Morgunblaðið - 11.02.1983, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983
Jón Þ. Árnason:
Lífríki og lífshættir LXXXVI
Spurningin er: Hver treystir sér tii að kenna
flokksmálamönnum Vesturlanda, að stjórn-
mál ættu að vera stríð í þágu lífverndar — /
krafti vopnavalds, þegar nauðsyn krefur?
Mannkynssagan er auðug af ít-
arLegum dæmum og lærdómsrík-
um fróðleik um þróttmiklar þjóð-
ir og kynkvíslar, sem dirfska,
hreysti og hamingja gáfu að rísa
til drottnunar yfir samtíð og
samferðafólki. Þær þroskuðust
til menningar og mennta og vís-
inda um lengri eða skemmri
tíma, en urðu síðan tómlæti, úr-
kynjun og hnignun að bráð.
Án nokkurs efa má telja full-
víst, að núríkjandi vesaldóm
vestrænna þjóða megi að mestu
rekja til þess, hversu kærulausar
þær hafa verið um að hlynna að
eigin arfleifð og ræktun þjóðlegr-
ar söguskynjunar síðan vélatrú,
peningahyggja og jöfnunardel-
irium myrkvuðu lífsýn þeirra
þær urðu því niðurlútar og tóku í
sífellu að góna niður til vinstri.
Hörmulegt
sólarlag
Á gildi sögunnar hafði Platón
lagt þunga áherzlu. Hann brýndi
fyrir lærisveinum sínum, að eng-
in vísindi væru hugsanleg nema
þau létu sig varða fortíð og fram-
tíð viðfangsefnisins. Um aldir
var þetta ekkert álitamál. Undir
kenningu Platóns í þessu efni tók
bandaríski heimspekingurinn
spænskættaði George Santayana
(1863—1952), um 2.300 árum síð-
ar, er hann komst þannig að orði:
„Þeir, sem ekki gefa gaum að
lærdómum sögunnar, hafa með
því dæmt sjálfa sig til að þola, að
hún gangi yfir sig á ný.“
Himinhátt yfir öll önnur stór-
veldi fornaldar gnæfði Imperium
Romanum, rómverska heims-
veldið. Fyrir nálægt 2.000 árum
varpaði herstyrkur og stjórn-
vizka Rómverja birtu yfir megin-
hluta hins siðmenntaða heims,
og hennar hafa kynslóðir eftir
kynslóðir á Vesturlöndum notið
um aldaskeið síðan. Aldrei áður
hafði þekkzt voldugra heims-
veldi. Traustasta burðarstoð þess
lengi vel var sóknfúsasti, víg-
djarfasti og vopnfimasti her, sem
hvergi átti sinn líka, og aldrei
minnkaðist sín fyrir að vera
gæddur tiginmannlegum stríðs-
menningaranda.
Rómversk stórfylki stóðu föst-
um fótum, ævinlega í viðbragðs-
stöðu, norður í Englandi og suður
í Egyptalandi, þau örkuðu í
skrúðfylkingum fram og aftur
um Spán í vestri og ógnuðu Asíu
í austri.
En fyrir röskum 1.500 árum,
svo að segja á einum ólánsdegi,
var öllu lokið, fáein þúsund ger-
manskra hermanna nægðu til að
knésetja rómversku herina og
leggja ríkið í rústir.
Meginástæða: Rómarveldi var
orðið að vinstraríki, „velferðar-
ríki“. Draumur alþýðu um ókeyp-
is brauð og leika hafði rætzt. En
eins og ávallt, þegar lýðurinn fær
allt fyrir ekkert, þegar iðjuleysi
og hóglífi verður honum kærara
en agað vinnulíf og vakandi þjóð-
ernistilfinning, þá liggur hann
sjálfum sér samdauna í sósíal-
isma. Og þegar síðan þar við
bætist, að yfirstéttin hefir látið
lýðvammirnar menga blóð sitt,
jafnvel tekið ástfóstri við ósóm-
ann, getur enginn mannlegur
máttur hindrað lokasigur
vinstriandans.
Hnignun og upplausn róm-
verska hersins hófst fyrir alvöru
um miðja 4. öld e.Kr. Á sama
tíma og fjandmannaliðssveitir
Gota og Vandala bjuggust til
árásar á Róm, héldu flokksmála-
menn höfuðborgarinnar margar
og langar og lýðræðislegar ræður
um tilgang og tilgangsleysi her-
varna. Kristilegir heimspekingar
kröfðust „spennuslökunar",
„aukinna menningarsamskipta“
og „friðar umfram allt“. Róm-
verski kirkjufaðirinn og biskup-
inn Ambrosius (340—397) lýsti
hugarfarinu með þessum orðum:
„Enginn lítur nú lengur á her-
þjónustu sem þegnlega skyldu,
heldur eins konar þrældóm. Allir
reyna að komast undan henni."
