slíkum heimsóknum, á þess-
um síðustu og verstu tímum, þeg-
ar ráðist er á gamlar konur og þær
rændar. Auðvitað er slíkt óafsak-
anlegt og mundi ég greiða því at-
kvæði mitt, að þeir sem slíkt
stunda, yrðu flengdir opinberlega
hæfilega fast á beran botninn, og
þá á ég við, að skömmin yrði
þyngri á metunum en sársaukinn.
Samt vil ég nú vona, að flestu af
blessuðu fullorðna fólkinu okkar
sé forðað frá að eyðileggja líf sitt
með sífelldum ótta við að eitthvað
hendi, sem svo aldrei verður.
Satt að segja er ég ein af þeim
sem hef lagt það á mig, ég vil orða
það svo, fyrir gott málefni, að fara
í hús og selja kort, og sem betur
fer þá telst það til undantekninga,
að maður verði var við svo nei-
kvæð viðhorf sem komu fram í
umræddum pistli. En þeir sem eru
neikvæðir virðast bara verða svo
miklu duglegri að tjá sig í blöðun-
um ferUniö hin og er það leitt.
Eg held meira að segja að margt
blessað eldra fólkið sé bara fegið
að fá kort og slíkt heim til sín,
ekki síst ef það á bágt með að
komast í búðir og hefur fáa til að
snúast fyrir sig. Pólk er yfirleitt
mjög elskulegt og margir bros-
andi, jafnvel þótt þeir afþakki
kortin. Sumir, gæti ég trúað, eru
nógu einmana til þess að þykja
það agnartilbreyting að tala við
ókunnuga í útidyrunum stundar-
korn. Svo að ég hef ærna ástæðu
til að ætla að sem betur fer séu
það ekki margir, sem finnst frið-
helgi heimilanna sé rofin, þótt
stutt sé á bjölluhnappinn. Enda
held ég að þeir ættu þá ekki að
vera að hafa neina dyrabjöllu."
Ekki nema einn af mörg
þúsund sjómönnum og
öðrum lífeyrisþegum
— sem svona hafa verið leiknir
Þessir hringdu . . .
Rödd hans
mætti hljóma
oftar á öldum
ljósvakans
María Björgvinsdóttir hringdi og
hafði eftirfarandi að segja:
— Ég er unnandi góðrar söng-
listar og legg ævinlega við hlustir,
þegar listamenn okkar á því sviði
láta til sín heyra í útvarpi eða
sjónvarpi. Einn af ágætustu
söngvurum okkar, Friðbjörn G.
Jónsson, kysi ég að heyra miklu
oftar á öldum Ijósvakans en raun
hefur borið vitni. Ég minnist þess
aðeins að hafa heyrt rödd hans
tvívegis í útvarpi á árinu sem er
að líða, þó að vel geti verið að það
hafi nú verið oftar. En í bæði þessi
skipti líkaði mér söngur hans dá-
vel og lagavalið. Er ekki til
hljómplata með söng hans?
Auðunn Auðunsson skrifar:
„I Velvakanda 17. desember sl.
birtust bréf frá tveimur köppum
um þá heimsku að greiða vexti af
sparifé innlánseigenda. Þessir
menn heita dr. Magni Guð-
mundsson og Lúðvík Eggertsson.
Mér hefði ekki komið á óvart, þó
að annar Lúðvík, þ.e. nafni hans
Jósepsson, hefði skrifað í þessa
veru. En á sömu opnu Velvakanda
í sama blaði skrifar þriðji maður-
inn, Guðmundur Magnússon.
Vaxtakjör hafa leikið hann þann
veg, að hann fær aðeins einn
þriðja af vöxtum þess fjármagns
sem hann hefur unnið fyrir og lagt
inn í lífeyrissjóð.
Ég il upplýsa, að sjómenn á
Norðurlöndum og í Þýskalandi
hafa fyrir mörgum árum komist á
eftiriaun mun fyrr en Guðmundur
taiai urn, . eftir 25 ára v< ru á
-jó.
Dr. Magni Guðmundsson, mikið
hljóta skrif Guðmundar Magnús-
sonar að hafa glatt þig. Tekist hef-
ur að ræna einn sjóara um tvo
þriðju af eignum sínum. En dr.
Magni, ég get glatt þig enn þá
meira. Guðmundur Magnússon er
ekki nema einn af mörg þúsund
sjómönnum og öðrum lífeyrisþeg-
um, sem svona hafa verið leiknir.
Andvirði 150 skuttogara var flutt
milli sparifjáreigenda og lífeyr-
issjóða til lántakenda á síðasta
áratug einum. En mér er hulin
ráðgáta, hvers vegna bankarnir og
aðrar lánastofnanir eru æ ofan í æ
að reyna að plata fólk til að spara
OR leggja sparifé sitt inn hjá sér.
Mér er til efs, að það dugi við
braskarana og væri sýnu betra að
borga auglýsingakostnaðinn í
hærri vexti. En svona dulspeki
skilja sennilega ekki aðrir en
doktorar."
Kriðbjörn G. Jónsson