Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 1
56 SIÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 69. tbl. 70. árg. FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1983 Prentsmiðja Morgunblaösins Opinberun Reagan Bandaríkjaforseta á blaðamannafundi í nótt: Myndir af mannvirkj- um Rússa á Grenada Wa-shington, 23. mars. AP. RONALD REAGAN, Bandaríkja- forseti, undirbjó í dag ræðu, sem hann ætlaði að flytja eftir miðnætti að íslcnskum tíma. í ræðu þessari hyggst forsetinn að skýra frá vopn- um og hernaðarmannvirkjum Sov- étmanna víða um heim. Segist hann vera reiðubúinn að birta leyni- myndir af sovéskum vopnum og búnaði víða um heim, til stuðnings frumvarpi sínu um aukin útgjöld til varnarmála. Háttsettur embættismaður, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að Reagan myndi sýna áður- nefndar leynimyndir, sem sanna að Sovétmenn hafi vopn og annan Ronald Reagan V-þýska stjórnin: Búist við tveim ur breytingum Bonn, 23. mars. AP. HELMUT Kohl, kanslari V-Þýska- lands, getur ekki lagt fram endan- legan ráðherralista sinn fyrr en hann hefur verið endurkjörinn kanslari á v-þýska þinginu í næstu viku. Enduurkjörið er formsatriði eitt. Þótt endanlegur listi kanslarans liggi ekki fyrir fyrr en þá, telja áreiðanlegar heimildir í Bonn, að litlar breytingar muni verða á rík- isstjórninni og aðeins tveir nýir ráðherrar taka embætti. Frjásir demókratar verða lík- legast að sjá á bak Josef Ertl, landbúnaðarráðherra, úr embætti þar sem þeir biðu afhroð í kosn- ingunum þann 6. mars. Ignaz Kiechle úr CSU, systurflokki kristilegra demókrata, tekur væntanlega sæti hans. Hin breytingin í stjórninni verður væntanlega sú, að Rainer Barzel úr flokki kristilegra demó- krata víkur fyrir flokksbróður sín- um Heinrich Windelen. Barzel hefur til þessa haft með höndum málefni þýsku ríkjanna. Barzel tekur við embætti þingforseta af Richard Stucklen úr CSU. búnað í Mið-Ameríku og Miðaust- urlöndum. Hann bætti því enn- fremur við, að myndir þessar væru ekki þær bestu sem Banda- ríkjamenn ættu í þessum flokki, en gæfu engu að síður ljósa mynd af því, sem um væri að ræða. Talið er að forsetinn muni sýna fjórar svart/hvítar loftljósmynd- ir, sem sýni hernaðarumsvif Sov- étmanna. Þrjár þeirra eru frá eynni Grenada, norðaustur af Venesúela, í Karabíska hafinu. Myndir þessar hafa til þessa verið flokkaðar undir leyniskjöl. Ákvörðun Reagans um að sýna þessar myndir hefur mætt and- stöðu á meðal sérfræðinga í þess- um málum í Bandaríkjunum. Þeir hafa verið andvígir því, að gerð yrðu opinber gögn frá njósna- flugvélum og gervihnöttum, sem kæmu upp um hversu góðar - eða slæmar - varnir Bandaríkjamanna væru. Á sama tíma tilkynntu embætt- ismenn, að Reagan væri að undir- búa nýja samningstillögu í af- vopnunarviðræðunum við Sovét- menn, en þeir hafa sem kunnugt er ítrekað hafnað núll-lausn Bandaríkj aforseta. Francois Mitterand, Frakklandsforseti, og Pierre Mauroy, forsætisráðherra yfirgefa Elysee-höllina í gærmorgun eftir fyrsta fund nýju ríkisstjórnar Frakkar Símamynd AP. Mitterand boðar aðhalds- steftiu í efiiahagsmálunum París, 23. mars. AP. J París, 23. mars. AP. „VIÐ ÞURFUM að berjast gegn atvinnuleysi, verdbólgu og erlendum skuldum í rfkara mæli en nokkru sinni fyrr,“ sagði Francois Mitterrand, Frakklandsforseti, í ávarpi, sem sjón- varpað var beint um allt Frakkland í kvöld. Forsetinn hrósaði ríkisstjórn sósíalista og kommúnista fyrir starf sitt undanfarna 22 mánuði