Morgunblaðið - 03.03.1983, Page 27

Morgunblaðið - 03.03.1983, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1983 27 Verðkönnun eða verðblekking? Neytandinn hefur síðasta orðið Athugasemd við auglýsingu Dagblöð eru sjálfsagt ekki vett- vangur málareksturs um ólögmæta viðskiptahætti, en vegna auglýsingar frá Samvinnuferðum-Landsýn, sem tvívegis hefur birzt í Morgunblaðinu og augljóslega er gerð í því skyni að valda Ferðaskrifstofunni Útsýn tjóni og gera viðskipti hennar tortryggi- leg, óskar Útsýn birtingar á eftirfar- andi athugasemd. Eftir því sem áætlun Samvinnu- ferða-Landsýnar gefur til kynna, virðist það fyrirtæki aðeins hafa á boðstólum eigin leiguflugsferðir á einn stað í sólarlöndum, þ.e. Rim- ini, þó með millilendingu í nokkr- um ferðum fyrir farþega til Porto- ros, en Útsýn býður sólarlanda- ferðir til Portúgal, Torremolinos, Marbella, Mallorca og Italíu. Sam- anburður á verðskrám erlendra ferðaskrifstofa bera með sér, að Rimini er verðflokki lægri en flestir aðrir sólbaðstaðir Evrópu og fara þá gæðin venjulega eftir því. Hvað S.L. telja „eðlilegan fjölda í íbúð“ og „sambærilegt að gæðum“, er þeirra eigið mat og ekki endilega einhlítt eða trúverð- ugt fremur en aðrar tölur þeirra, sbr. t.d. „ókeypis flugfar innan- lands“. í svokallaðri „verðkönnun“ eru aðeins teknar tvær tölur út úr verðskrá Útsýnar með 450 mis- munandi verðtilboðum, og miðað við að allir sem ferðast séu fjöl- skyldur, þ.e. hjón með 2 börn, 5 og 9 ára, og aðeins miðað við brott- farir í ágúst! Miðað er við aðeins einn gistimöguleika, þ.e. 3ja her- bergja íbúð fyrir 2 fullorðna og 2 börn. Af auglýsingunni má ráða, að átt sé við Giardino, sem er í Riccione en ekki Rimini og um 1 km frá strönd og borið saman við Lunu hjá Útsýn í Lignano, sem stendur alveg við „gullnu strönd- ina“. Gæði og þægindi fara ekki aðeins eftir herbergjafjölda held- ur fremur búnaði og stærð. Sé miðað við tveggja herbergja álíka stóra íbúð að flatarmáli og þá sem L.S. auglýsa í „verðkönnuninni" er verð þeirra 80 kr. lægra á mann í 3 vikur, eða tæplega 4 kr. lægra á dag. En dettur nokkrum í hug að gera gæðasamanburð á Riccione og Lignano með valdri aðstöðu og fullkomnum búnaði á gististöðun- um Olimpo og Luna með eigin skrifstofu Útsýnar og yfir 30 þjón- ustufyrirtæki á jarðhæð? Útsýn hefur og íslenzkt starfsfólk sem ræstir íbúðir farþega daglega, en hjá S.L. er ræsting einu sinni í viku. Ekki þarf annað en skoða áætlanir beggja fyrirtækjanna, S.L. og Útsýnar, til þess að ganga úr skugga um gæðamun gististaða og fá raunhæfan verðsamanburð. í fyrrgreindri auglýsingu um „verðkönnun" er sagt: „hvergi er reynt að skekkja myndina heldur leitast við að draga upp raunhæf- ar tölur tveggja aðila"! Vísast hér til reynslu almennings og dóm- greindar um sannleiksgildi þess- ara orða, en haldi S.L. áfram upp- teknum hætti að gera „samkeppn- isaðila' tortryggilegan með aug- lýsingum og fölsunum af þessu tagi, áskilur hann sér rétt til að krefjast aðgerða gegn meintum ólögmætum viðskiptaháttum. Samanburðurinn um dönsku sumarhúsin er jafnvillandi og hinn. Hvergi er getið um stærð, staðsetningu né búnað húsanna, en aðeins teknar 2 tölur af mörg- um til samanburðar og þá miðað við minnstu húsin hjá Útsýn, vegna þess að sú tala gefur nei- kvæðan samanburð. öll sumar- húsin, sem Útsýn býður eru sér- stæð og með stórum, vel