Þá var nagaö
og nagað
í byrjun 5. aldar hafði frið-
arprestum tekizt að rýra varn-
armátt rómverska hersins niður
að stytta herþjónustutímann til
þess að þeir, sem fram að því
hefðu ógjarnan gegnt herþjón-
ustu, yrðu fúsari til að sinna
skyldu sinni. Summa summar-
um: Her án hernaðaranda —
NATO-viðhorf í Róm.
Um miðbik aldarinnar, þ.e. 5.
aldar, sáu keisarar og senatorar
sér þann kost vænstan að leigja
sér erlenda málaliða í tugþús-
undatali, og frá árinu 450 gegndu
hermenn frá germönsku hlutum
rikisins nær eingöngu herþjón-
ustu í rómverska hernum, en að
sögn ónafngreinds héraðshöfð-
ingja „voru þessir barbarar ákaf-
ari við að ræna borgir ríkisins en
að berjast gegn óvinunum".
Þannig fjölgaði að vísu í hern-
um, en varnar- og baráttuviljinn
var nánast úr sögunni. (NATO
þorir hvorki að koma fyrir nift-
eindasprengjum til varnar í Evr-
ópu né meðaldrægum kjarnorku-
sprengjubúnaði til sóknar af því
að GULAG-böðlar byrsta sig eða
hósta upp úr sér „friðarhreyfing-
um“ á fyrirhuguðum hernáms-
svæðum.)
Sorgarsagan er oft stutt, en að
sama skapi örlagarík. Róm-
versku víglínurnar urðu brátt
þunnskipaðar, virkin gengu úr
us að nafni, er varð einn þolenda
Germana-innrásarinnar, segir
svo frá: „Borgirnar voru enn
hervarnalausar, þegar barbar-
arnir voru næstum komnir í
sjónmál. Engu var líkara en að
verjendur og íbúar vildu deyja.
Því að enginn lagði hið minnsta á
sig til að forðast dauðann."
Þegar kjarkur bil-
ar, er glötun vís
Sumir sagnfræðingar hafa
haldið því fram, að upplausn
rómverska hersins hafi verið ein
helzta orsök hruns Rómarríkis.
Við þá skoðun ætti að vera óhætt
að gera þá athugasemd, án þess
að gerast sekur um framhleypni,
að hermenn einir út af fyrir sig
geta aldrei verið ábyrgir fyrir
tortímingu eigin ríkis, enda hefir
þeirri skoðun verið vísað á bug
með kröftugum rökum af hálfu
eigi ómerkra fræðimanna. Því til
áréttingar skulu hér tekin fáein
ummæli af handahófi:
Rússneski sagnfræðingurinn
og fornminjafræðingurinn
Michael Rostovtzeff kemst að
þessari niðurstöðu: „Við finnum
andblæ þreytu og kæruleysis,
sem ekki aðeins gróf undan
skapnum og úrkynjuninni leik-
sviðið eftir."
Auðvitað má lengi deila um, og
verður ugglaust gert, hver hafi
verið helzta og mesta orsök falls
Rómarríkis. Þar hjálpaðist
margt að, eins og Durant raunar
vekur athygli á. Sagnfræðin tek-
ur enda allan efa af um það, að
dauðamein hins glæsta heims-
veldis voru af nauðalíkum toga
og þau, sem nú eru komin lang-
leiðina með Vesturlönd á graf-
arbakkann, að mestu vegna til-
verknaðar og áhrifavalds Banda-
ríkjamanna.
Einnig þá, í upphafi endaloka
Rómarríkis, ríkti og dafnaði leti
og lausung, verðbólga og verð-
lagskukl, siðspilling og blóð-
mengun, vinnusvik og launaokur,
frjálslyndi í uppeldis- og
menntamálum og því upplausn
fjölskyldulífs og slökun foreldra-
valds, dekur við utangarðsfólk og
lausatök á glæpalýð, ofboðsleg
skrifræðisþensla { kjölfar síauk-
innar framfærslubyrði og fyrir-
greiðslupots; allt afleiðingar
þverrandi þjóðerniskenndar og
kynþáttarstolts, sérgæzkan nag-
aði þjóðarhag niður á klöpp.
Þá, alveg eins og nú, hrósaði
vinstrimennskan sigri. Róm féll
af því að Róm var innanrotin,
A 3. öld var Róm háborg vestrænnar
menningar.
Síðan Róm lagðist niður hafa menningarminjar
hennar einkura þjónað ferðaútvegi.
Caligula biður að heilsa
Framtíð Rómarríki Úr barbaríi
úr skauti kafnaði 1
fortíðar/ í „velferð‘7 décadence.
