Morgunblaðið - 30.03.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.03.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1983 Ný rannsókn á dauða Calvis fyrirskipuð Lundúnum, 29. mars. AP. ÞRÍR yfirréttardómarar hrundu í dag úrskurði bresks rannsóknar- réttar, sem var á þá leið, að ítalski bankastjórinn Roberto Calvi hefði framiö sjálfsmorð í júní á síðasta ári. Hefur nýrrar rannsóknar á dauða hans verið krafist, en fjöl- skylda Calvi heldur því fram, að hann hafi verið myrtur. Calvi, sem þekktur var undir nafninu bankastjóri guðs vegna náinna tengsla sinna við Vatikan- ið, fannst hengdur undir Black- friars-brúnni, sem liggur yfir ána Thames. Þremur dögum fyrir dauða sinn hafði Calvi flúið frá Róm, þar sem hans beið fjögurra ára fangelsisdómur fyrir smygl á 20 milljónum dollara frá Ítalíu. Lane lávarður, annar æðsti dómari Englands, sagðist f dag hafa farið fram á nýja rannsókn málsins vegna brests f stjórnun yfirheyrslna í júlí á síðasta ári. Sonur Calvis hefur lagt fram yf- irlýsingu þar sem segir að hann telji að föður sínum hafi verið komið fyrir kattarnef til þess að tryggja, að hann ljóstraði ekki upp nöfnum manna, sem tengdust dollarasmyglinu. Þá heldur sonur- inn því fram, að öllum framgangi málsins hafi verið flýtt óeðlilega mikið. Bandaríska bardaman í Bern: Dæmd í ótímabundið varðhald vegna tengsla við njósnamál Bern, Sviss, 29. mars. AP. BANDARÍSK afgreiðslustúlka í vínstúku á hóteli í Bern, Alexandra Lin- coln, sem talin er tengjast njósnahneyksli, hefur verið dæmd til gæsluvarð- halds í ótiltekinn tíma. Réttarhöldin í héraði yfir henni fóru fram í kyrrþey þann 21. þessa mánaðar til þess að forðast að þarlendir fjölmiðlar kæmust frekar í malið. Um 3,5 millj. manns í Eþíópíu búa nú við sára hungursneyð af völdum einhverra mestu þurrka sem þar hafa gengið yfir í mörg ár. Mynd þessi sýnir móður með barn sitt og má glöggt sjá hvernig afieiðingar hungursneyðarinn- ar eru teknar að koma fram á barninu. E6E endurskoðar hjálp við Eþíópíu Gjafakorn þangað selt fyrir vopn? Lögfræðingur ungfrú Lincoln staðfesti dóminn í samtali við fréttamenn. Sagði hann ungfrúna hafa verið dæmda fyrir smávægi- legt brot að sínu mati, en vildi ekki úttala sig frekar um ákærur, né lengd gæsluvarðhaldsins. Hér- aðsdómur í Sviss getur í hæsta lagi dæmt fólk í hálfs árs fangelsi. Lögfræðingurinn var þungorður í garð svissneskra blaða, sem gert hafa mikið úr máli þessu. Sagði fréttaflutning þeirra hafa verið á þann veg, að ungfrú Lincoln hefði um tíma hugleitt sjálfsmorð. Afgreiðslustúlkan komst á for- síður allra blaða í Sviss fyrir nokkrum dögum, þegar frá því var skýrt að ákæra á hendur henni hefði verið lögð fram vegna tengsla hennar við njósnamál, sem upp hefði komið. Ungfrú Lincoln vinnur við vínstúku á ríkisreknu hóteli við hliðina á stjórnarbyggingunni í Bern. Lincoln er gefið að sök að hafa komist yfir leynilegar upplýsingar og skjöl frá embættismönnum hins opinbera, svo og þingmönn- um, og afhent þau líbýskum sendi- fulltrúa. Svissneskir embættis- og þingmenn eru tíðir gestir í vín- stúkunni á hótelinu og voru því hæg heimatökin fyrir ungfrúna. Frá máli þessu var skýrt nokkuð ítarlega í grein Önnu Bjarnadótt- ur frá Bern í Morgunblaðinu á sunnudag. BrílsNel, 29. marz. AP. Framkvæmdaráð Efnahagsbanda- lags Evrópu hefur ákveðið að endur- skoða hjálparáætlun sína til Eþíópíu í kjölfar frétta, sem borizt hafa um að sumt af þeirri aðstoð sem send hefur verið til Eþíópíu frá EBE, hafi að lokum hafnað í Sovétríkjunum. Skýrði Edgard Pisani, yfirmaður þróunarstofnunar EBE, frá þessu í dag. Sagði hann að rannsókn á þessu máli ætti að vera lokið 15. aprfl nk. og yrðu niðurstöður hennar kunngerðar. Pisani sagði ennfremur, að at- huganir færu fram reglulega til þess að tryggja það, að aðstoð frá