Morgunblaðið - 30.03.1983, Side 47

Morgunblaðið - 30.03.1983, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1983 47 Skíðamót íslands verður formlega sett í dag SKÍÐAMÓT fslands verður haldið á ísafirði um páskana. Þetta mót er 44. í röðinni frá því aö Skíða- mót íslands var fyrst haldiö. Mót- ið verður formlega sett í ísafjarö- arkirkju miðvikudaginn 30. mars. Á skírdag veröur svo keppt í stór- svigi og 15 kílómetra gðngu. Föstudaginn langa verður keppt í boðgöngu og einnig verður skíðaþíng. Laugardaginn 2. apríl veröur keppt í svigi og stökki. Páskadag er flokkasvig og 30 km ganga, um kvöldiö veröur svo verölauna- afhending og mótsslit. Mikill undirbúningur hefur veriö fyrir þetta mót, mótsstjórn hefur starfaö frá áramótum. Hana skipa Björn Helgason formaöur, Gunnar Pétursson, Hafsteinn Sigurösson, Siguröur Gunnarsson og Þorleifur Pálsson. Keppendur verða um 94 frá átta héruöum. Skíöaaðstaðan er mjög góö, á Seljalandsdal, nægur og góöur snjór. Þrjár lyftur, fullkominn snjótroöari sem treöur svig- og göngubrautir. Skíðabrekkur eru viö allra hæfi og gönguland eitt þaö besta hér á landi. Skíöa- kennsla er a svæöinu einnig skíöa- leiga og veitingasala. Stökkpallur sem stökkva má allt aö 52 metr- um. Á Skíöamóti Islands veröa f fyrsta skipti notuö ný og fullkomin tímatökutæki sem nýlega hefur verið fest kaup á frá Austurríki. Búist er viö miklum fjölda aðkomu- fólks til bæjarins um páskana. Mikiö verður um aö vera fyrir utan mótiö sjálft, skemmtanir, kabarett, dansleikir, tónleikar, kirkjukvöld og margt fleira. íslenska blaklandsliðið tapaði fyrir því færeyska ÍSLENSKA karlalandsliðið í blaki tapaði fyrir Færeyingum á mánu- dagskvöldið 3—1. Þetta var ell- efta viðureign þjóðanna og höf- um viö sigrað alla leikina þar til núna. Okkar menn náöu sér aldrei á strik í þessum leik og allir ióku þeir langt undir því sem þeir hafa leikiö með sínum félögum í vetur, nema ef vera skyldi Samúel örn Erlingsson. Færeyingarnir börð- ust eins og Ijón og höföu viljann til að vinna en hann var ekki fyrir hendi okkar megin netsins. Þeir eru meö mjög ungt liö og þeirra sterkustu menn eru aöeins 19 ára en þaö eru þeir Hans Mikkelsen, Joannes Ejdesgaard og Eyðstein Jensen. Þeir hafa að undanförnu verið með danskan þjálfara sem heitir Flemming Pedersen og er greinilegt að hann er aö gera góða hluti í blakinu hjá frændum vorum. Úrslit leiksins í tölum uröu þau aö viö unnum fyrstu hrinu, 16—14, eftir mikla baráttu og fjörugan leik. Færeyingar unnu síöan þrjár næstu hrinur, 15—13, 15—10, og 15—2, en í þeirri hrinu var allt loft úr okkar mönnum og viö því auð- veld bráö frískum Færeyingum. Kvennalandsliðið okkar stóö sig betur en karlarnir því þær unnu stöllur sínar frá Færeyjum, 3—1. Þetta var fremur rólegur leikur og er ég sannfæröur um að stelpurn- ar okkar geta gert betur, sérstak- lega ef þær ná upp svipaðri bar- áttu og leikgleöi og Færeyingarnir. Bestar af okkar stelpum voru þær Auöur Aðalsteinsdóttir og Jó- hanna Guöjónsdóttir en hjá Fær- eyingunum voru allar frekar jafnar og engin sem skar sig úr. Fyrstu hrinuna unnum viö, 15—7, en töpuðum þeirri næstu, 8—15. Tvær síöustu unnum viö svo, 15—6 og 15—8, eftir aö hafa veriö undir, 3—7. Síöustu leikir þjóöanna aö þessu sinni veröa í Hagaskólanum í kvöld og hefst kvennaleikurinn kl. Tennisáíiugafólk stofnar samtök Nýverið hefur hópur tennis- áhugamanna stofnað samtök sem hafa þaö aö markmiöi að efla tengsl þeirra, sem áhuga hafa á aö leika tennis hér á íslandi og aö vinna að útbreiðslu tennisíþrótt- arinnar í landinu. Undanfarin ár hefur starfaö tennisdeild viö íþróttafélag Kópa- vogs og hefur sú deild haft til um- ráöa tvo malbikaöa tennisvelli viö Þinghólsskóla (aftan viö gamla knattspyrnuvöllinn). Félagar í tenn- isdeildinni voru um fimmtíu aö tölu sl. sumar, en vitaö er um fjölda manns sem áhuga hafa á tennis, sem ekki vissu af þessari starf- semi. Eigi aö síður voru haldin nokkur tennismót og farin var keppnisferö til Akureyrar og keppt viö noröanmenn, sem hafa leikiö tennis um árabil. Nú í vetur hefur tennisdeildin einnig haft tíma í íþróttahúsi Gerplu í Kópavogi og hefur hópur tennisleikara leikiö þar tvisvar iviku. Nú er veriö aö byggja tvo til þrjá tennisvelli (útivelli) á vegum TBR og veröa þeir staösettir viö TBR- húsið í