Morgunblaðið - 30.03.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.03.1983, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1983 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1983 25 JltorgnitÞIitMfe Útgefandi Framkvaemdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 180 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 15 kr. eintakið. Atkvæðaveiðar og öryggismálin Tveir nýir flokkar bjóða fram í komandi kosning- um, Bandalag jafnaðarmanna og Kvennalistinn. Helsta bar- áttumál bandalagsflokksins er að afnema þingræðið og markmið Kvennalistans er að sjá til þess að á alþingi verði mál skoðuð með hliðsjón af „hugarheimi kvenna". Baráttumáli bandalags- flokksins hefur skotið upp á yfirborðið af og til en þó varla síðan fyrir um það bil fjörutíu árum þegar þeir Ólafur Jó- hannesson og Gylfi Þ. Gísla- son hreyfðu hugmyndum um afnám þingræðis í tímarits- greinum. Eftir að þeir hófu virka þátttöku í stjórnmálum hafa þeir ekki hampað þessum hugmyndum þótt þeir hafi vissulega haft betri aðstöðu en margir aðrir til að koma áhugamálum sínum á fram- færi og í framkvæmd. Nú um stundir er líklega flest brýnna hér á landi en að afnema þing- ræðið, hins vegar er það ágætt baráttumál fyrir þá sem vilja sameina hóp manna undir einn hatt án þess að þeir geri sér fyllilega grein fyrir markmiðinu, hið sama er að segja um „hugarheim kvenna". Um fá mál hefur verið meira rætt í stjórnmálabar- áttunni í um 35 ár en aðild íslands að Atlantshafsbanda- laginu og varnarsamstarfið við Bandaríkin. Viðhorf manna til þessara mála eru skýr og fastmótuð. Það blasir við öllum sem vilja viðurkenna staðreyndir að nauðsynlegt er að gæta fullveldis og sjálf- stæðis íslensku þjóðarinnar með öryggisráðstöfunum. Hnattstaða íslands veldur því að það er mjög brýnt að ávallt sé hér á landi sem fullkomn- astur varnarviðbúnaður. Með aðildinni að NATO og varn- arsamningnum við Bandaríkin er séð til þess. Afstaða ís- lensku þjóðarinnar til kjarn- orkuvopna liggur skýr fyrir. Og hin síðustu misseri hefur þeim vaxið fiskur um hrygg sem vilja auka hlut íslendinga sjálfra í nauðsynlegum ráð- stöfunum til að treysta sjálf- stæði sitt. Ætla mætti að nýir flokkar sem bjóða fram í fyrsta sinn hefðu skýra afstöðu til þess hvernig sjálfstæði og öryggi þjóðarinnar skuli tryggt. Svo er þó ekki heldur þvert á móti: Vilmundur Gylfason, formað- ur Bandalags jafnaðarmanna, sýnist vilja draga mörk á milli eigin skoðana og bandalags- flokksins þegar hann er spurð- ur um afstöðu flokks síns til varnarsamstarfsins við Bandaríkin. Flokkurinn hefur enga skoðun á þessu grundvallarmáli en telur hins vegar öllu borgið með því að afnema þingræði á íslandi. Forgöngumenn Kvennalistans fara einnig undan í flæmingi þegar þessi mál ber á góma. Þeir segjast vilja „finna nýjar leiðir í þessu máli“. Talsmenn Kvennalistans gefa til kynna að eftir áralangar umræður um varnar- og öryggismál hér á landi geti þeir nú fundið „nýjar leiðir" í sjálfstæðismál- um þjóðarinnar. Ummæli talsmanna hinna nýju flokka um varnar- og