Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1983 Skíðadeild Ármanns „Leggjum áherslu á skíða- íþróttina sem keppnisíþrótt“ — segir Guömundur Björnsson formaður deildarinnar Mikil gróska hefur verið í skíðaíþróttinni á undanförnum árum. Með nýjum skíðalyftum á höfuðborgarsvæðinu á hinum ýmsu skíðasvæðum hefur íþróttinni vaxið fiskur um hrygg og nú stundar mikill fjöldi manns skíðaíþróttina sér til heilsubótar og hressingar. En jafnframt er stór hópur af ungu fólki sem æfir með keppni fyrir augum. Sú skíðadeild sem einna lengst hefur starfað í Reykjavík er skíöadeild Ármanns. Hér á árum áður hafði skíðadeild Ármanns aðsetur í Jósepsdal og átti þar skíðaskála. Þeir eru örugglega margir af eldri kynslóðinni sem eiga minningar um skíðaferðir í Jósepsdalinn og dvöl í skíða- skála þeirra Ármenninga. En nú stendur skíðaskálinn ekki lengur. Hann hefur verið rifinn og Ármenningar hafa flutt starsemi sína úr Jósefsdaln- um yfir í Bláfjöllin. Það var árið 1968 sem Ármenningar tóku af skarið og voru fyrstir til þess aö sjá þá möguleika sem Blá- fjallasvæðið bauö upp á hvað varöar skíðaíðkun. Skíðadeild Armanns gerði leigusamning við Selvogshrepp á Kóngsgilinu í Bláfjöllum en það er afréttur Selvogsbænda. Ármenningar hafa því leigusamning á svæðinu, svolítið sem önnur skíðafé- lög hafa ekki. Það var áriö 1970 sem starfsemin hjá skíðadeild- inni fór í gang en þá var ekki komin vegur í Bláfjöllin. í fyrstu var fariö gangandi eða á fjallabílum. Farið var með traktor upp í Kóngsgil og kaðallyftu komið upp. Nú eru liðin 12 ár og mikil breyting orðin á. Til að forvitnast um starfsemi skíðadeildar Ármenninga hittum við að máli Guömund Björnsson, núver- andi formann deildarinnar í skíðaskála félagsins í Kóngsgili í Bláfjöllum. Sólin skein í heiði og himininn var heiðskír og það var fagurt að líta út um gluggann í skála félagsins. En úti fyrir var mikið frost og nokkur vindur og yngismær ein, sem kom inn í skálann til þess að ylja sér, lét þau orð falla að þetta fallega veöur væri betur til þess falliö aö horfa á það út um glugga en að vera úti og stunda skíðaiðkun, svo mikið væri frostið og með vindinum væri það æði napurt. Ég innti Guðmund eftir því hversu margir félagar væru í deild- inni og hvernig hún starfaði. — Líklega eru tæplega 1.000 félagar skráðir í deildina, en segja má aö virkir félagar séu í kringum 400 talsins. Skíöadeild Ármanns leggur fyrst og fremst áherslu á skíðaíþróttina sem keppnisíþrótt. Og til marks um það er Skíöadeild Ármanns með langstærsta keppn- ishópinn á sínum vegum eöa um 100 manns í hinum ýmsu aldurs- flokkum. Ármenningar hafa átt mjög góöa skíðamenn á undan- förnum árum og eiga enn í dag. Sem dæmi má nefna Steinunni Sæmundsdóttur og Árna Þór Árnason, sem í dag er einn fremsti skíöamaður landsins. Marga fleiri mætti nefna. Byrja strax á haustin — Skíðamenn leggja mikiö á sig við æfingar. Þeir þyrja strax á haustin og þá eru æfðar þrekæf- ingar. Útihlaup eru stunduð í Laug- ardalnum og þá er li'ka notast við þá aðstööu sem sundlaugin býður upp á. Strax á haustin þegar næg- ur snjór er kominn í fjöllin, er farið á skíði og þá eru stundaöar frjálsar æfingar á skíöum. Skíöafólkiö þjálfar sig í að renna sér án þess aö vera mikiö í brautum. En strax um áramótin er fariö aö æfa tækni og brautaræfingar ef veöur og snjór leyfa. — Við skiptum félögum niður í flokka. Þeir yngstu æfa saman og við miðum viö 8 ára og yngri. Það hefur