Morgunblaðið - 03.03.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1983
45
m - 53'
VELVAKANDI
SVARAR I SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
i
„Vittu hvað skeður“
Reykvíkingur skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Hér með sendi ég þér eitt af
þessum svokölluðu keðjubréfum,
sem mér barst á dögunum. Eigin-
lega á ég engin orð til að lýsa með
réttu reiði minni og fyrirlitningu
á svona hótunarbréfum, sem auk-
inheldur felur í sér guðlast, að
mínu mati.
Mín fyrstu viðbrögð voru þau að
henda þessu bréfi beint í ruslið.
En svo datt mér í hug að rétt væri
að birta það opinberlega til að
vekja athygli á þeim óleik, sem
fólki er gerður með svona send-
ingum.
Og hér kemur svo ósóminn.
„Set. Antoine de Sedi.
Þessi keðja sem er komin frá
Venezuela er skrifuð af trúboðanum
Set. Antoine de Sedi frá Suður-
Ameríku. Bréfið er búið að fara
marga hringi í kringum jörðina og
boðar heppni, því verður þú að gera
20 bréf eins og þetta og senda til
einhvers sem þér þykir vanta heppni
í lífinu, eða bara vina og vanda-
manna. — Nokkrum dögum eftir að
bréfin hafa verið send munt þú fá
óvæntan glaðning. Conctantine Dine
tók á móti keðjunni 1953. Hann bað
einkaritarann sinn að gera 20 afrit
af bréfinu og senda þau. Níu dögum
seinna vann hann 2 milljónir dollara
í happdrætti.
Skrifstofumaðurinn Carlos Prant
fékk keðjuna en týndi henni. Tveim-
ur dögum seinna missti hann vinn-
una. Hann fann bréfið og sendi 20
afrit af bréfinu og níu dögum seinna
fékk hann nýtt og betra starf. Lista-
maðurinn Ken Freidmann prófaði að
senda bréfin. Innan átta daga fékk
hann tilboð í tvö verkefni sem hann
tók að sér. Þessi verkefni voru svo
tekin til sýningar í frægu listasafni
sem gerði hann þekktari í sinni
grein. í annarri keðju sem hann fékk
senda sagði hann frá þessu láni sínu
sem hann tengdi fyrri keðjunni.
Björn Sveinbjörnsson fékk senda
keðjuna frá Danmörku. Hann dró að
senda bréfin út og nokkrum dögum
seinna lenti hann í bílslysi með þeim
afleiðingum að bíllinn gjöreyðilagð-
ist en hann slapp með skrekkinn,
fjórum dögum seinna datt hann og
fótbrotnaði ... Af engum ástæðum
má slíta þessa heppnis-keðju.
BÆN
Stólaðu á Herrann af öllu þínu
hjarta og þú munt sjá að hann vísar
þér veginn.
Zaria Berrestille fékk keðjuna,
hann trúði ekki á hana og henti bréf-
inu. Níu dögum seinna lést hann ...?
Af heppni er þetta bréf sent til þín,
þú munt öðlast heppni innan 4 daga
ef þú sendir bréfin áfram þá leið sem
það á að fara s.s. hring í kringum
hnöttinn. Vinsamlegast sendið enga
peninga.
Láttu ekki dragast að senda bréf-
in, því innan 96 tíma frá því þú sérð
bréfið skaltu senda 20 afrit frá þér
og vittu hvað skeður? Settu nafn þitt
neðst á listann og strikaðu út efsta
nafnið á listanum.
M.B. Sörensen
J.P. Thögersen
A. Jensen
L Famne
Kr. Gunnarsson
F. Björnsson
Johnny Midtgaard
J. Villadsen
A. Sörensen
G. Sörensen
M. Pedersen
A. Þórðarson
M. Sigurðard.
A. Vilhjálmsson
G. Kristjánsson
M. Einarsson
I. Baldvinsson
J. Guðmundsson
Sig. Jónsson
G. Jónsson.
Þessir hringdu .
Frá þingi Norðurlandaráðs í Ósló í febrúar sl.
Eins og óyggj-
andi sannleikur
Hilmar Halldórsson hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: — Mér
finnst mjög skrýtið að sýna í
Stundinni okkar þátt um þróunar-
kenninguna og láta sem þessi vís-
dómur sé óyggjandi sannleikur, en
ekki kenning. I þættinum er al-
gerlega gengið framhjá persónu-
leika Guðs og persónuleika okkar
mannanna. Við erum misjöfn.
Frægasti vísindamaður þessarar
aldar, Albert Einstein, sagði: „Líf-
ið á jörðinni og jörðin sjálf eru
það stórkostleg fyrirbæri, að þau
hljóta að lúta stjórn einhvers afls,
sem gefið hefur.“
Gæti sparað
óþarfa kostnað
og fyrirhöfn
Ingibjörg Olsen hringdi og hafði
eftirfarandi að segja: — Svoleiðis
er, að ég var að fá pakka frá for-
eldrum mínum í Færeyjum, m.a.
kjöt. Eins og talað hefur verið um
í Velvakanda má ekki leysa pakka
af þessu tæi út hérna. Ekki má
opna pakkann til að taka annað úr
honum, því að þá verður að henda
kjötinu. Því er ekki um annað að
ræða en sendingin fari í heilu lagi
sömu leið aftur og hefur þetta
auðvitað mikinn óþarfa kostnað
og fyrirhöfn í för með sér. Mér
fyndist ekki fram á of mikið farið,
þó að yfirvöld hér á landi, sem
þennan innflutning banna, sæju
til þess með auglýsingum erlendis,
að fólk væri ekki að senda slíkan
varning hingað erindisleysu.