Álfheimum og veröa vellirn- ir tilbúnir til notkunar nú í sumar. Auk þess er gert ráð fyrir þrem tennisvöllum í nýju íþróttahúsi í Kópavogi, sem aö líkindum veröur opnaö næsta haust. Aöstaöa til tennisiökunar á höf- uöborgarsvæöinu mun því stór- batna á þessu ári og heyrst hefur aö fleiri íþróttafélög hafi á prjónun- um stofnun tennisdeilda og bygg- ingu tennisvalia. Vitaö er um fjöl- marga, sem stundaö hafa tennis- leik erlendis, en hafa ekki haldiö áfram eftir heimkomuna til lands- ins vegna aðstöðuleysis og skorts á skipulögðu starfi innan íþrótta- greinarinnar. Hin nýju samtök vilja nú bæta úr þessu og reyna aö efla tengsl þeirra, sem áhuga hafa á tennis, þannig aö menn eigi auö- veldara meö aö ná hver til annars til aö hittast og leika tennis. Sömu- leiðis munu samtökin stuöla aö því aö tennismót veröi haldin og aö kennsla í íþróttinni fari fram og aö íþróttin veröi betur kynnt almenn- ingi. Tennisíþróttin nýtur nú mikillar og ört vaxandi útbreiöslu um allan heim og hana geta stundaö fólk á öllum aldri. Reynsla þeirra, sem leikið hafa tennis hér á landi sýnir, aö veður hefur alls ekki hamlaö svö mjög iðkun íþróttarinnar úti á sumrin. Þaö er því von aðstandenda hinna nýju samtaka, aö sem flest tennisáhugafólk gangi í samtökin, sem hafa mikiö starf aö vinna á næstu árum. Þeir, sem hafa áhuga á því aö gerast meölimir, geta skrifaö til samtakanna. Samtök tennis- áhugafólks, Grenimel 35,107 Reykjavík. 17.30 og karlaleikurinn strax á eftir • Allir bestu sktðamenn landsins taka þátt f Skfðamóti Islands sem eöa um kl. 19. fram fer á ísafirði um páskana. Hér er Guðmundur Jóhannsson á fullri SUS. ferð í brautinni en hann keppir í svigi og stórsvigi á mótinu. • Kenny Dalglish, knattspyrnumaður ársins f Bretlandl, skorar hér ettt af mðrgum mörkum sínum ffyrir Liverpool-liöiö. Paisley valinn í fimmta sinn EINS og viö skýrðum frá f blað- inu í gœr var Kenny Dalglish kjörinn leikmaöur ársins f Bret- landi. Þetta er í annað sinn sem hann hlýtur þennan titil. Hér á eftir fara nöfn þeirra sem hafa veriö kjörnir leikmenn ársins frá upphafi. 1947/48: Stanley Matthews (Blackpool) 1948/49: Johnny Carey (Manchester U) 1949/50: Joe Mercer (Arsenal) 1950/51: Harry Johnston (Blackpool) 1951/52: Bllly Wrlght (Wolverhampton) 1952/53: Nat Lofthouse (Ðolton) 1953/54: Tom Flnney (Preston) 1954/55: Don Revie (Manchester Clty) 1955/56: Bert Trautmann (Manchester C9 1956/57: Tom Flnney (Preston) 1957/58: Darmy Blanchflower (Tottenham) 1958/59: Syd Owen (Luton) 1959/60: Bill Slater (Wolverhampton) 1960/61. Danny Ðlanchflower (Tottenham) 1961/62: Jimmy Adamson (Burnley) 1962/63: Stanley Matthews (Stoke) 1963/64: Ðobby Moore (West Ham) 1964/65: Bobby Collins (Leeds United) 1965/66: Bobby Charlton (Manch. U) 1966/67: Jackie Charlton (Leeds United) 1968/69: George Best (Manchester U) 1968/69: Dave Mackay (Derby County) og Tony Ðook (Manchester Clty) 1969/70: Billy Bremner (Leeds Unlted) 1970/71: Frank McLintock (Arsenal) 1971/72: Gordon Banks (Stoke City) 1972/73: Pat Jennings (Tottenham) 1973/74: lan Callaghan (Liverpool) 1974/75: Alan Mullery (Fulham) • Bob Paisloy, framkvæmda- stjóri Liverpool, var valinn í fimmta sinn. 1975/76: Kevin Keegan (Liverpool) 1976/77: Emlyn Hughes (Liverpool) 1977/78: Kenny Burns (Nottingham F) 1978/79: Kenny Dalglish (Liverpool) 1979/80: Terry McDermott (Liverpool) 1980/81: Frans Thijssen (Ipswich) 1981/82: Steve Perryman (Tottenham) 1982/83: Kenny Dalglish (Llverpool) Áriö 1965 var svo fyrst kjörinn framkvæmdastjóri ársins en þá var Jock Stein valinn. í ár var þaö Bob Paisley og var þetta í fimmta sinn sem hann var kjör- inn. Þessir hafa hlotiö titilinn: 1965/66: Jock Steln (Celtic) 1966/67: Jock Stein (Celtic) 1967/68: Matt Busby (Manchester U) 1968/69: Don Revie (Leeds United) 1969/70: Don Revie (Leeds United) 1970/71: Berti Mee (Arsenal) 1971/72: Don Revie(Leeds United) 1972/73: Bill Shankly (Liverpool) 1973/74: Jack Charlton (Middlesbrough) 1974/75: Ron Saunders (Aston Villa) 1975/76: Bob Paisley (Liverpool) 1976/77: Bob Paisley (Liverpool) 1977/78: Brian Clough (Nottingham F) 1878/79: Bob Paisley (Liverpool) 1979/80: Bob Paisley (Liverpool) 1980/81: Ron Saunders (Aston Villa) 1981/82: Bob Paisley (Liverpool)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.