mikið að segja aö byrja ung- ur og þar þarf aö ná réttum undir- stööuatriöum i skíöaþjálfuninni. Við erum með flokk 9 til 10 ára og 11 til 12 ára. Þetta eru barnaflokk- ar. Síöan kemur flokkur 13 til 16 ára og svo eru 17 ára og eldri. Allir þessir flokkar eru vel skipulagöir og stunda æfingar meö þjálfurum. — Þær Björg Haröardóttir og Þórunn Egilsdóttir hafa þjálfað barnaflokkana og hefur starf þeirra gengið mjög vel. • Guðmundur Björnsson núver- andi formaður skíöadeildar Ár- manns. • Árni Þór Árnason einn fremsti skíðamaður landsins í dag og besti skíðamaöur Ármenninga. — Guðmundur Söderin hefur ásamt fleirum frá árinu 1978 þjálf- aö eldri flokkana og náö góöum árangri með þá. Nú er Guðmundur aö flytjast af landi brott og getur því miður ekki haldiö áfram. En í hans stað hefur veriö ráöinn aust- urrískur skíðakennari og þjálfari, sem jafnframt er gamall keppnis- maður á skíöum. Hann veröur að- alþjálfari Ármenninga þaö sem eft- ir er af vetrinum. — Viö erum með mjög gott æf- ingasvæöi í svokallaðri sólskins- brekku og leyfi ég mér aö fullyröa aö það er eitt besta æfingasvæöi á öllu landinu. Þaö er æft fimm sinn- um í viku, þeir yngri æfa frá 17—19 og þeir eldri frá 19—22. Ætla að byggja nýjan skíðaskála — Nú er fyrirhugaö af skíða- deildinni aö byggja nýjan skíða- skála og veröur hann staösettur á flatlendinu fyrir neöan Sólskins- brekkuna, en hún er sunnan viö Kóngsgiliö. Skíöaskálinn er þegar kominn inn á fjárlög og er búiö aö gera drög aö teikningum af hon- um. Hann veröur 120 fermetra og byggöur á tveimur hæöum. Núna er fyrir í Sólskinsbrekku lítill skáli sem rúmar um 20 manns en er jafnframt notaður sem lyftuhús fyrir frönsku toglyftuna sem þar er. Sú lyfta annar 650 manns á klukkustund. Brekkan er raflýst meö 29 kösturum, þannig aö góö æfingaaöstaöa er þar aö kvöldlagi. — Þaö er hugmynd okkar aö þarna veröi aðalæfingaasvæði okkar í framtíðinni. Þar er betra aö æfa í ró og næöi og gott aö setja upp brautir því aö í sjálfu Kóngs- gilinu er oröiö svo mikiö um skíða- fólk aö vont er að koma æfingum viö. — Skíöadeildin er meö tvær lyftur í Bláfjöllum. Stærri lyftan er staösett til hliöar viö Kóngsgiliö, hún afkastar núna 700 manns á klukkustund en hægt er aö stækka hana þar sem hún er tveggja spora. Og ef af því veröur aukast afköst hennar um helming. — Aöstaöa skíöafólks sunnan- lands er alltaf aö batna og ef aö veöurfar er skaplegt þá er ekki nokkur vafi á því aö viö stöndum alveg jafnfætis keppnisfólki á landsbyggöinni hvaö árangur varöar. Aö visu þarf skíöafólk hér sunnanlands aö sækja æfingar mun lengri leiö en þaö sýnir mikinn dugnaö og leggur hart aö sér. — En þaö er aöallega veöráttan sem setur strik í reikninginn. Þessi vet- ur sem er aö líöa er til dæmis einn sá versti sem ég man eftir til skíöa- iökana. Það vantaði ekki snjóinn, en veöurfariö og ófæröin hamlaöi oftar en áður. Og þaö var mjög slæmt fyrir keppnisfólk okkar. — En þrátt fyrir aö hluti af starfsemi okkar Ármenninga mun flytjast í Sólskinsbrekkuna, þá veröum viö áfram með aöstööu hér í Kóngsgilinu. Hér er til dæmis einn besti svigbakki á landinu. Hann hefur veriö tekinn út af al- þjóöaskiöasambandinu og er því alþjóðlegur og þykir mjög góöur. Hér erum viö meö markhús og hús upp á brún til þess aö ræsa kepp- endur úr og aðstaöan því góö. Ég tel framtíðina hjá skíðafólki í Ar- manni vera bjarta. Þaö ríkir góöur félagsandi hjá okkur og þetta er holl og skemmtileg