Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.03.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1983 Yfirvinnubannið í álverinu í Straumsvík: Skiptar skoðanir um bannið eftir deild- um fyrirtækisins „I»AÐ ER FARIÐ allt of geyst út í þetta, anart af stad án þess ad íhuga það nægilega," sagði Bragi Bragason, starfsmaður í flutningadeild hjá álverinu í Straumsvík, þegar Morgunblaðið var þar á ferðinni til að kynna sér viðhorf starfsmanna álversins til yfirvinnubannsins, sem boð- að var til 20. mars. „Trúnaðarmenn starfsmanna gerðu það að tillögu sinni að það yrði beðið með aðgerðir, þangað til í haust, að þessar uppsagnir hefj- ast í rauninni, en það var ekki virt og anað út í þetta núna. Þeir starfsmenn sem búið er að segja upp voru lausráðnir og því ekki rökrétt að fara út í þessar aðgerð- ir að svo komnu máli. Við hér í flutningadeild erum með 400 tíma í yfirvinnu á ári, en í kerskálunum eru þeir sumir með 20 tíma. Þeir eru því að senda aðra heim fyrir sig með þessu yfirvinnubanni. Þessu mótmæltum við, því þarna er meirihlutinn að ganga á rétt minnihlutans og aðgerðirnar bitna á einstökum mönnum. Við hljótum að hlíta þessu banni, það. er ekkert sem við getum gert, því meirihlutinn ræður og þó eru 80—90% af þeim um 30 mönnum, sem vinna hérna, á móti yfir- vinnubanninu," sagði Bragi enn- fremur. Held aö allir í flutningadeild séu á móti yfirvinnubanninu „Ég er alveg sammála því sem Bragi sagði,“ sagði Júlíus Bess, flokkstjóri í flutningadeild, sem var áheyrandi að þessum orðum. „Nú er einmitt mikið að gera í flutningnum á álinu, vegna mikill- ar sölu á því og það þýðir mikla yfirtíð hjá okkur. Launin hér í flutningadeildinni byggjast mikið á yfirvinnunni, miklu fremur en í kerskálunum, þar sem fyrst og fremst er deilt um þessar upp- sagnir. En við erum fáir miðað við þá sem vinna í skálunum og fáum því ekki mikið að gert. Þó held ég að allir hér séu á móti þessu,“ sagði Júlíus. Ekkert virðist bera árangur nema hertar aðgerðir „Með þessu yfirvinnubanni er- um við að ítreka mótmæli okkar vegna uppsagna á starfsmönnum. Það er búið að reyna ýmislegt, en það virðist ekkert bera árangur, nema hertar aðgerðir," sagði Isak Pétursson, starfsmaður í kerskála, aðspurður um deiluna. Hvað um þá röksemd að þarna hafi verið um lausráðna starfs- menn að ræða sem sagt var upp? „Þeir eru ef eitthvað er „laus- ráðnir" innan gæsalappa, því þar voru á meðal starfsmenn sem höfðu unnið hér í 3 ár. Við sem erum fastráðnir, lítum á þá sem fastráðna, þó samningur þeirra hafi verið eitthvað öðru vísi en okkar. Það er ekki hægt að segja um hvað þetta verður löng deila. Það er fleira sem við erum óánægðir með. Vaktakerfinu var breytt hér fyrir ári og tvískiptar vaktir tekn- ar upp. Áður var til að mynda allt- af einn maður á hverri vakt, sem sá um að sópa skálann, en það lagðist af þegar vaktakerfið breyttist og er nú ekki gert nema með höppum og glöppum, eins og sjá má og ég er ekki frá því að mengunin hér sé nú meiri vegna þessa, heldur en var áður en þeir lokuðu kerunum," sagði ísak Pét- ursson að lokum. Samstaðan um þessar að- gerðir mjög góð „Við höfum verið óánægðir með stefnuna í sambandi við manna- hald. Stjórn fyrirtækisins hefur haldið