Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1983 ... að gera sameiginlega helgarinnkaup. TM Reg. U.S. Pat On.-aM rtghts raaarvad •1962 Loa Angalaa Tknaa SyrxMcata Þetta er Ijóti talsmátinn á strákn- um eftir að hann flutti að heiman frá okkur? HÖGNI HREKKVÍSI Opnar okkur nýja veröld 5203-4914 skrifar: „Gott framlag" er nafn á stuttri en ágætri grein, sem birtist í Vel- vakanda 17. þ.m. Fjallar hún um söguna „Sonur himins og jarðar" sem Sigurður Gunnarsson skóla- stjóri hefur nýlega lokið við að lesa í útvarpinu. Þakka ég greinarhöfundi fyrir þetta framlag og er honum full- komlega sammála. Höfundur sögunnar, Sonur him- ins og jarðar, er norski rithöfund- urinn Káre Holt og kom hún út árið 1978. Hlaut hún strax mikið lof gagnrýnenda. Þetta er heim- ildaskáldsaga og segir frá lífi og starfi norska prestsins Hans Eg- ede og trúboði hans meðal esk- imóa á Grænlandi, enda er hann oft nefndur „postuli Grænlands". Sagan opnar okkur nýja veröld, sem flestum mun framandi. Segir okkur frá ömurlegum kjörum þessa frumstæða fólks, þjáningum þess og sorgum, svo og andstreymi Sigurður Gunnarsson prestsins og armæðu í trúboða- starfinu. í stuttu máli sagt er þetta sér- lega spennandi saga. Þar er alltaf eitthvað nýtt og óvænt að gerast, sem sagt er frá á hreinu og fögru máli, en þýðingu hefur Sigurður annast og tekist það með ágætum, eins og hans var von og vísa, enda er hann þar enginn viðvaningur. Mun hann sennilega hafa þýtt á íslensku úr ýmsum erlendum mál- um fleiri bækur en nokkur íslend- ingur fyrr eða síðar. Um flutning- inn þarf ekki að fjölyrða. Sigurður er þar eflaust meðal hinna allra bestu. Eins og kunnugt er hefur Sigurður lesið á síðustu árum margar úrvalsbækur í útvarpið, sem vakið hafa verðskuldaða at- hygli. Ekki er mér kunnugt um, að þær hafi verið gefnar út, og er það bókaútgefendum til lítils sóma. Að síðustu þetta: Ég tek undir með „hlustanda" og geri hans orð að mínum, þar sem hann segir: „Ég vil því eindregið mælast til þess við bókaútgefendur, að þeir verði sér úti um handritið og gefi bókina út.“ Þessir hringdu . . . Setur fagran svip á allt F.Kj. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Ég hringi út af þjóðsöngn- um okkar. Ég er stundum undr- andi á því, hve sjaldan við fáum að heyra hann. Ég er ekki hrædd um, að fslendingar geti ekki sungið þjóðsönginn. Mér hefur alltaf fundist flutningur hans hátíðlegur og setja fagran svip á allt. Ég hef heyrt sumt lært fólk hafa á móti þjóðsöngnum, en ég vona og trúi því, að við höldum áfram að syngja hann, og mér fyndist t.d. að hann mætti oftar heyrast í kirkjunum. Það er ekki setjandi fyrir sig þó að hann liggi hátt; við getum sungið hann, ef við viljum. Ég tala ekki um þá sem hafa góða rödd. Hverjir ákváðu að kaupa Viðey? Baldvin Örn Berndsen hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að forvitnast um það, hverjir ákváðu það fyrir hönd okkar Reykvíkinga að kaupa Viðey fyrir 28 milljónir króna og af hverju það var ekki á neinn hátt lagt fyrir almenning. Hefði ekki mátt gefa borgar- búum kost á að greiða atkvæði um þessi kaup? Gaman væri að fá svar við þessu. Mælirinn þegar fullur Ingólfur Sigurösson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég er sáróánægður út af þessum kílóaskatti sem nú stendur til að bæta ofan á pinkl- ana hjá bíleigendum. Mér fannst mælirinn þegar fullur og nú flóir sannarlega út úr. Bíleigendur hafa áratugum saman borgað aukaskatt til að standa straum af vegagerð, en aðeins lítill hluti þessa fjár hefur skilað sér þang- að. Ríkið hefur gleypt meginið af því í eyðsluhítina. Ég legg ein- dregið til að rikið skili þessu fé, áður en farið verður út í frekari skattlagningu á bíleigendur. Þar að auki legg ég til, að fjármunir þeir, sem fást vegna núverandi skattlagningar, verði látnir renna beint inn á reikning Vega- gerðar ríkisins, án viðkomu í rík- issjóði, vegna ógóðrar reynslu þar af. Ef þó vantar fé til vega- gerðar, bendi ég á, að bifreiðir á vegum varnarliðsins hafa hingað til verið undanþegnar vega- skatti. Hvers vegna? Bendi við- komandi aðilum á að athuga það. Básúnu- leikarinn heitir Sigurður Þorbergsson Guðmundur Emilsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég þakka Ragnari Björns- syni fyrir tónlistargagnrýni hans í Mbl. á þriðjudag um tón- leika íslensku hljómsveitarinn- ar. í niðurlagi greinar sinnar segir Ragnar: „ ... Hljómsveitin er skipuð mörgum bráðefni- legum ungum hljóðfæraleikur- um, t.d. er strokhljóðfærahópur- inn áberandi, sama má segja um suma blásarana, og ekki get ég stillt mig um að benda á básúnu- leikara í því sambandi, hvers nafn ég ekki veit ..." Ég vil gjarna upplýsa, að þessi básúnu- leikari, sem er einn þeirra mörgu efnilegu tónlistarmanna, sem skipa íslensku hljómsveit- ina og fengið hafa tækifæri til að koma fram og sýna hvað þeir geta, heitir Sigurður Þorbergs- son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.