öryggismálin bera þess ekki merki að þeim sé kappsmál að setja sjónarmið sín fram af hreinskilni og umbúðalaust, þeír vilja geta brugðið upp grímum eftir því við hverja þeir tala. Þessir nýju og ómót- uðu flokkar eru sem sé að stunda atkvæðaveiðar í svo gruggugu vatni að jafnvel öryggi lands og þjóðar verður að víkja. Ráðleysi þeirra er þeim mun furðulegra fyrir þá sök að sífellt fækkar í hinum sérvitra hópi herstöðvaand- stæðinga. — Er kannski vænn hluti hópsins á listum nýju flokkanna? Staða Hæstaréttar Gagnrýni vegna seinvirkni í dómskerfinu beinist nú meira að Hæstarétti en hér- aðsdómstólum eins og fram kom í viðtali við Þór Vil- hjálmsson, forseta Hæstarétt- ar, hér í blaðinu á laugardag. Ráðstafanir hafa verið gerðar til að vinna upp málahalann hjá Hæstarétti. Til reynslu hefur dómurum verið fjölgað í 11 nú í vetur. Undir það skal tekið með Þór Vilhjálmssyni að ekki er vænlegt til fram- búðar að bregðast við drætti á afgreiðslu mála með því að fjölga dómurum í Hæstarétti. Alþingi hefur oftar en einu sinni rætt um frumvarp til laga um að koma á fót milli- dómstigi, sem nefnt hefur ver- ið lögrétta. Þingmenn hafa ekki getað fallist á þá tilhögun og þess í stað samþykkt að fjölga dómurum í Hæstarétti. A krepputímum er í of mikið ráðist að stofna nýtt dómstig, engu að síður sýnist það skynsamlegasta markmiðið. í réttarríki munu bæði kostnað- ar- og byggðasjónarmið að lokum víkja fyrir réttarörygg- inu. Hæstiréttur kvað upp dóm í „Fjalakattarmálinu“: Héradsdómur ómerktur - mál- inu vísað frá HÆSTIRÉTTUR kvað í gær upp dóm í „Fjalakattarmálinu“ svokallaða, en efni þess var að núverandi eigandi Fjalakatt- arins, Aðalstræti 8, Þorkell Valdimarsson, krafðist skaðabóta frá Reykjavíkurborg. Hæstiréttur vísaði málinu frá dómi og ómerkti héraösdóminn og var málskostnaður fyrir héraði og í Hæstarétti látinn niður falla. í dómi Hæstaréttar segir að ástæður frávísunarinnar séu þær að málið sé svo vanreifað að dómur verði ekki á það lagður, í því formi sem það hafi verið lagt fyrir dómstóla. Eigandi Fjalakattarins reisti málssókn sína á því að borgar- yfirvöld hefðu komið í veg fyrir eðlilega nýtingu lóðarinnar Að- alstrætis 8 með því að láta ekki gera séruppdrátt af bygg- ingarsvæðinu. Þvi hafi eigandi ekki getað hafist handa um byggingu á lóðinni. Þá hafi Reykjavíkurborg látið að því liggja að hún vilji að húsið sé friðað, og ekki hafi fengist leyfi til niðurrifs hússins. Telur eig- andi hússins sig hafa orðið fyrir tjóni af þeim sökum. í málinu kom fram að tjón eig- anda fælist einkum í tekjutapi vegna missis arðs af fasteign- inni, af of háum skattagreiðslum af eigninni, vaxtatapi vegna greiddra skatta og tapi vegna hækkunar á byggingarkostnaði húss, sem reist kynni að vera á lóðinni. Nam aðaldómkrafan í málinu 25,38 milljónum króna, varakrafan nam 15,9 milljónum króna og krafa til þrautavara nam 12,66 milljónum króna. Hæstiréttur segir að ef fébóta- kröfurnar sem málssóknin bygg- ist á væru réttar, hefðu þær stofnast til handa þeim þremur aðilum sem hafa verið eigendur