Morgunblaðið - 08.03.1983, Page 48

Morgunblaðið - 08.03.1983, Page 48
Ruslastampar fyrir bæjarfélög & fyrirtæki. 85005 ^fVskriftar- síminn er 830 33 ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1983 Sjóprófum vegna strands Hafrúnar lokið: Settu rafmagns- truflanir sjálf- stýringuna úr lagi? Bolungarvík, 7. mars. SJÓPRÓF vegna strands mb. Hafrúnar fóru fram hjá bæjar- fógetaembættinu í Bolungarvfk um helgina og á laugardag fóru fulltrúar dómsins ásamt fulltrúum tryggingarfélagsins á strandstað til vettvangskönnunar. Það kom fram í framburði skip- stjórans, Finnboga Jakobssonar, að hefðu verið rafmagnstruflanir með- an verið var að draga, og hafði raf- magnið slegið út a.m.k. þrisvar sinn- um. Við það urðu ratsjá og dýptar- mælir óvirk. Þegar byrjað var að keyra í land var stefnan sett á suður af austri, en það liggur fyrir að sú stefna var ekki farin, og má leiða að því líkur að rafmagnstruflanirnar hafi haft truflandi áhrif á sjálfstýribúnað skipsins. Hins vegar setti skipstjórinn ann- an dýptarmæli í gang, sem er eldri og ófullkomnari en sá sem bilaði. Eftir um það bil hálftíma siglingu verður skipstjórinn var við að sá mælir sýnir óeðlilega minnkandi dýpi, og fór hann þá að rýna út í sortann, en mikið og dimmt él gekk yfir um þetta leyti. Varð skipstjór- inn var við land framundan og byrj- aði strax að bakka á fullu, en skipið virðist þá hafa verið komið það ná- lægt landi að ekki hafðist að forðast að skipið tæki niðri. Það kom fram í framburði skip- stjórans að skipið hefði verið um það bil að stoppa þegar það tók niðri, þannig að litlu hefur munað að tæk- ist að forðast þetta strand. — Gunnar Villiminkastofninn: Veirusýking ekki möguleg RANNSÓKNIR á blóðsýnum úr íslenskum villiminkum sýna að villiminkastofninn er ekki sýktur af þeim veirusjúkdómi (plasmacytosis) sem herjar á minkastofn stærstu minkabú- anna hérlendis. A vegum veiðistjóraembættisins var gerð á því athugun hvort mögulegt og rétt væri að sýkja villiminka- stofninn með þessum sjúkdómi til að reyna að halda stofnin- um niðri, en sjúkdómurinn veldur m.a. minni frjósemi hjá sýktum minkum en ósýktum og getur á háu stigi dregið þá til dauða. MorRunblaðið/ Sigurður Bernódusson. Hafrún á strandstað. — Hér má sjá Hafrúnu ÍS á strandstað í Stigahlíð, yzt við ísafjarðardjúp. Báturinn er stórskemmdur og hefur verið ákveðið að reyna ekki björgun. Líklegt er talið að rafmagnsbilun hafi valdið skekkju í sjálfstýringu og sé það orsök strandsins. Nígeríumenn skulda 260 milljónir frá síðustu mánuðum ’82 Þorvaldur Björnsson, aðstoð- armaður veiðistjóra, sagði í samtali við Mbl., að samkvæmt athugunum sínum þá væri ekki mögulegt að sýkja villiminka- stofninn, því lifnaðarhættir minksins væru þannig að litlar líkur væru á að sjúkdómurinn bærist á milli dýra. Úti í náttúr- unni væri minkurinn einfari, hann helgaði sér svæði og kæmu þeir lítið sem ekkert saman. Þá sagði Þorvaldur að þar skyti einnig skökku við að fara að breiða sjúkdóminn út á með- an verið væri að drepa sýktan stofn á minkabúunum og flytja inn og rækta upp nýjan ósýktan stofn, því viss hætta væri fyrir hendi á sýkingu þarna á milli. I LOK