Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983
Amsterdam:
Sprenging í
franskri ræðis-
mannsskrifstofu
Amsterdam, 10. febrúar. AP.
SPRENGING varð í ræðismanns-
skrifstofu Frakka í Amsterdam í nótt,
sem olli talsverðum skemmdum.
Engin slys hlutust þó á fólki. Hreyf-
ing vinstri sinnaðra öfgamanna,
MAF, hefur lýst ábyrgð á hendur sér
vegna sprengingarinnar. Þessi
sprenging kemur í kjölfar sams kon-
ar sprengingar, sem varð í skrifstof-
um franska flugfélagsins Air France
á mánudag og í bústað franska sendi-
herrans sama dag.
Sprengingin í Amsterdam varð
kl. 3.10 að staðartíma í nótt og var
það öflug, að þung útihurð ræð-
ismannsskrifstofunnar þeyttist út.
Á þessum tíma var hins vegar eng-
inn inni á skrifstofunni, en þar eru
einnig til húsa menningarmála-
stofnun Frakklands, Alliance
Francaise.
Klaas Wilting, talsmaður hol-
lenzku lögreglunnar, sagði í dag, að
sprengjunni hefði verið komið fyrir
rétt fyrir utan útihurð hússins.
„Hún hlýtur að hafa verið allstór,"
sagði Wilting ennfremur við frétta-
menn. Þá sagði hann, að hluti af
loftinu yfir inngangi ræð-
ismannsskrifstofunnar hefði stór-
skemmst. Skemmdirnar hafa ekki
enn verið metnar, en framhlið hús-
sins hefur líka orðið fyrir miklu
tjóni.
Falangistar draga Bandaríkja-
menn inn f fjöldamorðsmálin
Beirút, Líbanon, 10. febrúar. AP.
FLOKKUR kristinna hægri manna í
Líbanon, falangistaflokkurinn, hefur
loks tjáð sig um fjöldamorðin í Beir-
út í september síðastliðnum, tveimur
dögum eftir að skýrsla rannsóknar-
nefndarinnar í ísrael var birt.
Flokkurinn tjáði sig í gegnum
málgagn sitt, dagblaðið Al-Amal,
og gagnrýndi harðlega hið mikla
fjaðrafok sem fjöldamorðin ollu. í
leiðara Al-Amal var þó ekki gerð
að aðalatriði skýrsla rannsóknar-
nefndarinnar ísraelsku sem sagði
að 300 hermenn falangista hafi
framið morðin og varnarmála-
ráðherra ísrael, Ariel Sharon,
ætti að segja af sér fyrir að hleypa
þeim inn í flóttamannabúðirnar.
Þess í stað beindi leiðari Al-
Amal reiði sinni og skrifum að
skýrslu bandaríska utanríkisráðu-
neytisins sem lögð var fyrir þingið
í gær. Þar stóð að fjöldamorðin
væru dæmi um stórfelld mann-
réttindabrot í Líbanon. Al-Amal
segir að það sé sorglegt að Banda-
ríkjamenn skuli skilja að Sabra-
og Chattila-flóttamannabúðirnar
og aðra hluta Líbanon. „Líbanon
er allt atað blóði Líbana sem Pal-
estínumenn og Sýrlendingar hafa
Veður
Akureyri -5 skýjaö
Amsterdam 2 snjókoma
Aþena 19 heióskírt
Barcelona 3 skýjað
Berlín -2 skýjaö
Brússel 1 skýjað
Chicago 1 rigning
Dublin 5 heiöríkt
Feneyiar 3 rigning
Frankfurt 5 heióríkt
Færeyjar -4 skýjaó
Genf 1 skýjaó
Hetsinki -B heióskírt
Hong Kong 15 rigning
Jerúsalem 15 heióskírt
Jóhannesarborg 26 heióakirt
Kaupmannahofn 0 heíórkt
Kairó 19 heiórikt
Las Palmas 17 léttskýjaö
Ussabon ‘10 heiórikt
London 2 skýjaó
Los Angeles 22 skýjaó
Madrid 6 skýjaó
Mallorca 8 Mttskýjaó
Mafaga 10 heiðrikt
Mexikóborg 25 heióskirt
Miami 22 skýjaó
Moskva -8 skýjaó
Nýja Dethí 20 skýjaó
New Vork 1 heióskírt
Ósló -6 heióskírt
Paris t skýjaó
Peking 2 heiðskirt
Perth 25 skýjaó
Reykjavík +2 skýjaó
Rio de Janeiro 32 rigníng
Rómaborg 9 rigning
San Francisco 17 skýjaó
Stokkhólmur -5 skýjaó
Tel Aviv 17 heióskírt
Sænsk stjórnvöld
neita að framselja
pólsku flugmennina
Siokkhólmi, 10. febrúar. Al*.
