Morgunblaðið - 30.03.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.03.1983, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 74. tbl. 70. árg. MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kohl endurkjörinn í kanslaraembættið Bonn, 29. mars. AP. HELMUT Kohl var í dag endurkjörinn kanslari Vestur-Þýskalands á fyrsta fundi þingsins eftir að samsteypustjórn hans vann góðan sigur í kosningun- um fyrr í þessum mánuði. Fulltrúar Grsningjanna, sem fengu nú í fyrsta sinn menn á þing, gengu fylktu liði í þingsalinn undir slagorðaspjöldum, bongótrommum og blómum skreyttir. Af 486 mönnum á þingi fékk Kohl atkvæði 271 en 214 greiddu atkvæði gegn honum. Einn var Verkamanna- flokkurinn: Róttækasta stefnuskráin London, 29. mars. AP. BRESKI Verkamannaflokkurinn birti í dag stefnuskrá sína í vænt- anlegum kosningum, og er hún sögð sú róttækasta í 83 ára sögu flokksins. Þar er því heitið, að engum bandarískum kjarnorku- vopnum verði komið fyrir í Bret- landi og að Bretar segi sig hið fyrsta úr Efnahagsbandalagi Evr- ópu. Michael Foot, leiðtogi flokks- ins, kynnti stefnuskrána, en þar er kveðið á um gffurlega aukn- ingu ríkisútgjalda til að vinna gegn atvinnuleysi, að felldar verði úr gildi hömlur á frelsi verkalýðsfélaga og að fyrrum ríkisfyrirtæki verði þjóðnýtt á nýjan leik. Engum bandarísk- um stýriflaugum verði komið upp í Bretlandi og er helst hall- ast að einhliða afvopnun Breta í kjarnorkumálum. Siðan segi Bretar sig úr Efnahagsbanda- laginu. Leiðtogar flokksins segjast ætla að skapa „umhyggjusam- ara Bretland" en leiðtogar íhaldsmanna segja stefnu- skrána uppskrift að óðaverð- bólgu, falskri skammtímalausn í atvinnumálum og að framtíðarhrörnun alls atvinnu- lífs í landinu. Skoðanakönnun um fylgi flokkanna, sem birt var í dag, sýnir, að Ihaldsflokkurinn hef- ur stuðning 43% þjóðarinnar en Verkamannaflokkurinn og Bandalagið með 28% hvort. fjarstaddur. Að atkvæðagreiðsl- unni lokinni var Kohl svarinn í embætti en þá gengu þingmenn Græningja af þingi. Sögðu þeir eiðstafinn í munni Kohls aðeins vera varaþjónustu og þann hluta hans þar sem segir, að kanslarinn heiti því að standa vörð um hags- muni þjóðarinnar, ekki samrým- ast stefnu hans í varnarmálum. Kohl mun formlega skýra frá skipun stjórnar sinnar á morgun þótt hún sé raunar þegar kunn. Fyrr í dag fóru fram nefnda- kosningar og lentu þingmenn Græningja þar utangátta í öllum helstu nefndum. Ymsir þeirra höfðu lýst því yfir, að þeir ætluðu sér að virða að vettugi vestur-þýsk lög og reglur og segja frá rík- isleyndarmálum þegar þeim byði svo við að horfa. Fyrir það þykir nú hafa verið girt við nefnda- kosningarnar. Þegar Græningjarnir gengu í þingsalinn voru þeir flestir í galla- buxum og peysu, skeggjaðir og blómum skreyttir með dauðar grenigreinar í hendi til marks um ást þeirra á náttúrunni. Einnig veifuðu þeir spjöldum með slag- orðum gegn Vesturveldunum og stefnu þeirra í varnarmáium sín- um. „Einkennisklæddir" Græningjar, skeggjaðir í gallabuxum og peysu, stungu dálítið í stúf við aðra þingmenn þegar vestur-þýska þingið var sett í dag eins og sjá má á myndinni. Þeir marséruðu fyiktu liði í þingsalinn undir slagorða- spjöldum og veifuðu dauðum grenigreinum til marks um ást þeirra á náttúr- Soyétríkin: í fimm ára fang- elsi fyr- ir trúna Moskvu, 29. mars. AP. FYRRUM foringi í Rauða hernum og félagi í kirkju hvítasunnumanna, sem bönnuð hefur verið í Sovétrfkj- unum, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir andsovéskan áróð- ur að því er vinir hans skýrðu frá í dag. Vasily Barats hafði aðstoðað fólk úr söfnuðinum, sem sótt hafði um að fá að flytjast úr landi, og var handtekinn fyrir þær sakir og aðrar 9. ágúst sl. Hann var ákærð- ur fyrir brot á 70. grein sovésku hegningarlaganna og er hámarks- refsing fyrir það sjö ára fangelsi og fimm ára útlegð innanlands. Eiginkona Barats, Galina, sem einnig er trúuð kona, var handtek- inn fyrr i þessum mánuði og er búist við, að hún verði borin sömu sökum. í maí á fyrra ári var Barats haldið á geðveikrahæli í þrjá daga til að hann gæti ekki efnt til mót- mæla meðan á stóð heimsókn bandaríska predikarans Billy Gra- hams í Moskvu. Vasily Barats átti langan feril að baki í Rauða hern- um þegar hann tók trú og fór að vinna að málefnum safnaðarins. Vesturbakkinn: Sex hundruð