og sagði að meiri framfarir hefðu orðið í stjórnartíð hennar en í fimmtíu ár þar á undan. Hann bætti því jafnframt við, að á brattann væri að sækja í efna- hagsmálum og öll þjóðin yrði að leggjast á eitt með stjórnvöldum í baráttunni. Hin nýja ríkisstjórn Frakk- lands, sem tilkynnt var um mið- næturleytið í gær, kom í fyrsta sinn saman til fundar í morgun. f henni eru aðeins 15 ráðherrar í stað 34 áður. Fundurinn stóð að- eins í hálfa klukkustund, en Mitterrand veitti þar Mauroy heimitd til að fara fram á Enn eins kafbátsins vart við Svíþjóðarstrendur í gær: Erlendir kafbátar daglegt brauð í sænskri landhelgi Stokkhólmi, 23. mars. Frá (iufinnu K*i;narsdóttur, fréttaritara MorgunblaAsins. ERLENDIR kafbátar eru nú að verða daglegir gestir í sænskri landhelgi. í annað sinn á tveimur sólarhringum sást ókunnur kafbátur við strönd- ina, að þessu sinni í skerjagarðinum við Ronneby í Suður-Svíþjóð í dag. Það var aðfaranótt miðviku- dagsins, að þyrla, sem tók þátt í heræfingum á svæðinu, varð vör við kafbátinn sem var utarlega í sænskri landhelgi, á miðju her- æfingasvæðinu. Kafbáturinn tók stefnu til hafs um leið og hann varð var við, að eftir honum hafði verið tekið. Leitinni að kafbátnum, sem sást í skerjagarðinum við Mysingert-fjörðinn sunnan við Stokkhólm, þar sem kafbátaleit- in stóð sem hæst í haust, er enn haldið áfram, en ekkert hefur til hans sést aftur. Það voru tveir menn, sem sáu fyrst til kafbátsins í dag, en þá stóð efsti hluti hans upp úr sjón- um. Mysingen-fjörðurinn er eitt aðalhernaðarsvæði Svía. Mönnum þykir nú orðið nóg um þegar vart verður við hvern kafbátinn á fætur öðrum á þessu svæði. Þegar leitin stóð sem hæst í haust, ákvað sænska ríkisstjórn- in, að flugvélum væri heimilt að varpa sprengjum að kafbátum, væru þeir innarlega í skerja- garðinum, án þess að skjóta viðvörunarskotum að þeim fyrst, eins og hingað til hefur tíðkast. I dag var spengjum hins vegar ekki varpað að kafbátnum, þar sem hann var mjög utarlega í sænskri landhelgi. Margir álíta nú, að samband sé á milli kafbátsins, sem sást við Mysingen-fjörð, og þess, sem vart var við í dag, og teija að honum sé ætlað að leiða athygl- ina frá kafbátnum við Mysingen. Mjög auðvelt er fyrir kafbáta að leynast á því svæði, þar sem það er dýpsti hluti Eystrasaltsins. traustsyfirlýsingu þingsins þann 6. apríl nk. Atkvæðagreiðslan á þinginu verður nánast forms- atriði því sósíalistar hafa hrein- an meirihluta þingmanna. Frakkar og V-Þjóðverjar kom- ust í gær að samkomulagi um gjaldeyrisskráningu þjóðanna. V-Þjóðverjar hækka gengi marksins um 5,5 af hundraði og Frakkar fella gengi frankans um 2,5%. Heimildarmenn í Brússel segja samkontulagð ekki án skuldbinindinga fyrir Frakka. V-Þjóðverjar hafi gert það að skilyrði sínu, að Frakkar tæku sig verulega á og hæfu markviss- ar aðgerðir til að reisa efnahag sinn við. Ekki er búist við að stjórnin tilkynni aðgerðir sínar fyrr en að loknum ríkisstjórn- arfundi á föstudag. Almennt er nú litið á Jacques Delors, sem stóð í samningavið- ræðunum við V-Þjóðverja, sem lykilmann í ríkisstjórninni. Ekki aðeins var nafn hans nefnt næst á eftir nafni Mauroys á ráð- herralistanum, heldur var og sú breyting gerð, að hann er nú efnahags- fjármála-, og fjár- lagaráðherra. Var honum falið síðastnefnda embættið að auki eftir ráðherrabreytingarnar í stjórninni. Þar með eru öll helstu fjárntál þjóðarinnar und- ir hans stjórn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.