SÆNSK stjórnvöld neituðu enn í gær
að framselja tvo pólska herflugmenn
sem flýðu frá Póllandi í tíu ára gam-
alli þyrlu á þriðjudag. Þeir flugu í
tvær stundir yfir Eystrasaltið í slæmu
veðri, snjókomu og roki, lentu á
Tarno-eyju í Bleking. Þyrlan kom
sænska hernum í opna skjöldu og í
minnst sex mínútur flaug þyrlan í
sænskri landhelgi án þess að Svíar
yrðu hennar varir.
Sænska lögreglan hélt yfir-
heyrslum áfram í gær og neitaði að
gefa upp nöfn Pólverjanna, sem
beðist hafa hælis sem pólitískir
flóttamenn í Svíþjóð. Pólska her-
stjórnin hefur á móti krafist að fá
mennina tvo framselda umsvifa-
laust ásamt herþyrlunni sem þeir
notuðu við flóttann. Pólska frétta-
stofan PAP greindi frá nöfnum
flóttamannanna, annar þeirra er
Zbignew Wojza, 25 ára gamall flug-
maður í pólska flughernum. Hinn
er Henryk Ksiazek, 30 ára, fyrrum
flugmaður. Lítið er vitað um þá fé-
laga, t.d. ekki hvort þeir skildu eft-
ir fjölskyldu í Póllandi. Út hefur þó
lekið, að þeir hafi verið með flótt-
ann í bígerð um alllangt skeið og
þeir hafi sagt lögreglunni í Svíþjóð
að þeir hafi flúið vegna þess að
þeim líkaði ekki stjórnskipulagið í
Póllandi.
Gagnrýndir
fyrir óhóf
Stjórn Norræna menningarmálasjóðs-
ins bauð til laxveiða á íslandi 1981
Osló, 10. febrúar. Frá frétlaritara Morgunblaðsins, Jan Erik Lauré.
Mynd þessi sýnir hvernig umhorfs var eftir sprenginguna við franska sendi-
ráðið í Amsterdam í dag.
úthellt síðustu átta árin. Er ekki
dauði 100.000 Líbanonmanna fyrir
byssum og hnífum Palestínu-
manna og Sýrlendinga fjölda-
morð?“ spyr leiðari Al-Amal.
Áður en skýrsla ísraelsku rann-
sóknarnefndarinnar var opinber-
uð, neituðu falangistar hvað eftir
annað að hafa verið bendlaðir við
morðin í Sabra- og Chattila-búð-
unum. í leiðara Al-Amal var hins
vegar síður en svo dregið úr hlut-
deild falangista, hún öllu heldur
varin með kjafti og klóm.
Stjórnarfundur í Norræna menn-
ingarmálasjóðnum, sem haldinn var
á Islandi í júlí 1981, hefur haft nokk-
ur eftirköst. Formaður sjóðsins, Jo
Benkow, sem er formaður Hægri
flokksins í Noregi, hefur sætt harðri
gagnrýni af hálfu danska endur-
skoðandans sem yfírfarið hefur
bókhald sjóðsins.