Fjalakattarins (Silli & Valdi, Valdimar Þórðarson og Þorkell Valdimarsson, innsk. Mbl.). Væri þá um að ræða sjálfstæða kröfu hvers eiganda og þá kröfu gæti síðari aðili aðeins heimt, ef hann hefði eignast kröfu fyrir- rennara síns vegna framsals eða á annan löglegan hátt. Ekkert sé fram komið um að Valdimar Þórðarson hafi eignast einn fé- bótakröfur Silla & Valda við skipti fyrirtækisins, sem það hafi talið sig eiga á hendur Reykjavíkurborg. Ekki verði heldur séð að Þorkell Valdimars- son hafi eignast einn fébótakröf- ur Valdimars, ef þeim hafi verið til að dreifa, með því að hann eignaðist Aðalstræti 8. Þá verði ekki heldur séð að fébótaskylda hafi getað stofnast fyrir Reykja- víkurborg gagnvart Valdimar Þórðarsyni, eftir að Aðalstræti 8 hætti að vera hans eign. Einnig benti Hæstiréttur á að ekki hafi verið gerð tæmandi grein fyrir því hversu mikill hluti fébóta- kröfunnar hafi stofnast á eignartíma hvers eiganda Aðal- strætis 8 og sé slík sundurliðun ógerleg af gögnum málsins. Þá hafi ekki komið fram að öðrum eigendum Fjalakattarins hafi verið synjað um niðurrif þess, eða að þeir hafi yfirleitt þurft samþykki Reykjavíkurborgar til að rífa húsið. Af þessu megi sjá að málið sé svo vanreifað að dómur verði ekki á það lagður í því formi sem það hafi verið lagt fyrir dómstóla og því sé málinu vísað frá héraðsdómi og dómur hans ómerktur. Á fundi með fréttamönnum, Árni Reynisson, Þórarinn Tyrfingsson, Hendrik Berndsen og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Forsvarsmenn SÁÁ svara (Ljósmynd Emilía) gagnrýni vegna söfnunarinnar Forsvarsmenn SÁÁ. héldu fund með fréttamönnum í gær. í upphafi fundarins sagði Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson, formaöur SÁÁ., aðstandendur söfnunarinn- ar fyrir byggingu nýrrar sjúkra- stofnunar mjög óánægða með þá neikvæðu umfjöllum sem fram hefur komið í ýmsum fjölmiðlum og því full ástæða til að svara þeirri gagnrýni. Á fundinn voru mættir af hálfu SÁÁ þeir Þórarinn Tyrfingsson,, Hendrik Berndsen og Árni Reynisson auk Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar. Sagði Vilhjálmur flestum kunnugt að fleiri sjúkrarými vantaði til að geta sinnt þeim sem væru sjúkir af ofneyslu áfengis og annarra vímu- gjafa, en Silungapollur hefði frá upp- hafi eingöngu verið hugsaður sem bráðabirgðasjúkrastöð. Því var ákveðið að freista þess að safna nægi- legu fjármagni til að reisa varanlega sjúkrastöð sem gæti tekið um 60 sjúklinga. Gagnrýni hafi hinsvegar komið fram vegna þess að gerður var samningur við fyrirtæki til að standa að söfnuninni en hitt vissu þó flestir að líknarfélög byggðu ekki eingöngu starf sitt á sjálfboðaliðum, SAÁ hefðu hinsvegar sýnt kostnaðinn án þess að draga nokkuð undan. Þá sagði Vilhjálmur hringingar til viðtakenda gjafabréfanna hafa verið gagnrýndar, en tilgangurinn með þeim hafi ein- göngu verið að fá úr því skorið hverjir ætluðu að kaupa bréfin og veita við- bótar upplýsingar ef þær vantaði. „Við erum fúsir til að viðurkenna að þar hafa orðið einhver mistök, en leitt er til þess að vita