Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983
15
ana og fer í kalda sturtu. Þjálfar
líkamann reglulega eins og værí
hann að iðka trúarbrögð. óttalaus
sem Ijón, skortir næmni, ráðríkur,
stálhraustur. Hörundið minnir á
heilbrigt leður, gildismat einkenn-
ist af leit eftir völdum, peningum,
kynlífi og frama.
Christopher: Heilasálgerd. Veik-
byggður, ístöðulaus unglingur,
hikandi, afsakandi í framkomu.
Alltaf eins og hann sé þaninn af
streitu, velur sér oftast óþægi-
legustu stellingarnar fyrir líkam-
ann, kvikur í viðbrögðum. Hlakkar
ekki til að borða: „Það lýtur svip-
uðum lögmálum og útrýming,“
segir hann, „eitthvað sem verður
að gera, og þeim mun fyrr sem það
er búið og þeim mun færrí sem eru
viðstaddir, þeim mun betra.“ Lítt
háður félagslegri viðurkenningu,
oft í þunglyndi. Viðbrögð hans
einkennast eins og af snarpri
varnarstöðu. Sálfræðilega er hann
á nálum. Sefur illa, er oftast
þreyttur. Hefur engan áhuga á að
ráða yfir neinum eða neinu. Sjúk-
legur skortur á árásarhneigð,
mjög klígjugjarn, næmur fyrír
sársauka, sýnist yngri en hann er.
Þegar erfiðleikar steðja að „sting-
ur hann höfðinu í sandinn eins og
strútur“. Kemur fyrir eins og
taugaveiklað dýr sem verið er að
elta. Chrístopher þjáist af melt-
ingartruflunum í hvert sinn sem
hann á við tilfinningaleg vanda-
mál að stríða. Hann þarf helst að
vera einn til þess að „hlaða raf-
hlöður sína“ eins og hann orðar
það.
Að sjálfsögðu er ekki hægt að
þrengja öllum mannverum inn í
eina af þessum þrem sálgerðum,
svo Sheldon gaf hverri gerð sjö
möguleika, eftir því hvað þeir voru
með rík einkenni hverrar gerðar.
Þannig verða möguleikar á 343
mismunandi líkams/sálgerðum (7
í þriðja veldi), og árið 1969 var
Sheldon búinn að finna 267 þeirra.
Þá hafði hann athugað 40.000
manns.
Eðlisfar persónanna í
„Dagleiðinni löngu“
Athuganir Sheldons á tengslum
skapgerðar og líkamsbyggingar
geta vart talist kenning í persónu-
leikasálarfræði, en að tvennu leyti
gætu þessar athuganir reynst
mikilvægar: Afleiðingar reynslu
ungbarna eru oft háðar skapferli
og líkamsgerð. Einnig er líklegt að
þessi atriði séu stór þáttur mis-
munandi viðbragða einstaklinga
við mat, drykk og lyfjum (sbr. of-
næmi o.s.frv.).
Vímugjafar leika stórt hlutverk
í „Dagleiðinni löngu“. Menn
bregðast mjög misjafnlega við
áhrifum áfengis, þola það misvel
og O’Neill notfærir sér þær breyt-
ingar sem verða á einstaklingnum
í áfengisvímu á dramatískan hátt.
Þetta virðist hafa verið honum
hugleikið viðfangsefni í síðustu
leikritum sínum (A Moon for the
Misbegotten og Hughie). Máltækið
„öl er innri rnaður" virðist eiga við
suma persónuleika. Við aðra á „öl
er annar maður“ og þriðji hópur-
inn einkennist af „öl er sami mað-
ur“, nema kannski örlítið slappari
líkamlega. Hvort draga megi ein-
hverjar ályktanir af þessu um
persónueinkenni er svo annað mál,
og hefur mér vitanlega ekki verið
rannsakað. Mætti rannsaka það
t.d. út frá tilgátunni: Þeim mun
meira ósamræmi sem er milli
meðvitaðra og ómeðvitaðra afla í
einstaklingnum, þeim mun meira
breytist hann með víni.
f fyrsta þætti „Dagleiðarinnar“
er Tyron að tala við Jamie um
Edmund. Hann segir:
Jafnvel áður þegar hann var í
gagnfræðaskóla, byrjaði hann að
sukka og leika Broadway-spjátr-
ung til að herma eftir þér, þótt
hann hafi aldrei haft þína heilsu
til að þola slíkt. Þú ert ramm-
byggður eins og ég. — Eða það
varstu altént á hans aldri — en
hann hefur alltaf verið ein taug
eins og móðir hans. Ég aðvaraði
hann árum saman að líkaminn
þyldi ekki álagið en hann vildi
ekki taka mark á mér, nú er það of
seint.
