Morgunblaðið - 03.03.1983, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1983
pa&sann þjnn!
HÖGNI HREKKVlSI
„ \>Af> EK Tl5<U -
S^HbiG í cSAMGi.''
Verkaði á mig sem allsherjaráróð-
ur gegn þessum frönsku flugtækjum
Ágúst Ásgeirsson, skrifar:
„Heiðraði Velvakandi.
Talsvert hefur borið á gagnrýni
á fréttastofur útvarps og sjón-
varps ríkisfjölmiðlanna sem vilja
kenna sig við hlutleysi. Ég hef
ekki blandað mér í þessa umræðu
þótt oft hafi mig langaö til, en
eftir kastljós sjónvarpsins sl.
föstudagskvöld, þar sem ólafur
Sigurðsson, fréttamaður, fjallaði
mjög einhliða um frönsku herþyrl-
urnar, sem hér eru í heimsókn, get
ég ekki orða bundist.
í þættinum dró Ólafur fram
ýmsa aðila, sem fundu veru
frönsku þyrlanna allt til foráttu,
svo sem flugrekstrarstjóra lítils
flugfélags, sem er í eigu einkavin-
ar fréttamannsins. Flest af því
sem flugrekstrarstjórinn sagði um
getu þyrlanna, einkum miðað við
aðrar þyrlur, voru staðlausir staf-
ir. Einnig þau orð hans að fram-
leiðendurnir sætu uppi með
hundruð óseldra þyrla af þessari
tegund og öðrum. Þeir sem eitt-
hvað vita og fylgjast með flugmál-
um, vita auðvitað betur, og því
vakti það athygli mína, að Ólafur
fréttamaður skyldi ekki kanna
hvað hæft væri í fullyrðingum
flugrekstrarstjórans og annarra;
það hefði eflaust éerið hægur
vandi.
Flugrekstrarstjórinn sagði m.a.
að þyrlurnar væru hingað komnar
því frönsku framleiðendurnir, sem
sjá vart fram úr verkefnum, hefðu
platað ráðamenn; þetta væri
bragð á hálfu framleiðendanna til
að kynna þyrlurnar hér sér að
kostanaðarlausu. Eftir því sem ég
kemst næst áttu framleiðendurnir
ekki hlut að máli, heldur eru þetta
herþyrlur, sem hingað eru komnar
að ósk íslenzkra stjórnvalda.
Þátturinn um þyrlurnar verkaði
illa á mig, sem allsherjaráróður
gegn þessum frönsku flugtækjum.
Það eina sem mér fannst raunar
vanta var að fréttamaðurinn til-
kynnti þjóðinni í lokaorðum, að
eiginkona hans væri umboðsmað-
ur fyrir Sikorsky-þyrlur hér á
landi, en þyrla Landhelgisgæzl-
unnar er einmitt þeirrar tegund-
ar.“
„Hún Bryndís Schram var með mjög fræðandi og skemmtilega brúðuþætti í „Stundinni okkar“, sem voru frá
„Brúðubílnum". Getum við ekki fengið þessa þætti endursýnda?“
Stundin okkan
Yngri börnin virðast hafa gleymst
Jórunn Sigurðardóttir, Isafirði,
skrifar:
„Ágæti Velvakandi.
Það hefur oft verið gott að eiga
þig að, þegar maður þarf að koma
einhverju málefni, sem manni
liggur á hjarta, á framfæri.
„Þriggja barna móðir“ kvartar
24. febrúar sl. undan því að börnin
hennar gráti á hverjum sunnudegi
yfir „Stundinni okkar“, þar sem
þau séu svikin um teiknimynda-
flokkinn „Smjattapattana“, sem
er vinsæll erlendur teiknimynda-
flokkur, þannig að nú er hún farin
að kvíða fyrir sunnudögunum. Það
vita allir hvað börnin geta hrifist
með í slíkum þáttum, því hæfileiki
þeirra til innlifunar er mikill, og
vonbrigði þeirra eru okkur hinum
fullorðnu skiljanleg.
Ég er svo sannarlega sammála
»þr>KKja barna móður“. Mér finnst
barnatíminn höfða orðið meira til
eldri barnanna, en þau yngri virð-
ast hafa gleymst.
Nú hlýtur að vera til eitthvað af
íslensku efni fyrir minnstu börn-
in. Börnin mín höfðu t.d. mjög
gaman af Emil í Kattholti, en þau
litlu geta ekki lesið textann.
Hún Bryndís Schram var mjög
fræðandi og skemmtilega brúðu-
þætti í „Stundinni okkar" sem
voru frá „Brúðubílnum". Getum
við ekki fengið þessa þætti endur-
sýnda? Börnin eru enn að tala um
„Geiturnar þrjár“ og umferðar-
þáttinn um telpuna sem rataði
ekki heim. Þarna var börnunum
sýnt hvernig á að nota gönguljósin
og hvernig lögreglan getur verið
vinur þeirra í raunum. Þetta þótti
börnunum okkar í sveitinni fræð-
andi og skemmtilegt, en þau búa
ekki við umferðarvanda, eins og
börnin í borginni.
Einnig langar mig til að beina
því til Sjónvarpsins hvort það geti
ekki kannað hvort „Brúðubíllinn"
eigi ekki til meira af slíku efni, því
þeim virðist vera sérstaklega létt
að ná til barna með fræðandi og
skemmtilegu efni.
1 von um að þú birtir þetta sem
allra fyrst, Velvakandi góður, kveð
éf? þig “