að það komi niður á byggingu sjúkrastöðvarinnar ef ein- staka menn hafa verið of ágengir. „Þá sagði Vilhjálmur ferð SÁÁ manna til Hollywood hafa verið gagnrýnda, en markmið þeirra ferðar hafi verið þrí- þætt og sagði Hendrik Berndsen, einn þeirra sem fór utan, að ferðin hefði skilað þeim árangri sem henni hafði verið ætlað. Hendrik sagði að þeim hefði tekist að selja gjafabréfin ís- lendingum búsettum í Bandaríkjun- um, en að auki hafi þeir fengið viðtöl við nokkra einstaklinga sem hafa orð- ið áfengisofneyslu að bráð og gengið í gegnum árangursríka meðferð. Þá hefðu þeir einnig náð samningum við þekktan einstakling um að koma fram á skemmtun SÁÁ sem haldin verður í sambandi við söfnunina. Einnig kom fram að nú þegar hafa safnast 13 milljónir, en áætlaður kostnaður við byggingu sjúkrastöðv- arinnar eru 32 milljónir króna. „Sem dæmi um árangur starfs okkar á und- anförnum árum getum við bent á að fyrir 7 árum voru eingöngu starfandi 7 deildir í AA-samtökunum á Stór- Reykjavíkursvæðinu, en nú eru þær um 10 talsins, en við höfum hvatt þá sem farið hafa í meðferð að sækja reglulega fundi AA-samtakanna,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. * Ahugamenn vilja reisa við rekstur Hótel Hveragerðis Hveragerói, IS. mars 1983 NEFND áhugamanna hefur verið að störfum sl. 4 vikur og kannað mögu- leika á kaupum á Hótel Hveragerði og hvort koma mætti því í rekstur á ný, en hótelið er búið að vera lokað mánuðum saman og liggur húsið undir skemmd- um. f nefndinni eiga sæti: — Geir Egilsson aðalbókari, Theódór Kjartans- son bifreiðastjóri, og Sigrún Sigfúsdótt- ir húsmóðir. Boðuðu þau til fundar í Eden þann 14. mars og sóttu fundinn milli 40 og 50 manns. Fundarstjóri var Gísli Garðarsson, formaður Framsóknar- félags Hveragerðis, en fundarritari frú Unnur Benediktsdóttir hann- yrðakennari. Á fundinum kynnti Sigrún grein- argerð nefndarinnar, sem fjallaði um ástand húseignarinnar, um rekstr- argrundvöll, en leitað var álits reyndra manna í hótel- og veitinga- húsarekstri. Einnig var greint frá fjáröflun og lánamöguleikum. Tillaga nefndarinnar er sú að stofna verði hlutafélag sem öllum sorpsbúum verði boðin aðild að, einnig félögum og fyrirtækjum. Ræddu fundarmenn þetta málefni fram og aftur, en spurningum svar- aði Sigrún fyrrir hönd nefndarinnar og einnig Jakob Havsteen lögmaður sem kannað hefur lögfræðilegar hliðar málsins og verið nefndinni til halds og trausts. Samþykkti fundur- inn einróma að fela nefndinni áfram- haldandi störf og að boðað verði til stofnfundar hlutafélagsins innan hálfs mánaðar. Þá var Jakobi Hav- steen falið að leita eftir samningum ef af kaupum gæti orðið. Fundurinn stóð í 2 klukkustundir. Forsaga þessa hótelmáls er sú að í árslok 1981 lést Eiríkur Bjarnason frá Bóli, hóteleigandi og tónskáld í Hveragerði, 72ja ára að aldri. Hálfu ári síðar seldu erfingjar hótelið. Kaupandinn, Einar Logi Einarsson, hóf rekstur að loknum nokkrum breytingum, en nokkrum mánuðum síðar lagði hann starfsemina niður og hefur hótelið verið lokað síðan í haust. Skapaðist við það afskaplega erftt ástand. Sérleyfisbílar Selfoss sem þarna höfðu afgreiðslu voru nú með sína viðskiptavini á götunni. Skóla- börnin úr Ölfusinu höfðu þar athvarf og fæði í hádeginu. Öll félagasamtök í bænum áttu erfitt uppdráttar í vet- ur, þó hefur félagsheimili Ölfusinga leyst hluta vandans, en það hús er mun minna en hótelið og ásetið hvert kvöld. 