Þannig er hver og einn að sjálf-
sögðu háður þeim líkama sem
hann er fæddur í. Tyrone ætlaðist
til að Jamie yrði góður leikari eins
og hann var sjálfur. Tyrone sóaði
leikhæfileikum sínum í að leika
„Greifann af Monte Christo" hálfa
ævina. Þegar Eugene O’Neill
fæddist var faðir hans að leika
greifann í 1.400. sinn. Síðan lék
hann þetta sama hlutverk í ein lít-
il 25 ár 1 viðbót. Tyrone er mjög
myndarlegur maður og að vissu
leyti er hann fangi þessa meðbyrs
í útlitinu: Ef hann hefði ekki höfð-
að svo sterkt til áhorfenda sinna,
á svipaðan hátt og Hollywood-
kvikmyndastjörnur gerðu fyrr á
árum, hefði hann verið blessunar-
lega laus við kröfur markaðarins
um að fá að sjá hann aðeins í einu
hlutverki, en ekki í Shakespeare
sem e.t.v. enginn hefði verið betur
til fallinn að túlka en einmitt
hann og hefði gefið honum enda-
laust meiri fyllingu i lífinu en eilíf
endurtekning á þessu eina hlut-
verki.
En Jamie hefur ekki útlit föður
síns, e.t.v. ekki sömu leikhæfileika
heldur, og áhorfendur krefjast
þess ekki að fá að sjá hann enda-
laust á sviðinu, því hann hefur
ekki þetta sama töfrandi útlit og
faðir hans. Hann bætir sér hins
vegar upp þennan skort á líkam-
legu aðdráttarafli með því að
koma sér upp tæknilegri fram-
komu sem gengur í augu kven-
fólks. Þar með bætir hann sér upp
það sem uppá vantar í útlitinu,
sem faðir hans hefur yfir hann og
hefur auðveldað honum að verða
vinsæll sem leikari. (Sbr. „Sölu-
maður deyr“: þörfin fyrir vinsæld-
ir.)
Gamalt máltæki segir: „Hvað
elskar sér líkt.“ Þetta er staðfest í
„Dagleiðinni löngu“. Mary heldur
miklu meira upp á Edmund en
Jamie. Jamie er líkur föður sínum
og e.t.v. finnst henni hann minna
sig óþarflega mikið á Tyrone, sem
hefur ekki sýnt henni nægilega
mikinn skilning í hjónabandinu.
Edmund er hins vegar líkur Mary,
og hún heldur verndarhendi yfir
honum, svo Jamie finnst Edmund
vera hálfgerður mömmustrákur
og kjölturakki. Tyrone heldur
meira upp á Jamie en Edmund og
þeir eru líkari ytra sem innra.
Þeir eru hins vegar ekki lagnir við
að tala saman og karlinn stekkur
oft upp á nef sér vegna viðbragða
Jamie. Það sem gerir þeim erfitt
fyrir sín á milli er að Tyrone ætl-
aðist til að Jamie yrði sá klassíski
leikari sem Tyrone ekki varð.
Jamie hefur hins vegar ekki hæfi-
leikana og það er spurning með
viljann. Hann virðist hafa fremur
viljað verða vinsæll Broadway-
leikari en alvarlegur listamaður.
Ástæðan fyrir því er e.t.v. sú að
vegna þess að móðir hans hafnaði
honum, fyrir Edmund, og hann
hefur aldrei náð tilfinningalegu
sambandi við föður sinn, hefur
hann aldrei náð að þroskast til-
finningalega fram yfir táningsár-
in og er fastur i yfirborðslegum
drykkjusiðum og hóruhúsarápi.
Hann hefur aldrei náð að bindast
tilfinningaböndum við neinn
kvenmann, aðeins yfirborðslegri
líkamstengingu.
Tilfinning Tyrones til Jamies er
ekki gagnkvæm, heldur er Jamie
ákaflega háður því að fá viður-
kenningu móður sinnar og vera í
náðinni hjá henni, sem hann er
sjaldnast, bæði vegna eiginleika
sinna og lífsstíls. Hans vandamál
er m.a. það að hann er elstur og
naut eins og flestir frumburðir
fullrar athygli móður sinnar, en
missti hana þegar Edmund fædd-
ist. Þar að auki er ekki langt frá
því að Mary hati hann, vegna þess
að hún trúir að hann hafi vísvit-
andi smitað Eugene, litla bróður
hans sem fæddist á undan Ed-
mund, af mislingum, sem hann dó
úr. Þetta getur Mary ekki fyrir-
gefið, afbrýðisemi Jamies var of
mikil til að samband þeirra gæti
orðið lífvænlegt.
(í síAusiu greininni um „Dagleiðina
lonfpi" og sálarfræðina verður lýst þrem
öðrum kenningum i persónuleikasálar-
fra-ði of! hvernig þær skoða persónurnar I
„Dagleiðinni löngu“.)
- ÚTSALA
SILFURSKIN
^ SKÓLAVÖRÐUSTÍG 5 Rvk Simi15050
MEST SELDI JEPPINN Á ÍSLANDI Á SÍÐASTA ÁRI
Suzuki Fox er lipur og sparneytinn jeppi, sem hægt er aö treysta á í
íslenzkri veðráttu.
Verö kr. 195.000 ■ ™ (Gengi 4.02. '83.)
Á SUZUKI FERÐ ÞÚ LENGRA Á LÍTRANUM!
Sveinn Egilsson hf.
Skeifan 17. Sími 85100