Morgunblaðið - 03.03.1983, Side 31

Morgunblaðið - 03.03.1983, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1983 31 Fimir fingur í San Francisco Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson Nafn á frummáli: The Competition. Handrit: Joel Oliansky og William Sackheim. Kvikmyndun: Richard H. Kline. Tónlist: Lalo Schifrin. Leikstjórn: Joel Oliansky. Sýnd í Stjörnubíói. Það er merkilegt hve langar kvikmyndir eru orðnar. Það er varla að maður sjái mynd sem spannar skemmra en 120 mínút- ur. Ég veit ekki af hverju þetta stafar en máski spilar miðaverð inní. Nýjasta mynd Stjörnubíós „Keppnin" er annars dæmigerð fyrir þær myndir sem hafa teygst úr hömlu. Þessi mynd fjallar um hina frægu Hell- mann-píanókeppni í San Fran- cisco, en þar keppa til úrslita tvö ungmenni, Paul Dietrich sem Richard Dreyfuss leikur og Heidi Schoonover sem Amy Irv- ing leikur. Þessi ungmenni eiga það ekki aðeins sameiginlegt að stefna að gullinu heldur fella þau ástarhug hvort til annars. Hér er því um að ræða annars- vegar lýsingu á píanókeppni og hinsvegar er skotið inní smáást- arsögu. Með góðum vilja er hægt að spinna úr slíkum þræði þokkalegustu kvikmynd en eins og áður sagði gæta höfundarnir, Joel Oliansky og William Sack- heim, sín ekki á tímanum. Það teygist fullmikið úr ástaratrið- unum og fyrir bragðið dregur úr þeirri spennu sem fylgir Hellmann-píanókeppninni. Ef skærunum hefði verið beitt af meiri djörfung er ekki að vita nema spennan sem fylgdi þess- ari miklu píanókeppni hefði náð að gegnsýra þau atriði þar sem ástin sat í fyrirrúmi. Það er annars varla að maður trúi því að fólk, sem hefir frá blautu barnsbeini keppt að því Dreyfuss og Irving við píanóið að sigra í keppni sem þessari, sleppi sér lausu á síðasta andar- taki og hverfi á vit Afrodítu. Og þó. Kannski er ekki svo vitlaust að láta þessa píanóþræla hoppa í hvors annars fang rétt fyrir keppnina. Slíkt er kannski bara merki um þá taugaspennu sem ríkir að tjaldabaki. Hitt er svo aftur annað mál að sá sem sigrar í slíkri keppni á vísan frama en hinn sem hlýtur silfur eða brons á vart í annað hús að venda en í tónmenntakennslu. I ljósi þess- arar staðreyndar er samdráttur hinna fremstu meðal keppenda næsta fáránlegur. Hér er raunar um líf og dauða listamanns að ræða. Slík er vitfirringin orðin í heimi listarinnar. Einhvers staðar las ég að virt- ur gagnrýnandi hafi lýst, því yfir á banabeði að tónlistin væri göf- ugust allra lista því hún snerti hjartað beint. Vissulega var ynd- islegt að hlýða á verk stórmeist- aranna flutt í þessari mynd af Symfóníuhljómsveit Los Angel- es undir stjórn Lalo Schifrin og var raunar óþarfi að skeyta inní ástaleikjum og grátsenum til að magna tilfinningaspennu en samt fékk ég hálfgert óbragð í munninn þegar i Ijós kom hve miskunnarlaust stríð lá að baki Hellmann-píanókeppninni. Mér fannst einhvernveginn eins og þetta unga fólk væri nánast þrælar en ekki frjálsir menn. Það virtist ekki tilbiðja lista- gyðjuna af hjartans auðmýkt heidur þann frama sem fylgir snillitökunum. í raun var hér ekki um að ræða djarfhuga lista- menn heldur íþróttamenn þraut- þjálfaða undir keppni. Þetta fólk hefði þess vegna eins getað lagt stund á þrístökk eða bogfimi. Það virtist skipta öllu máli að komast einni áttund framar en hinir. Ég verð að segja að and- rúmsloftið sem ríkti þarna á keppnisstaðnum minnti mig ónotalega á þá stemmningu sem fylgir fimleikakeppni austan- tjalds. En þar er úrval æskunnar leitt saman í einn allsherjar hanaslag. Eins og áður sagði leikur Richard Dreyfuss píanóleikar- ann Paul Dietrich. Dreyfuss er afar metnaðargjarn leikari sem hefur lýst yfir í viðtölum að hann eigi sér þann draum vænstan að ganga inní tragískar persónur á borð við Lé kóng. Hingaðtil hefur kappinn ekki náð að láta ljós sitt skína nema í myndum á borð við „Jaws“ eða „Close Encounters of the Third Kind“ og þarf eitthvað mikið að gerast til að hann nái uppí Lé kóng. Þessi naggur er hæfastur held ég í mafíuhlutverk. Varla get ég hugsað mér hann sem konsertpíarysta. Amy Irving er hins vegar yndisleg stúlka sem vel hefði getað fengist við píanó- nám svona fram að fermingu. Ólíkt betur hefir tekist við val á leikara í hlutverk hljómsveitar- stjórans. Það er nánast einsog Karajan sé ljóslifandi á pallin- um þegar Sam Wanamaker skrýðist tónsprotanum og bregð- ur sér í gervi Erskine hljóm- sveitarstjóra. Maður næstum trúir því að hann gæti stjórnað symfóníunni ef