Morgunblaðið - 30.03.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.03.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1983 Bann 66. gr. Hafréttarsátt- málans við laxveiðum í sjó — eftir Eyjólf Konráð Jónsson, alþm. 66. gr. Hafréttarsáttmála Sam- einuðu þjóðanna fjallar um fiska, sem hrygna í fersku vatni, en leita til sjávar og aftur upp í ár. Þessi grein hefur geysimikla þýðingu að því er Atlantshafslaxinn varðar. Þar sem þekkingarleysi á þessu sviði hafréttarins er ótrúlega mik- ið, óskaði ég þess fyrir nokkru i utanríkismálanefnd Alþingis að fá í hendur þýðingu á þessari grein í þeim greinum öðrum, sem nú hafa mesta þýðingu fyrir okkur. Þessa bráðabirgdaþýðingu hef ég nú feng- ið í hendur og birti hana hér á eftir til fróðleiks ásamt nauðsyn- legum skýringum: „66. gr. Stofnar sem leita aftur upp í ár 1. Ríki skulu hafa aðalrétt til og bera höfuðábyrgð á þeim stofn- um, sem leita aftur upp í ár, ef þeir koma upprunalega úr ám þeirra. 2. Upprunaríki stofna, sem leita aftur upp í ár, skal tryggja verndun þeirra með því að ákveða viðeigandi ráðstafanir f reglum um veiðar á öllum haf- svæðum, sem eru landmegin við ytri mörk sérefnahagslögsögu þess, og veiðar sem kveðið er á um í 3. tl. b). Upprunaríkið get- ur, að höfðu samráði við hin ríkin sem veiða þessa stofna og getið er í 3. og 4. tl., ákveðið hámark leyfilegs afla af stofn- um sem koma upprunalega úr ám þess. 3. a) Veiðar á stofnum, sem leita aftur upp í ár, skal aðeins stunda á hafsvæðum sem eru landmegin við ytri mörk sér- efnahagslögsögu nema svo hátti til að þetta ákvæði mundi leiða til efnahagslegs áfalls hjá öðru ríki en upprunaríkinu. Að því er snertir þessar veiðar utan ytri marka sérefnahags- lögsögunnar skulu hlutaðeig- andi ríki ráðgast við í því skyni að ná samkomulagi um skil- mála og skilyrði fyrir þessum veiðum, enda sé tekið tilhlýði- legt tillit til verndunarþarfar og þarfa upprunaríkisins við- víkjandi þessum stofnum. b) Upprunaríkið skal taka þátt í samstarfi um að draga sem mest úr efnahagslegu áfalli i hinum ríkjunum sem veiða þessa stofna, enda sé höfð hliðsjón af venjubundnum afla og veiðiháttum þessara ríkja og öllum svæðunum sem þessar veiðar hafa verið stundaðar á. c) Við nýtingu stofna, sem koma upprunalega úr ám þess, skal upprunaríkið taka sérstakt tillit til ríkja sem getið er í b- lið og taka samkvæmt samningi við upprunaríkið þátt í ráðstöf- unum til að endurnýja stofna sem leita aftur upp í ár, einkum með útgjöldum í því skyni. d) Utan sérefnahagslögsögunn- ar skal framkvæmd reglna um stofna, sem leita aftur upp í ár, vera samkvæmt samningi milli upprunaríkisins og annarra hlutaðeigandi ríkja. 4. Þegar stofnar, sem leita aftur upp í ár, fara inn á eða um haf- svæði sem eru landmegin við ytri mörk sérefnahagslögsögu annars ríkis en upprunaríkisins skal þetta ríki starfa með upp- runaríkinu að verndun og stjórnun þessara stofna. 5. Upprunaríki stofna, sem leita aftur úpp í ár, og önnur ríki, sem veiða þessa stofna, skulu gera ráðstafanir til að fram- kvæma ákvæði þessarar grein- —————.