grónum görðum, garðhúsgögnum, góðum svefnherbergjum, eldhúsi, bað- herbergi, og rúmgóðum stofum. S.L. gleyma gæðasamanburðinum, og minnast hvergi á að sængur- fatnaður, ræsting, rafmagn, hiti og sjónvarp er innifalið hjá Útsýn en ekki hjá þeim, sennilega til að „skekkja ekki myndina"? Þeim sem kjósa að dveljast í sumarhús- um í Danmörku, vill Útsýn að sjálfsögðu veita beztu þjónustu eins og öðrum. En íslendingar þurfa sól, veðursæld og góðan að- búnað í sumarleyfum sínum. Þess vegna leggur Útsýn áherzlu á að koma fólki til suðurlanda og skapa því beztu aðstöðu fyrir lægsta mögulegt verð. Þetta hefur Útsýn leyft sér að kalla „toppferðir með toppafslætti", vegna þess að sparnaður farþegans í slíkri ferð er þeim mun meiri í krónutölu, sem meira er til ferðarinnar vand- að, og hámarks afsláttur í boði miðað við raungildi almenns ferðakostnaðar. Og reyndin sýnir, að Útsýn hefur tekizt þetta í 27 ár. Áfram verður haldið á sömu braut, blekkingarlaust og án árása á samkeppnisaðila, en neytandinn hefur síðasta orðið um hverjir séu trausts verðir. Ingólfur Guðbrandsson. Austurríski blásarakvintettinn. Kjarvalsstaðir: Austurrískir blásarar og íslenzkir á tónleikum Afmælistónleikar verða á Kjar- valsstöðum annað kvöld í tilefni 10 ára afmælis austurríska félagsins Austria. Fyrir hlé leikur austurríski blásarakvintettinn verk eftir Hassler, Farkas, Beethoven, Tak- acs, Fucik, Schickele, Khatcha- turian og Werner Schulze. Austur- ríska blásarakvintettinn skipa: Heidi Bauer flauta, Alfred Hertel óbó, Ewald Wiedner klarinett, AI- ois Schler horn og Werner Schulze fagott. Eftir hlé bætast 6 íslenskir listamenn við hópinn. Saman leika þeir verk eftir Jiri Druzecky, Herbert H. Ágústsson og F. Mend- elssohn-Bartholdy. íslensku blás- ararnir eru: Kristján Þ. Stephen- sen óbó, Sigurður Snorrason klar- inett, Herbert H. Ágústsson horn, Hans Ploder fagott, Björn Árna- son fagott og Lárus Sveinsson trompet. Stjórnandi á tónleikunum er Páll Pampichler Pálsson. Leiðrétting í VIÐTALI við Sverri Hermanns- son um störf Norðurlandaráðs- þings var ranghermt eftir honum, að Pálmi Jónsson landbúnaðar- ráðherra hefði flutt ræðu á þing- inu um varnarmál. Hið rétta er að Olof Palme forsætisráðherra Svía flutti þessa ræðu, sem Sverrir sagði að ekkert nýtt hefði komið fram í um stöðu varnarmála. Biðst Mbl. velvirðingar á þessu mis- hermi. Úrvalsbingó Áskirkju í Sigtúni í kvöld, 3. mars, og hefst kl. 20.30. Húsið opnað kl. 19.30. Stórglæsilegir vinningar. Tvær sólarlandaferöir að andvirði 15.000 hvor. Ein sólarlandaferö aö andviröi 25.000. Flugfarseöill fyrir tvo eftir vali til Kaupmannahafnar, London eöa Lúx aö verömæti 30.000. 10 stykki 10 gíra reiðhjól. 1 vinningur, matur fyrir tvo á Hótel Sögu, Naustinu, Laufás, Pottinum og pönnunni, Svörtu pönnunni, Kokkhúsinu og Loftleiöum. Engin aðgangseyrir Bingospjaldió a kr. 75.- Gunnar Eggertsson hf. Sundagörðum 6, sími 83800. Iðnaðarbanki íslands hf. Laugarnesútibú, Dalbraut 3, sími 85488. YAMAHA E4 EB6Í«T KMSTJANSSON KT CdPIONEER • ý RAFAFL NÝLAGNADEILD Neytondaþ)ónusta - Vlðgarðir Smlðshöfða 6 - Simi 85955 Stá(\I HUSGOGN Olíufélagið Skeljungur h.f. Einkaumboö fyrir ..SHELL" vörur Skúlagötu 61 sími 12987 olis OLÍUVERZUJN ÍSLANDS HF. Frímerkja og myntverslunin Magni Laugavegi 15, sími 23001. /S

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.