því fram að hér hafi átt sér stað tæknibreytingar sem eigi að skila sér í fækkun svo og svo margra starfa, en okkur finnst að það eigi að sanna sig hvað það skilar mörgum störfum, áður en farið er í það að fækka," sögðu Jón Birgir Þórólfsson, öryggistrúnað- armaður í kerskálunum, og Ás- björn Vigfússon, trúnaðarmaður þar. „Það sem við erum fyrst og fremst að mótmæla er að breyt- ingarnar ganga of langt. Eftir breytingarnar sem gerðar voru á síðasta ári á vaktafyrirkomulag- inu, þá fór yfirvinnan úr 2—3% í 15%, sem er mjög óæskileg þróun miðað við vinnuaðstöðu. Samstaðan um þessar aðgerðir er mjög góð meðal starfsmanna innan Hlífar. Það er yfirlýst stefna fyrirtækisins að stoppa ekki við uppsagnir í kerskálunum, heldur halda áfram og þá kemur að öðrum deildum í auknum mæli. Við mótmælum því ekki að hluti skýringarinnar á þessari yfir- vinnu stafar af því að rafskautin blotnuðu, en reynsla okkar er samt sú að við þurfum á þeim starfsmannafjölda að halda, sem var áður en breytingarnar áttu sér stað. Það kemur fram í því, að nú hefur mannskapur verið fluttur úr öðrum deildum fyrirtækisins og til okkar í kerskálunum og það er bú- ið að gefa það út að þeir verði hjá okkur það sem eftir er vikunnar. Þetta eru menn sem voru hjá okkur áður og það sýnir að þessi fækkun starfsmanna í kerskálum stenst ekki. Við vonumst til, að þetta yfir- vinnubann verði ekki langvinnt og að forsvarsmenn fyrirtækisins sjái okkar sjónarmið, deilan leys- ist og fyrirtækið fái að dafna. Hér eru margir starfsmenn sæmilega ánægðir með sinn hlut, en ef hald- ið verður áfram á þessari braut, teljum við að þessi vinnustaður verði ekki góður fyrir menn. Þetta er ekki mál sem vinnst í fjölmiðl- Jón Birgir Þórólfsson og Ásbjörn Vigfússon. Horgunblaðift/ Emilia Bragi Bragason Júlíus Bess, um, heldur á vinnustaðnum sjálf- um, enda sækjumst við ekki eftir því að komast í þá,“ sögðu þeir Ásbjörn og Jón að lokum. Of fáir menn sem vinna hérna „Þetta eru orðnir of fáir menn sem vinna hérna og það bitnar á þeim sem eftir verða, þeir verða að taka við þeim störfum sem losna þegar hinir fara,“ sagði Guðjón Kristjánsson, starfsmaður í kersmiðju, sem við hittum við vinnu sína í kerskálanum, en þangað hafði hann verið lánaður vegna þess að þrír menn af vakt- inni þar voru veikir. „Þarna finnst okkur að sé verið að bæta á okkur störfum með því að taka auka- vaktir. Vinnuálagið getur orðið of mikið, menn eru orðnir þreyttir, þegar þeir hafa unnið 16 tíma í því loftslagi sem hér er,“ sagði Guðjón ennfremur. Orðið nokkuð pólitískt „Ég veit ekki hvað ég á að segja vegna þess að mér finnst þetta vera orðið nokkuð pólitískt," sagði Jón Traustason, varatrúnaðar- maður í steypuskála. „Iðnaðar- ráðherra deilir á fyrirtækið og fyrirtækið er í varnarstöðu og það bitnar kannski á mannskapnum. Mér líst illa á þetta, en þó finnst mér söluhorfur á áli, sem hafa farið batnandi, benda til þess að menn eigi að setjast niður og semja um deilumálin. Málin verða ekki leyst með einhliða aðgerðum, heldur aðeins með samningum. Ég vona bara að þetta leysist sem fyrst,“ sagði Jón Traustason að lokum. Varar við að „hrapað verði að því ráði“ að skipuleggja íbúðar- og athafnasvæði í eynni Viðeyingafélagið: VIÐEYINGAFÉLAGIÐ hefur óskað eftir því aó Morgunblaðið birti eftirfar- andi skeyti, sem stjórn félagsins sendi Davíð Oddssyni, borgarstjóra: „í tilefni þess merka áfanga í sögu Reykjavíkur, er borgin hefur eignast Viðey að langmestu leyti, óskar Viðeyingafélagið borg- aryfirvöldum og borgarbúum öll- um til hamingju með kaupin. Félagið tekur undir þau orð yð- ar, hr. borgarstjóri, að „Á eyjunni er kjörið útivistarsvæði, sem á engan sinn líka í nágrenni höfuð- borgarinnar", og vill benda yfir- völdum og almenningi á mikilvægi þess að náttúru eyjarinnar verði haldið ósnortinni til þess að svo megi verða. Jafnframt varar félagið við því að hrapað verði að því ráði að skipuleggja í eynni íbúða- og at- Titilhafarnir tefla ekki á Skákþinginu SKÁKÞING íslands fer fram dag- ana 25. marz til 7. apríl næstkom- andi. Stigahæstir þatttakenda eru þe>r Sævar Bjarnason, sem er með 2.350 ísl. skákstig, og Elvar Guð- mundsson, sem er með 2.300 ís- lenzk skákstig. Aðrir þátttakend- ur í landsliðsflokki verða: Magnús Sólmundarson, Dan Hansson, Ág- úst S. Karlsson, Halldór G. Ein- arsson, Hilmar S. Karlsson, Hrafn Loftsson, Sigurður G. Daníelsson, Gylfi Þórhallsson, Áskell Ö. Kára- son og Björn Sigurjónsson. hafnasvæði, þar með talin hafnar- mannvirki, önnur en þau er nauð- synleg eru útivistaraðstöðu, því ella missti eyjan gildi sitt sem kjörið útivistarsvæði og óviðjafn- anlegur griðastaður þeim sem vilja una í faðmi íslenskrar nátt- úru. Rétt er í þessu sambandi að benda á, að fjörur eyjarinnar eiga engan sinn líka í nágrenni höfuð- borgarsvæðisins og eru ungum sem öldnum einstakur ævintýra- heimur. Viðeyingafélagið var á sínum tíma stofnað til þess að viðhalda kynnum gamalla Viðeyinga og af- komenda þeirra, en þó fyrst og fremst til þess að vera á verði um framtíð eyjarinnar. Félagið þakk- ar Reykjavíkurborg af heilum huga fyrir ánægjuleg samskipti og fyrirgreiðslu á liðnum árum en Lelur það jafnframt skyldu sína að koma þessum viðvörunarorðum á framfæri um leið og það óskar henni allra heilla á þessum merku tímamótum." Systkinin Elín og Magnús og móðir þeirra Guðbjörg Haraldsdóttir ásamt Matthíasi Bjarnasyni stjórnarformanni og Páli Sigurðssyni forstjóra Sam- ábyrgðar. Systkini heiðruð STJÓRN og forstjóri Samábyrgðar íslands á fiskiskipum ákváðu nýlega að heiðra systkinin Elínu Óladóttur og Magnús Olason fyrir hetjuskap sem þau sýndu þegar vélbáturinn Léttir SH 175 fórst á Breiðafirði þann 18. ágúst sl. Á bátnum voru Óli T. Magnússon skipstjóri og börn hans, Elín 17 ára og Magnús 19 ára. Svo hrömulega tókst til að faðirinn fórst en systkinunum tókst að blása út gúmmfbjörgunarbátinn eftir mikla þrekraun og komust þau um borð í hann og björguðust þannig. Af þessu tilefni var systkinun- um ásamt móður þeirra, Guð- björgu Haraldsdóttur, boðið til kaffidrykkju í skrifstofu Sam- ábyrgðar þar sem þeim var afhent peningaupphæð sem virðingar- vottur fyrir hetjulega baráttu sem þau sýndu við þennan atburð og var móður þeirra jafnframt færð gjöf. Stjórn Samábyrgðar skipa Matthías Bjarnason, stjórnarfor- maður, Ágúst Flygenring, Birgir Finnsson, Egill Þorfinnsson og Jón Sigurðsson. Forstjóri er Páll Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.