— ar, eftir atvikum á vettvangi svæðisstofnana." Upprunaríki laxins bera á hon- um höfuðábyrgð og hafa aðalrétt til hans. Þau ákveða reglur um veiðar innan eigin efnahagslög- GREIOSLUBYRÐI Greiðslubyrði langra erlendra lána sem hlutfall af útflutningstekjum. FJÁRFESTING ALLS % AF ÞJOÐARFRAMLEIÐSLU 1978 79 80 81 82 83áætlun Fjárfesting alls sem hlutf. af þjóðarframl. Lárus Jónsson, alþingismaður: Hvers vegna erum við „að sökkva í ískyggilegar skuldir erlendis“ að mati fjármálaráðherra? Lánsfjárlög voru afgreidd frá Al- þingi nokkrum klukkustundum áð- ur en það var rofið. Uppgjöf ríkis- stjórnarinnar í stjórn efnahags- mála kom skýrt í Ijós við þessa lánsfjárafgreiðslu. Fram kom að ákvarðanir hafa nú þegar verið teknar um miklu meiri lántökur en í lögunum er gert ráð fyrir, einkum erlendar lántökur. Sýnt er að þessi lög verða markleysa líkt og láns- fjárlög síðustu ára. Erlendar lán- tökur fóru 26,5% fram úr lánsfjár- lögum í fyrra reiknað á föstu gengi. í ár horfir í raun enn verr, þrátt fyrir yfirlýsingar ráðamanna um að stefnt sé að því að erlendar skuldir aukist ekki að raungildi á árinu. Fjármálaráðherra hefur viðhaft þau orð að við séum „að sökkva í ískyggilegar skuldir er- lendis". En hvers vegna? Er það vegna mikillar fjármunamyndunar í landinu í arðbærum fyrirtækjum, eða er það vegna eyðslu umfram gjaldeyristekjur? Eyðslulán hrannast upp: Þessari spurningu er auðsvar- að. Fjárfesting í landinu hefur nokkurnveginn staðið í stað sið- ustu árin. Þetta kemur glöggt fram á myndriti nr. 1, þar sem sýnd er fjárfesting í þjóðarbú- skapnum í % af vergri þjóðar- framleiðslu. Á yfirstandandi ári er stefnt að 8% samdrætti fjár- festingarinnar og að hún fari ekki yfir 26% af þjóðarfram- leiðslu. Til samanburðar varð fjárfesting 32—33% af þjóðar- framleiðslu á erfiðleikaárunum 1974 og 1975. En staða erlendra iangtímalána hefur versnað og versnar enn verulega á yfir- standandi ári þrátt fyrir minni fjárfestingu og verður í fyrsta sinn í sögunni yfir 50% af vergri þjóðarframleiðslu. Þetta þýðir að eyðsluskuldirnar halda áfram að hrannast upp. (Sjá einnig mynd nr. 1.) Greiðslubyrðin ískyggileg: í stjórnarsáttmálanum segir að stefnt skuli að því að greiðslu- byrði erlendra langtímalána fari ekki fram úr 15% af útflutn- ingstekjum. Því er nú spáð að greiðslubyrðin þyngist enn veru- lega á yfirstandandi ári og fari í fyrsta sinn yfir 25%, þ.e.a.s. fjórða hver króna sem aflað er í gjaldeyri fer til greiðslu er- lendra lána. Það er athyglisvert að greiðslubyrðin varð einungis 16,6% af útflutningstekjum þeg- ar mestu efnahagsáföll síðari áratuga skullu yfir, þ.e.a.s. eftir 1967 og 1968, þegar síldin hvarf og samtímis varð verðhrun á út- flutningsvörum okkar. Nú hefur þjóðarbúið nýverið notið mestu aflaára í sögu landsins á árunum 1980 og 1981, og miklu meira aflaverðmæti er til skipta nú þrátt fyrir erfiðleikana en þá var. (Sjá myndrit % um þróun greiðslubyrðarinnar.) 1978 79 80 81 82 83áætlun Löng erlend lán sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. Mesta hættan er fjöldaatvinnuleysi óhætt er að taka undir með fjármálaráðherra. Þetta er ískyggileg þróun. í skýrslu Seðlabankans um ástand efna- hagsmálanna sem út kom nýver- ið segir svo orðrétt: „Skuldasöfn- un íslendinga gagnvart umheim- inum er nú hins vegar orðin svo mikil að háskalegt væri að halda lengra áfram á þeirri braut. Háu atvinnustigi verður þvf ekki enn haldið uppi með þessum ráðum nema um skamman tíma.“ Þetta eru orð að sönnu. Hættan af þessu stjómleysi er fjöldaat- vinnuleysi. Þau erlendu lán sem varið er til eyðslu verða ekki not- uð til uppbyggingar. Þvert á móti. Eyðslulánin girða fyrir að unnt verði að taka erlend lán sem annars hefði verið svigrúm til jafnvel þótt með þeim eigi að leggja í arðbæra fjárfestingu. Þessi „ískyggilega erlenda skuldasöfnun" er því orðin þjóð- inni dýr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.