Norræni menningarmálasjóður-
inn er ein af undirstofnunum
Norðurlandaráðs. Sú gagnrýni,
sem sjóðurinn hefur sætt nú, á rót
sína að að rekja til þess, að sjóður-
inn hafi varið of miklu fé til
stjórnarfundar á íslandi 1981.
Þessi stjórnarfundur kostaði
114.000 kr. í hótelútgjöldum einum
saman. Fundurinn stóð í fjóra
daga og á þeim tíma var þeim, sem
hann sóttu, boðið til laxveiða.
Hóteldvölin í þeirri ferð kostaði
35.000 kr.
„Þess konar hlutir eiga ekki að
vera hluti af dagskránni á stjórn-
arfundum sjóðsins í framtíðinni,"
segir í athugasemdum endurskoð-
andans. Þá gagnrýnir endurskoð-
andinn Benkow sérstaklega fyrir
að hafa greitt sjálfum sér háa
þóknun fyrir formannsstörf sín
fyrir sjóðinn. Þá hafi aðrir stjórn-
armeðlimir sjóðsins fengið há
stjórnarlaun.
Jo Benkow hefur vísað þessari
gagnrýni á bug með þessum orð-
um: „Við samþykktum aðeins
uppástungu frá íslenzku gestgjöf-
unum. Síðar kom það í ljós að út-
gjöldin af þessum sökum urðu
miklu hærri en gert hafði verið
ráð fyrir. Það hefði verið erfitt að
hafna fundardagskrá sem íslend-
ingarnir höfðu verið svo vinsam-
legir að útbúa fyrir okkur".
Stútur við stýri:
Tínir rusl í
almenningsgörð-
um um helgar
San Jose, Kaliforníu, 10 febrúar AP.
BANDARÍSKUR dómari í San
Jose var gómaður ölvaður við stýrið
fyrir nokkni og í gær var kveðinn
upp dóraur. Auk sektar og öku-
leyfíssviptingar skal Gerard
Kettermann auk þess tína rusl í
almenningsgörðum næstu helgar.
Það var 24. janúar síðastliðinn,
að Ketterman sat að sumbli á
skrifstofu sinni. Hann eigraði
síðan út í bíl og ók af stað. Öku-
ferðinni lauk við bensínstöð
nokkra og hafði Ketterman þá
ekið niður umferðarskilti. Er
lögreglan kom að honum var
hann gífurlega ölvaður, með
drafandi rödd og blóðhlaupin
augu. Framrúðan brotin og
þurrkurnar skemmdar. Ketter-
mann viðurkenndi að hafa hellt í
sig tæpum tveimur lítrum af víni
áður en hann lagði af stað.
Auk þess að tína rusl, bíður
Ketterman að greiða 600 dollara
sekt, námskeið í aksturshæfni og
viðgerð á umferðarskiltinu sem
hann á sjálfur að reisa á sínum
stað.
Endurnýjaðar tillögur
frá Bandaríkjunum um
bann við eiturhernaði
Genf, 10. febrúar. AP.
BANDARÍKJAMENN lögðu í gær
fram endurnýjaðar tillögur um bann
við eiturefnahernaöi á fundi afvopn-
unarnefndar Sameinuðu þjóðanna. í
tillögunum felst meðal annars, að
leyft verði að rannsaka opinberlega
allar ásakanir um notkun slíkra
vopna, einnig að innan tíu ára frá
samkomulagi verði búið að eyðileggja
allar birgðir eiturefnahergagna.
„Afvopnunarnefndin er búin að
fjalla um þessi mál í 14 ár og okkur
finnst tími til kominn að gera
eitthvað afgerandi í málinu," sagði
Luis G. Fields, sendiherra Banda-
ríkjanna í Genf. Hann gat þess að
Sovétmenn lægju undir grun um að
hafa beitt vopnum af umræddu tagi
í hernaði sínum í Afganistan og því
yrði að fá í gegn samþykki fyrir að
allar ásakanir yrðu rannsakaðar.
