Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1983 Demókratar tefla fram fjárlagafrumvarpi sínu Washington, 23. marn. AP. LEIÐTOGAR Demókrataflokksins bandaríska ætla að tefla fram fjár- lagafrumvarpi í fulltrúadeildinni og treysta á að þeir fái meirihluta fyrir því. Er frumvarpið mjög ólíkt því sem Reaganstjórnin hyggur á fyrir fjárlagaárið 1984, en heild- arveltan er áætluð 863,6 milljarða dollara. Málið átti að fara fyrir fulltrúa- deildina í gær, en í frumvarpinu er gert ráð fyrir að skera niður hern- aðarútgjöld um helming, miðað við frumvarp stjórnarinnar. Þá gerir þessi nýi valkostur ráð fyrir leyfi til að hækka skatta um 30 milljarða dollara, auk mun meiri og hagstæðari fjárveitinga til margra stofnana og framkvæmda sem Reagan hyggst skera af í sínu frumvarpi. Morðið á Villas: Mannréttindanefndir krefjast rannsóknar (ienf, 23. mars. AP. SEX ALÞJÓÐLEGAR mannrétttindastofnanir hafa krafist þess að íUrleg rannsókn fari fram á morði Marianellu Garcia Villas, sem var formaður mannréttindahreyfingar El Salvador. Hún féll í síðustu viku fyrir hendi stjórnarhermanna landsins. Stofnanirnar taka undir orð mannréttindahreyf- ingar El Salvador, að frú Villas hafi verið myrt. Mannréttindanefnd E1 Salvador uðu ásökununum á bug, sögðu frú sagði að frú Villas hafi verið myrt er hún flýði undan stjórnarher- mönnum ásamt 21 íbúa þorpsins, sem hún var stödd í og stjórnar- hermennirnir réðust á. Sagði nefndin að Villas hafi verið að rannsaka meinta notkun eitur- efnavopna og napalm-eldsprengja hjá stjórnarhernum og því hefði hann viljað hana feiga. Talsmenn stjórnarhersins vís- Villas hafa fallið á hernaðarsvæði ásamt 22 skæruliðum og hún hafi verið réttdræp þar sem hún hafi gengið til liðs við þá. Mannréttindastofnanirnar sex sögðu í gær, að vandalaust væri að komast að hinu sanna í málinu með ítarlegri rannsókn og úr því að stjórnarherinn hefði ekkert að fela, væri ekki von á öðru en að réttarhöld gætu farið fram. í viðræðunum í Genf um takmörk- un flauga yrðu áðurnefndar fram- kvæmdir stöðvaðar. Vantar einn á kjörskrá Danmork, Tennesee, 23. mars. AP. ÍBÚAR smábæjarins Denmark í Tenesseeríki í Bandaríkjunum standa frammi fyrir verulegum vanda. Sveitastjórnarkosningar eru á næstu grösum og íbúar bæj- arins vilja aö sjálfsögðu eiga full- trúa. Til þess aö koma til greina í kosningunum, verða fulltrúar að hafa minnst 25 atkvæði tryggð. Slíkt er ekki auðvelt í Denmark, því atkvæðarétt hafa aöeins 24 bæjarbúar. Ibúar í Denmark eru aðeins um 50 talsins og 24 þeirra hafa kosningarétt. Þar hafa sveita- stjórnarkosningar ekki farið fram síðan árið 1948.Robert Hardy, bæjarstjóri og eigandi einu verslunarinnar í bænum, sagði í gær, að leitað væri að smugum þessa dagana, en „það virðist engin leið vera fram hjá þessu og lítill tími til stefnu." Kosningarnar eru 3. maí. Lest út af sporinu Dhaka Bangladesh, 23. mars. AP. LEST fór út af sporinu um 240 kfló- metra norður af Dhaka, höfuðborg Bangladesh á mánudagskvöldið og er óttast að allt að 100 manns hafí látið lífíö og 200 til viðbótar hafí slasast meira og minna. Yfirvöld hafa til þessa aðeins staðfest lát 16 manna, en blöð í Bangladesh rita frásagnir sjónarvotta, sem telja sig hafa talið allt að 80—100 lík. Slysið bar þannig að, að miklar rigningar höfðu skolað trjádrumb- um miklum upp á lestarteinana við brúarsporð nokkurn. Er lestin ók á drumbinn þeyttust stýris- vagninn og tveir farþegavagnar af sporinu, á brúarstólpana með þeim afleiðingum, að vagnarnir höfnuðu í ánni fyrir neðan og fengu brúna eins og hún lagði sig ofan á sig. Hvetja til samkomu- lags stórveldanna Vilamoura, Portúgal, 23. mars. AP. í YFIRLÝSINGU varnarmálráðherra NATO-ríkjanna eftir tveggja daga fund þeirra í Portúgal sagði í dag, að eindregið væri hvatt til þess að stórveldin legðu sig fram um að ná samkomulagi í viðræðum sínum um vopnatakmark- anir í Genf. Á meðan samkomulag ekki næð- ist lögðu ráðherrarnir ríka áherslu á, að nauðsynlegt væri að halda fast við fyrri áætlanir um staðsetningu meðaldrægra eld- flauga í Mið-Evrópu á þessu ári. Flaugarnar væru nauðsynlegar til að vega upp á móti vopnabúri Sov- étmanna, sem fulltrúar