1 vetur hefur engin matsala verið opin í Hveragerði, nema hvað Heilsuhælið selur grænmetisrétti og Eden býður uppá kaffi, brauð og kök- ur. Þá mun Bragi í Eden hafa leyst vandræði skólabarnanna i ölfusi i vetur. Þetta er hið mesta ófremdar- ástand og allir vilja lausn á þvi, en greinir á um aðferðir. Álit margra þorpsbúa er það að Hvergerðishreppur ætti að kaupa hótelið sem félagsheimili en leggja beri niður veitingareksturinn. Svo eru aðrir sem frekar vilja reyna að mynda félag til sameiginlegs átaks og hefja rekstur i svipuðu formi og áður var; þ.e. veitingasala, gisting og aðstaða fyrir félags- og menning- arstarfsemi. Benda þeir á að hrepp- urinn sé að hefja byggingu grunn- skóla og sé með fleiri stórverkefni sem kalla á allt hans fjármagn og meira til. Á siðasta fundi hreppsnefndar lýsti hún stuðningi við hugmynd um hluthafafélagsstofnun og er fús að lána eða leigja sinn eignarhlut gegn vægu verði fyrstu árin, en hreppur- inn á 25% í Hótel Hveragerði. Er það von undirbúningsnefndar- innar að Hvergerðingar beri gæfu til að leysa þetta mál farsællega og að hér skapist í framtíðinni aðstaða sem þjónað gæti því mikla verkefni sem bíður við bæjardyrnar, en það er sívaxandi ferðamannafjöldi. Talið er að 90% allra ferðamanna sem koma til íslands fari um Hveragerði. Næstu daga munu nefndarmenn og þeirra aðstoðarfólk fara í hús hér í Hveragerði og leita eftir hlutafjár- loforðum. Boðið verður uppá kaup á kr. 1.000, 5.000, og 10.000 bréfum og má greiða stærri bréfin á allt að 2 árum með verðtryggingu. Treystir nefndin því að almenn þátttaka fáist, því „margar hendur vinna létt verk“. Stofnfundur hlutafélagsins verður haldinn strax eftir páskahátíðina, og verður auglýstur síðar. Sigrún Hótel Hveragerði. Auglýsingastofur óska eft- ir frumkvæði Verzlunar- ráðs um upplagseftirlit Nokkur hreyfing hefur komizt á umræður um upplagseftirlit í kjölfar forystugreinar í Morgunbiaðinu hinn 20. marz sl., þar sem lagt var til, að Morgunblaðið og Dagblaðið—Vísir tækju upp upplagseftirlit, sem önnur blöð gætu gerzt aðilar að, ef þau óskuðu. Dagblaðið—Vísir sendi Árvakri hf. útgáfufélagi Morgunblaðsins bréf, hinn 24. marz sl., þar sem tekið er undir þessa hugmynd. Samband ísl. auglýsingastofa hefur nú sent blöðunum afrit af bréfi, sem sent var til Verzlunarráðs íslands hinn 22. marz sl. þar sem vísað er til fyrrnefndrar forystugreinar og óskað eftir því, að Verzlunarráðið hafi frumkvæði um slíkt upplagseftirlit. { gær, 29. marz, sendi hf. Árvakur, bréf til Dagblaðsins—Vísis þar sem fagnað er undirtektum við forystugrein Morgunblaðsins og sú skoðun sett fram, að rétt sé að kanna hvort upplagseftirlit á vegum Verzlunarráös íslands í