hann væri svolít- ið kurteisari. En það er víst bara úti í hinum stóra heimi að stjörnurnar fá að skína óhikað — hér verða menn að passa sig að skyggja ekki á náungann og skiptir þá ekki máli hvort menn heita Ashkenazy. Meðan ég man, það var aðeins einn píanóleikari nafngreindur í myndinni — Vladimir Ashkenazy. Frá Afengisvarnaráði: Er drykkja heilsuvernd? Að gefnu tilefni vill Áfengis- varnaráð benda á eftirfarandi: Öðru hverju birtast fréttir þar sem niðurstöður sérstakra rann- sókna eru sagðar hafa sýnt að vín- eða öldrykkja sé heilsusamleg á einhvern hátt. — Er þá sjaldnast getið þeirra fyrirvara sem heiðar- hvítur vinnur. „Synd að engin fegurðarverðlaun eru í þessu móti,“ hugsaði ég og hallaði mér aftur í stólnum og naut þess að vera til. En þá þyrmdi yfir mig. Mér hafði orðið á hrapalleg yfir- sjón. 24. — Df4+I! Mér hafði laðst að veita því athygli, að drottningin setur á biskupinn á c4, þegar hún skákar á f4. Að maður skuli eiga þetta til! Nú er skákin jafntefli og hvítur á um tvær leiðir að velja. Önnur þeirra er svona: 25. Dxf4 — exf4, 26. Hd8+ - Kg6 (Kg7??, 27. Bxf8+), 27. Bd3+ - Kf7, 28. Bc4+ jafntefli. Ég valdi hina, þegar ég var búinn að jafna mig að mestu eftir áfallið. 25. Hd2+ — Dxc4, 26. Hd7+ — Ke8. Vitaskuld ekki 26. — Ke6 vegna 27. Dh3+ og mátar. 27. Dxf8+ — Kxd7, 28. I)d6+ — Ke8, 29. Df8+. Hálf lúpulegur bauð ég andstæðingi mínum jafntefli, og var það þegið, enda kemst svartur ekki út úr þráskákinni. — En svona mega „ódauðlegar" skákir ekki enda. legir vísindamenn láta gjarnan fylgja slíkum niðurstöðum. Það atriði, sem þar vegur þyngst, er væntanlega að af hverjum tug manna, sem neytir áfengis, verða tveir háðir því, ofneytendur. Þá er og ljóst að lítt stoðar að komast hjá að veikjast af einum sjúkdómi ákveðinn tíma ef maður andast af öðrum sakir drykkju fyrir aldur fram. Nokkur ummæli þekktra vís- indamanna um þetta fara hér á eftir: 1. William P. Castelli, sem stjórn- aði merkri rannsókn á hjarta- sjúkdómum, sagði á fundi í Hjartavernd Bandaríkjanna (The American Heart Associa- tion): „Er kleift að segja fólki að drekka eitt eða tvö glös og hætta síðan? Ég fæ ekki séð að við megum hvetja nokkurn til að byrja. Sá sem færi eftir þeirri hvatningu gæti orðið ofneyslu að bráð og við þannig brotið niður fjölskyldu hans.“ 2. Mary Jane Ashley, prófessor í læknisfræði við háskólann í Toronto, sótti tveggja daga fund með fremstu hjartasér- fræðingum Kanada og Banda- ríkjanna þar sem farið var yfir öll gögn, sem tiltæk voru, um samband áfengisneyslu og hjartasjúkdóma. í viðtali við The Journal, sem Rannsókna- stofnun Onatrio I áfengis- og fíkniefnamálum (ARF) gefur út, sagði hún: „Heldur mun ég ráðleggja sjúklingum mínum að fara til tunglsins en segjí þeim að drekka einn eða tv< áfengisskammta daglega af þv að ég haldi að það sé hollt fyri hjartað." 3. Blað Hjartaverndar Bandarík; anna, Journal of the American Heart Association, birti í ágúst 1981 langa grein um heilsutjón af áfengisdrykkju. Þar segir m.a.: „Á grundvelli þeirrar vitneskju, sem nú er tiltæk, er sérhver hvatning til áfengis- neyslu í því skyni að minnka líkurnar á hjartasjúkdómum vafasöm. Ef áfengi kynni að hafa einhver jákvæð áhrif á þessu sviði falla þau um sjálf sig vegna annars tjóns sem áfengisneysla veldur." Þessi ummæli voru endurprentuð í fjórðu skýrslu bandaríska heil- brigðisráðherrans til þingsins í Washington. Væri vel ef fjölmiðlafólk hefði þessar aðvaranir í huga. (Áfengisvarnarráð). Höfóar til „fólksíöllum starfsgreinum! JllorgMnWafoib Vestmannaeyingar fæddir 1959 /Etlunin er aö hittast í Reykjavík 13, —14. maí nk. í tilefni af því aö liðin eru 10 ár frá því viö vorum fermd. Vinsamlegast hafiö samband við neðangreinda aðila fyrir 15. mars nk. Gunnar Þorsteinsson s. 38041, Anna S. Karlsdóttir sími 98-1688, Marta Jónsdóttir simi 98-2192 og Sól-. veig Arnfinnsdóttir sími 98-1769. Blaóbuióarfólk óskast! Austurbær Vesturbær Kópavogur Flókagata 1—51. Granaskjól Hrauntunga Bólstaöarhlíö 1—39 Ljósmyndarinn Emile Zola Ljósmyndasýning aö Kjar- valsstöðum 26. febrúar — 8. marz. Oþin daglega kl. 14.00—22.00. Aðgangur kr. 40. Heimildarmyndir um franska Ijósmyndun sýndar daglega kl. 18.00—22.00. Aðgang- ur ókeypis. Ljósmyndasafniö hf., menningardeild franska sendiráösins. MARK II + ECONO MIX hækkar oktangildi bensíns og eykur vélarorkuna. újjjjgi HABERG ht Skeifunni 3e. Sími 84788

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.