Morgunblaðið - 11.02.1983, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983
29
Attræður í dag:
Aðalsteinn Hallsson
leikfimikennari
„Ég var fæddur íþróttastrákur,"
sagði Aðalsteinn Hallsson, þegar
hann rifjaði upp tildrög þess að
hann lagði leið sína til Kaup-
mannahafnar fyrir meira en
hálfri öld og innritaðist þar á
Statens Gymnastik Institut. „Níu
ára gamall lék ég mér að því á
túninu heima á Kóreksstöðum að
stökkva heljarstökk afturábak og
áfram. Það kenndi mér ungur
búfræðingur, Ingólfur Sigfússon.
Áður hafði hann kennt mér bæði
kraftstökk og kollstökk. Björn Jak-
obsson leikfimikennari kenndi
mér síðar leikfimi og réði því að ég
fór utan til náms. Við vorum þre-
menningar.
Kóreksstaðir eru í Hjaltastaða-
hreppi. Þeir voru kurteisir Kór-
eksstaðamenn. Stórir á vöxt og
heljarmenn að burðum, enda
komnir í beinan karllegg frá Jóni
og Hjörleifi sterka. Þeir voru
ákaflega rólegir og fóru kurteis-
lega með skap sitt.
Það er talið að landnámsmaður-
inn Kórekur hafi búið á Kóreks-
stöðum. Hann var veginn á kletti
sem heitir Vígið. I gömlu kvæði
sem kveðið var í tilefni af sam-
komu, blysför og álfadansi, er
haldin var við hamraborg í landi
Kóreksstaða segir: „Kórekur sá
kappi kveður rámt í haug.“ Það
hefur aldrei verið grafið þarna, en
þetta er hár klettur, sérstakur og
sérkennilegur.
Á Kóreksstöðum bjuggu þrír
bræður, Hallur faðir minn og
Sveinn bjuggu á heimajörðinni, en
Halldór í Kóreksstaðagerði. Hall-
dór lærði járnsmíði í Kaupmanna-
höfn. Hann kunni víst lítið í
dönsku og skopuðust Danir að
honum af þeim sökum. Þá kom
hann auga á heljarmikinn steðja,
heilt bjarg. Hann sagði ekki neitt
en tók steðjann og skákaði honum
upp þar sem hann átti að vera. Þá
þögnuðu Danir, því að það sprok
skildu þeir. Sveinn var með af-
brigðum rólegur. Hallur faðir
minn var yngstur. Hann var söng-
gefinn. Ragnheiður Viggósdóttir
las nýverið um hann kafla í út-
varpsþættinum „Man ég það sem
löngu leið“. Þar var ságt frá álfa-
dansi og blysför snemma á öld-
inni, en faðir minn var álfakóng-
ur. Ég man þennan atburð. Ég bar
grímu, sem gerð var úr hrein-
dýrsfeldi og kom víst fullnærri
einu blysinu því eitthvað mun
hafa súrnað í augum og sviðnað
önnur augabrúnin. Það var sam-
komuhús í landi Kóreksstaða og
þar var sungið og leikið á hljóð-
færi. Ég hygg að Einar föðurbróð-
ir minn hafi gengist fyrir því að
orgel kom á Kóreksstaði. Það mun
vera eitt hið fyrsta er kom þar
eystra. Faðir minn lærði orgelspil
hjá Brynjólfi Þorlákssyni vetur-
inn 1896. Séra Vigfús Þórðarson á
Hjaltastað og faðir minn sungu
saman Glútana. Ég man ennþá
hvernig þeir voru klæddir. Pabbi
var í gráum fötum, en séra Vigfús
dökkklæddur. Ég man þetta enn í
dag svo ljóslifandi. Undirleikarinn
var Jón Gunnlaugsson bóndi á Ei-
ríksstöðum. Svo spilaði faðir minn
einnig á fiðlu. Ég veit ekki hvar
hann hefir lært það, en þeir stilltu
saman fiðlurnar Þórólfur Rík-
arðsson bóndi í Húsey og faðir
minn. Það er einhver sú fjörug-
asta músík sem ég hef heyrt, það
voru norsk lög. Ég man þetta svo
vel. Þetta voru alveg rífandi
skemmtileg danslög. Pabbi fór
með Þórólfi suður á Firði, allt til
Fáskrúðsfjarðar og þar fann
hvann kvonfangið, Þórunni
Björnsdóttur, móður mína. Skóla-
ganga hennar var ekki önnur en
sú, að hún var eitt ár á kvenna-
skólanum á Laugalandi í Eyja-
firði. Ég á öll bréf frá foreldrum
mínum. Ég er stoltur af því að
hafa haldið þeim öllum saman.