Viðbrögð afvopnunarnefndarinnar
voru ekki kunn í gær.
Líbíumenn safna liði á
Chad-landamærunum
N’Djamena, ('had, 10. febrúar. AP.
IDRISS Miskine, utanríkisráðherra
Afríkuríkisins (,'had, sagði í útvarps- og
sjónvarpsræðu í landi sínu í gær, að
Líbýumenn væru að safna liði á landa-
mærum landanna og ætluðu að inn-
lima Chad. „Við höfum öruggar sann-
anir fyrir því að Moammar Khadafy sé
að setja saman hrikalega stríðsvél og
hann ætlar sér að gera árás á okkur,"
sagði Miskine og kvatti íbúa Chad til
Krafízt 2 millj. sterlingspunda
fyrir verðlaunahestinn Shergar
Dublin, 10. febrúnr. AP.
KRAFA um 2 millj. sterlingspunda
lausnargjald fyrir verölaunahcst-
inn Shergar var í dag borin fram
við Guy Drione, sem er yfírmaður
hrossaræktarbús Aga Khans á ír-
landi, en þaðan var hestinum rænt
á þriðjudag. Staðfesti írska lög-
reglan það í dag, aö þessi krafa
hefði verið borin fram í símtali um
miðnætti sl. nótt. Fyrirliði bóf-
anna, sem talaði í símann, sagði,
að framvegis myndi bófaflokkur-
inn nota lykilorðið „Arkle“ þegar
hann léti frá sér heyra, en Arkle er
heiti eins helzta veðhlaupahestsins
á írlandi um þessar mundir.
írski lögreglustjórinn, Jim
Murphy, sem stjórnar leitinni að
hestinum, hefur eindregið lagt
það til, að kröfu ræningjanna
um lausnargjald verði neitað al-
farið. „Slíkt myndi skaða alla
hrossarækt í heild sinni í þessu
landi", var haft eftir Murphy í
dag.
Blað í Englandi skýrði frá því
í dag, að maður, sem ekki vildi
segja til nafns síns, hefði hringt
á ritstjórnarskrifstofu þess og
hótað að senda þangað afskorið
eyra af hestinum til sönnunar
því, að hann og félagar hans
hefðu Shergar á valdi sínu.
samstöðu og varnar gegn hinum mikla
óvini í norðri.
Utanríkisráðherrann sagði að auk
Líbýuhers, hefði Khadafy safnað
saman fjölda málaliða, þ.á m. 700
Katandang Gendermesmönnum frá
Zaire og 500 Suður-Afríkumönnum.
Einnig 66 herflugvélum og fjölda
skriðdreka. „Njósnavélar Líbýu
fljúga yfir land okkar daglega og
hluti Líbýuhers hefur hreiðrað um
sig í norðurhéruðum Chad,“ sagði
Miskine.
Líbýumenn gripu inn í 17 ára
gamalt borgarastríð Chad að beiðni
fyrrum forseta landsins, Goukouni
Quefdei. Þeir drógu sveitir sínar þó
til baka í nóvember 1981 og í fyrra-
sumar var svo stjórn Goukouni
steypt af stóli. Khadafy sagði nýlega
í blaðaviðtali í Frakklandi, að Gouk-
ouny hefði beðið sig að grípa inn í á
nýjan leik, en hann myndi ekki gera
svo. Miskine hefur hins vegar sagt
að yfirlýsingar Khadafys miði ein-
ungis að því að fela sannleikann
fyrir heiminum og almenningsálit-
inu. „Það er ekkert að marka orð
Khadafys, hann hefur það eitt í sigt-
inu að innlima Chad, gera það að
leppríki Líbýu og skipa gæðinga sína
í stjórn,“ segir utanríkisráðherrann.