Morgunblaðið - 11.02.1983, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 11.02.1983, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983 33 Hólabrekkuskóli er nógu stór Saltfiskstæður, en nokkur vandamál komu upp á slðasta ári vegna útflutts saltfisks. Mikið hefur verið rætt um meðferð fisks, bæði um borð í fiskiskipum og vinnslustöðvum og eru menn sammála um að úrbóta sé þörf, en treglega hefur gengið að samræma aðgerðir. skammtíma sjónarmiða sem hafa stórskemmt fyrir okkur. Við þurf- um opinbera gæðastefnu sem ger- ir ráð fyrir að fiskur sem kemur að landi í 3, flokks ástandi súr, úldinn eða þunnildabrunninn skuli gerður upptækur á sama hátt og undirmálsfiskur. Opinbera gæðastefnu sem gerir ráð fyrir að veiðiskip sem stunda það að rýra verðgildi ört minnkandi fiskstofna með slæmri meðferð hráefnis verði kyrrsett um lengri eða skemmri tíma. í staðinn fyrir skyndiáhlaup þurfum við markvissa gæðastefnu SH sem húsin geta haft að leið- arljósi og það þarf að hjálpa þeim að byggja upp innri gæðastýringu sem gerir ráð fyrir að þau geti sjálf verið ábyrgari fyrir eigin framleiðslu en þau eru í dag. Hugmyndin um opinberan gæða- stjóra í hvert hús er komin til af því að verkstjórar hafa ekki þótt rækja starf sitt nógu vel hvað varðar gæðastjórn. Til að leysa þetta vandamál þurfum við frekar að gefa meiri gaum að verkstjóra- starfinu sjálfu. Verkstjórar frysti- húsanna eru alltof fáliðaðir og ekki nægilega menntaðir miðað við þær kröfur sem gerðar eru til okkar í dag. Það vantar tvímælalaust fleiri verkstjóra í húsin með ákveðna hlutverkaskiptingu á milli þeirra. Þannig á hver verkstjóri að vera gæðastjóri sinnar deildar og yfir- verkstjóri og/eða framleiðslu- stjóri gæðastjóri og opinber mats- maður frystihússins. Ég held að verkstjóri sem hefur ekki tök á að fylgjast með gæðum framleiðsl- unnar sé einnig kominn í sjálf- heldu með verkstjórnina að öðru leyti. Það þarf að skilgreina betur hvað átt er við með verkstjórn í frystihúsi og skapa verkstjórum skilyrði til að sinna starfi sínu eingöngu og ofhlaða þá ekki öðr- um störfum. En umfram allt verðum við að gefa meiri gaum því fólki sem vinnur beint við framleiðslu því þjálfað og vel upplýst starfsfólk er forsendan fyrir betri og varan- legri gæðum. — eftir dr. Braga Jósepsson Fyrir nokkrum dögum, eða nán- ar tiltekið 2. febrúar sl., birtist í Morgunblaðinu greinarkorn eftir Sigurjón Fjeldsted, skólastjóra Hólabrekkuskóla. Greinin bar yf- irskriftina „Er Hólabrekkuskóli í Breiðholti of stór?“, en tilefni greinarinnar, að því er skólastjóri segir, er bókun sem ég lét gera í fræðsluráði 3. janúar, þegar sam- þykkt var, að fara þess á leit við borgarráð að hefja byggingu III. áfanga Hólabrekkuskóla. Þá er einnig vitnað í viðtal við mig, sem birtist í Alþýðublaðinu 27. janúar sl. Ég skal strax viðurkenna, að ég finn afskaplega litla hvöt hjá mér til þess að standa í skriflegum orðaskiptum við Sigurjón Fjeldsted, þar sem við sitjum and- spænis hvor öðrum á fundum fræðsluráðs nær vikulega allt árið um kring og höfum þar að auki nægan tíma til að skiptast á skoð- unum, sem við reyndar oft gerum. Auk þessa hef ég lúmskan grun um að hugmyndir okkar