Það var fyrirmynd, hennar ís-
lenska mál.
Seyðisfjörður var rómaður stað-
ur á þessum árum og stóð af hon-
um mikill ljómi. Þar voru verzlun-
arumsvif mikil, skipakomur tíðar
og kaupstaðarferðir bænda. Sagt
var að för manna þangað fylgdi
svo mikil tilhlökkun að til voru
þeir sem fóru að slaga strax og
þeir litu staðinn úr fjarska. Svo
var a.m.k. um heiðursbónda einn
við Selfljót. Það voru 18 brekkur
niður i Seyðisfjörð frá Kóreks-
stöðum þegar farinn var Gilsár-
dalur og Vestdalsheiði, en ekki
Fjarðarheiði. Ég kom 12 ára gam-
all til Seyðisfjarðar og man þá
ferð ennþá. Þetta voru hæglætis-
bændur í förinni. Ég var á undan
lestinni. Þegar ég kem fyrir svo-
kallaðan Hrútahjalla þá er þar
tindrandi upplýsing, Seyðisfjörður
upplýstur með rafljósum. Ég
stöðvaði hestinn í forundran og
horfði á ljósadýrðina.
Aðalkaupmaðurinn á Seyðis-
firði var þá Stefán Th. Jónsson.
llonum til aðstoðar var Jón í
Firði. Það voru gjörvilegir menn.
Og svo var Árni frá Múla starf-
andi í Framtíðinni. Ég sá hann í
fyrsta skipti í þessari ferð. Árni
sagði: „Hvað ertu gamall og hvað
heitir þú?“ Eg sagði honum það.
Þá lagði hann lófann svona utan-
um vangann á mér og sagði: „Þú
lítur út fyrir að vera dálítið
sprækur strákur." Það þótti mér
vænt um. Þá var ég hreykinn. Svo
sá ég Árna frá Múla á íþróttamóti
á Egilsstöðum, þar var stórt tjald
og Árni var hæstur allra manna
og söng allra manna mest. Hann
tók svo lagið á Kóreksstöðum
seinna."
Þegar talið berst að námsdvöl
Aðalsteins og vist hans á Eiðum
þá hýrnar geð hans. Einkum er
honum minnisstæður stjórnandi
skólans, séra Ásmundur Guð-
mundsson, síðar prófessor og bisk-
up. „Við báðum séra Ásmund að
halda ræðu á Ungmennafélags-
hátíð. Hann tók tilmælum okkar
vel og hélt ljómandi ræðu. Ég
stundaði svo nám í Eiðaskóla tvo
vetur, árin 1920 til 1922. Hann var
þá tekinn við skólastjórn. Séra
Ásmundur verður mér ógleyman-
legur. Hann kenndi mér íslensku
og íslandssögu. Hann var mikill
kennari og svo skemmtilegur að
það neistaði af honum. Gaman-
samur var hann og átti til að segja
við mig: „Æ, Áðalsteinn, verið þér
nú ekki að roðna." Og þá roðnaði
ég því meir. Ég þakka það kennslu
hans að ég fékk mikinn áhuga á
sögu, las það sem ég komst yfir og
þuldi einhver ósköp. Var mér þá
stundum strítt af skólapiltum.
Einn skólafélaganna, Skúli Þórð-
arson, varð síðar sagnfræðingur.
Skúli var flestum fimari á þessum
árum. Við bjuggum þarna í heima-
vist, á efstu hæð, rishæð hússins,
ég held 6 í hverju herbergi. Það
var margt ágætra manna. Dag
nokkurn gengur einn nemandinn,
Sverrir Fougner frá Reyðarfirði, á
fund séra Asmundar og segir að
nú sé Skúli að hættulegum leik.