samvinnu við SÍA Geti orðið farsælasta lausnin. Þessi bréfaskipti fara hér á eftir ásamt kafla úr fyrrnefndri forystugrein Morgunblaðsins. Kafli úr forystugrein Morgunblaðsins í forystugrein Morgunblaðsins 20. marz sl. sagði m.a.: „Þess vegna er það tillaga Morg- unblaðsins, að Morgunblaðið og Dagblaðið Vísir komi sér saman um slíkt upplagseftirlit, sem önn- ur blöð geta orðið aðilar að, ef þau óska. Til þess að útiloka strax hugsanlegan ágreining um það, hvers konar upplag skuli miðað við, leggur Morgunblaðið til, að upplagseftirlit gefi upp þrenns konar upplag blaðanna. í fyrsta lagi svonefnt „prentað upplag", en það upplag kveðst Dagblaðið— Vísir gefa upp nú. Þetta er sá ein- takafjöldi, sem fer í gegnum prentvélina hverju sinni. í öðru lagi verði gefið upp „nettó- upplag", en það er sá eintakafjöldi, sem fer út úr prentsmiðju, Á „prentuðu upplagi" og „nettó- upplagi" getur munað frá 1.000 upp í 2.000 eintökum, vegna þess hversu mörg eintök eyðileggjast í prentun. í þriðja lagi leggur Morg- unblaðið til, að þessi tvö blöð opni bókhald blaðanna fyrir upplags- eftirliti, þannig að hægt verði að gefa upp selt upplag blaðanna, þ.e. hversu mörg eintök þau fá greidd, en það er auðvitað það upplag, sem máli skiptir og alls staðar er mið- að við, enda geta blöð prentað eins mörg eintök og þeim sýnist, án þess að það gefi rétta mynd af raunverulegu upplagi þeirra." Bréf Sambands ís- lenzkra auglýsingastofa til Verzlunarráös ís- lands 22. marz sl. Bréf Sambands íslenzkra aug- lýsingastofa til Verzlunarráðs Is- lands hinn 22. marz sl. er svohljóð- andi: „Ábyrgt upplagseftirlit hefur verið eitt af baráttumálum Sam- bands íslenskra auglýsingastofa. Slíkt óvissuástand um upplag og dreifingu íslenskra fjölmiðla sem viðgengst hérlendis er nær óþekkt í öðrum Evrópulöndum. Þar þykir það sjálfsögð kurteisi við kaup- endur að auglýsingaplássi að slík- ar upplýsingar liggi fyrir, stað- festar af óháðum aðila. Því fögnum við framkominni hugmynd leiðarahöfundar Morg- unblaðsins, sunnudaginn 20. mars, um að Morgunblaðið og DV tækju upp upplagseftirlit og aðrir gætu bæst í hópinn að vild. Aðstandendur þessara tveggja blaða voru þeir einu sem skrifuðu undir samkomulag um upplagseft- irlit á vegum Verslunarráðs ís- lands, árið 1976, og má ætla að báðir aðilar hafi enn áhuga á mál- inu. Við teljum eðlilegt að upplags- eftirlit verði framkvæmt á vegum Verslunarráðsins og förum þess á leit að ráðið taki málið upp að nýju. Samband íslenskra auglýs- ingastofa lýsir sig reiðubúið til samstarfs og óskar eftir því að viðræður geti hafist hið fyrsta." Bréf Dagblaðsins—Vís- is til Árvakurs hf, frá 24. marz sl. Bréf dagblaðsins—Vísis til Ár- vakurs hf. frá 24. marz sl. er svo- hljóðandi: „I forystugrein Morgunblaðsins 20. marz sl. er varpað fram þeirri hugmynd, að DV og Morgunblaðið taki upp sameiginlegt upplagseft- irlit, sem önnur blöð geti gerzt að- ilar að, ef þau óska eftir því. Af þessu tilefni og að athuguðu máli vill Dagblaðið—Vísir taka undir þessa hugmynd, enda hefur DV fyrst allra íslenzkra