Mergjað erindi
Skólamaður hringdi og hafði eft-
irfarandi að segja: — Mig langar
til að vekja athygli á mergjuðu út-
varpserindi sem Baldvin Krist-
jánsson flutti í gærkvöldi, í þætt-
inum Um daginn og veginn. Þetta
voru sannarlega orð í tíma töluð
hjá Baldvin. Átaldi hann þar mjög
vinnubrögð Alþingis og stjórn-
málaflokkanna. Hafði hann meðal
annars fyrir satt að um 20 manns
hefðu verið í þeim fríða flokki sem
sendur var á þing Norðurlanda-
ráðs, meðal þeirra, margir sem
ekkert hefðu kunnað til verka þar,
og í rauninni verið úr leik strax af
tungumálaástæðum. Sagði Bald-
vin, að farið hefði verið allt til
afdala til þess að ná í menn, sem
þurfti að hygla með setu á þessu
þingi. Það er gott til þess að vita,
að enn er á meðal okkar maður,
sem þorir að segja sannleikann, en
lætur ekki eigin hagsmuni eða
kjarkleysi knýja sig til þagnar.
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Aukningin nemur þrjátíu pró sent.
Rétt væri: Aukningin nemur þrjátíu prósent-
um (eða þrjátíu hundruðustu).
(Ath.: prósent er eitt orð (að sjálfsögðu með
áherslu á fyrra atkvæði: prósent); það er
hvorugkyns (prósentið) og merkir hundrað-
asti hluti.)
G3P S\G€A V/öGA 2 VLVZ9AU
'KVENSflN JrtTflR.YORR
'hÖN SEGIST BflRP VERfl SVONfl VElK
76E9JR OG W HÚN HRFI EINFRLDLEGR
EKKI RRÐIE) W SIG PEóflR HÚN SR ,
(HFKJSINN R FÓRNRRLRNBINU SVONR Nfl;
\LÆ6T SÉR 06 HRFf)l VOPNI0 HLVE6
W HÖNPINR
\\
Carnegie
námskeiðið
er aö hefjast 9. marz nk.
★ Námskeiöiö getur hjálpaö þér aö:
★ Öölast HUGREKKI og meira SJÁLFS-
TRAUST.
★ Bæta MINNI þitt á nöfn, andlit og stað-
reyndir.
★ Láta í Ijósi SKOÐANIR þínar af meiri
sannfæringarkrafti í samræöum og á fund-
um.
★ Stækka VINAHÓP þinn, ávinna þér VIRÐ-
INGU og VIÐURKENNINGU.
★ Taliö er aö 85% af VELGENGNI þinni sé
komin undir því, hvernig þér tekst aö um-
gangast aöra.
★ Starfa af meiri LÍFSKRAFTI — heima og á
vinnustað.
★ Halda ÁHYGGJUM í skefjum og draga úr
kvíða.
Fjárfesting « menntun gefur þér arð ævilangt.
Innritun og upplýsingar í síma
82411
Einkaleyfi á íslandi
STJÓRNUNARSKÓLINN
Konráð Adolphsson
Sölutækni —
Starfsþjálfun
Mánudags- og fimmtudagsmorgna frá kl. 9.45 til
kl. 12.00. — 5 skipti.
Námskeiöiö fjallar um:
1. Hvernig á aö muna mannanöfn — sem hjálpar þér
aö ná betra sambandi viö fólk.
2. Aö skilja sjálfan sig og aðra betur — iæra hvernig
viö getum stýrt okkar viöhorfi.
3. Aö gera starfið skemmtilegra — til þess aö veröa
ánægöari einstaklingar.
4. Að ákveða þarfir viöskiptavinarins og draga fram
staðreyndir og kosti vörunnar.
5. Að verða þakklátari einstaklingur — gera sér grein
fyrir verömæti jákvæörar hugsunar.
6. Að bregðast vinsamlega viö kvörtunum — aö
leysa úr vandamálum viöskiptavinarins á réttan
hátt.
7. Að hjálpa viðskiptavininum að taka jákvæöa
ákvörðun — beina sölunni í réttan farveg.
8. Að skilja verömæti eldmóðsins og setja sér
markmiö til að auka sðluna.
9. Að Ijúka sölunni á öruggan hátt.
10. Ad lifa og starfa árangursríkara með öðru fólki.
Fjárfesting í menntun gefur þér arð ævilangt.
Innritun og upp-
lýsingar í síma
82411
82411
Einkaleyfi á islandi
STJÓRNUNARSKÓLINN
Konráð Adolohsson