í 15.000 vígfæra hermenn. Til
samanburðar er ómaks vert að
rifja upp, að á ríkisstjórnarárum
Konstantíns keisara mikla
(324 -337) hafði hann 900.000
hermenn í 75 herfylkjum undir
vopnum. Fækkun um 885.000
hermenn á 100 árum hlýtur að
mega teljast ásjálegur árangur
„friðelskandi" fólks, og sennilega
sambærilegur við landráðaiðju
sams konar hópa á Vesturlönd-
um síðan NATO var timbrað
saman.
Og einnig á hnignunarskeiði
Rómarríkis, alveg eins og á nú-
líðandi uppgjafarskeiði NATO-
þjóða, voru uppi herfræðingar,
sem reistu allt sitt varnarvit á
vélatrú. Á þessum árum lagði
rómverski hernaðarsérfræðing-
urinn Vegetius til að leggja bæri
kapp á „að vélvæða herinn", með
það fyrir augum að spara mann-
afla. Auk þess taldi hann ráðlegt
sér og iandamæragæzlan glataði
heraga; hermennirnir lögðust í
drykkjuskap, kynvillu og annað
fúllífi, sem Germanir ýttu undir
eftir mætti að sögn Tacitusar í
„Germaniu" sinni. (Rússar fagna
líka mjög framgangi frjálslyndis
og jöfnunarsýki, upplausn fjöl-
skyldulífs og gusugangi kyn-
frjálsra kvenmanna á Vestur-
löndum, og brýna ákaft fyrir
NATO-þjóðum að losa sig fyrir
alla muni við „kynþáttafor-
dóma“. Og lái þeim hver sem
vill.)
Þegar síðan Germanir hófu
sókn sína yfir Rín og Dóná, og
þar með sigurför sína yfir Róm-
arríki, mættu þeir varla umtals-
verðri mótspyrnu (sérfræðingar
NATO telja sennilegast, að Rauði
herinn þurfi heila 2 sólarhringa
til að komast á bakka Rínar).
Forseti héraðsstjórnarinnar í
Massilia (nú Marseille), Salvian-
menningu ríkisins, heldur einnig
stjórnskipaninni, stríðsmætti
þess, efnahagsvelmegun þess.“
Golo Mann, einn þekktasti
sagnfræðingur Vestur-Þýzka-
lands, segir: „Róm féll sökum
þess að leiðtogar hennar gerðust
þreyttir, borgarar hennar hurfu
inn í skel sína, einangruðu sig,
misstu kjarkinn, brugðust."
Og hinn heimsfrægi, banda-
ríski menningarsögufræðingur,
William James Durant, er lézt 96
ára að aldri í Kaliforníu hinn 7.
nóvember 1981, skrifaði: „í þess-
um skelfilega tortímingarharm-
leik stórfenglegs ríkis fóru innri
orsakir með hlutverk dulinna
leikara; barbararnir ruddust að-
eins inn fyrir, þar sem þrekleysið
hafði þegar opnað gáttir og þar
sem skipbrot hinnar líffræðilegu,
siðferðilegu, efnahagslegu og
stjórnskipulegu hæfni ríkisins
hafði látið stjórnleysinu, skræfu-
hún hafði svelgt sér til óbóta af
kaleik „velferðar" og öðru lífs-
ógeði, hún „nennti ekki lengur að
lifa/lagðist því niður og dó“, eins
og segir í gömlu kvæði.
Allar gáttir opnar
Vesturlandaþjóðir, undir for-
ystu Bandaríkjamanna, sem
Clemenceau kvað hafa hoppað úr
barbaríi beint í décadence án
þess að gera stanz í kúltúr, heyra
ekki dauðakvein Rómar, myndu
enda varla skilja þótt skynjuðu
— og telja sér helzt til ágætis að
vera opin fyrir öllu og öllum
nema ákalli sögunnar og lær-
dómum hennar.
Þær karpa þindarlaust um
vinnulaun og vöruverð, en láta
sig þjóðfrelsi og landvarnir litlu
skipta. Þær þrá frið og „velferð“,
en gera sér enga grein fyrir þeim
möguleika, að ekki er alveg víst
að þess yrði langt að bíða, að þær
nytu hvorki friðar né frelsis, ef
vopnabúnaði yrði fórnað til að
áfram verði unnt að kýla vömb
„velferðarríkisins".
Loks virðast þær ekki vita, að
baráttan snýst um vald á fram-
tíðinni, sem sker úr um, hvort
lífið fær lifað. í þeirri baráttu
sigra ekki þjóðir, sem meta „vel-
ferð“ meira en vopn, heldur þær,
sem ávallt eru reiðubúnar til að
þola og þreyja — og fórna, því að
barátta án fórna er óhugsanleg.