íþrótt. Skíða- deildin stendur öllum opin og hægt er aö láta skrásetja sig hér í skál- anum hjá okkur. Ég get fullvissaö foreldra um aö hingað sækja börn- in tómstundagaman sem er heil- brigt og skemmtilegt og þrosk- andi, sagöi Guðmundur, formaöur deildarinnar. __ ÞR • Kóngsgilið í Blátjöllum, þar sem skíðadeild Ármanns hefur adstööu sína. í gilinu er einn besti svigbakki á landinu og hefur hann veriö tekinn út af Alþjóðaskíöasambandinu. í miöri brekkunni í gilinu má sjá markhús Ármenninga. Nú er mjög gott skíðafæri í Bláfjöllum og nægur snjór. Skíðaskóli Ármanns Sérstakur barnaskóli á skíðum um páskana SKÍÐAOEILD Ármanns rekur skíöakennslu á svæöi sínu í Blá- fjöllum. Síöaskólinn stendur öll- um opinn. Þar er hægt aö fá kennslu fyrir algjöra byrjendur og svo þá sem lengra eru komnir. Þá er hægt að fá kennslu í braut- arskíðun. Kennt er alla virka daga. Bæði fer fram hópkennsla og svo einstaklingskennsla. Það eru ekki fleiri en 12 í hverjum hóp til að hægt sá aö sinna hverjum og einum sem best. Aö sögn Hafliöa Báröar Harö- arsonar kennara viö skólann, er miki um þaö aö fólk hafi notfært sér þessa kennslu. En auk hans kennir viö skólann austurrískur skíðakennari. Hafliöi sagöi þaö vera algengt aö fólk færi á 3 daga námskeiö. Þá væri kennt tvo tíma á dag þrjá daga í röö. Slíkt nám- skeið kostaöi krónur 450 fyrir full- oröna. Hægt er að láta innrita sig í skíöaskólann alla daga vikunnar við skála Ármanns í Bláfjöllum. Þá er hægt að panta sér tíma bæði fyrir hópa og einstaklinga í símum 33187, 71651 og 35959. Þá er fyrirhugaö um páskana að hafa sérstakt skíöakennslusvæði fyrir börn 4 ára og eldri í Bláfjöll- um. Þar geta foreldrar fengiö aö skilja börn sín eftir meöan þau eru aö renna sér og þeirra verður gætt og kennt á skíöum um leið viö góöar og heppilegar aöstæöur. En allar upplýsingar um þetta atriöi er hægt aö fá í ofangreindum síma- númerum. Núna er mjög gott skíðafæri í Bláfjöllunum, og mikill snjór. Og eiga forráöamenn Ármenninga von á því aö á því aö áhugafólk um skíöaíþróttina notfæri sér kennsl- una um páskana sem senn fara í hönd. — ÞR. Noröurlandamót í bogfimi: Elísabet hafnaói í fjórða sæti UM SÍÐUSTU helgi fór fram í Finnlandi Noróurlandamót í bog- fimi og lyftingum í íþróttum fyrir fatlaða. Keppendur á mótinu voru alls um 50, þar af 3 íslendingar, Elísabeth Vilhjálmsson og Rúnar Bjömsson, sem kepptu í bogfimi, og Reynir Kristófersson, sem keppti í lyftingum. Bestum árangri íslensku kepp- endanna náöi Elísabeth Vilhjálms- son. Hún varö í fjóröa sæti af 10 keppendum í kvennaflokki bog- fimikeppninnar. Yfirburöasigur- vegari varö sænsk stúlka og hlaut hún alls 531 stig. í ööru og þriöja sæti uröu svo danskar og finnskar stúlkur meö 478 og 473 stig. Elísa- beth varö svo í fjóröa sæti meö 470 stig. Af þessu má sjá aö bar- áttan um annaö sætiö var mjög hörö. Elísabeth hélt því sæti reynd- ar lengst framan af, en slæmt gengi um miöbik keppninnar varö til þess aö hún hafnaöi í fjóröa sæti. Árangur hinna íslensku kepp- endanna varö sá aö Reynir Kristó- fersson varö í þriöja sæti í 90 kg. flokki. Lyfti hann alls 110 kg. sem er nýtt íslandsmet. I fyrsta og ööru sæti uröu sænskir og finnskir lyft- ingamenn. Rúnar Björnsson hafn- aöi í 13. sæti í karlaflokki bogfimi- keppninnar meö alls 425 stig. Þess má geta aö næsta Noröur- landamót í bogfimi veröur haldiö á íslandi aö tveimur árum liðnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.