Morgunblaðið - 11.02.1983, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983
Heimsbikarkeppnin á skíðum:
Sigurvegarinn
gerði fæst mistök
— yfir 30 stúlkur úr leik í svigkeppninni í Maribor
„Eg gerði nokkur smávægiieg
mistök í keppninni — í báöum
ferðum,“ sagöi Erika Hess, Sviss,
eftir að hafa sigraö í svigkeppni í
heimsbikarnum í fyrradag í Mari-
bor í Júgóslavíu.
Menn voru sammála um aö
varla væri hægt að segja aö sigur-
vegarinn hefði fariö brautina af
Luscher aftur
á toppnum
Peter Luscher, Sviss, er nú aft-
ur orðinn efstur í stigakeppninni
um heimsbikarinn á skíðum eftir
að hafa sigrað í risastórsvigi í
Garmisch Partenkirchen í Þýska-
landi í fyrradag. Var það fyrsta
keppnin í heimsbikarnum sem
fram hefur getað farið í Þýska-
landi í vetur en þar hefur verið
mjög snjólítiö hingað til.
Samanlagöur tími Luschers var
1:36.45. Annar var landi hans
Pirmin Zurbriggen á 1:36.65. Eftir
keppnina er Zurbriggen kominn í
þriöja sætiö í stigakeppninni, er
meö 138 stig, Phil Mahre er annar
meö 146, en Peter Luscher er efst-
ur sem fyrr segir meö 160 stig.
mestri leikni — heldur hefði hún
gert færri mistök en keppinautar
hennar. Yfir 30 stúlkur luku ekki
keppni, en aðstæður voru mjög
erfiöar. Veöur var ekki heppilegt,
þar sem þoka lá yfir svæöinu og
einnig snjóaði á meöan á keppn-
inni stóö, og brautin sem notuð
var í fyrri ferðinni þótti verulega
erfiö yfirferöar.
• Peter LUscher
„Akveðin í að halda
titlinum“
„Þessi sigur sannar aö ég er á
batavegi eftir aðgeröina á hnénu,“
sagöi Hess, en hún var skorin upp
í sumar. Hess er aöeins tvítug aö
aldri og sigraöi í heimsbikarnum f
fyrra. „Nú er ég ákveöin í því aö
halda heimsmeistaratitlinum,"
sagöi hún í samtali viö AP.
Hanni Wenzel, Liechtenstein,
sagöi aö hún væri „mjög ánægö“
meö sinn árangur, en hún varö í
ööru sæti. „Ég er að komast aftur í
góöa æfingu — þaö er þaö sem
máli skiptir," sagöi hún og var
greinilega aö hugsa um Ólympíu-
leikana í Sarajevo á næsta ári. Hún
vann tvö gull á leikunum 1980.
Samanlagöur tími Eriku Hess
var 1:42,96, Hanni Wenzel fór á
1:42,96, og þriðja var Anni Kron-
bichler, Austurríki, á 1:43,10. Hess
er nú í efsta sæti í stigakeppninni í
svigi meö 90 stig og Hanni Wenzel
er önnur meö 87 stig. í Þessari
keppni komst hún upp fyrir bæöi
Tamara McKinney, Bandaríkjun-
um, og Maria Rosa Quario, Italíu,
sem duttu báðar í fyrri ferðinni.
Wenzel efst í
stigakeppninni
Hanni Wenzel, Liechtenstein, er
nú í efsta sæti samanlögöu stiga-
keppninnar með 170 stig, Tamara
McKinney, Bandaríkjunum, er
önnur meö 162 og Erika Hess er
þriöja meö 160 stig.
• Jimmy Connors (t.v.) og Maria Navratilova voru kosin bestu tennis-
leikarar í heimi á síðastliðnu ári. Eru þau auðvitað mjög vel að þeim
heiöri komin. Connors sigraði t.d. bæði á Wimbledon og á Opna
bandaríska meístaramótinu, og Navratilova á Wimbledon og Franska
meistaramótinu. Connors hefur lengí staðið í eldlínunni og undanfarin
ár veríð einn sá besti í heimi. John McEnroe var „sá besti í heimi“ í
hittiðfyrra, en nú var Connors sem sagt útnefndur. Navratilova hefur
einnig verið á meðal þeirra bestu í mörg ár, en hún er frá Tékkó-
slóvakíu.