Sigurjóns fari þó nokkuð saman, að því er varðar skipulag, rekstur og stjórn skóla. Þúsund barna skólar of stórir Það skiptir vissulega máli í þessari umræðu að Sigurjón Fjeldsted er einmitt skólastjóri í þessum umrædda, þúsund barna skóla. Og það er ekkert óeðlilegt þótt bóndinn í Hólabrekku telji sér skylt að taka upp hanskann til þess að réttlæta áframhaldandi stækkun á búgarðinum. Þau rök Sigurjóns og meirihluta fræðsluráðs, að nauðsynlegt sé að stækka Hólabrekkuskóla vegna þess að það hafi verið gert ráð fyrir því í upphafi finnst mér í meira lagi léttvæg. í fræðsluráði var þeim rökum mjög haldið fram, að fráleitt væri að hætta við fram- kvæmdir þar sem búið væri að eyða miklum tíma og kosta miklu fé í það að teikna fyrirhugaða viðbyggingu. Sannleikurinn er einmitt sá að fræðsluráðsmenn eru í grundvall- aratriðum sammála um að þúsund barna skóli sé of stór. Þeir eru sammála um að nauðsynlegt sé að marka nýja og breytta stefnu í skólabyggingamálum og stefna að sveigjanlegu skólastarfi og minni skólum. En hvers vegna vilja þess- ir menn þá halda áfram að byggja stóra og þunglamalega stein- kassa? Astæðan er sú, að þetta margumtalaða bákn okkar er svo seint að taka við sér. Ákvarðanir, sem teknar voru fyrir rúmum ára- tug um stærð skólabygginga eru látnar standa ef þess er nokkur Bragi Jóseps-son Bókun Braga Jóseps- sonar í fræösluráði Reykjavíkur í umræö- um um byggingu III. áfanga Hólabrekku- skóla. í umræðum um skólabygg- ingar á undanförnum árum hefur oft verið vikið að því hér í fræðsluráði að óráðlegt sé að byggja mjög stóra skóla. Þótt flestir eða allir séu sammála þessu sjónar- miði er augljóst að raunveru- leg stefnubreyting hefur ekki átt sér stað. Fyrirhuguð stækkun Hólabrekkuskóla staðfestir það. Þótt ákveðið hafi verið á sínum tíma að reisa mjög stóran skóla, þar sem nú er Hólabrekkuskóli, er það skoðun mín að enn sé tími til að staldra viö og taka byggingarmál skólanna til gagngerrar endurskoðunar. Ég tel að hægt sé að leysa tímabundna þörf fyrir aukið skólarými í Breiðholti III á annan og hagkvæmari hátt en með því að stækka Hóla- brekkuskóla eins og hér er gert ráð fyrir. Ég mun því greiða atkvæði gegn tillög- unni um stækkun Hóla- brekkuskóla. kostur. Menn velta fyrir sér nýj- um hugmyndum um létt og ný- tiskuleg skólahús en halda samt áfram að endurtaka sömu vitleys- urnar aftur og aftur. Þad eru til betri lausnir Ég hef margoft haldið því fram að hægt sé að byggja mun hent- ugra og snotrara bráðabirgða- húsnæði en nú er gert. Færanlegu kennslustofurnar okkar eru svo sannarlega ekki vísbending um snilligáfu íslenskra arkitekta. Þær eru dæmigert bráðabirgðahúsn- æði og ekkert fram yfir það. Þær gætu huganlega hentað hermönn- um eða flóttamönnum, en sem skólahúsnæði eru þær af lægstu gráðu. Eins og þegar hefur komið fram er ég mótfallinn stækkun Hóla- brekkuskóla. Ég er þeirrar skoð- unar að hægt sé að leysa tímab- undna húsnæðisþörf skólans með færanlegum kennslustofum, sem yrðu hannaðar á smekklegri og hagkvæmari hátt en gert hefur verið. Þá hef ég einnig bent á þann möguleika, að kennslu yngstu barnanna verði komið fyrir ann- ars staðar í hverfinu og hefur Sig- urjón Fjeldsted sjálfur