Morgunblaðið - 30.03.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.03.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1983 45 Úr Oresteiu: Appollón (Arnar Jónsson) og refsinorninur. Á myrkum vængj- um harmleiksins Sigurveig Guömundsdóttir, Hafn- arfirði, skrifar: „Alltaf er verið að skemmta fólki, bæði í leikhúsum og fjöl- miðlum. Þó virðast hinir óánægðu vera viljugri við að skrifa í les- endadálka blaðanna heldur en þeir ánægðu og þakklátu. Þeir þegja oftast þunnu hljóði. Samt er stundum svo vel að verki staðið, að hinn „þögli meirihluti" getur ekki orða bundist. Hér verður minnst á sýningu Þjóðleikhússins á órest- eiu, þríleik Forngrikkjans Eskýl- osar. Þar lifði undirrituð eina þeirra stóru stunda, þegar andblær mik- illar listar nær að gefa þátttak- anda ógleymanlega reynslu. Þarna fór allt saman, eitt hinna eilífu stórverka mannsandans, vönduð uppfærsla og stórkostleg- ur leikur. Fornkonan mikla Hlutverk Klýtemnestru drottn- ingar er ugglaut mikið óskahlut- verk fyrir leikkonu. Helga Back- mann náði hinu sjaldgæfa, að verða í raun hin ógæfusama drottning. Allt frá því að hún sást fyrst á bæn frammi fyrir hinum ódauðlegu guðum og þar til hún féll fyrir hendi móðurmorðingj- ans, var hún Klýtemnestra. Persónusköpun hennar vakti í senn dimman hroll og djúpa sam- úð. Þessi leikur Helgu flutti mann á myrkum vængjum harmleiksins aftur til fjarlægrar fortíðar, sem þó virðist eiga furðu mikið sam- eiginlegt með vandamálum allra tíma. Við verðum hissa, þegar þessir fornu Grikkir tala. Nálægð þeirra við okkur er hreint undur. Kórar og hetjur Framsögn beggja kóranna var alskýr, og hinn mikli texti komst að fullu til skila. Völvan Kass- andra var stórkostleg, þó atriðið sé ekki langt. Hinn hrjáði órestes var að öllu dæmigerður Forn- grikki, og svipað er að segja um systur hans, Elektru. Hinir sælu guðir voru glæsilegir og framsögn leikaranna með miklum ágætum. En þátttaka guðanna og boðskap- ur þeirra er líklega sá þáttur þessa mikla leikverks sem hvað fjarlægastur er okkur nútíðar- mönnum. Kenningar Appollóns hljóta að minnsta kosti að hneyksla allar kvenréttindakonur. Áfram um Culture Club Togga skrifar: „Kæri Velvakandi. Mig langar til að taka undir óskir tveggja 12 ára stelpna sem skrifuðu þér fyrir skömmu og töldu upplagt að fá Culture Club hingað í sumar. Næstum allir sem ég þekki halda upp á þessa hljómsveit. Vona ég því að það verði mögulegt að verða við óskum okkar í þessu efni. Með þökk fyrir birtinguna." JME skrifar: „Velvakandi. Mig langar til að grennslast fyrir um það hvort forráðamenn listahátíðar sæju sér ekki fært að fá hingað hljómsveitina Culture Club á næstu hátíð. Hún á marga aðdáendur hér á landi. Eins og menn ef til vill muna, kom fræg hljómsveit hingað síðast þegar listahátíð var haldin og var að- sókn að hljómleikum hennar góð, eftir því sem ég best man. Vonandi verða forráðamenn listahátíðar við þessum óskum. Með kærri þökk fyrir birting- una.“ Boy George, söngvari Culture Club. Aðili sem kunnugur er í „brans- anum“ tjáði Velvakanda, að hann hefði haft samband við umboðs- menn hljómsveitarinnar og verið tjáð, að því miður gæti ekki orðið af heimsókn hennar hingað til lands í sumar. Og ástæðan: Ann- ríki. Gáfumönn- unarnefnd E.E. skrifar: „Sálarvaxtarrækt sinnir sýnist til valda stemmd, grímubúin því ginnir gáfumönnunarnefnd. Þó fölir í duftið falla fíflarnir Möðruvalla. Verkalýðs virk er hefnd. Hinn sárt syrgdi konungur Líklega er það tímanna tákn að áhorfanda fannst lítill skaði í falli Agamemnons, þó að Eskýlos láti allt snúast um þann mikla mannskaða. Enda gaf Róbert Arnfinnsson beinlínis í skyn með leik sínum, að kóngur þessi hefði verið leiðinlegur eiginmaður og engin furða þó drottningin kynni betur við hinn glæsilega Egists- þos, sem Hákon Waage gerði nægilega kaldrifjaðan og eigin- gjarnan. Hið eina, sem hér verður fundið að þessari miklu sýningu, er að betur hefði farið á að byrja leikinn með ræðu varðmannsins á hallar- þakinu, eins og Eskýlos gerir, og nútímabúningarnir hefðu vel mátt missa sig. Tónlistin féll frábær- lega vel að anda leiksins. Kærar þakkir fyrir ógleymanlegt leik- hússkvöld." Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur les- endur til að skrifa þættin- um um hvaðeina, sem hug- ur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11—12 mánudaga til föstudaga. Meðal efnis, sem vel er þeg- ið, eru ábendingar og orða- skipti, fyrirspurnir og frá- sagnir, auk pistla og stuttra greina. Æskilegast er, að bréf séu vélrituð. Nöfn og nafnnúmer þurfa að fylgja öllu efni til þátt- arins. GÆTUM TUNGUNNAR Sbr. Mbl. 4. febrúar 1983. þskj. nr. 0123 Ed. íslensk orðabók: (Möðruvallafífill)." Báðir er sagt um tvo (En ekki um tvenna). Þess vegna er rétt að segja: Bretinn og Frakkinn gistu hér báðir. Hins vegar: Bretar og Frakkar börðust hvorirtveggju í styrjöldinni (ekki báðir!). Stöndum saman um framboð Sjálf- stæðisflokksins á Vestfjörðum — eftir Önnu Pálsdóttur, ísafirði Hvað eftir annað skeiðar Sigur- laug Bjarnadóttir fram á ritvöll- inn í Morgunblaðinu, nú síðast eftir að niðurstöður lágu fyrir í prófkjöri sérframboðssinna á Vestfjörðum. Hún talar enn um það, hvað þetta framboð hljóti nú að styrkja og efla Sjálfstæðis- flokkinn. Það hefur farið í vöxt, að alþingismenn, sem tryggja vilja sér áframhaldandi setu á Alþingi að kosningum loknum og eru ekki of öruggir með fylgi flokkssystk- ina sinna, svífast einskis til að koma sér á framfæri. Mönnum er í fersku minni prófkjör alþýðu- flokksmanna á Vestfjörðum og sérframboð Sigurlaugar á sama stað. Á fundi í Valhöll í byrjun des- ember sl. var undirrituð með Sig- urlaugu Bjarnadóttur og fleiri sjálfstæðismönnum af Vestfjörð- um að ræða framboðsmál. Þar lýsti hún því yfir í heyranda hljóði, að hún hefði frekar dvín- andi áhuga á prófkjörum og hvatti til þess, að sú leið yrði farin sem mest eining yrði um. Þegar ljóst var, að nafn hennar hafði ekki hlotið náð fyrir augum kjörnefnd- ar í 3. sæti listans, en neðra sæti sætti hún sig ekki við, hafði hún samband við undirritaða og bað mig um að stinga upp á sér í 3. sætið þegar listinn yrði borinn upp. Að sjálfsögðu varð ég við þessari bón, en allir vita hvernig fór. Sigurlaugu var hafnað. Að vonum er Sigurlaug óánægð með þá útreið, sem hún fékk á kjör- dæmisráðsfundinum, en ekki hefði ég trúað því að óreyndu, að Sigur- laug Bjarnadóttir, jafn greind og hún er, léti stjórnarsinna eins og Halldór Hermannsson æsa sig út í sérframboð. — Á þeim fræga fundi, sem örlög Sigurlaugar voru ráðin hvað varðar þingsetu henn- ar fyrir Sjálfstæðisflokkinn, átti Þorbjörg systir hennar sæti. Hún tók fullan þátt í gerð framboðs- listans. Stakk hún upp á Sigur- laugu í 1. sæti, Sigrúnu Halldórs- dóttur í 4. sæti og undirritaðri í 5. sæti. Þess skal og getið, að Þorbjörg gat þess á fundinum að hún beygði sig undir vilja meirihlutans, þó óánægð væri. Nú er Þorbjörg sér- framboðssinni og það geta ekki allir stært sig af því, að hafa unn- ið að uppstillingu á tveimur list- um fyrir alþingiskosningar. — Ég undirrituð og a.m.k. 16 aðrir, sem kjördæmisráðsfundinn sátum, er- um sáróánægð með það, að ekki hafi verið viðhaft einhvers konar prófkjör. Við sem vorum svo viss um að prófkjörsleiðin yrði valin sjáum það nú, að enn betur þarf að undirbúa fundi sem þennan. Ég er þess fullviss nú, að margir þeirra sem greiddu atkvæði gegn prófkjöri gerðu svo vegna þess, að þeir voru smeykir um að opna leiðin yrði valin enda minnugir ófaranna í Norðurlandskjördæmi vestra. — Undanhlaup Sigurlaug- ar Bjarnadóttur er fyrir neðan all- ar hellur, og ég er alveg undrandi á því, að kona, sem er mjög kunn- „Á fundi í Valhöll í byrj- un desember sl. var undirrituð með Sigur- laugu Bjarnadóttur og fleiri sjálfstæðis- mönnum af Vestfjörð- um að ræða framboðs- mál. Þar lýsti hún því yfir í heyranda hljóði, að hún hefði frekar dvínandi áhuga á próf- kjörum og hvatti til þess, að sú leið yrði far- in sem mest eining yrði um.“ ug starfsemi Sjálfstæðisflokksins og hefur meðal annars átt sæti í miðstjórn, skuli fara út í svona vitleysu sem sérframboðið er. Sýnt er, að flestir stuðningsmenn sérframboðsins eru óánægðir óflokks- eða flokksbundnir stuðn- ingsmenn Sjálfstæðisflokksins og einnig fólk sem þykir það sjálf- sögð mannréttindi að hafa áhrif á sem flesta framboðslista. Sér- framboðsmenn hamra mjög á því, að Sjálfstæðisflokkurinn missi mikið lausafylgi með því að við- hafa ekki svo til galopið prófkjör. — Eigum við flokksbundnir sjálfstæðismenn að láta óánægt fólk, sem ekki vill eða nennir að starfa innan flokksfélaganna, stjórna því hvaða leið er farin í framboðsmálum Sjálfstæðis- flokksins? — Óánægðir stuðn- ingsmenn flokksins ættu heldur að fara að starfa innan flokksins og vinna að framgöngu mála inn- an frá, en ekki sitja heima með hendur í skauti og hlaupa svo til, ef sú leið er ekki valin, sem þeir helst kysu. ísafirði, 23. mars 1983,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.