fundarins voru sammála um að væri allt of stórt, ætti það einungis að gegna hlutverki varna landsins. Josef Luns, aðalframkvæmda- stjóri NATO, sagði við fundarlok í dag, að framkvæmdum um að koma meðaldrægum bandarískum flaugum af Pershing 2 gerð fyrir í V-Þýskalandi, á Ítalíu og í Bret- landi miðaði samkvæmt áætlun og þessa stundina væri verið að byggj a palla fyrir flaugarnar. Caspar Weinberger, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, tók undir orð Luns og annarra fund- armanna og undirstrikaði nauð- syn þess að koma flaugunum fyrir. Hann bætti því einnig við, að ef samningar tækjust við Sovétmenn Fundir vamarmálaráðherra NATO í Portúgal lokið: Áður óþekkt samtök senda pakkasprengju kundúnum, 23. mars. AP. SPRENGJUSÉRFRÆÐINGAR lögreglunnar gerðu í dag óvirka sprengju í pakka sem stflaður var á aðalstöðvar breskrar hreyfíngar sem berst fyrir kjarnorkuafvopnun. Enginn særðist. Formælandi lögreglunnar sagði Ástæðan fyrir sprengjusending- að bréf hefði fylgt sprengjunni unni er ókunn, og ekki er hægt að þar sem stóð að hún væri send af tengja þetta sprengjutilfelli við „frelsisher Breta", sem eru áður önnur fyrr í þessari viku, sagði óþekkt samtök. formælandinn. Konungur á viðhafnarbörum Umberto II fyrrverandi konungur Ítalíu lést á lostudag í síðastliðinni viku, 78 ára að aldri, á heimili sínu í Sviss. Mynd þessi sýnir hvar hann liggur á viðhafnarbörum áður en hann var lagður til hinstu hvfldar. „Við erum að reyna að fá eins hvers konar jafnvægisglóru í mál- ið,“ sagði Jim Wright, demókrati frá Texas í samtali við fréttamenn í gær. Demókrataflokkurinn hefur meirihluta í fulltrúadeildinni og Repúblikanar hafa ekki lagt fram fjárlagafrumvarp Reagans í deild- inni þar eð öruggt er talið að það yrði kolfellt. í millitíðinni hafa Reagan og hans menn barist hat- rammlega gegn frumvarpi Demó- krataflokksins. Ronald Reagan kom fram í sjón- varpi í Bandaríkjunum í gær- kvöldi og skýrði þjóðinni frá af- leiðingunum sem það gæti haft í för með sér, að fjárlagafrumvarp hans yrði fellt. Frumvarp Demó- krataflokksins felur m.a. í sér 33 milljörðum dollurum meiri fjár- veitingu til innanlandsmála en frumvarp Reagans. Er það fyrst og fremst á kostnað varnarmál- anpa. Gera Demókratarnir ráð fyrir því að margir milljarðar dollara fari til menntunarmála og atvinnusköpunar. Caspar Weinberger, varnarmálaráðherra Bandarfkjanna, ásamt Manfred Wörner, varnarmálaráðherra Vestur-Þýskalands, og Gilles Lamontagne, varnarmálaráðherra Kanada, á fundinum í Portúgal. símamynd ap. («9 Hafa Ol-hringina að féþúfu Nýju Delhí, 23. mars. AP. MONIQUE Berlioux, framkvæmdastjóri Alþjóða Olympíunefndarinnar sagði á blaðamannafundi í gær, að nefndin hefði ákveðið að hafa olympíuhringina frægu að féþúfu. Hefur nefndin gert samning við ónefnt svissneskt fyrirtæki sem mun auglýsa varning sinn með olympíu- hringjunum. Frú Berlioux gaf engar nánari réttindi til að nota táknið í aug- skýringar á hvers eðlis væntan- lýsingaskyni. Framkvæmda- legar auglýsingar myndu vera. stjórinn sagði hins vegar að með Nefndin hefur ávallt haft einka- þessu móti væru allir innan rétt á notkun hringjanna og ein- nefndarinnar sannfærðir um að ungis framkvæmdanefndir tekjurnar myndu verða mestar. hverra olympíuleikja fyrir sig Það mætti til, því dýrt væri að hafa fengið mjög takmörkuð halda Olympíuleika nú orðið. Ferðamennirn- ir náðu bófanum New York, 23. mars. AP. TVEIR fínnskættaðir bandarískir ferðamenn gómuðu bankaræningja í Empire State-skýjakljúfnum í gær. Bófinn gekk inn í banka á ann- arri hæð hússins og afhenti gjaldkera miða sem hótaði lífláti ef gjaldkerinn fyllti ekki tösku ræningjans. Varð gjaldkerinn smeykur og afhenti bófanum 15.000 dollara og hljóp hinn síð- arnefndi umsvifalaust í næstu lyftu. Hann fór óvarlega, pen- ingar köstuðust upp úr töskunni og hann gleymdi að setja byssu sína í vasann. Tveir bandarískir ferðamenn af finnsku bergi voru í lyftunni, höfðu verið að skoða sig um á efstu hæðinni. Þeir sáu í hendi sér hvað var á seyði, vörpuðu sér á bófann og héldu honum uns öryggisverðir komu á vettvang og tóku hann í vörsiu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.