Hann gangi milli glugganna og
tefli á svo tæpt vað að hann geti
varla tyllt gómunum í karminn
hinum megin og banki upp á
gluggann. Þetta voru tvær hæðir
og ef Skúli hefði misst taksins
hefði hann sennilega legið stein-
dauður. Skúli var hvergi hræddur.
En Sverrir bætti við: „Mér er sem
ég sjái hann Aðalsteinn Hallsson
fara ekki að apa þetta eftir.“
Á því var engin hætta þá, en
seinna tóku fimleikar hug minn
allan en saga varð hlutskipti
Skúla. Við urðum perluvinir í
Eiðaskóla. Hittumst síðar úti í
Kaupmannahöfn þegar ég var á
Statens Gymnastik Institut en
hann í Hafnarháskóla. Það varð
mikill fagnaðarfundur og veizla
út af því.
En ég var að segja frá Ásmundi.
Hann var skemmtilegur, ástúðleg-
ur og vinsamlegur. Eitt sinn fylgdi
hann mér upp að Gilsárteigi.
Minningin um hann er mér
ógleymanleg. Ég bar ótakmarkaða
virðingu fyrir þeim manni. Það
komu ýmsir góðir gestir í heim-
sókn þessa vetur mína á Eiðum.
Mér er það í fersku minni þegar
Guðmundur Friðjónsson skáld á
Sandi kom. Hann var hrífandi
skemmtilegur. Við hlustuðum á
hann hvert kvöld. Eitt kvöldið, að
loknum fyrirlestri skólastjórans
segir Guðmundur skáld: „Skóla-
stjórinn ykkar gekk með ykkur áð-
an inn í sólskinslönd kristininnar
en nú ætla ég að sýna ykkur örlítið
inn í heiðríkju heiðninnar" Þessu
gleymi ég aldrei. Áherzlurnar
voru líka alveg sérstakar.
Þá er mér minnisstæð för frá
Eiðum til Seyðisfjarðar. Ég fylgdi
frú Steinunni, konu séra Ásmund-
ar, yfir Fjarðarheiði á rennihjarni
og í blíðuveðri. Við nemendur
Eiðaskóla ætluðum að láta taka af
okkur ljósmynd. Jafnframt ætlaði
ég að finna að máli Kristján lækni
og fá hann til þess að taka úr mér
tönn. Sú heimsókn verður mér
ævinlega minnisstæð og er til
marks um hugkvæmni og verk-
lægni þeirra er kunna sitt fag.
Kristján læknir var fremur feit-
laginn maður, bráðmyndarlegur
og einstaklega vel látinn. Hann lá
í rúminu þegar ég kom. Ég bar
upp erindi mitt. Kristján sonur
hans var þarna nærstaddur.
Kristján læknir segir: „Kiddi
minn. Réttu mér þessa töng,“ sem
hann tiltók. Kristján gerir það.
„Komdu hérna Alli minn. Lof mér
að leggja handlegginn utan um
hálsinn á þér.“ Og þar með var
tönnin fokin, bara án þess ég vissi.
Já, hann var snillingur hann
Kristján læknir. Það elskuðu hann
allir sem þekktu hann.“
Að loknu námi í Eiðaskóla
stundaði Aðalsteinn kennslu á
Búðum á Fáskrúðsfirði. Þar var
skólastjóri Eiður Albertsson, Ey-
firðingur að ætt, gjörvulegur mað-
ur og réði þar mikli í sveitarmál-
um. Hann lét byggja leikfimisal
og yfirbyggða sundlaug. „Eiður
kom öllu fram, hann var svo
gáfaður," segir Aðalsteinn. „Ég
gleymi honum aldrei. Hann sagði:
„Aðalsteinn minn. Viltu koma og
tala við mig kvöldstund." Svo gekk
hann um gólf og það er ógleyman-
leg stund. Hann sagði: „Ég haga
hlutunum svona.“ Þegar ég lít til
baka sé ég að eiginlega lærði ég
meira á þessum tveimur eða
þremur klukkutímum sem Eiður
Albertsson talaði við mig um
kennslumál en á fleiri ára skóla-
göngu.“
Aðalsteinn stundaði nám í
Kennaraskólanum og lauk þaðan
prófi vorið 1928. Hann lýkur lofs-
orði á kennslu þar og minnist
Freysteins Gunnarssonar skóla-
stjóra með hlýju og virðingu.