dagblaða tekið upp þá nýbreytni að gefa á degi hverjum upplýsingar um upp- lag sitt. Um leið viljum við orða þá hugmynd, að auk sameiginlegs upplagseftirlits komi þau dagblöð, sem hér eru gefin út, sér saman um sameiginlega könnun á lestri dagblaðanna, sem framkvæmd verði með reglulegu millibili. Við teljum rétt, að leitað verði samstöðu allra dagblaðanna um þessi mál, því að þótt DV og Morg- unblaðið beri höfuð og herðar yfir önnur blöð í útbreiðslu kemur upplagseftirlit og lestrarkönnun ekki að fullum notum nema öll blöðin eigi hlut að máli. Það er sannfæring okkar, að traust upp- lagseftirlit og reglubundin lestr- arkönnun geti orðið öllum að gagni, bæði blöðunum sjálfum, lesendum þeirra og auglýsendum. Að okkar áliti liggur næst fyrir, að fulltrúar blaðanna komi saman til nánari athugunar og undirbún- ings, og erum við hvenær sem er reiðubúnir til slikra viðræðna. Afrit bréfs þessa sendum við Al- þýðublaðinu, Tímanum og Þjóð- viljanum." Bréf Árvakurs hf. til Dagblaðsins—Vísis frá 29. marz. Árvakur hf. sendi Dagblað- inu—Vísi svohljóðandi bréf í gær: „Við höfum móttekið bréf yðar dags. 24. marz þar sem þér takið undir hugmynd um raunhæft upp- lagseftirlit, sem sett var fram í forystugrein Morgunblaðsins 20. marz síðastliðinn. Við fögnum þeim undirtektum sem koma fram í bréfi yðar enda hefur slíkt eftirlit verið áhugamál okkar um áratuga skeið. í millitíðinni hefur okkur borizt bréf frá Sambandi íslenzkra aug- lýsingastofa, þar sem hvatt er til að nú sé hafizt handa, þar sem frá var horfið 1976, en Verzlunarráð íslands var komið vel á veg með að hrinda málinu í framkvæmd og Morgunblaðið og Dagblaðið höfðu skrifað undir fyrirhugað sam- komulag. Við teljum því rétt að reyna nú enn á hvort upplagseftirlit unnið af Verzlunarráðinu í samvinnu við SÍA geti ekki orðið farsælasta lausnin. Við bíðum því eftir viðbrögðum yðar við þessari hugmynd.“ DV. FOSTUDAGUR ZS MARS II DV svarar Morginblaðinu: ________ r REIÐUBUNIRISAMEIGIN- LEGT UPPLAGSEFTIRUT DV heíur sent Morgunblaðmu bréf þar sem tekið er undir það með Morgunblaðinu að þessi tvó blöð talu upp sameiginlegt upplagseftirlit Hugmynd þessi var sett fram i J leiðara Morgunblaðains X mars \ siðastliðinn. I bréfi DV er i þaö bent að DV hafi fyrst islenskra blaða teldð upp þá nybreytm að birta daglega upplysingar um upplag blaðsins Þá er orðuð su bugmynd að auk sam- eiginlegs upplagseftirlits koni þau dagblöð. sem hér eru gefin ut. sér saman um sametgmlega könnun á lestn dagblaðanna SUk koraiun yrði þágerðmeð reglulegu nullibili DV leggur siðan ti) i bréfi sinu að letUð verði samstóðu allra dag blaöanna um þesai mál þvi þótt DV og Mcrgunbbðið beri hofuð og herðar yfir onnur bloð i utbreiðsáu mum upplagsrftirUt og lestrar könnun ekki koma að fullum notum nona öU blöðin séu þattUkendur t lok brefs DV tU MorgunbUðans er þvi lyst að næst liggi fynr að fuUtruar blaðanna komi saman til nanan athugana og undirbumngs sem forráðamenn DV eru hvenær sem er reiðubúmr að Uka þátt i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.