Morgunblaðið - 03.03.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.03.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1983 35 Hagnaður Chrysler um 170 milljónir dollara Bandarískur bflaiðnaður réttum megin við strikið í heild sinni TALSMAÐUR ('hrysler-bílaverk- smiðjanna bandarísku sagði i fundi með blaðamönnum í liðinni viku, að rekstrarhagnaður fyrirtækisins á síð- asta ári hefði verið um 170 milljónir dollara, þrátt fyrir að rekstrartap á 4. ársfjórðungi hefði verið um 96,1 milljón dollara, vegna verkfalla starfsmanna í Kanada-verksmiöjum fyrirtækisins. Það kom ennfremur fram á blaðamannafundinum, að fyrir- tækið hefði verið rekið með tapi undangengin fimm ár. „Við teljum okkur vera komna yfir það versta og að bjartari tíð sé framundan," sagði talsmaðurinn ennfremur. Hagnaður Chrysler í fyrra jafn- gildir um 1,84 dollurum á hlut, en á árinu 1981 var rekstrartap Chrysler um 475,6 milljónir doll- ara, en fyrirtækið hafði verið rek- ið með tapi allt frá árinu 1977, þegar rekstrarhagnaður þess var um 163,2 milljónir dollara. Allir bandarísku bílaframleið- endurnir hafa nú kynnt útkomu síðasta árs og er fróðlegt að sjá, að General Motors, stærsti bíla- framleiðandi heims, var með 962,7 milljónir dollara í rekstrarhagnað í fyrra. Ford var hins vegar með 657,8 milljónir dollara í rekstrar- tap á síðasta ári og American Motors tapaði um 153,5 milljónum dollara. Heildarútkoman I banda- rískum bílaiðnaði er því jákvæð upp á um 321,5 milljónir dollara, en útkoman hefur verið í mínus frá árinu 1979, þegar rekstrar- hagnaður bílaiðnaðarins var um 3,03 milljarðar dollara. Velheppnuð námsstefna fyrir fram- kvæmdastjóra í málmiðnaðarfyrirtækjum .A gengust Samband málm- og skipasmiðja og Iðnþróunarverkefni SMS fyrir þriggja daga námsstefnu fyrir framkvæmdastjóra málmiðnaða- fyrirtækja. Námsstefnan fór fram í Hótel Borgarnesi. Á námsstefnunni var fjallað í fyrirlestrum og starfshópum um stjórnunarlegt hlutverk og viðfangs- efni framkvæmdastjóra. Kynnt var fyrirtækið Grandi hf., sem er meðal- stór málmiðnaðarfyrirtæki og á við verulega fjárhagsörðugleika að etja. Viðfangefni þátttakenda var að skilgreina helstu vandamál fyrir- tækisins og leggja fram tillögur um Höfum fengið meiri áhrif á gang mála — segir Kristján Kristjánsson „ÉG KR mjög ánægður með starfið það sem af er, en það hófst í ágúst á síðasta ári. Það lofar óneitanlega góðu,“ sagði Kristján Kristjáns- son, sem starfar í prentdeild Plastprents, í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir áliti sínu á starfi gæðahringa. „Starfsemi hópanna er já- kvæð, bæði fyrir starfsmenn Starfið já- kvætt og er til bóta — segir Bjarni Karlsson „MÉR hefur fundist þetta starf vera mjög jákvætt og til bóta,“ sagði Kjarni Karlsson, starfsmaður í pokasal l’lastprents, í samtali við endurbætur í rekstrinum er leitt gætu til bættrar fjárhagsstöðu. Vandamál Granda hf. eru svipaðs eðlis og margra íslenskra iðnfyrir- tækja. Fyrstu aðgerðir beindust þar af leiðandi einkum að því að endur- skipuleggja stjórnun fyrirtækisins og daglegan rekstur þess innávið sem