Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1983 23 Bandaríkin: Fulltrúa PLO neitað um vegabréfsáritun Washington, 23. mars. AP. BANDARÍKJAMENN hafa neitað einum liðsmanni PLO um leyfi til að heimsækja Bandaríkin, en veittu á sama tíma öðrum liðsmanni vegabréfsáritun, staðfesti utanríkisráðu- neytið í kvöld. Entisar Wazir, eiginkonu Khalil, sem er næstæðsti leið- togi PLO á eftir Yasser Arafat, Veður víða um heim Akureyri +5 léttskýjaö Amsterdam 10 skýjaö Aþena 20 heiöskírt Berlín 7 skýjaö BrUssel 9 skýjaó Chicago +2 heiðskírt Oublin 5 rigning Feneyjar 13 alskýjaó Frankfurt 11 rigning Færeyjar 1 alskýjaö Genf 9 skýjaó Helsinki 1 snjókoma ffong Kong 26 skýjaó Jerúsalem 12 skýjaö Jóhannesarborg 22 skýjaö Kaupmannahöfn 5 skýjaö Kairó 23 heiöskirt Las Palmas 20 léttskýjaö Lissabon 21 heiðskírt London 10 rigning Los Angeles 12 skýjaö Madrid 24 akýjaö Mallorca 16 alskýjaó Malaga 19 skýjaö Mexikóborg 28 heiöskírt Miami 20 skýjaö Moskva 1 skýjaö Nýja Delhí 25 heióskfrt New York 5 heiðskfrt Osló 2 heióskfrt París 12 skýjaö Peking 12 heiöskírt Perth 25 heiöskfrt Reykjavík +3 léttskýjað Rio de Janeiro 26 skýjaö Rómaborg 17 heiöskfrt San Francísco 15 rigning Stokkhólmur 3 skýjaö Tel Aviv 16 skýjaó Tókýó 17 skýjaö Vancouver 14 skýjaö Vínarborg 16 skýjaó er meinað inngöngu í Banda- ríkin á þeim forsendum að hún sé liðsmaður „útlægra sam- taka“ samkvæmt bandarískum vegabréfslögum. Wasir, sem býr í Jórdaníu, er fulltrúi á pal- estínska þjóðarþinginu og starfandi í samtökum palest- ínskra kvenna. Talsmaður utanríkisráðu- neytisins sagði að ákvörðun um þetta mál hefði verið tekin í Washington. Hann sagði Wazir hafa haft i huga að fylgja vin- konu sinni á kynnisferð um Bandaríkin. Sú kona er einnig í forsvari fyrir samtök palest- ínskra kvenna og fékk hún vegabréfsáritun án vífilengja. Talsmaðurinn sagði ósamræm- ið til komið vegna þess að hver umsókn um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna væri skoðuð út af fyrir sig. Flóttamenn • Eins og frá var greint í fréttum, flýðu nokkrir Pólverjar til Svíþjóðar og var flóttinn ævintýralegur. Eins hreyfilsflugvél þeirra nauðlenti á akri í Tosteberga fyrir utan Kristianstad. Á meðfylgjandi mynd má sjá nokkra flóttamennina glað- hlakkalega í höndum sænsku lögreglunnar. Á innfelldu myndinni er tvívængjan litla sem notuð var við flóttann. Landflótta Búlgari varpar skýrara ljósi á páfatilræðið New York, 23. mars. AP. VITNISBURÐUR landflótta Búlg- ara í Frakklandi bendir eindregið til þess að tilræðismaður Páls páfa 2., Mehmet Ali Agca, hafi í raun starfað fyrir búlgörsku leyni- þjónustuna. Búlgarinn sem um ræðir er Iordan Mantarov, diplómati í Frakklandi, sem bað um hæli sem pólitiskur flóttamaður í júní 1981. Bandaríska blaðið „New York Times" sagði í gær, að Mantarov hafi tjáð frönsku leyniþjónustunni að tilræðið hafi verið skipulagt af KGB og leyniþjónustu Búlgaríu. „Sov- étmenn og Búlgarir töldu páfa vera verkfæri Bandaríkjanna að losa Pólland með áhrifum sín- um frá Varsjárbandalaginu, því væri best að ryðja honum úr vegi,“ hafði blaðið eftir Mant- arov. Bæði Sovétmenn og Búlgarir hafa neitað harðlega að hafa verið viðriðnir banatilræðið á Péturstorginu. Mantarov sagði frönskum leyniþjónustu- mönnum að hann væri ná- kunnugur Dimiter Savov, sem væri háttsettur embættismaður í búlgörsku leyniþjónustunni. Savov þessi mun vera til, en vestrænar leyniþjónustur vita ekki með vissu hvaða stöðu hann gegnir í Búlgaríu. „The New York Times" stóð fyrir tveggja mánaða sjálf- stæðri rannsókn á tilræðismál- inu og komu blaðamenn blaðs- ins við í 7 löndum. í blaðinu í gær kom fram, að Búlgarinn Antonov, sem er í varðhaldi, grunaður um að hafa verið í vit- orði með Agca, hefur margoft breytt framburði sínum í yfir- heyrslum hjá ítölsku lögregl- unni. Þá sagði blaðið einnig, að tyrkneski smyglhringurinn sem Ágca sagði hafa fjármagnað flótta sinn úr tyrknesku fang- elsi, væri í nánum tengslum við búlgörsk yfirvöld, svo nánum, að smyglararnir fá að geyma varning sinn á öruggum stöðum í Búlgaríu og fá hervernd er þeir flytja hann úr landi sjóleið- ina. PRUTT- MARKAÐURINN er á Laugavegi 24 adeins 3 dagar eftir!! Ennþá er til mikiö úrval t.d.: □ Buxur í miklu úrvali, í litl- □ Kakhi buxur á 11, 12 og um no. Kaki ull terelyne. 13 ára. □ Úlpur á herra, dömur og □ Peysur í úrvali. börn. □ Blússur í úrvali. Svo máttu reyna að prútta ha---ha ha □ Skyrtur no. 36—37. □ Moon Boots. □ Hanskar. □ Skíðahanskar. □ Fermingarföt. □ Stakir jakkar. □ Stakar buxur. □ Dömubuxnadragtír á sér tilboði. □ 90 kr. borö. □ 100 kr. borð. □ Alls konar efni, t.d. ullar- efni, kaki o.m.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.