Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1983 39 fclk í fréttum + Victoria Principal, sem leikur Pam í „Dallas", hefur nú verið skylduð til aö skýra frá því fyrir rétti hvað nýi vinurinn hennar, læknirinn Harry Glassman, er rausnarlegur við hana. Harry vill skilja viö konuna sína vegna Victoriu en hún heimtar á móti, aö hann borgi henni næstum því 500.000 ísl. kr. í mánaðarlegan framfærslueyri. Á því segist hann þó engin efni hafa og þess vegna vill rétturinn fá aö vita hvað hann sé góður viö hana Victoriu. „Vélsagarævintýrió" hans John Denvers — Nei, nei, maðurinn minn má alls ekki fá meira vodka. + Söngvarinn John Denver, sem jafnaöarlega er geöprýö- in uppmáluö, gekk gjörsam- lega af göflunum nú fyrir skemmstu þegar konan hans fyrrverandi kvaöst ekki vilja taka upp sambúö meö honum aftur. Hann brást þannig viö, aö hann sagaöi sundur hjóna- rúmiö meö vélsög og ekki nóg meö þaö, heldur beitti hann söginni líka á eldhúsiö og lagöi þaö algerlega í rúst. í von um aö konan hans vildi sættast viö hann haföi John Denver endurnýjaö allt húsiö fyrir um 20 milljónir kr., en vegna „vélsagarævintýris- ins“ er hætt viö, aö hann veröi enn aö punga út meö álitlegri upphæö. John Denver og Annie kona hans skildu fyrir ári og bar hún því viö, aö hann væri svo upptekinn viö hljómleika- feröirnar, aö hann mætti aldrei vera aö því aö sinna sér eöa tveimur fósturbörnum þeirra. COSPER BESJl í? HJÁIPARKOKKURINN KENWOOD CHEF Aðeins það besta er nógu gott fyrir þær. ,,CHEF-inn“ er allt annað og miklu meira en venjuleg hrærivél. Kynnið ykkur kosti hennar og notkunar- möguleika. KENWOOD CHEF er til í þremur mismunandi litum og innifalið í kaupunum er: þeytari, hnoðari, grænmetis- og ávaxtakvörn, plasthlíf yfir skál. Við höfum ávallt fyrirliggjandi úrval aukahiuta, svo sem: hakkavél, grænmetisrifjárn, grænmetis- og ávaxtapressu, kartöfluafhýðara, dósahníf ofl. Eldhússtörfin verða leikur einn með KENWOOD CHEF Verð kr. 5.240,- (gengi 16/3 '83 SPUNNIÐ UM STALÍN eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN stingur þeim upp í sig. Finnland, það eru smámunir, segir Molotov þurrlega. En hinir hlæja eins og Molotov sé fyndnasti maður í heimi. Og þeir skála fagnandi fyrir heimsfriðnum. Túkhachevsky marskálkur segir: Ég lyfti glasi fyrir okkar mikla, volduga föðurlandi. Stalín segir: En hví þá ekki að skipta Póllandi á milli okkar og Þjóðverja og slá tvær flugur í einu höggi? Molotov neitar því, hikandi. Stalín spyr, hvers vegna hann sé svo hikandi. Það tekur því ekki, segir Túkhachevsky. Tekur því ekki? endurtek- ur Stalín undrandi. Það gæti haft styrjöld í för með sér, segir Túkhachevsky. En þá svarar Stalín af hrottafeng- inni sannfæringu: Styrjöld, hvað gerir það til? Hvers konar kvígur eru allt í kringum mann? En Túkhachevsky svarar: Þetta eru of ómerkilegir bitar til að taka áhættu þeirra vegna. Þetta eru hnetur, bætir Molotov við. Japan- ir eru hættulegri. Hnetur? endurtekur Stalín tortrygginn. í mesta lagi, segir Molotov. Við étum ekki hnetur hér, segir Stalín hryssingslega. Við