síðasta árs var sent talsvart af skreið og hertum hausum til Nígeríu án þess að staðfestar bankaábyrgðir hefðu borizt. Greiöslur fyrir þessar sendingar hafa enn ekki borizt nema í litlum mæli og eiga íslenzkir útflytjendur þann- ig útistandandi um 13 milljónir dollara, eða rúmlega 260 milljónir íslenzkra króna. Sigurður Jóhannsson, for- stöðumaður gjaldeyriseftirlits Seðlabankans, sagði í gær, að skreið, sem send hefði verið til Akraborgin til Karabíska hafsins Akranesi, 7. mars. GENGIÐ HEFUR verið frá sölu á gömlu Akraborginni og fer hún til eyjarinnar St. Lucia í Karabíska hafinu. Skipið er selt á 680 þúsund dollara, eða sem nemur um 13,7 milljónum íslenzkra króna. Afhending skipsins fer fram í apríl í Gautaborg í Svíþjóð. Akraborgin var keypt hingað til lands árið 1974 frá Noregi og reyndist skipið í alla staði mjög vel. Á síðastliðnu ári var nýtt og stærra skip keypt til að anna siglingum milli Reykjavíkur og Akraness og var þá farið að athuga með sölu á eldra skipinu. í Karab- íska hafinu verður Akraborgin í fólks- og bílaflutningum á milli þriggja eyja. Gengið var ; :';Xý :: frá sölu skipsins síðastliðinn föstudag. Talsmenn Skalla- gríms sögðu í dag, að þeir teidu söluverð skipsins viðun- andi. Fyrstu tvo mánuði þessa árs hefur nýja Akraborgin flutt 8.600 bíla, þar af 1.200 vöru- flutningabíla. í bílaflutning- unum er aukningin miðað við sama tíma í fyrra 19%, en aukning á flutningum vöru- flutningabíla 95%. Farþega- flutningar hafa aðeins aukizt það sem af er árinu miðað við sama tíma í fyrra. - J.G. Nígeríu án staðfestra ábyrgða hefði ekki fengist greidd nema á löngum tíma, en greiðslurn- ar hefðu hins vegar skilað sér. Hann sagði, að í nóvember hefðu hausar verið sendir til Nígeríu fyrir 1,4 milljónir dollara og í desember fyrir 1,1 milljón dollara án þess að staðfestar ábyrgðir hefðu bor- izt. í sömu mánuðum hefði skreið verið send til Nígeríu fyrir rúmlega 10,5 milljónir dollara á sama hátt. Sigurður sagði, að einstaka sinnum áð- ur hefði skreið verið send til Nígeríu án staðfestra heim- ilda. Yfirleitt eru ábyrgðir Ní- geríumanna staðfestar í bönk- um í Noregi, Bretlandi, Þýzka- landi eða Bandaríkjunum. Þegar hins vegar er um óstað- festar ábyrgðir að ræða, ábyrgist Seðlabanki Nígeríu þær einn. Aðspurður hvort greiðsludráttur væri algengur í öðrum greinum útflutnings, sagði Sigurður að svo væri ekki. Þó nefndi hann útflutn- ing á saltfiski til Zaire fyrir nokkrum árum. Færri útlendingar við störf í fiski í VETUR hefur minna verið um erlent vinnuafl í störfum hjá fiskvinnsluhús- um víða um land heldur en undanfarin ár. Bjarni Elíasson hjá SH sagði í gær, að fyrirtækið hefði haft milligöngu um ráðningu 85 út- lendinga fyrir frystihús, bæði inn- an SH og Sambandsins, og er einkum um fólk frá Nýja-Sjálandi og Ástralíu að ræða. Einnig hefur Vinnumálasamband samvinnufé- laganna haft milligöngu um ráðn- ingu nokkurra tuga danskra stúlkna. Bjarni sagði að þegar út- lendingarnir hefðu verið flestir við þessi störf hefðu þeir verið talsvert á þriðja hundrað, en nú væri ekki sama mannekla og oft hefði verið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.