Haustið 1928 innritast Aðal-
steinn í virðulega stofnun, Statens
Gymnastik Institut. Nemur þar
líffræði og allt er varðar viðbrögð
mannslíkamans, taugakerfi og
vöðva, fimleika og frækni í leik og
starfi. Sveinn Björnsson sendi-
herra var Aðalsteini hjálparhella,
en hann og séra Stefán Björnsson,
móðurbróðir Aðalsteins voru
skólabræður.
„Svo lá leiðin heim til íslands.
Ég vann fyrir mér á leiðinni heim.
Ég þekkti stýrimanninn og spurði:
„Get ég fengið að vinna fyrir mér
hérna um borð?“ og þannig komst
ég heim og þénaði 81 krónu.“
Eftir heimkomuna ræðst Aðal-
steinn til starfa sem íþróttakenn-
ari. Verður sá ferill eigi rakinn
hér, en segja má að hvarvetna er
hann kemur við sögu verði þátta-
skil og líf og fjör færist í fimleika
og félagsstörf.
Hjá íþróttafélagi Reykjavíkur
tekur hann við kennslu örfárra
drengja og telpna að hausti.
Næsta vor heldur hann fjölmenna
fimleikasýningu í Iðnó og þáver-
andi borgarstjóri, Pétur Hall-
dórsson, gengur brosandi til Aðal-
steins og segir: „Komið þér bless-
aðir Aðalsteinn. Ljómandi var
gaman að sjá drengina yðar sýna.
Og ekki eru telpurnar síðri."
Myndir frá þessum árum bera
með sér þokka og þrifnað. Það
ljómar af mennilegum hóp bjartra
ungmenna.
Nú tekur við gróskumikið og
farsælt tímabil hjá Aðalsteini.
Hann ritar bækur um fimleika og
íþróttir. Um leiki fyrir heimili og
skóla og gengst fyrir gerð starfs-
leikvalla. Fær Viggó Nathanaels-
son til kvikmyndatöku á leikvöll-
um þeim er gerðir eru eftir fyrir-
sögn Aðalsteins. Nafnkunnir
íþróttafrömuðir og æskulýðsleið-
togar fagna bókum Aðalsteins.
„Þetta er bók sem notuð verður
sem kennslubók við Kennarahá-
skólann," segir Mbl. Lárus Rist
lofar framtak hans.
Um starfsvöll Aðalsteins á Suð-
ureyri og þátt hans að störfum þar
ritaði Gunnar M. Magnúss:
„Aðalsteinn var duglegur og
áhugamikill skólamaður, hann
hafði áður lagt sérstaka áHerzlu á
íþróttakennslu. Hann var fjölhæf-
ur og vann margt í frístundum
sínum utan skólans, einkum
kenndi hann börnum og ungling-
um íþróttir og leiki. Og tvö ár var
hann kennari við sundlaugina. Þá
vann hann verk, sem lengi mun
halda minningu hans á lofti. Hann
smíðaði líkan af leikvelli barna,
mátti sjá þar völlinn með öllum
áhöldum. Áðalsteinn sýndi líkan
leikvallarins á ýmsum stöðum og
vakti það mikla athygli. Ekki lét
hann þó við þetta sitja en fór
strax að smíða áhöld fyrir vænt-
anlegan leikvöll. Hann fékk
hreppsnefndina til að taka málið
að sér og leið ekki á löngu að leik-
völlurinn var fullgerður og búinn
öllum þeim tækjum, eins og Aðal-
steinn hafði hugsað sér hann. Sá
hann um framkvæmdir og áhöldin
smíðaði hann sjálfur að mestu.
Leikvöllurinn þótti hinn prýði-
legasti og er mikið notaður. Leik-
vallargerð Aðalsteins hefur verið
tekin upp á öðrum stöðum."
Svo sem sjá má af frásögn
Gunnars vann Aðalsteinn ótrauð-
ur að brautryðjendastarfi sínu á
vettvangi starfsíþrótta.
Þótt stundum hafi svarrað á
súðum hefir Aðalsteinn jafnan
haldið fleyi sínu heilu til hafnar.