útávið. Þátttakendur voru á einu máli um að slík námsstefna fyrir fram- kvæmdastjóra íslenskra málmiðnað- arfyrirtækja væri ákaflega þýð- ingarmikill liður fyrir hvern ein- stakan í að ná betri tökum á starf- inu. Þrátt fyrir mikinn fjölda nám- Kristján Kristjánsson Bjarni Karlsson skeiða af ýmsu tagi, hefur nokkuð þótt á skorta að fræðslu- og upplýs- ingastarf sem lýtur að stjórnun ís- lenskra iðnfyrirtækja hafi verið á boðstólum í nægjanlegum mæli. Samtök málmiðnaðarfyrirtækja tóku því málið í sínar hendur og gengust fyrir umræddri námsstefnu. Af viðbrögðum þátttakenda er ljóst að þörfin er fyrir hendi og áhugi þátttakenda sýndi fram á að stjórn- endur málmiðnaðarfyrirtækja vilja talsvert á sig leggja til að uppfylla kröfur um nútíma stjórnun sem án efa er forsenda þess að íslenskum málmiðnaði takist að standast harðnandi samkeppni á markaðnum. sjálfa og kannski ekki síður fyrirtækið," sagði Kristján ennfremur. „Við ræðum um ýmsa hluti, sem betur mættu fara í starf- semi fyrirtækisins. Með þessu starfi fáum við meiri áhrif á framgang mál, en verið hefur. Við höfum t.d. verið að ræða um loftræstingu í prentdeildinni, en hana vantar tilfinnanlega. Við höfum gert ýmsar mælingar og athuganir, en niðurstöðunum verður siðan safnað saman áður en endanleg ákvörðun verður tekin," sagði Kristján Krist- jánsson. Kristján sagði aðspurður, að hann teldi rétt að halda þessu starfi áfram og jafnvel auka það. Mbl. er hann var inntur eftir áliti sínu á starfsemi ga>ðahringa í fyrirtækinu, en hann hefur tekið þátt í starfi eins hópsins frá upp- hafi. „í gæðahringsstarfinu fá menn betra tækifæri til að tala saman um það sem er að gerast hverju sinni og reyna að komast að niðurstöðu í vandamálum, sem koma upp. Við höfum t.d. verið að ræða um hvernig hægt sé að koma í veg fyrir galla í framleiðslunni, og ég held að þegar hafi náðst ákveðinn árangur," sagði Bjarni. Bjarni sagði aðspurður, að í hans hópi hefðu verið sjö manns, og stefnt væri að því að halda áfram þessu starfi. Stórmarkaðs- verð * Leyft Okkar verö verö Bragakaffi 1 kg 83,30 74,80 Kakó Rekord 1 kg 110,40 86,45 Síróp 1 kg 72,20 63,70 Sveskjur 1 kg 76,00 64,00 Rúsínur 1 kg 81,20 73,00 Ferskjur 1/i d. .41,20 34,90 Ora rauörófur V* d. 18,30 15,15 Ora rauörófur 'Æ d. 24,15 21,95 Coop gr. baunir 1/i d. 21,90 19,85 Coop gr. baunir V2 d. 13,20 11,35 Coop bl. grænmeti 1/i d. 26,80 23,40 Coop bl. grænmeti V2 d. 17,30 14,25 Gulr. og gr. baunir 1/i d. 31,20 23,35 Gulr. og gr. baunir V2 d. 16,45 12,40 Bl. ávaxtasafi Sanita's 1 I 30,90 25,25 Appelsínusafi Sanitas 1 I 26,00 21,30 Appelsínusafi sykursn. 31,80 25,90 Jaröarberjasulta 450 g 34,00 22,20 Leni WC pappír 8 stk. 71,20 61,90 C-11 3 kg 103,30 85,90 C-11 10 kg 299,00 269,50 Vex 5 kg 149,20 130,70 Skipp 3 kg 153,20 132,50 Arial 600 g 31,20 26,35 Vipp express 29,90 25,15 Lux spænir 425 g 34,15 29,40 Luvil 700 g 43,20 36,60 Ofnpottar 2 geröir frá kr. 420,00 Bollapör frá kr. 37,00 Gallabuxur á 4—10 ára frá kr. 216,00 OPIÐ TIL 22 FÖSTUDAGA OG HÁDEGIS LAUGARDAGA Stórmarkaðurinn Skemmuvegi 4, Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.