erum ekki' íkornar. Við kennum Putlendingum lexíu. Herbúnaðurinn er í lagi, er okkur nokkuð að vanbúnaði að taka á móti Japönum? Nci. Allt er í fullkomnu lagi, segir Túkhachevsky. Hvað segir þú um Putaland? spyr Stalín Kíroff. En Kíroff hrckkur við og segir eins og úti á þekju: Ég? Ég veit ekki. Nei, veizt ekki, segir Stalín með fyrirlitningu. Datt mér ekki í hug. En þið Kamenev og Bukharin? Bukharin verður hvumsa. Hann lítur á Kíroff, síðan á Kamenev, sem svarar fyrir þá báða og segir: Við fylgjum þér að sjálfsögðu yfir landamærin. Stalín segir: Landamærin, með ykkur í eftirdragi? Nei takk! Það verður ekkert af því. Eg aflýsi innrásinni hér með. Já, fresta henni. Það yrði líka helvítis ógæfa að brjóta í sér tennurnar út af einni hnetu. Kíroff segir, eins og honum sé létt: Já, það yrði ógæfa. En honum er ekki létt. Hann fyllist kvíða eins og þeir hinir. Hann finnur, að tortryggni er að magnast með Stalín. Hann skilur ekki af hverju, en hann skilur fyrr en skellur í tönnum. Og þegar Stalín hvæsir, að þeir séu raggeitur, magnast kvíðinn. En Stalín segir með fyrirlitn- ingu: Þið eruð tindátar, sem hægt væri að bræða í hvaða potti, sem væri. Stalín gengur að fóninum og setur plötu á. Ég kann bezt við plöturnar, segir hann, því þær segja það sem til er ætlast. Við erum allir púrítanar, strangtrúaðir á okkar biblíu, okkar vísindi. Okkar vald er orðið fullkomnara en vald jakobínanna. Við munum reisa fyrsta guðveldi jarð- ar, sem á við rök að styðjast. Það hefur kostað fórnir. Við höfum stefnt að frelsun hins samfélagslega persónuleika. Og við erum að móta Sovétmanninn. Það hefur kostað fórnir, gert marga ruglaða í ríminu. Suma að þrælum. En við höfum aldrei verið svo vitlausir, að okkur dytti í hug að gera bandalag við kærleikann. Við höfum rekið út fyrirlitningu með fyrirlitningu, svik með svikum og hatur með hatri. Við stöndum nær Kalvín en Lúther. Og næst Loyola. En nú er öll þeirra kenning í molum, en okkar mun sigra. Kenning okkar er óskeikul. Hún er ávöxtur sögulegrar nauðsynjar. Vísindalegs sósíalisma. Við höfum siglt fram hjá öllum skerjum. Eða hefur kenning okkar steytt á nokkru því skeri, sem máli skiptir? Þeir hinir svara honum neitandi og Stalín heldur áfram: Á okkar kenningu verður reist fyrsta þúsund ára ríkið, hvað sem Hitler og þeir kumpánar segja. Móses leiddi þjóð sína hcim. Hann gaf henni lögmálið. En sá Ijóður var á hans ráði, að hann var aldrei til. Þeir hinir hlæja og skála hver við annan. Stalín heldur enn áfram: Engin þjóð lifir á ímyndun, blekkingu. Ekki til lengdar. Við erum fyrsta veldið, sem ekki er ímyndun. Hugsjón okkar er bjarg, klettur. Og ég er hugsjónin holdi klædd, að ykkar ósk. Sumir pissa utan í mig eins og hundar og halda því m.a. fram í ræðu og riti, að ég sé einhvers konar afbrigði af dýrðlegum kirkjuföð- ur. Aldrei dettur ykkur í hug að bjóða mér upp á slíkar traktéringar. Þið vitið, að ég er hafinn upp yfir allt slíkt. Ég er sjálf trúin, kenningin holdi klædd að ykkar kröfu. FRAMHAI.D

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.