Æðruleysi hans og gamansemi
verið honum styrkur í stríði.
Hagmæltur er Aðalsteinn og
kann vel að koma fyrir sig orði. A
árum síldarleysis kvað hann:
Örtröð herjar íslands ströndu
er ei lengur gródavon
sér nú enga síldarbröndu
sjálfur Oskar llalldórsson.
í vísnasamkeppni er Sveinn
Ásgeirsson gekkst fyrir í útvarpi
fyrir allmörgum árum hlaut Aðal-
steinn verðlaun fyrir botn sinn í
samkeppni í Keflavík. Þeir snill-
ingar höfðu marglýst eftir vísu-
botni en engan fengið verðan
launa fyrr en Aðalsteinn sendi
sinn.
Verðlaunabotn:
Þig ég biö um hjarta o« hönd,
heit er ást í mínum barmi.
Hrosa vid oss blómskrvdd lönd,
blítt ég vef þig mínum armi.
Aðalsteinn kvæntist æskuvin-
konu sinni, Halldóru Sigfúsdóttur.
Leiðir þeirra skildi. Dóttir þeirra
er Hanna, gift Val Fannar gull-
smið. Seinni kona Aðalsteins var
Ásthildur Briem. Þau slitu sam-
vistir. Aðalsteinn dvelst nú að
Dalbraut 21. Hann verður fjarver-
andi á afmælisdaginn.
P.P.
Snart er det höst
eftir Björk Vik
Erlendar
bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Björg Vik er án efa meðal at-
hyglisverðustu og beztu höfunda
Noregs nú. Landar hennar hafa
sýnt henni margs konar viður-
kenningu, hún fékk nýverið
Cappelen-verðlaunin og nýjasta
bók hennar „Snart er det höst“
var útnefnd af hálfu Noregs til
bókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs. Ég er efins í að bækur
eftir Björg Vik hafi verið þýddar
á íslenzku, minnist þess satt að
segja ekki, en Þjóðleikhúsið
sýndi leikrit eftir hana fyrir
nokkrum árum.
I bókinni „Snart er det höst“
eru átta smásögur og einkennast
allar af mjög næmri innsýn í
sálariíf fólks og leikni hennar að
koma efninu til skila er svo
snjöll, að unun er að lesa á
stundum. Einhvern tíma heyrði
ég vísan mann vera að lýsa því
hvernig ætti að skrifa smásögu,
á hverju ætti að byrja og hvern-
ig ætti að „raða upp“ atburðum
og hlutum og síðast en ekki sízt
persónum, áður en nokkuð mætti
fara að gerast. Það er öldungis
eins og Björg Vik hafi lögmál
smásögunnar svo gersamlega á
valdi sínu að hvergi skeikar. Og
þó að hún ráði yfir þessari tækni
er auðvitað ekki þar með sagt að
úr sögum hennar yrðu jafnfögur
listaverk og raun ber vitni, ef
hún væri ekki íhugul, ritfær og
næm. Þetta helzt allt í hendur og
nýtur sín í hverri sögunni af
annarri. Mér fannst hið hraða
tempó í fyrstu sögu bókarinnar
„Amandabakken“ dálítið sér-
kennilegt og óþægilegt; fannst
vanta einhverja mýkt. En þegar
á bókina líður fer lesandinn að
skilja og skynja betur, að allt er
þetta með ráðum gert. Allar sög-
urnar hafa þann grunntón að
það er kúnst að verða gamall, án
þess að glata reisn og kæríeika.
Og samskiptin í hjónabandi?
Ætli við þekkjum aldrei hvert
annað? Og ef ekki, langar okkur
þá til að kynnast? Og þorum við
að treysta stálpuðum börnum
okkar til að fóta sig áfram í til-
verunni? Sagan „Ung gutt i mot-
lys“ fjallar um þetta efni frá
báðum hliðum og er afskaplega
vel gerð.
Mannlegt innsæi og lofsvert
jafnvægi milli efans og bjartsýn-
innar, kulda og hlýju. Styrkur
Bjargar Vik liggur ekki í dýpt
mannlýsinga hennar, heldur
augljósum skilningi á flóknum
mannlegum samskiptum.