Connors og
Navratilova
best í heimi
Jímmy Connors og Maria Navr-
atilova voru í gær útnefnd heims-
meistarar í tennis af alþjóðasam-
bandinu. Hlutu þau titlana fyrir
„yfirburði í veigamestu mótum
íþróttarinnar".
Connors, sem sigraöi bæöi á
Wimbledon og Opna bandariska
meistaramótinu, telst því besti
tennismaður í heimi í staö John
McEnroe, sem útnefndur var í
fyrra, og Navratilova, sem sigraöi á
Wimbledon og Franska meistara-
mótinu, er talin besta konan. Tek-
ur hún viö heiörinum af Chris Evert
Lloyd.
HSÍ efnir til
happdrættis
— aðeins 1000 miðar gefnir út
— Ferð handknattleikslandsliös-
ins til Noröurlandanna var mjög
kostnaöarsöm. Og framundan er
stórt verkefni, B-keppnin í Hol-
landi. Það lætur nærri að þessi
tvö verkefni munu kosta HSÍ i
kringum átta hundruð þúsund
krónur. Þessir peningar eru ekki
til í sjóöi hjá HSÍ og því hefur
stjórnin ráðist í það verkefni að
fara af stað með happdrætti,
sagöi Júlíus Hafstein formaður
HSÍ á blaðamannafundi í fyrra-
dag. HSÍ mun aöeins gefa út 1000
miöa. Vinningar eru 10 sólar-
landaferðir með Samvinnuferö-
um Landsýn, að verðmæti 20.000
krónur. Hver miði kostar 1000
krónur. Á næstunni mun ein-
staklingum og fyrirtækjum verða
sendir miðar og er þaö von HSÍ
aö velunnarar handknattleiksins
taki því vel og styrkji landsliöið í
þeim undirbúningi sem þegar er
hafin. Þá er hægt að hafa sam-
band við skrifstofu HSÍ í Laug-
ardal og fá heimsenda miöa.
— ÞR.
• Ágúst Þorsteinsson
• Ingemar Stenmark hefur ekki gengið allt of vel aö undanförnu
en hann var í ellefta sæti í risastórsvigskeppninni í Garmisch
Partenkirchen í Vestur-Þýskalandi í fyrradag. Þessar myndir voru
teknar af Stenmark á dögunum er hann keyröi út úr brautinni og
er hann aö vonum ekki allt of hress með sjálfan sig.
Agúst keppir í
maraþonhlaupi
„EG VEIT i sjálfu sér ekkert hvaö
ég er að leggja út í, en ég hef æft
vel í vetur og vonast bara til aö
komast í gegn og standa mig
vel,“ sagði Agúst Þorsteinsson
langhlaupari úr UMSB i samtali
við Mbl. í gær. Ágúst stundar æf-
ingar og nám í háskólanum í
Austin í Texas í Bandaríkjunum,
en um aðra helgi keppir hann í
maraþonhlaupi í Houston. Er þaö
í fyrsta sinn sem Ágúst leggur til
atlögu viö þá vegalengd.
„Þaö hefur gengiö vel hjá mér í
vetur, ég hef hlaupiö frá 110 til 200
kílómetra í viku hverri í allan vetur
og hef upp á síökastiö reynt að
undirbúa mig sérstaklega fyrir
hlaupiö. Ég er sæmilega ánægöur
meö æfingarnar, hef sloppiö vel i
gegnum allt þetta álag og vonast
til aö ná um 2:25 klukkustundum.
Nú er bara aö vona aö aöstæöur
veröi góöar, ekki of mikill hiti,“
sagöi Agúst.
Ágúst sagöi aö hlaupaleiöin yröi
hagstæð, engar mishæöir sem
kynnu aö draga þrek úr hlaupurun-
um. Hann sagöi aö hlaupiö heföi
unnist á 2:12 stundir í fyrra og
kvaöst búast viö aö nóg yröi af
hlaupurum viö sitt hæfi til aö etja
kappi viö.
„Þetta leggst bara vel í mig og
ég vonast til aö standa mig vel.
Þaö kemur svo í Ijós hvort ég gef
mig aö þessari keppnisgrein eöa
haldi mig viö brautarhlaupin,"
sagöi Agúst aö lokum.
— ágás.