gert til- lögu um slíka lausn. Á næstu árum má gera ráð fyrir miklum umræðum um skipulag skólahverfa og byggingu nýrra skóla. Aukin starfsemi foreldrafé- laga mun án efa verða til þess að efla áhuga almennings á skóla- málum og uppeldi barna og ungl- inga almennt. Þetta er þróun sem er af hinu góða. Það er því mikil- vægt að þeir sem fara með stjórn skólamála hlusti eftir ábendingum frá fólkinu sjálfu en hengi sig ekki í snöru gamalla ákvarðana. Léttbyggingar henta vel Fyrir nokkrum árum, þegar ég starfaði sem deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, sællar minningar, var mér einu sinni boðið að líta á heljarmikinn hús- grunn, sem búið var að steypa suð- ur í Krísuvík, þar sem nú heitir Krísuvíkurskóli. Ég lagði þá til að keypt yrði sprengiefni og sett í grunninn áður en lengra yrði haldið. Þótt hér sé ólíku saman að jafna er það staðföst skoðun mín að bygging III. áfanga Hólabrekku- skóla sé ekki hagkvæm lausn; í fyrsta lagi vegna þess að skólinn er þegar orðinn nógu stór, og í öðru lagi vegna þess að fyrirhuguð bygging er ekki hönnuð með hliðsjón af þeim hugmyndum sem nú ber hæst um gott og hentugt námsumhverfi. 1 dag er mikil áhersla lögð á einstaklingsbundna kennslu og sveigjanlegt skóla- starf. Að sjálfsögðu má gera ýmsa góða hluti í óhentugu húsnæði. En svona húsnæði, sem þótti til fyrir- myndar fyrir 10—15 árum, er það ekki lengur. Húsin eru of þung og gefa ekki nægilega mikla mögu- leika til breytinga. Við eigum því að beina athygli okkar að léttum byggingum og vinna af meiri al- vöru með arkitektunum en við höfum oftast gert til þessa. Rallað á vélsleðum á Dalvík Dalvík, 9. fehrúar. HJÁLPARSVEIT skáta á Dalvík fyrirhugar að halda vélsleðarall hinn 20. febrúar næstkomandi á og við Hrísatjöm á Dalvík. Staðurinn hent- ar vel til lagningar brauta, sem vél- sleðamenn munu reyna við. Þetta verða tímabrautir með refsistigum og sérþrautum og jafnvel verður lögð spyrnubraut. Á Norðurlandi er sleðaeign tölu- verð og nota menn sleðana til ým- issa hluta. Ætti þessi keppni að verða kærkomið tækifæri fyrir vélsleðamenn að sýna hæfni sína og þreyta kapp hver við annan og klukkuna. Hjálparsveitin væntir góðrar þátttöku víðs vegar af landinu, en tilkynna verður þátt- töku fyrir 15. febrúar til Aðal- steins Haukssonar næstu kvöld. Vonast hjálparsveitin til að sem flestir Dalvíkingar og nágrannar Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi fréttatilkynning frá Musira Nova um vetrarstarf félagsins: „Musica Nova er að hefja undir- búning vetrarstarfsins 1983—84. í ráði er að félagið gangist fyrir pöntun fjögurra nýrra tónverka. Hljóðfæraleikarar og söngvarar jafnt einstaklingar sem hópar, komi og horfi á spennandi keppni um leið og þeir styðja við bakið á Hjálparsveit skáta á Dalvík. — Fréttaritarar eiga þess kost að panta verk hjá ákveðnu tónskáldi, og mun dóm- nefnd velja úr þeim pöntunum sem berast. Ætlunin er að þau verk sem fyrir valinu verða, verði frumflutt á tónleikum Musica Nova næsta vetur. Umsóknar- eyðublöð eru fáanleg í ístóni, Freyjugötu 1, Reykjavík. Skila- frestur er til 1. mars 1983.“ Vetrarstarf Musica Nova

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.