til viðbótar verða fyrir gaseitruninni Nikosíu, Beirut, Kivadh, 29. martt. AP. SEX hundruð manns til viðbótar veiktust af gaseitrun í nótt sem leið, í bænum Jenin á Vesturbakkanum að því er palestínska fréttastofan Wafa sagði í dag. ísraelskur hermaður féll og tveir særðust þegar þeim var gerð fyrirsát á þjóðveginum milli Beirut og Damaskus. Ekkert gengur í viðræð- unum um brottflutning ísraelshers og er deilt einkum um framtíðarhlut- verk Saad Haddads majórs og liðsmanna hans. Sovétmönnum kynntar nýjar tillögur Reagans Washington, 29. mars. AP. RONALD Reagan, Bandaríkjaforseti, hefur lagt fram nýjar tillögur í deil- unni um meðaldrægu eldflaugarnar og voru þær í dag kynntar fyrir samningamönnum Sovétríkjanna í Genf. Þeir munu hafa þær með sér til Moskvu til nánari athugunar, en nokkurra vikna hlé verður nú gert á viðræðunum. Ekki verður skýrt frá efni tillagnanna fyrr en á morgun, miðvikudag, en ýmislegt hefur þó kvisast út um þær. Aðalsamningamaður Banda- Rússa, ekki vera „mjög bjartsýnn ríkjanna, Paul Nitze, afhenti í dag tillögurnar samningamönnum Sovétríkjanna í viðræðunum, á síðasta degi þeirra fyrir hléð. Þar er lagt til, að stórveldin komi sér saman um aðra lausn en núll- lausnina svokölluðu, sem gerir ráð fyrir, að öllum meðaldrægum eld- flaugum verði eytt. Við brott- förina frá Genf kvaðst Yuri Kvits- insky, einn samningamanna en við skulum sjá hvað setur". Larry Speakes, talsmaður Hvíta hússins, vildi ekkert um tillögurn- ar segja að svo stöddu, en sagði að Reagan mundi gefa út yfirlýsingu um viðræðurnar á morgun. Er tal- ið líklegt, að hann muni þá segja frá efni þeirra. Haft er eftir bandarískum emb- ættismönnum, sem ekki vildu láta nafna sinna getið, að í tillögunum sé ekki lögð til ein ákveðin tala yfir fjölda eldflauganna heldur að þær skuli vera jafn margar í austri og vestri og síðan fækkað stig af stigi þar til engin er eftir. Ef Sovétmenn taka vel í þessar tillögur mun það geta þýtt, að fjarlægðar verði flestar meðal- drægar eldflaugar þeirra, sem beint er gegn Vestur-Evrópu og búnar eru þremur kjarnaoddum hver. Á hinn bóginn myndu þá Atlantshafsbandalagsríkin ekki setja upp nema brot af þeim 572 meðaldrægu eldflaugum, sem fyrirhugað er að koma upp í lok þessa árs. Að því er Wafa-fréttastofan segir veiktust 600 manns til við- bótar af gaseitruninni en áður höfðu 480 palestinskar skólastúlk- ur verið fluttar á sjúkrahús af sömu sökum. Að þessu sinni hefði fólk á öllum aldri orðið fyrir eitr- uninni, sem einkum hefði orðið vart í austurhluta Jeninbæjar og tveimur nálægum þorpum. Mikil skelfing ríkir nú meðal fólks á Vesturbakkanum og sjúkrahús eru við öllu búin. Skæruliðar veittu ísraelskum herbílum fyrirsát á þjóðveginum milli Beirut og Damaskus í nótt og felldu einn ísraelskan hermann og særðu tvo. ísraelsmenn snerust til varnar en þegar dagur rann hafði þeim ekki tekist að hafa uppi á til- ræðismönnunum. Skæruliðar hafa látið æ meira til sín taka að und- anförnu og segja ísraelar, að 12 hermenn þeirra hafi fallið á síð- ustu tveimur dögum. - Philip C. Habib, sendimaður Bandaríkjastjórnar, reynir enn að koma skriði á viðræðurnar um brottflutning ísraelshers en lítið hefur þokast. Fjölmiðlar í Líban- on og ísraelskar heimildir herma, að ásteytingarsteinninn nú sé Saad Haddad majór og iiðsmenn hans í Suður-Líbanon. ísraelar krefjast þess, að hann og menn hans annist öryggisgæslu á þess- um slóðum en Haddad er eins og kunnugt er mikill bandamaður ísraela. Þessu hefur Líbanon- stjórn þverneitað. Mikið er nú um það rætt hvort Hussein Jórdaníukonungur skuli taka þátt í viðræðunum um frið í Miðausturlöndum. Sjálfur kveðst hann ekki munu gera það nema með samþykki PLO og Saudi- Araba en það var haft í dag eftir næstæðsta manni PLO-samtak- anna, að slíkt „væri ekki útilokað". Hussein vill einnig, að Banda- ríkjamenn tryggi fullan brott- flutning ísraela frá hernumdu svæðunum. Jafntefli Bad KLssingen, 29. mars. AP. LAJOS Portisch frá Ungverjalam og Viktor Korchnoi sömdu um jafi tefli í annarri skákinni i fjórðung úrslitunum fyrir heimsmeistaraei vígid. Skákinni var frestað í gær eft 40 leiki og í dag léku skákmeni irnir aðeins tíu leiki áður en þe féllust á jafntefli. Korchnoi hefi nú hálfan annan vinning en Por isch hálfan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.