Efnahagsbandalaginu færi til nauðstaddra. Síðasta könnunin i þessu skyni fór fram í júlí 1982. Engin sönnun væri komin fram fyrir þeirri frétt, sem birzt hefði í blaðinu Sunday Times í London sl. sunnudag, að 35.000 tonn af gjafa- korni frá EBE til Eþíópíu á árinu 1981 hefðu farið til Sovétríkjanna sem greiðsla fyrir vopn. Á yfirstandandi fjárhagsári EBE hafa verið send 48.000 tonn af kornvöru, 2.000 tonn af mjólk- udufti og 1.000 tonn af matarolíu ti Eþíópíu. Þar að auki bíða um 30.000 tonn af korni útskipunar og framkvæmdaráð EBE hefur borið fram tillögu um að senda þangað til viðbótar 5.000 tonn af kornvöru og 94.000 tonn af matarolíu. Ætlar að feta í fótspor Nansens Osló, 29. mars. Frá Jan Krik Lauré, fréttaritara Mbl. NORSKI ævintýramaðurinn og siglingakappinn Carl Emil Petersen ætlar nú að láta stærsta draum lífs síns verða að veruleika. Fimmtíu og átta ára gamall ætlar hann að ganga yfir Grænland á skíðum — aleinn ... Petersen hefur áður farið fjölda svaðilfara. Hann sigldi einn umhverfis Svalbarða og reyndi síðar að sigla á græn- lenskum siglingaleiðum, en skúta hans „Rundö" varð að láta í minni pokann fyrir ísjökum og Petersen var bjargað naumlega við erfiðar aðstæður. Carl Emil hyggst fara yfir Grænland á þrjátíu dögum, en hann reiknar með að verða allt að tíu dögum lengur í förum ef ske kynni að honum seinki á ferð sinni yfir ísbreiðurnar. Ferðin hefst í Angmagssalik 15. apríl og er ferðinni heitið til Syðri-Straumsfjarðar, eða um 600 kílómetra leið. Petersen hef- ur látið smíða fyrir sig sérhann- aðan sleða sem hann hyggst draga á eftir sér, en á honum er lítið tjald og pláss fyrir allan þann útbúnað sem nauðsynlegur er í ferð sem þessa. Sleðinn mun vega sjötíu kíló með farangrin- um á. Hann reiknar með að ganga sem nemur 25 kílómetrum á dag. „Þetta er gamall draumur og nú verð ég að hafa hraðann á áður en ég verð orðinn af gam- all,“ sagði þessi hressi Norðmað- ur í viðtali vegna ferðarinnar fyrir skömmu. Carl Emil Petersen ferðast sömu leið og Friðþjófur Nansen fór forðum og hefur hann fært sér í nyt skrif hans við undir- búning ferðarinnar. Hann er studdur heils hugar af fjölskyldu sinni sem telur ferðalagið góðra gjalda vert. Hvorki fjölskyldan né Petersen óttast snjó, vind eða 45 gráðu frost. „Þetta mun allt ganga að óskum," segir Petersen bjartsýnn og brosir þegar minnst er á fyrirhugaða ferð við hann. Carl Emil Petersen hress ( bragði innan um útbúnað þann sem hann hyggst nota ( ferð sinni yfir Grænland. 23 Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL: Jan ............. 5/4 . Jan ............. 18/4 Jan ............. 3/5 Jan ............. 16/5 ROTTERDAM: Jan ............. 6/4 Jan ............ 19/4 Jan ............. 4/5 Jan ............ 17/5 ANTWERPEN: Jan ............. 7/4 Jan ............ 20/4 Jan ............. 5/5 Jan ............ 18/5 HAMBORG: Jan ............. 8/4 Jan ............ 22/4 Jan ............. 6/5 Jan ............ 20/5 HELSINKI: Helgafell ...... 15/4 Helgafell ...... 13/5 LARVIK: Hvassafell ..... 11/4 Hvassafell ..... 25/4 Hvassafell ...... 9/5 GAUTABORG: Hvassafell ..... 12/4 Hvassafell ..... 26/4 Hvassafell ..... 10/5 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell ..... 13/4 Hvassafell ..... 27/4 Hvassafell ..... 11/5 SVENDBORG: Hvassafell ..... 31/3 Hvassafell ..... 14/4 Arnarfell ...... 26/4 Hvassafell ..... 28/4 Dísarfell ...... 10/5 Árhus: Hvassafell ...... 1/4 Hvassafell ..... 14/4 Arnarfell ...... 27/4 Hvassafell .... 28/4 Dísarfell ...... 11/5 GLOUCESTER MASS.: Jökulfell ....... 9/4 Skaftafell ..... 23/4 Jökulfell ....... 9/5 HALIFAX, KANADA: Jökulfell ...... 11/4 Skaftafell ..... 25/4 fa SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 reglulega af ölmm fjöldanum! JB o rgttttMjifr i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.